Morgunblaðið - 21.05.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976
15
Sjálfsmynd, blýantsriss.
Arabar, Alsír 1914.
Tízkuteikning, vatnslitir,
um 1920.
. - 1
Lína Langsokkur, riss
1967.
Academie Colarossi, og Grande
Chaumiére, tekur sér síðan ferð
til Alsír vorið 1914 og málar. í
myndum hennar frá Alsfr kem-
ur fram nýr og ferskur tónn,
birta og dirfska í lit. Á þessum
tíma kynnist hún finnska mál-
aranum Valle Rosenberg sem
verður ástmaður hennar, —
hann á mikinn þátt í því að
opna augu Siri fyrir því mark-
verðasta í franskri nýlist þeirra
tíma og þau snúa sér í samein-
ingu að þvi að kryfja
kúbismann, sem verður ráðandi
f list þeirra næstu árin. Siri og
Valle halda til ítalíu i febrúar
1915, og var aðalástæðan sú að
Siri gekk með barni og þau
gerðu sér ljóst að þau yrðu að
snúa baki við hinu frjálsa og
taumlausa bóhemalifi Parisar.
Þau setjast að i þorpi nálægt
Palermo á Sikiley og þar málar
Siri nokkur lykilverk hins
kúbistíska tímabils ferils henn-
ar. Þetta voru órólegir timar,
ítalía dregst inn i heimsstyrj-
öldina og tortryggnin gagnvart
útlendingum verður iilþolandi,
þau ákveða að halda norður á
bóginn og komast til Napoli eft-
ir mikinn barning, Siri var þá á
sjöunda mánuðinum og i
Napoli eignast hún sveinbarn,
soninn Carlo. Þau halda til
Rómar og síðan Flórenz þar
sem leiðir skiljast, stríðið
þvingar Siri heim til Svíþjóðar
í mai 1916, en Valle, sem var
rússneskur ríkisborgari, varð
eftir með soninn Carlo, seinna
hrökklast hann til Parísar en
heldur aftur suður á bóginn en
er vísað úr landi árið 1919
ásamt öðrum rússneskum ríkis-
borgurum, deyr úr lungnasótt í
ættborg sinni Borgá í árslok
sama ár.
Siri og Valle sáust ekki fram-
ar eftir aðskilnaðinn, fjölskylda
hennar var á móti sambandi
þeirra, — hún tekur saman við
listamanninn Bertil Lybeck,
sem hún hafði kynnzt i Paris og
nú gekk með grasið í skónum
eftir henni og eignast með hon-
um tvær dætur, Liv (1918) og
Söru (1920).
Sambúð Siri og Lybeck varð
stutt og stormasöm, því að hann
felldi hug til annarrar lista-
konu á miðju árinu 1920 og
slitnaði þá upp úr sambandi
þeirra, en vegna erfðaréttar
barna þeirra gengp þau þó í
formlegt hjónaband ári seinna.
Að vígslunni lokinni og stuttum
málsverði hélt hvort sína leið,
— Lybeck til London en Siri til
ítalíu á fund sonarins Carlo,
sem Lybeck mun ekki hafa haft
hugmynd um að hún átti.
Nú verða þáttaskil í lífi Siri,
hún gerist tízkuteiknari og á
næstu árum eyðileggur hún
flest verk sín frá tfmabilinu
1910—20.
En Siri hafði gengið frá skiln-
aði við Lybeck árið
1924, sótti hún börn sin þrjú,
sem höfðu verið í fóstri, Carlo á
ítalíu og telpurnar í Kaup-
mannahöfn. Þau settust öll að i
Simpnás við Álandshaf og nú
tekur hún aftur að mála af
kappi, einkum fjölskyldumynd-
ir auk þess sem hún skrifar
greinar í Dagens Nyheter. Á
árunum 1926—30 fæst hún við
að mála miniatúrur (smámynd-
ir), en ferskur nýstíll hennar er
var í andstöðu við hefðbundna
venju féll ekki kaupendum í
geð. Á árinu 1930 sezt Siri að í
gömlu bakaríi í Lindingö við
Stokkhólm, og eignaðist þar sitt
fyrsta heimili er hún nefndi
„Lillstugan" og þar átti hún
eftir að búa ævilbngt, en bú-
staðurinn breyttist smám sam-
an eftir því sem árin liðu og
varð hinn glæsilegasti vinnubú-
staður.
Fyrstu einkasýningu sína
hélt hún í sænsk-franska galler-
íinu í Stokkhólmi vorið 1932,
sýndi þar aðallega barnamynd-
ir. Á þessum árum safnaði hún
að sér stórum vinahópi sem
hafði áhuga á kvenréttindum
og stjórnmálum.
Haustið 1936 og vorið 1937
fékk Siri styrk til Parísardvalar
og dvaldi þar ásamt Liv dóttur
sinni, gekk m.a. i skóla André
Lohte.
