Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 18

Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreíðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sltri 10100 Aðarlstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. ótt ráðherrafundi Atlantshafsbandalags- ins í Ósló sé ekki lokið, þegar þetta er skrifað og ekki liggi fyrir hvort og þá hver árangur þar hefur orðið af viðræðum milli manna um landhelgisdeilu Breta og íslendinga er þeg- ar orðið ljóst, að þessi fundur hefur mikla þýð- ingu fyrir málstað okkar í landhelgismálinu. Bersýni- legt er af fregnum frá Ósló, að landhelgisdeilan hefur verið mjög í sviðsljósinu á fundinum og í tengslum við hann. Það má marka af blaðamannafundum þeim, sem Joseph Luns og Knut Frydenlund, utanríkisráð- herra Norðmanna, efndu til í fyrradag en spurning- ar fréttamanna á þessum fundum beindust mjög að þorskastríðinu. Það er t.d. mat fréttamanns Morgun- blaðsins, sem fylgist með ráðherrafundinum að um 80% allra spurninga blaða- manna á fundi norska ut- anríkisráðherrans hafi beinzt að landhelgisdeil- unni og hún var einnig mjög til umræðu á blaða- mannafundi framkvæmda- stjóra Atlantshafsbanda- lagsins. Það kemur einnig ber- lega fram í fréttum, að mál- staður íslands nýtur sterks stuðnings á þessum fundi. Þannig tók t.d. Fryden- lund, utanríkisráðherra Norðmanna, sérstaklega fram á blaðamannafundi sínum, að hann væri ekki sammála því, að samhengi væri á milli þess, að Bretar kölluðu freigátur sínar á brott og að íslendingar hættu að áreita brezku tog- arana. Eins og kunnugt er hefur það jafnan verið krafa Breta, að íslendingar lofi að láta togara Breta í friði, ef þeir kalli herskip sín á brott. Þessari kröfu hefur islenzka ríkisstjórn- in að sjálfsögðu jafnan hafnað og með ummælum sínum á blaðamannafund- inum hefur Frydenlund tekið undir stjónarmið ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. Þá undirstrikaði Luns sér- staklega á blaðamanna- fundi sínum, að nær öll að- ildarríki Atlantshafs- bandalagsins viðurkenna, að fiskveiðar eru lífsnauð- syn íslendingum. í ræðum sem Oddvar Nordli, forsæt- isráðherra Noregs, og Frydenlund utanríkisráð- herra fluttu við setningu ráðherrafundarins lögðu þeir báðir þunga áherzlu á að fiskveiðideilu Breta og íslendinga yrði að leysa. Og Einar Ágústsson sagði í gær að hann hefði orðið þess áþreifanlega var, að ráðherrar annara banda- lagsríkja vissu meira um landhelgismálið og hefðu meiri áhuga á þvi en nokkru sinni fyrr. Þá hefur það og vakið mikla athygli, að þegar i fyrrakvöld óskaði Anthony Crosland, utanríkisráð- herra Breta, sérstaklega eftir fundi með Einari Ágústssyni utanríkisráð- herra og varð af þeim fundi fyrir milligöngu að- stoðarutanríkisráðherra Noregs. Sú staðreynd, að utanríkisráðherra Breta óskar eftir slíkum viðræðu- fundi með utanrikisráð- herra íslands sýnir, að Bretum er ljót, að eftir það, sem á undan er gengið er það þeirra að leita eftir viðræðum við íslendinga og væntanlega hugsanleg- um samningum. Á við- ræðufundi Einars Ágústs- sonar og Croslands lagði ís- lenzki utanríkisráðherrann áherzlu á, að algert skilyrði fyrir viðræðum við Breta væri að herskipin yrðu fjarlægð og að Bretar féllu frá þeim hugmyndum, sem þeir hingað til hafa verið með um aflamagn brezkra togara á íslandsmiðum. Utanrikisráðherra skýrði íslenzkum blaðamönnum i Ósló frá því, að Crosland hefði í viðræðum þeirra gert sér grein fyrir þessu. Á þessu stigi verður að sjálfsögðu ekkert fullyrt um það, hvort umræður um landhelgismálið í Ósló leiða til þess, að Bretar sjái að sér láti af hernaðarof- beldi sínu og fallist á skyn- samlega samninga til skamms tíma um fiskveið- ar þeirra