Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 Matthías Johannessen: n. Þú talaðir Gils um siðbótina i fslenzkum blöðum, en ég er ekki viss um, að hún sé eins mikil og ýmsir vilja vera láta. Nýlega stóð i forystugrein eins dag- blaðanna, að allir opinberir starfsmenn væru „svefn- genglar". Heldurðu að þetta sé nú rétt? Heldurðu að þetta orð hafi verið notað af nákvæmni í þessu tilfelli, það held ég ekki. Opinberir starfsmenn eru áreiðanlega eins ólíkir og annað fólk. Meðal þeirra eru vafalaust til svefngenglar — og þó einkum morgunsvæfir næturhrafnar eins og ég — en svona alhæfingar heyra ekki siðbótinni til. í leiðara í Tímanum var talað um, að íslendingar væru óhófsþjóð. Ég held ekki að það sé hægt að tala um alla Islendinga í einni og sömu andrá. Og við erum hvorki betri né verri þjóð en aðrar; t.a.m. erum við cngu mciri óhófsmertn cn oágrannarnir som ég þekki. nema siður væri. N’ei, við föruru ;!ia með orð. Við notum þau ekki af beírri nákvæmni, sem Þórbergur krafðist. Við ætt- um að staldra við. Fara dálítið gætilega með þessa dýrmætu gjöf, málið. Galdramennirnir, forfeður þín- ir, kunnu að nota orð, en séra Jón Magnússon píslarvottur var svo sem ekkert ánægður með, hvernig þeir notuðu þau til að berja úr honum heilsuna. Píslarsaga hans hefur alltaf minnt mig á ástandið í þeim galdraþjóðfélögum samtímans, sem þú ert að reyna að lýsa í síðasta bréfinu þínu: galdrapúkarnir dönsuðu i prestunum og þeir létu brenna fólk lifandi; kannastu nokkuð við þetta? Þú spyrð mig, hvort ég hafi komið til Sovétríkj- anna. Já, Gils, ég kom þangað ungur. Þá var ég sjómaður. Og ég sá tilsýndar á götu í Leningrað ákaflega fallega sovézka hjúkrunarkonu. Hún minnir mig á kynbombuna, sem Þórbergur sá í Belgrað og lýsti fyrir mér á svo sannfærandi hátt, að síðan hef ég Iátið mér detta í hug, að marxisminn fæði af sér meiri kynbombur en nokkurt annað pólitiskt hugmyndakerfi, sem upp hefur verið fund- ið. Annars var reynslan af einræðisstjórn Sovétríkj- anna ekki með þeim hætti, að ég hafi áhuga á að rifja það upp hér — og felli talið. En ég skal leggja mig fram, eftir áskoranir þínar og útlistingar, að reyna að skilja Sovétríkin og ýmis önnur kommúnistariki betur en mér hefur auðnazt hingað til. Og þá kemur mér í hug, hvað þú varst barnslega glaður í þingræðu nýlega um utanríkismál, þegar þú tiundaðir velgengni kommúnistaflokka á Vesturlöndum. Ég rek það enn til dularsálfræðinnar. Borgaraleg stjórnarbylting forfeðra okkar i kring- um 1800, sem ég minntist fyrr á, fór fram hjá þeim löndum, þar sem ástandið nú á dögum er verst, þ.e. í kommúnistaríkjunum. Forfeður okkar borgaralegir geróu byltinguna undir vígorðinu frelsi, jafnrétti og bræðralag, eins og ég gat um. Byltingarmenn marxismans um allan heim tönnlast nú á þessu borgaralega vígorði. Það er eitt af vopnunum í útrýmingarherferðinni gegn þeirri sömu borgara- stétt, sem lagði þeim þessi orð á tungu. Með illu skal illt út reka, segja marxistar nú eins og borgarastéttin forðum. En hvernig væri, að kommúnistar, sem lýsa því yfir statt og stöðugt, að þeir hyggist kollvarpa borgaralegu lýðræði hér á landi með vopnaðri byltingu, fleygi burt vígorðum borgarastéttarinnar og finni sér ný. Ég held þeir séu ekki nógu sögufróð- ir, Gils. Ekki nógu frumlegir. Þú hefur tileinkað þér aðferðir íslenzkrar alþýðu að láta ekki upplýsingu framhjá þér fara. þar sem hennar er kostur á annað borð. Þess vegna ætla ég að ymta að dálítilli söguskýringu. Ég hef verið að búa mér til skýringu á því, hvers vegna blóðugar byltingar kommúnista hafa allar orðið í löndum, þar sem stjórnarbyltingin franska fór fyrir ofan garð og neðan. Það er, gæti ég trúað, vegna þess að sagan hefur sýnt, að bylting er óþörf, þar sem borgarastétt- in náði völdum og „hreinsaði" þjóðfélagið af léns- kláðanum. Síðan hefur stéttaskiptingin verið sára- lítil móts við það, sem var — og hér á landi éngin. En þar sem stjórnarbyltingin franska kom vart