Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 35

Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAI 1976 35 Lands- leikurínn í sjón- varpinu á morgun LANDSLEIKUR Islands og Noregs f Ullevál I fyrrakvöld verður sýndur f heild sinni f fþróttaþætti sjónvarpsins á morgun. Jens Sumarliðason formaður landsliðsnefndar mun hafa tekið að sér að halda á filmunni með leiknum undir hendinni á leiðinni heim, svo að fslenzkir sjónvarpsáhorf- endur fengju að sjá þennan ánægjulega leik sem allra fyrst. Eins og áður sagði verður leikurinn sýndur allur, en f norska sjónvarpinu í fyrra- kvöld voru aðeins sýndir vald- ir kaflar úr leiknum og tók sending Norðmannanna um.40 mfnútur. 400 m urðu að 3000 m FRA þvi var skýrt f blaðinu á þriðjudaginn að fyrsti hluti meistaramótsins í frjálsum íþrótt- um fari fram 29. mai n.k. Þá var sömuleiðis skýrt frá í hvaða greinum verður keppt, en eitt- hvað munu keppnisgreinar kvenna hafa skolazt til f frásögn blaðsins. Sagt var að keppt yrði i 400 metra hlaupi 29. mai an hið rétta er að þá verður keppt í 3000 m hlaupi kvenna. lieims- met Stúlkumar að nálgast 7 metrana AUSTUR-þýzka stúlkan Sigrun Siegel-Thon setti glæsilegt heimsmet í langstökki er hún stökk 6.99 m og þess verður örugglega ekki langt að bfða að stúkurnar rjúfi 7 metra múrinn f langstökkinu. Eldra metið f lang- stökkinu átti landa Sigrunar, Angela Voigt, sem setti met sitt fyrir aðeins viku síðan á sama fþróttaleikvangi f Dresden. Sá sterkasti bœtir sig enn SOVÉTMAÐURINN Vasily Alex- eyev, sem oft hefur verið kallaður sterkasti maður heims, endur- heimti heimsmet sitt f yfir- þungavigt á lyftingameistaramóti Sovétrfkjanna nýlega. Lyfti hann samtals 435 kg og bætti met Búlg- arans Plackov um 2.5 kg. Hann er vfgalegur ásýndum Strandamaðurinn sterki og varpaði kúl- Ingunn Einarsdóttir kemur f mark sem öruggur sigurvegari f 100 unni 18.47 m f gærkvöldi. metra hlaupinu á undan Ernu Guðmundsdóttur (Ljósm. Friðþjófur) Kalsaveður kom í veg fyrir góðan árangur á Vormóti ÍR ARANGURINN á Vormóti IR f frjálsum fþróttum í gærkvöldi varð ekki eins góður og vonast hafði verið til. Astæðan var þessi sfgilda: veðrið var óhagstætt. Rok var á Melavellinum og hitagráðurnar fáar. Hreinn Halldórsson náði sér til að mynda ekki á strik f kúluvarpinu og kastaði „aðeins" 18,47 m. Það var helzt Ingunn Einarsdóttir, sem ekki lét veðrið á sig fá. Hún hljóp 100 metra hlaupið á 12 sekúndum sléttum og er það tveimur brotum undir Islandsmeti hennar sjálfrar, en að sjálfsögðu var meðvindurinn of mikill til að árangurin væri löglegur. I fyrstu grein mótsins 110 m grindahlaupinu, sigraði Valbjörn Þorláksson örugglega og virðist hann ekkert gefa eftir þó aldurinn færist yfir hann. I 100 metra hlaupinu sigraði Þing- eyringurinn Magnús Jónasson, en ekki var hann ánægður með tíma sinn, 11 sek og sagði að með svo mikinn vind i bakið hefði hann átt að fá mun betri tíma. I 1000 metra hlaupi sigraði Jón Diðriks- son örugglega en hart var barist um annað sætið. Það var dæmt Gunnari Þór Sigurðssyni og er þar bráðefnilegur hlaupari á ferðinni. í langstökki karla var Friðrik Þór Óskarsson öruggur sigurveg- ari og sömu sögu er að segja um Hrein i kúluvarpinu. I kringlu- kastinu sigraði Óskar Jakobsson hins vegar og er hann líklegur til