hér við land. En engum getur blandazt hug- ur um, að íslenzkur mál- staður hefur verið í sókn í viðræðum þeim, sem fram hafa farið í Ósló. Það var einmitt sjónarmið ríkis- stjórnar Geirs Hallgríms- sonar þegar hún vísaði á bug kröfum um, að utan- ríkisráðherra færi ekki til Ósló, að þennan vettvang bæri að nota til þess að sækja fram í landhelgis- deilunni á hinu pólitiska sviði. Tæpast leikur nokkur vafi á því, að það hefur tekizt og að Bretar hafa orðið fyrir geysileg- um þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins að koma til móts við sjónarmið íslend- inga og ljá máls á samning- um, sem íslendingar geta fallizt á. Við íslendingar ætlumst til stuðnings frá bandalagsþjóðum okkar í þessari deilu og þann stuðning höfum við hlotið bæði fyrr og nú. Við krefjumst þess ekki, að Atlantshafsbandalagið skipi Bretum fyrir, enda mundum við ekki sjálfir hlíta slíkum fyrirskipunum og það er ekki í valdi bandalagsins að gefa þær* En við teljum okkur eiga rétt á stuðningi og treyst- um því, að sá stuðningur, sem við höfum hlotið og væntum, að við munum njóta, leiði til þess, að senn linni ofbeldis aðgerðum Breta í islenzkri fiskveiði- lögsögu. Nato-fundurinn — meiri áhugi en nokkru sinni I VETUR var hér góður gestur viö íslenskunám. Þetta var Skotinn David McDuff, skáld, Ijóðaþýðandi og rússnesku- fræðingur. Kunnastur er McDuff fyrir þýðingar sínar á ljóðum rússneska skáldsins Osips Mandelstams, en eftir sjálfan hann hefur aðeins kom- ið út ein ljóðabók: Words in Nature (útg. The Ramsay Head Press, Edinburgh 1971). McDuff las ljóð sín og þýðingar á skáldavöku á Kjarvalsstöðum fyrir skömmu. Hann hyggst þýða íslenskan skáldskap i framtíðinni. í ljóði sínu Svefngengill i Words in Nature yrkir McDuff m.a.: Sí’nj; (il fundar við svipi næturinnur. llmhvcrfis mig cru trén orð. fcg yrki, yrki mcð crfiðismunum. Umhvcrfis mig cru sofandi mcnn. IJf manna cr crfitt. Lg gcng mcðal sofandi manna og trjáa. égyrki til að halda trjánum saman I myrkrinu, til að forða mönnum frá að sökkva niður í myrkrið. Þetta ljóð kemur heim og saman við það, sem segir í við- tali Árna Þórarinssonar við McDuff í Morgunblaðinu (15. apríl sl.): „Ég held að flest þeirra Ijóða sem ég hef ort um dagana tjái á einn eða annan hátt afstöðu manns til annars fólks, — flækjur, rugling og erfiðleika mannlegra sam- skipta. Ég yrki um það hvernig er að vera hér og nú og um sársaukann sem því fylgir svo oft. Ljóðlistin er í mínum aug- um hreinasta, tærasta tjáning hverrar tungu. Ég held að hinn magíski kraftur ljóðsins, töfrar þess, höfði hvað mest til mín. Ljóð geta ef til vill ekki breytt heiminum á sama hátt og stjórnmálamenn geta breytt honum. En þau geta breytt við- horfi okkar til heimsins og það er mikilvægara." Geti ljóð breytt viðhorfi okk- ar til heimsins er því ekki ætlað svo lítið hlutverk. Við skiljum hvað skáldið á við í ljóði sínu þegar það talar um að halda trjánum saman og forða mönn- um frá að sökkva niður í myrkr- ið. Ljóðið hefur merkingu, til- gang. Því er ekki aðeins ætlað eigið líf eins og einn af læri- meisturum McDuffs, Italinn Eugenio Montale, heldur fram. McDuff hefur sagt mér að með- an hann var að yrkja Words in Nature hafi hann hrifist af Montale og reynt að þýða verk hans. í bók sinni er McDuff óþreytandi við að lofsyngja náttúruna og benda á þær hætt- ur, sem steðja að henni. Innan hins hefðbundna móderníska skóla evrópskrar ljóðalistar segir McDuff okkur frá ýmsu, sem er í senn eilíft og tíma- bundið. Það er í ljóðunum viss ákafi, sem auk listrænna hæfi- leika, fær okkur til að gruna að McDuff eigi margt óort. Því miður vitum við lítið um skoska og yfirleitt breska ljóðlist. En ljóð