Morgunblaðið - 30.05.1976, Side 25

Morgunblaðið - 30.05.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 25 THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER vttfc THE OBSERVER THE OBSERVER Dularfulli hershöfðinginn sem líklega verður f orseti Portúgals Eftir Paul Ellman LISSABON — Það skiptir mjög í tvö horn með álit manna á Antonio dos Santos Ramalho Eanes, því að ýmist er hann kallaður bjargvaettur Portúgals eða væntaniegur einræðis- herra. En sannleikurinn er sá, að lítið er um mann þennan vitað. 25. april sl. voru haldnar fyrstu frjálsu þingkosningarn- ar í Portúgal um hálfrar aldar skeið og niðurstaða þeirra varð sú að tveir helztu stjórnmála- flokkar landsins stóðu nokkurn veginn jafnfætis. Síðan hefur nafn Ramalho Eanes, formanns herforingjaráðsins, sem er 41 árs að nafni, æ oftar verið nefnt í sambandi við forseta- embættið. Það er mjög mikilvægt að það falli í skaut færum manni, og getur skorið úr um, hvort takast má að skapa pólitiska festu eftir tveggja ára rótleysi og ringulreið. Ramalhö Eanes fór ekki að láta verulega að sér kveða fyrr en i nóvember sl., er róttækir fallhlífahermenn og aðrar sveitir gerðu tilraun til valda- ráns, sem kæft var í fæðingunni. Var honum að miklu leyti þakkað það að gerð- ar voru raunhæfar áætlanir um gagnráðstafanir, sem gerðu stuðningsmönnum Costa Gomes forseta kleift að bæla uppreisn- ina auðveldlega niður. Áður en þessir atburðir áttu sér stað hafði verið hljótt um Ramalho Eanes um skeið, eða frá því að honum var vikið frá störfum sem yfirmanni útvarps og sjónvarps. Var sagt, að honum hafi einkum verið gefið það að sök, að hafa verið of seinn á sér við að lýsa yfir stuðningi við vinstrisinnana, sem báru sigurorð af stuðnings- mönnum Antonio de Spinola fyrrum forseta 11. marz 1975. Einnig var það notað gegn Ramalho Eanes, að hann væri í fjölskyldutengslum við flug- stjóra vélarinnar, sem sveimaði yfir bækistöð vélaherdeildar- innar í Lissabon daginn sem valdaránið var gert, en deildin var alræmd fyrir það að vinstri menn réðu þar lögum og Iofum. Þegar verkamannaráð út- varps og sjónvarps, sem að mestu var skipað kommúnist- um, hafði vikið Ramalho Eanes ofursta (sem hann var þá) frá völdum, hvarf hann af sjónar- sviðinu og tók við óspilltra málanna bak við tjöldin í aðal- bækistöðvum hersins í Lissa- bon. Þar kom hann sér upp hópi heimildar- og stuðnings- manna úr ýmsum deildum og sveitum hersins sem veittu honum dygga aðstoð við að koma vinstri mönnum á kné 25. nóvember sl. Ramallho Eanes var skipaður formaður herforingjaráðsins vegna framgöngu sinnar í nóvember. Hann hófst þegar handa um að koma upp ein- hvers konar heraga, en baráttu- hugur og hæfni hafði farið mjög dvínandi í hernum vegna Eanes — Margt er á huldu um viðhorf hans. stöðugra flokkadrátta frá því 25. apríl 1974. Nánustu starfsmenn hans eru yfirleitt úr röðum atvinnuher- manna, en ekki stjórnmála- menn eins og í byltingarráði hersins, sem álítur það grund- vallaratriði, að byltingin i Portúgal hneigist ekki frá vinstri stefnu. Hershöfðinginn hefur dökk gleraugu, er gert hafa blaða- mönnum erfitt fyrir, þegar þeir reyna að gefa lýsingu á honum. Hann hefur verið óþreytandi við að ferðast á milli herdeilda viðs vegar um landið til að kanna hug manna sinna og brýna fyrir þeim, að þeir skuli vera yfir stjórnmálaflokka hafnir. Hann hefur þráfaldlega látið þess getið við samstarfsmenn sína og aðra, sem hafa náið samneyti við hann, að hann hafi engan áhuga á að taka við pólitísku embætti, og vilji miklu fremur halda áfram sem formaður herforingjaráðsins, en það er mjög valdamikil staða, a.m.k. i Portúgal, þar sem grunnt er á óánægju og átök geta brotizt út þá og þegar. Vissulega hafa nöfn félaga í byltingarráðinu verið nefnd i sambandi við forsetaembættið en tillögum þar að lútandi hefur verið vísað á bug, þar sem þeir þykja yfirleitt of ein- harðir i stjórnmálaafstöðu. Ramalho Eanes fór hins vegar að eigin ráðum og lét ekki bendla sig við neinn ákveðinn stjórnmálaflokk. Viðræður hans og flokksleiðtoganna hóf- ust ekki af alvöru fyrr en