Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAt 1976 29 fclk f fréttum + tSLENZKU Iandsliðsmenn- irnir f knattspyrnu unnu það ágæta afrek fyrir tveimur dög- um að sigra Norðmenn á heimavelli þeirra með einu marki gegn engu. Ekki er að efa að úrslitin hafa yljað mörg- um um hjartarætur þo að þau hafi ekki þótt marka nein tfma- mót f tslandssögunni. Frænd- um okkar Dönum er öðru vfsi farið. Þeir virðast vera haldnir ólæknandi minni- máttarkennd gagnvart stóra bróður f austri, Svfum, og þvf var það á dögunum þegar danska landsliðinu tókst að sigra það sænska með tveimur mörkum gegn einu í Gautaborg, að mikil fagnaðar- alda fór um alla Danmörk. Engu var lfkara en landið væri laust úr álögum enda hefur Dönum ekki tekizt f 39 ár að bera sigurorð af Svíum á úti- velli. Gleðitfðindin skreyttu forsfður dagblaðanna og til gamans birtum við mynd af for- sfðufyrirsögn danska blaðsins B.T. sem öll var helguð lands- leiknum. Ungir elskendur +Sæljónin f sædýra- safninu f Orlando f Flórfda eru 1 miklurn ham þessa dagana enda er vorið gengið f garð og með vorkomunni kviknar ástin í brjóstum þeirra. Elskendurnir ungu hér á myndinni, sem syngja hér saman tvfraddaðan ástarsöng, heita þeim skrýtnu nöfnum Jarðar- ber og Sport. Umsjónar- menn sædýrasafnsins segja að brátt muni söng- ur þeirra taka á sig mynd vögguvfsunnar og þess vegna hafa þeir komið á fót eins konar mæðra- heimili þar sem verðandi sela- og sæljónamæður munu njóta hinnar beztu umönnunar. + A þessari mynd sést þegar ungur áhugamaður um „svif- flug“ svífur yfir Miklagljúfri f Arizona f Bandarfkjunum en hann ásamt fjórum félögum sfnum úr klúbbi áhugamanna um þessa fþrótt fengu leyfi hjá yfirvöldum til að fara þessa glæfraferð. Þeir hófu flugið f 3000 feta hæð og f 15 mfnútur hnituðu þeir hringi f gljúfrinu eða þar til gljúfurbotni var náð. SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAURVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 NÝ SENDING AF SÆNSKUM LÖMPUM í GÖMLUM STÍL Við afgreiðum litmyndir yðar á 3 dögum Þér notiö Kodak filmu, við gerum myndir yðar á Kodak Ektacoior-pappír og myndgæðin verða frábær Umboðsmenn um land allt — ávallt feti framar h&ns psrsssr:; Bankastræti - S. 20313 Glæsibæ - S. 82590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.