McDuffs og margra ann- arra nágranna okkar utan Skandinavíu ættu skilið að vera lesin og metin. Tvö ung skáld frá Newcastle, sem lásu úr verkum sínum á Kjarvalsstöð- um ásamt McDuff, þeir Keith Armstrong og Peter Mortimer, fengu góðan hljómgrunn með opinskáum ljóðum sínum. Þeir eru ólíkir McDuff, ef til vill David McDuff veraldlegri og meiri raunsæis- menn. En heimur breskrar ljóð- listar er fjölbreyttur eins og safnritið British Poetr.v since 1945 valið af Edward Lucie- Smith (útg. Penguin) vitnar um. Ég nefndi áðan að McDuft hefði glímt við Montale og það er fróðlegt að bera sam- an skáld, sem hann hef- ur þýtt. Meðal skandinavískra skálda eru þau Edith Söder- gran og Gunnar Ekelöf. En mesta framlag hans til ljóða- þýðinga eru þýðingarnar á Mandelstam. I fyrrnefndu við- tali segir McDuff réttilega: „Ljóðaþýðingar eru afskaplega ófullnægjandi þótt nauðsynleg- ar séu“. Landi Mandelstams, skáldið Jósef Brodskf, sem á sínum tíma hældi þýðingum McDuffs á verkum Mandel- stams, hefur bent á að enn hafi ekki verið nægilega vel unnið að þvi að túlka ljóð Mandel- stams á enska tungu. Þeir eru margir, sem telja Mandelstam eitt helsta skáld rússneskrar tungu, en það er auðvelt að vera sammála því að þýðingarn- ar á verkum hans gefa ekki til kynna yfirburði hans. Hann er augljóslega mikið skáld, en þeir, sem þekkja verk Maja- kovskís, Önnu Akhmatovu og Boris Pasternaks til dæmis vita að þau voru líka afbragðsskáld. David McDuff lítur á Mandel- stam sem læriföður margra rússneskra skálda, meðal þeirra eru Akhmatova. Hann telur Mandelstam misskilinn: „Hann hefur af mörgum verið sakaður um að steypa hugsun sína i marmara, óhlutbundið, nýklassískt form, sem hinn venjulegi lesandi getur ekki brotist gegnum. Ég las ljóð hans og komst að því að þetta er alls ekki satt. Mandelstam talar í ljóðum sinum um einfaldan, nærtækan veruleik, — um ver- öldina sem íverustað sem mennirnir þurfi að gera að heimili sinu og koma fram við sem væri hún heimili þeirra“. Mandelstam var ekki pólitískt skáld, segir McDuff: „Ljóð hans voru ljóð manneskjunnar, einstaklingsins. Annað atriði sem vakti áhuga minn á Man- delstam var Ijóðamál hans, — einfaldleiki þess og samræðu- tónn.“ Eflaust hefur hið klassiska yfirbragð sumra ljóða Mandel- stams, einkum elstu Ijóða hans, villt um fyrir ýmsum. Hann er til dæmis háður griskri goða- fræði og dýrkar hellenisma. En skilningur hans er persónuleg- ur, annars væri hann ekki mik- ið skáld. Síðustu ljóð Mandel- stams eru sennilega hápunktur- inn í skáldskap hans. Þau yrkir hann í síberískum fangabúðum, en þangað hafði hann verið sendur fyrir níðkvæði um Stal- in. Þar lést hann einnig fyrir aldur fram. Bók ekkju hans, Nadesjdu, um hann, hefur vak- ið svo mikla athygli um allan heim að liggur við að hún hafi skyggt á skáldskap Mandel- stams. Á ensku nefnist þessi bók Hope against Hope og kom út 1970. Bókin er átakanleg heimild, en þar sem áður hefur verið fjallað um hana itarlega í Morgunblaðinu verður ekki freistað að endursegja hana hér. Pislarvætti Mandelstams og níðkvæðið um Stalin hafa fyrst og fremst beint augum manna að Mandelstam. En ljóð hans eru líka þess virði að þeim sé gaumur gefinn og er óhætt að benda á þýðingar McDuffs: Osip Mandelstam: Selected Poems. Translated from the Russian by David McDuff, útg. Farrar,' Strauss and Giroux New York, 1975. Orð Jósefs Brodskís er áreiðanlega hægt að taka trúanleg. Ljóð Mandelstams voru ort til að forða mönnum frá að sökkva niður í myrkrið. Þau voru upp- haflega Ijóð hins lærða og inn- hverfa skálds, en urðu síðar vitnisburður, ákall til allra manna. Að halda trjánum saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.