eftir kosningarnar 25. apríl, og bend- ir það til þess, að erfitt reynist að koma saman rikisstjórn í landinu, sem standi nægilega föstum fótum. í þessum viðræðum hefur einkum komið til greina, að efna til samsteypustjórnar þriggja stærstu flokka landsins, sósíalista, alþýðudemókrata (PPD) og miðdemókrata (CDS). Hins vegar hefur Ramalho Eanes, sem hefur for- göngu um þessar viðræður, aldrei látið neitt uppiskátt um það sjálfur, hvort hann hyggist verða forseti. Þeir, sem tekið hafa þátt í viðræðum við hershöfðingjann verða allir að viðurkenna, að þeir hafi ekki hið minnsta hug- boð um stjórnmálaafstöðu hans persónulega. Stjórnmálaleið- togar í Lissabon sem eru hlynntir honum telja að hann hafi engan áhuga á að taka sér einræðisvald eins og stundum hefur verið fleygt. Því til sannindamerkis benda þeir á viðrögð hans við byltingartil- raununum í nóvember sl. svo og lýðræðishneigð hans, sem oft hafi komið fram. Það er ekki einvörðungu margt á huldu um stjórnmála- afstöðu hershöfðingjans, heldur er fátt eitt Vitað um manninn sjálfan. Tekizt hefur að grafa upp ýmsa þætti og drætti úr lífi hans og sögu og úr Framhald á bls. 35 fram að færa. Geir.Hallgrímsson, forsætisráðherra, fór til Osló til þess að taka þar eina dagstund þátt í viðræðum utanríkisráð- herra við Knut Frydenlund, utan- rikisráðherra Norðmanna og Jos- eph Luns, framkvæmdastjóra At- lantshafsbandalagsins. Brezki ut- anríkisráðherrann óskaði eftir sameiginlegum fundi með forsæt- is- og utanrfkisráðherra íslands er hann frétti af komu Geirs Hall- grimssonar til Osló. Hér var á engan hátt um samningaviðræður að ræða, heldur kynntu aðilar sjónarmið hvors annars. í forystu- grein Tímans, í dag, laugardag, upplýsir Þórarinn Þórarinsson, formaður utanrikisnefndar Al- þingis, að Geir Hallgrímsson hafi spurzt fyrir um það á fundi land- helgisnefndar hinn 12. maí sl., hvort ekki þætti rétt að loknum fundi hafréttarráðstefnu að kanna á ný viðhorf Breta til land- helgisdeilunnar. Það sætti engum andmælum að sögn Þórarins Þór- arinssonar og er því ljóst, að full- trúar stjórnarandstöðunnar hafa i raun verið búnir að fallast á þá könnun á sjónarmiðum Breta, sem tækifæri gafst til í Osló. Sagt er, að íslendingar hafi ekk- ert um að semja við Breta, þar sem ástand þorskstofnsins sé svo bágborið, að við getum ekkert af hendi látið. í rauninni má segja, að þessi „röksemd" sé dæmigerð fyrir allan málflutning þeirra, sem eru andstæðir samningavið- ræðum á grundvelli Oslóarvið- ræðnanna. Við skulum eitt andar- tak segja sem svo, að þessi rök séu í fullu gildi og að á grundvelli þeirra yrði ákveðið að semja ekki við Breta. Þá lítur dæmið þannig út, að við ákveðum að takmarká heildarafla þorsks á tslandsmið- um við 280 þúsund tonn. Frá því aflamagni dregst nokkur þorsk- afli, sem við höfum heimilað Þjóðverjum, Færeyingum og Norðmönnum að veiða hér. Síðan gerum við róttækar ráðstafanir til þess að skera niður þorskaflann í ár og um áramót getum við sýnt fram á það með tölum, að heildar- afli okkar og fyrrnefndra þriggja þjóða fari ekki fram úr 280 þús- und tonnum. Þorskstofninum er bjargað — eða hvað? Svo mætti ætla skv. „röksemdum“ þeirra, sem segja, að við eigum ekki að semja við Breta, að því að við getum engan þorsk af hendi látið. Það sjá auðvitað allir, að dæmið gengur ekki upp með þessu móti. Við lifum í blekkingarheimi, ef við teljum okkur trú um það, ein- faldlega vegna þess að Bretar halda áfram að veiða hér við land undir herskipavernd, þótt við semjum ekki við þá. Þess vegna mundum við standa frammi fyrir því um áramót, að til viðbótar þeim 280 þúsund tonnum, sem við hér að framan gáfum okkur, að íslendingar, Þjóðverjar, Færey- ingar og Norðmenn hefðu veitt, mundu Bretar hafa veitt, kannski um 100 þús. tonn. Þar með væri heildarþorskaflinn á íslandsmið- um kominn langt yfir hættumörk- in. Andstæðingar samninga vilja sem sagt stinga höfðinu i sandinn og gleyma því, að Bretar geta veitt hér undir herskipavernd. En þorskstofninn bjargast ekki með slíkri gleymsku. Af sama toga er spunnin sú staðhæfing svonefndrar