eða ekki við sögu hefur marxismanum tekizt að festa rætur hjá kúguðum stéttum, sem hafa haft allt að vinna en engu að tapa. Þannig var ástandið í Sovétrikjunum, Kína o.s.frv. En þetta vesalings fólk áttaði sig ekki á þvi, að það gekk í lið með vopnuðum ribböldum, sem hrifsuðu völdin í nafni alþýðunnar og dettur ekki í hug að láta þau af hendi við þessa sömu alþýðu í frjálsum kosningum. Þetta fólk hefur þvi i raun og veru gert byltingu gegn sömu yfirstéttinni, sem borgarar Frakklands steyptu af stóli 1789. en aftur á móti ekki fengið þau mánnréttindi, sem borgara- stéttin náði til sin á sínum tíma. Eg held þið sósíalist- ar ættuð að velta þessu fyrir ykkur, því að ég er sannfærður um, að ef þessi skýring mín er rétt, þá hafið þið von um betri sósialisma, þegar ósköpin eru afstaðin; þ.e. þegar franska Jjyltingin og hin sósíaliska hafa gengið í hjónaband, eins og komizt pistli í Þjóðviljanum. En nú fór ég út í aðra sálma eins og þú. Ég var af gefnu tilefni að tala við þig um siðbótarhreyfinguna í blöðunum. Eitt af því sem Vilmundur vinur minn Gylfason sagði i Vísisgrein um fyrri bréf mín var það, að málavextir skiptu ekki máli, eða orðrétt: „Eg Hvar er 1% iréö? Svar viö bréfkornum Gils tek strax fram að mér eru ekki kunnir málavextir i málum Magnúsar Guðmundssonar frá árinu 1932, enda skipta þeir ekki máli í þessu samhengi." (letrubr. mín M.J.). Ég tel aíiur d móti, að málavextir skipti öllu máli, ég tala nú ekki um í rökræðum; jafnvel pólitísku karpi af því tagi, sem er því miður eitt helzta einkenni íslenzkra blaða. Og nú ætla ég enn að taka tvö eða þrjú dæmi um siðleysi i blaðamennsku: Föstudaginn 7. maí s.l. var i Þjóðviljanum verið að rifja upp einhver atriði f sambandi við komu varnar- Iiðsins til islands fyrir aldarfjórðungi og m.a. vitnað í svofellda frásögn Þjóðviljans frá 1951: „1 hvíta húsinu (stjórnarráðinu) var svo afhent tilkynningin, sem birt er á öðrum stað i blaðinu, tilkynningin um það að Bjarni Benediktsson hefði á laugardaginn var með undirskrift sinni bætt enn einum landráða- samningi I safn sitt.“ Heldur þú, Gils, að svona endurprentanir auki hróður ykkar? Slíkt svartnætti heimsku og haturs kallar aðeins á fyrirlitningu allra góðra islendinga. Það reisir enginn Bjarna Benediktssyni niðstöng án þess finna fyrir því. Lif hans og minning eru nátengdari þjóðarsálinni en svo, að hún rísi ekki upp til öflugra andmæla. En söm er gerð Þjóðviljans: Orð, orð, orð. . . Rógur. . . II Ótti sem sprettur af rnis- skilningi er h*‘tulegt leiðarljós I III í Þjóðviljanum sunnudaginn 25. april siðastliðinn segir í grein eftir annan ritstjóra blaðsins, Svavar Gestsson: „En lítilmannlegar voru móttökur þær sem verðlaun (svo) Ólafs Jóhanns fengu i Morgun- blaðinu að ekki sé meira sagt. Þvílík viðbrögð gleym- ast ekki...“ Svo mörg voru þau orð. Ritstjórinn var eitthvað að tíunda það gagn, sem þið Þjóðviljamenn hafið haft af skáldskap Snorra Hjartarsonar og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, en um það skrifaði Jóhann Hjálmarsson athyglisverða grein hér í Morgunblaðið fyrra laugardag. Ég efast nú satt að segja um, að þessi ágætu skáld hafi sérstakan áhuga á því, að þetta gagn sé tíundað. Og satt bezt að segja eiga þeir annað og betra skilið, en látum það vera (annars finnst mér einkennilega að orði komizt að tala um þær móttökur sem verðiaun fá, það er eins og þau skipti meira máli en skáldið). En hvaða viðbrögð eru það sem gleymast seint? Þegar Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs, var fréttin á forsíðu Morgunblaðsins með samtali við Ólaf Jóhann, eins og vera bar (sjá Mbl. 15. jan. s.l.). Auk þess var mynd af honum, konu hans og syni og loks mynd af allri dómnefndinni. Morgunblaðið sýndi Ólafi Jóhanni og íslenzkum bókmenntum allan þann sóma og hlýhug, sem efni stóðu til. Sómi Ólafs Jóhanns var okkar sómi, gleði hans okkar gleði. Og í forystugrein Morgunblaðsin’s 3. marz s.l. segir m.a. að verðlauna- veitingin sé „mikil viðurkenning til þessara tveggja íslenzku listamanna (Ólafs Jóhanns og Atla Heimis), en hún hefur almennara gildi vegna þess, að hún verður til þess að beina athygli fólks á Norðurlönd- um að íslenzkum bókmenntum og íslenzkri tón- mennt.