Fráfall dóttur hennar, Liv,
árið 1938 hafði mikil og djúp
áhrif á Siri, og það tók hana
mörg ár að jafna sig og greri
eiginlega aldrei um heilt. Liv
hafði sýnt miklar listrænar gáf-
ur á myndlistarsviðinu og sið-
ustu árin hafði verið mikil sam-
vinna á milli þeirra, — við
dauða hennar fór Siri alveg á
taugunum og m.a. áritaði hún
myndir sínar á tímabili með
nöfnum þeirra beggja. Eftir
þetta breyttist myndstíll Siri,
hún sagði skilið við fyrri við-
fangsefni, fjölskylduna, heima-
stöðvarnar, börnin og sneri sér
að hrjúfari viðfangsefnum sem
snertu meir kviku alþjóðlegra
vandamála. Myndir hennar fá
harðneskjulegra yfirbragð og
þessi stíll verður ríkjandi í list
hennar til æviloka. Hún kynn-
ist Berthold Brecht, sem þá var
flóttamaður í Stokkhólmi, og
teiknaði nokkrar myndir af
skáldinu.
Mikil sýning sem haldin var á
verkum hennar í Stenmans-
sýningarsalnum í Stokkhólmi
árið 1944 varð mikill sigur fyrir
Siri og opnaði augu landa henn-
ar fyrir umfangi hennar sem
listakonu.
Eftir 1940 fer Siri að fá
áhuga á að móta í leir og hún
var raunar alla ævina að leita
að nýjum tjáningarleiðum,
reyndi stöðugt nýjar tækniað-
ferðir og þannig snerti hún nær
aldrei pentskúfinn til hags fyr-
ir olíumálverkið síðustu 20 ævi-
árin. Vann m.a. í málm-
ræmutækni og lærði sandblást-
ur á gamals aldri, til að geta rist
rákir i steypu. Á Siri hlóðust
opinber verkefni með vaxandi
hylli sem listakonu og síðustu
áratugi lífs hennar var hún
stöðugt upptekin af einhverju
þeirra, ásamt því sem haldnar
voru yfirlitssýningar á ævi-
verki hennar víða í Evrópu.
Siri lagði leið sína til íslands
árið 1949, en hún hafði kynnzt
hópi íslendinga, sem dvöldust í
Stokkhólmi við nám og störf á
stríðsárunum. Dvaldi hún á ís-
landi í 8 mánuði og varð fyrir
miklum og djúptækum áhrifum
af landi og þjóð.
^Það er vafalitið ekki auðvelt
fyrir íslendinga að setja sig inn
í myndheim listakonunnar Siri
Derkert í Norræna húsinu,
a.m.k. ekki þegar hinum þýðu
landslags- og kúbistísku mynd-
um sleppir. Sumar portrett-
myndir hennar gerðar á stríðs-
árunum leiða hugann að svip-
uðum myndum á fyrstu
Septembersýningum.
Hið hrjúfara rissform er
mjög ríkjandi á þessari sýn-
ingu, sem að öðru leyti gefur
hugmynd um flest það sem hún
tók sér fyrir hendur frá fyrstu
tíð. Þó mun að líkindum ýmis-
Iegt vanta af lykilverkum henn-
ar enda er þetta farandsýning
og á slíkar sýningar er ekki allt
falt.
Frægð Siri Derkert hefur
ekki borizt til Islands, hún er
Svium svipað og Kjarval og Ás-
grímur eru íslendingum og i
þvi ljósi ber að nálgast sýning-
una.
Þeir sem búast við litrikum,
,,fögrum“ myndum verða vafa-
lítið fyrir vonbrigðum, þvi að
myndir listakonunnar eru þess
eðlis að þær eéu flestar sein-
teknar. Umgerð myndanna er
ei heldur jafn glæsileg og oft
má sjá á sýningum hér. Hér er
það hinn hrjúfi kjarni, sem
ræður ferðinni. — Þær eru eins
og gróft kornbrauð, og máski
verður list hennar bezt lýst með
orðum mannsins sem sagði um
slika brauðtegund: „Neyti
maður hennar nógu lengi fer
manni á endanum að þykja hún
Ijúffeng."
Siri Derkert lézt á Lidingö,
28. april 1973, 85 ára að aldri.
Lögreglu
smábæjar
var mútað
Frankfurt, 15. maí. Reuter.
NÆR AI.LIR starfsmenn lög-
reglustöðvar I Kronberg, smábæ
norðvestur af Frankfurt, hafa
verið ákærðir fvrir mútuþægni að
sögn yfirvalda.
Lögreglumennirnir eru 18 tals-
ins og verða einnig ákærðir fyrir
að hindra framgang réttvísinnar
og fyrir vanrækslu í starfi.
Þeir eru sakaðir um að þiggja
mútur fyrir að fella niður ákærur,
einkum fyrir ölvun við akstur.
Ein mútugreiðslan nam 25.000
mörkum (um 1.7 millj. ísl. kr.).
Einn bæjarbúa er sagður hafa
sloppið við ákæru með þvi að
greiða kostnað af jólaveizlu lög-
reglumannanna.
Aðrir lögreglumenn fengu
ókeypis bjór fyrir að þykjast ekki
taka eftir að barir voru opnir eftir
lokunartíma.
Nokkrir eru sagðir hafa æft sig
í skotfimi með því að skjóta á
umferðarmerki i nágrenninu.
auglýsingasíminn e
22480 —
JRoromibtobib
c
HAFNARSTRÆTI 18
LAUGAVEGI 84
HALLARMÚLA 2
Lamy penni
Stúdentagjöf
fyrir skóla lífsins
iAMY
meira úrval en þér haldiö