sam- starfsnefndar um verndun land- helginnar, að samningur við Breta á grundvelli hugmyndanna frá Osló mundi þýða rýrnun þjóð- artekna íslendinga um 30 millj- arða króna og verða „óbætanleg blóðtaka fyrir íslenzkt efnahags- líf og mundi leiða til stórfellds atvinnuleysis og hruns þorsk- stofnsins," eins og segir í ályktun frá nefnd þessari. Hér virðist gengið út frá því sem vísu, að ef ekki verður samið við Breta muni þeir hætta veiðum hér við land þegar í stað og íslenzk fiskiskip veiða þann fisk, sem Bretar mundu ella hafa veitt! Það er erfitt að trúa þvi, að forseti Al- þýðusambandsins sem á sæti í þessari nefnd, trúi sjálfur svona vitleysu. Hér á það sama við og í fyrra tilviki, að nefndarmenn sýn- ast ioka augunum fyrir þeifri staðreynd, að brezkir togarar eru hér við veiðar ög verða það áfram undir herskipavernd, ef við kjós- um þann kostinn að semja ekki. Tilraun til blekkingar Það er fordæmanlegt athæfi af hálfu ábyrgra manna ac),reyna að blekkja almenni»g''með þessum hætti, halda fram röksemdum gegn samningum sem byggðar eru á forsendum, sem eru ekki fyrir hendi. Sú blákalda stað- reynd, sem við okkur blasir er, að Bretar eru hér við veiðar undir herskipavernd og þeir munu halda þeim veiðum áfram. Við eigum hins vegar kost á því að tryggja, að aflamagn þeirra verði meira en helmingi minna það sem eftir er ársins en það ella mundi verða, með því að semja við þá. Hvar eru þeir íslendingar, sem vilja láta Breta veiða 40 þúsund tonnum meira en nauðsyn krefur og hafa friðunarsvæði að engu? Þeir verða áreiðanlega vand- fundnir, þegar upp verður staðið. Þá heldur fyrrnefnd samstarfs- nefnd þvi fram, að með því að semja á grundvelli Oslóarvið- ræðna sé verið að færa „beina aðild Breta að deilunni í hendur stjórnar Efnahagsbandalags Evrópu“. Þessi staðhæfing stenzt heldur ekki. Við getum engu um það ráðið hvað gerist í þessum efnum. Með inngöngu í Efnahags- bandalag Evrópu taka Bretar á sig ákveðnar kvaðir, þeir afsala sér forræði í eigin málum að vissu marki í hendur Efnahagsbanda- lagsins. Það hefur legið ljóst fyrir um nokkurt skeið, að Efnahags- bandalagið mundi innan tíðar taka við öllum samningaviðræð- um aðildarríkja sinna við þjóðir utan bandalagsins um fiskveiði- mál. EBE hefur þegar tekið við samningaviðræðum fyrir Breta höndNúð Norðmenn um fiskveiði- heimildir og hugsanlegir samn- ingar Breta og íslendinga eru sið- ustu samningar, Sem Bretar, sem slikir gera við aðra þjóð. Hér er um að ræða þátt í samskiptum EBE-ríkja sín á milli, sem við getum engin áhrif haft á og kem- ur til framkvæmda, hvort sem við semjum við Breta eða ekki. Loks heyrast stundum þær raddir, að við eigum ekki að semja við Breta vegna þess „hvernig þeir hafa komið fram við okkur". Hér er um að ræða tilfinningaleg viðbrögð, sem hægt er að virða. En þau breyta engu um hitt, að við verðum að láta skynsemi og málefnaleg rök ráða afstöðu okkar til hugsanlegra samninga við Breta. Við hljótum að taka afstöðu til slíkra samn- inga, ekki út frá tilfinningalegum sjönarmiðum, heldur á grundvelli þess, hvort okkur tekst betur að vernda þorskstofninn með samn- ingum eða án samninga. Stað- reynd er, að frá júní-byrjun til nóvemberloka 1975 voru 45—50 brezkir togarar að veiðum hér við land og veiddu um 70 þúsund tonn af fiski. Ef engir samningar verða gerðir við Breta nú, má búast við, að þeir verði með svip- aðan togarafjölda á miðunum hér og í fyrra og nái svipuðu afla- magni. Ef við hins vegar semjum nú getum við skorið þennan tog- arafjölda niður um helming og aflamagn sömuleiðis. Áætlað er, að 24 togarar mundu veiða um 30 þúsund tonn á næstu 6 mánuðum eða um 40 þúsund tonnum minna en þeir mundu taka án samninga. En til viðbótar kemur, að Bretar mundu með samningum virða auknar friðunaraðgerðir íslend- inga, sem þeir ekki mundu gera án samninga og dregur það enn úr aflamöguleikum þeirra á næstu 6 mánuðum. Þessar tölur tala sínu máli og vega þyngra er) bæði blekkingartilraunir and- stæðinga samninga og tilfinninga- leg sjónarmið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.