“ í blaðinu frá 15. jan. var einnig grein eftir Jóhann Hjálmarsson, Trúnaður við eigin tilfinningar. Ef ritstjóri Þjóðviljans hefur haft eitthvað við þá grein að athuga, er ekki við Morgunblaðið að sakast, heldur Jóhann einan, því að hann ber ábyrgð á skrifum sínum og er einfær um að standa við skoðan- ir sínar. Ég veit ekki betur en hann hafi nú fyrir skemmstu skrifað hér í Morgunblaðið um ljóð eftir okkur Kristján Karlsson í Eimreiðinni nýlega og sagði þar m.a., að sér virtist helzt, að hvorugur okkar hefði verið „allsgáður", þegar við ortum ljóð þessi. Ég efast um að það hafi gerzt í annan tima, að ritstjóra dagblaðs hafi verið brigzlað um ölvun — og það í hans eigin blaði. En kannski var einhver galsi í Jóhanni, kannski er þetta hans húmor, ég veit það ekki og læt mér það i léttu rúmi liggja. Kannski átti hann við það sem Baudelaire sagði, að öll skáld séu ölvuð af einhverju, ást, orðum — eða þá bókum eins og Borges. Þegar Ólafur Jóhann og Atli Heimir tóku við Norðurlandaverðlaunum sinum á þinginu I Kaup- mannahöfn, skýrði Morgunblaðið að sjálfsögðu með fullri reisn frá því, birti myndir af þeim báðum, ræður beggja, ummæli við afhendinguna um tón- smiðar Atla Heimis og úr ávarpi vinar míns, Norð- mannsins Arne Hannevik, en hann lýsti fyrir hönd dómnefndar ljóðlist Ólafs Jóhanns við afhendingu bókmenntaverðlaunanna. Myndin, sem birtist i Morgunblaðinu, er af Knud Engaard, forseta Norðurlandaráðs, þegar hann afhenti Ólafi Jóhanni verðlaunin (sjá Mbl. 3. marz s.l.). Og svo segir ritstjóri Þjóðviljans kaldur og rólegur: „Þvilík viðbrögð gleymast seint...“ Hvað segir þú nú, Gils, um svona vinnubrögð þeirra, sem næstir þér standa þarna á Þjóðviljanum? í þínum sporum mundi ég fórna höndum og ákalla Marx mér og málstað minum til fulltingis, eða þá Óðin sjálfan, ef það dygði ekki. Þessi sami fyrrnefndi ritstjóri blaðsins þíns, vitnaði nú I vikunni (undir s-i, en hefði vel mátt merkja sig K-inu) í athugasemd Péturs Sigurðssonar alþm., sem að sjálfsögðu birtist hér í Morgunblaðinu, ásamt bréfaskriftum hans og stuðningsmanns hans — og bætir svo við af alkunnri sannleiksást: „er Pétur. . . talinn verri glæpamaður i augum Morgun- blaðsritstjóranna en landhelgisbrjótar og freigátu- skipstjórar." Hvernig finnst þér að sitja undir þessum pólitísku sjónhverfingum þinna manna? Þá langar ekki einu sinni til að segja satt eins og þú segir, að þingfréttaritari Morgunblaðsins hafi mestan áhuga á. Á útifundi verkalýðsfélaganna 1. mai s.l. tróð eitthvert alþýðuleikhús upp á Lækjartorgi og heyrði ég ekki betur en aðalárásarefni þessara smekklausu skemmtikrafta væri ljóðlist Tómasar Guðmunds- sonar. Þeir tönnluðust á því, að borgarastéttin væri á móti pólitískri list, því að hún þjónaði ekki hagsmun- um hennar, og Tómas væri fulltrúi þeirrar listar fyrir listina, sem borgarastéttin krefðist. Síðan var skopazt að því, að Tómas hefði einungis ort um vor, blóm og fugla. Hvað segir þú um það, Gils, að nota hátíðahöld islenzkrar alþýðu 1. mai til að hafa ljóð listrænasta skálds okkar frá dögum Jónasar Hallgrimssonar að skotspæni og háðsefni? Ég bíð i eftirvæntingu eftir því, hvernig þú svarar þessari spurningu minni. Það er sem sagt orðið háðsefni á islandi, að skáld vandi til listar sinnar, en hafi ekki einungis í frammi eitthvert pólitískt holtaþokuvæl, kvílllir li I HlÞil U V/ ÍI* Ail Í'ÍPm* i»m AT 5PtTi fluttar voru á Lækjartorgi, — eða ruglið í alþýðuleik- húsinu. Og — hvers eiga fuglar, vor og blóm að gjalda? En látum það vera, það er ekki lengra síðan en á 15. alþjóða leikhúsdeginum, sem sjálfur Ionesco varar við því i ávarpi, að „pólitískir hugsjóna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.