afreka i sumar. Af kvennagreinunum er rétt að nefna 100 metra hlaup Ingunnar sem áður er getið og Ingunn sigraði sömuleiðis i 400 metra hlaupinu keppnislaust. Helztu úrslit á mótinu urðu sem hér segir: 100 m grindahlaup: Valbjörn Þorláksson KR 15.1 Elías Sveinsson KR 15.2 Hafsteinn Jóhannesson UBK 16.5 100 m hlaup karla: Magnús Jónasson A 11.1 Björn Blöndal KR 11.2 Elias Sveinsson KR 11.3 100 m hlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir IR 12.0 Erna Guðmundsdóttir A 12.2 Margrét Grétarsdóttir Á 12.8 1000 m hlaup: Jón Diðriksson UMSB 2:39.5 Gunnar Þór Sigurðsson FH 2:43.8 Sigurður P. Sigmundsson FH 2:43.8. Kúluvarp: Hreinn Halldórsson 18.47 Óskar Jokobsson IR 17.16 Elías Sveinsson KR 14.67 400 m hlaup karla: Þorvaldur Þórisson UMSS 53.0 Jón Sævar Þórðarson lR 53.6 Björn Blöndal KR 55.2 400 m hlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir ÍR 63,2 Björk Gunnarsdóttir Á 71.4 Brynja Bjarnadóttir Leikni 72.5 Langstökk: Friðrik Þór Öskarsson IR 7.03 Jóhann Pétursson UMSS 6.52 Helgi Hauksson UBK 6.32 3000 m hlaup: Agúst Þorsteinsson UMSB 9:40.2 Halldór Matthiasson 9:45.5 Spjótkast: Svanbjörg Pálsdóttir KR 31.98 Björk Eiriksdóttir ÍR 31.15 Katrín Atladóttir KR 20.20 Hástökk: Þórdis Gísladóttir 1.62 Erna Guðmundsdóttir Á 1.58 Anna Alfreðsdóttir 1.50 Allir nema einn í 1. deildinni UNGLINGALANDSLIÐSPILTARNIR sem taka þátt f úrslitum Evrópukeppni unglingalandsliða f Ungverjalandi f lok þessa mánaðar eru allir leikmenn liða f 1. deildinni, að Fylkismanninum Agúst Karlssyni undanskildum. Flestir eru piltarnir fastamenn f meistara- flokkum félaga sinna og segir það nokkuð um styrkleika þeirra. Liðið sem fer til Ungverjalands verður skipað eftirtöldum leik- mönnum: Jóni Þorbjörnssyni Þrótti, Halldóri Pálssyni KR, Róbert Agnarssyni Víkingi, Haraldi Haraldssyni Vfkingi, Þor- gils Arasyni Víkingi, Halldóri Arasyni Þrótti, Þorvaldi Þor- valdssyni Þrótti, Stefáni Stefáns- syni Þrótti, Albert Guðmundssyni Val, Guðmundi Kjartanssyni Val, Börk Ingvarssyni KR, Ágúst Karlssyni Fylki, Valdimar Valdimarssyni Breiðabliki, Pétri Ormslev Fram, Sigurði Björgvins- syni Keflavík og Pétri Péturssyni Akranesi. Leikir Islands i ferðinni verða gegn Sviss 28. maí, Tyrklandi 30. maí og Spánverjum 1. júní. Verði íslenzka liðið i 1. eða 2. sæti í þessum riðli — sem alls ekki er ósennilegt fer liðið f 8-liða úrslit. „Hlakka til að hefia — ÉG var ekki í vafa um að þetta yrði gott og lærdómsrfkt nám- skeið þegar ég innritaði mig, en það fór samt sem áður langt fram úr vonum mínum og ég hlakka til að hefja störf. Þessi orð mælti einn af okkar gömlu góðu knatt spyrnumönnum að loknu fyrsta stigs námskeiðs knattspyrnuþjálf- ara sem lauk fyrir nokkru síðan. Sóttu 24 þjálfarar þetta nám- skeið, sem haldið var á vegum Knattspyrnuskóla KSI. Kennarar á námskeiði þessu voru þeir Karl Guðmundsson, Guðni Kjartansson, Reynir Karls- son, Hilmar Björnsson, Guðmund- ur Helgason og Róbert Jónsson. Er annað svona nú i gangi á Akur- eyri og eru kennarar þar þeir Magnús Jónatansson, Hilmar störf” Björnsson og Reynir Karlsson. Meðfylgjandi mynd er tekin að loknum þjálfaranámskeiðinu, sem haldið var i Reykjavík. Auk nemenda og kennara er Ellert Schram formaður KSI með á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.