Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 33

Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. M Al 1976 33 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Þakkir og aðfinnslur Kona með nafnnúmer 5780—6184 hafði samband við Velvakanda og bað fyrir kærar þakkir til Eiríks Jónssonar, sem hefur skrifað nokkrar greinar í Lesbók Morgunblaðsins varðandi föng Halldórs Laxness að köflum i nokkrum skáldverka hans. Sagði hún það sitt mat að þessar greinar væru stórfróðlegar og næsta furðulegt hversu mjög hefði farið framhjá bókmenntafræðingum sem hvað mest hafa skrifað um skáldverk Laxness, hvar hann hefði leitað fanga. Þá sagðist konan hafa verið að hlusta á þátt í umsjá Árna Gunn- arssonar um áfengismál. Sér hefði komið mjög á óvart, þegar Árni tilkynnti að þetta yrði síðasti þátturinn, þar sem leggja ætti hann niður. Hún sagðist mótmæla því, þar sem þátturinn hefði verið mjög þarfur. Loks ræddi konan um hina nýju popp-þætti, sem Sjónvarpið hefur látið gera og sýnt. Finnast henni þeir fyrir neðan allar hellur. Sér- staklega hinar stanzlausu síga- rettureykingar, varla svo að skemmtikraftarnir taki sígarett- urnar út úr sér, þegar þeir hefja söng sinn. Þá sagði hún að fróð- legt væri að fá að vita, hvað þátt- urinn með Galdrakörlum hefði kostað. Öskar hún eftir því að sjónvarpið upplýsi það. 0 Breytilegur vinnutími Hér í dálkunum hefur verið rætt um breytilegan vinnutíma í skrifstofum og kom þá í ljós að sú tilhögun er hjá Skeljungi h.f. Nú hefur Velvakandi einnig frétt að þessi tilhögun sé í bæjarskrifstof- unum í Kópavogi og gefist þar vel. Hver veit nema fleiri fylgi á eftir? 0 Tóbaksverð lendis, óskuðum eftir þvf við við- komandi yfirvöld, að fá kjúklinga með okkur, sem af okkur voru teknir sl. haust er við komum úr Norðursjónum. — Svarið sem fékkst var þvert nei! Vitað er að yfirvöld hafa geymt kjúklingana í nokkra mánuði í frystihúsi og brátt líður að því að henda þarf kjúklingunum. Því þykir okkur forvitnilegt að vita hvað yfirvöld ætla sér að gera við kjúklingana. — Okkur hefði fundizt gott að fá að hafa kjúkl- ingana með til matar, þar sem efnahagur manna er ekki of góð- ur, — og um leið hefðum við gert yfirvöldum greiða með því að hirða þá og losa þau við ómakið við að koma þeim út af frystihús- inu. Okkur sjómönnum á fiskiskip- unum finnst það einkennilegt, að við megum ekki taka kjúklinga um borð erlendis til neyzlu. Það fá sjómenn á kaupskipaflotanum að gera og finnst öllum sjálfsagt. — Er ekki verið að mismuna mönnum með þessu? Dómsmálaráðherra sagði i Beinni línu um kjúklinga, að toll- verðir yrðu að lita raunhæft á hlutina. Væri ekki rétt að þeir litu raunhæft á þetta? 0 Kettlingar án samþykkis Kattavinafélagið hefur beðið Velvakanda fyrir þá áskor- un til fólks að gefa börnum ekki kettlinga án samþykkis foreldra þeirra. Börnin eru skiljanlega himinlif- andi yfir því að eignast kettling — líta á hann sem hvert annað leikfang — en svo kemur babb í bátinn, þegar heim er komið og engin aðstaða til að hafa þar kött. Og það er ekkert gamanmál, þeg- ar barnið verður að skila kettl- ingnum aftur eða getur alls ekki skilað honum, fyrri eigendur vilja ekkert meó hann hafa, fegnir að losna við hann. Allir hljóta að sjá, hvaða afleiðingar þetta getur haft, bæði fyrir barnið og vesa- lings dýrið. Nauta-Roast-Beef ... kr. 1040 kg Nauta grillsteikur ... kr. 555 kg Nauta bógsteikur ... kr. 555 kg Nauta T-Bone . .. kr. 840 •<g Nauta innanlærisvöðvi ... kr. 1100 kg Nauta fille mörbrá ... kr. 1480 kg Kálfalæri ... kr. 370 kg Kálfa grillkótilettur ... kr. 370 kg Kálfahryggur Ódýr matarkaup ... kr. 300 kg Nýtt hvalkjöt ... kr. 219 kg Nautahamborgari . . . kr. 50 stk Nýr Svartfugl .. . kr. 140 stk Nautahakk ... kr. 590 kg. Nautahakk 1 0 kg ... kr. 530 Lambahakk ... kr. 495 kg Saltkjötshakk ... kr. 495 •<g Kálfahakk \ ... kr. 460 kg ATH: Lambasúpukjöt — Lambasaltkjöt ennþá á gamla verðinu og ódýru rúllupylsurnar saltaðar og reyktar 458 og 498 kr. kg. Pípureykingamaður kom að máli við Velvakanda og spyr að því, hvort verzlunum sé heimilt að leggja á piputóbak að vild sinni. Hann kvaðst vita um þrjú mismunandi verð á tóbaki því sem hann notaði. Öhugsandi væri að um mismunandi innkaup væri að ræða, þar sem Tóbakseinka- salan er eini innflytjandinn. Vildi hann gjarnan fá skýringu á þessu. 0 Embættismenn og kjúklingar Sjómaður skrifar: Við skipverjar á báti, sem er að fara í 4—6 mánaða úthald er- — Auðvitað er það hættulegt, sagði David. — Meðal annars þess vegna vil ég ekki að þú komir með. Gerðu það fvrir mig að vera héreftir. Hún átti ekki annarra kosta völ. Hún leit á þau þrjú, Anya og Miles óþolinmóð en kurteis og David I sérkennilegu ástandi, eins og hann hafði lýst fáeinum andartökum áður. Hún vissi hún myndi verða Ifflaus af hræðslu á meðan hann væri I burtu, en hún gat hvorki stöðvað hann sé hjálp- að honum. Hún gerði sér grein fyrir að hún var einskis megnug og þá var bezt að taka þvf með brosi á vör. Hún leit því á hann, brosti heldur óburðuglega og sagði: — Ég skal gera hvaðeina sem þú vilt að ég geri. David kyssti hana innilega að skilnaði og sfðan var haldið af stað. Anya fór á undan. Hún gekk niður stigann, ieit f allar áttir og gaf þeim merki um að koma á eftir sér. — Allt f lagi, sagði hún. — Þeir eru farnir úr stiganum. Mennirn- ír tveir eru við móttökuborðið. Eigandinn sést hvergi. Hann hef- ur vcrið kvaddur brott. HÖGNI HREKKVÍSI „Vertu áhyggjulaus! — Við fáum bezta lögfræð- inginn!“ s_____________________________________________________) Fapenn að verki Kjötiðnaðarmenn okkar sjá ykkur fyrir útvals steikum. csttD(o5=umin®@cir(ö)CDnRí] Laugalæk 2, REYKJAVIK. simi 3 5o 2o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.