Morgunblaðið - 30.05.1976, Page 39

Morgunblaðið - 30.05.1976, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAl 1976 39 Tryggvi Gunnsteins son — Kveðja Tryggvi er fallinn frá. Kynni okkar hófust fyrir 32 árum. Hann var þá bifreiðastjóri, en vildi breyta til og tók að sér birgða- vörzlu og akstur fyrir fyrirtæki það, sem ég veiti forstöðu. Fyrir fáum árum, eftir 27 ára þrotlaust starf, hóf hann aftur fyrri iðju sína, vegna heilsubrests, sem meinaði honum erfiðisvinnu. I 32 ár kom hann á hverjum jólum færandi hendi á heimili mitt okk- ur hjónunum til óblandinnar ánægju. Þegar börnunum óx fisk- ur um hrygg, fengu þau einnig að njóta vináttu hans. Tryggvi var óvenjulegur maður. Hann hafði tígulega en ákveðna framkomu, sem auðveldaði honum stjórn- semi. Jafnframt var hann léttur i lund og opinskár, og því ávann hann sér vináttu meðbræðranna og traust. Störf hans voru ekki unnin með eigin hagsmuni fyrst og fremst í sjónmáli, heldur vann hann fyrir fyrirtækið eins og sitt eigið. Slíkir menn eru enn þá kallaðir af gamla skólanum. Með þessum orðum vil ég ekki kasta rýrð á neinn, en get ekki forðast þeirri hugsun, að þjóðin missir við burtför hvers slíks manns án þess að annar komi í staðinn. I siðasta sinn, sem við hjónin nutum samvistar Tryggva, var á heimili hans daginn sem kona hans var jörðuð. A heimleiðinni var okkur tiðrætt um hann og okkur fannst við geta sett okkur i hans spor. Honum hafði hlotnast sú hamingja að eignast ágæta og ástrika konu, sem varð honum stoð og stytta í lífinu, gaf honum indæl börn og skóp honum fagurt heimili, en nú var konan burt kölluð og fuglarnir flognir úr hreiðrinu. Hann var þess meðvit- andi, að hjartað hafði látið undan í aflraunum lífsins og hann gekk ekki lengur heill til skógar. Okk- ur fannst þess vegna æskilegt, að aðskilnaður hjónanna þyrfti ekki að vera langur. Biðin varð aðeins ein vika, þó fer ekki hjá því, að söknuðurinn verður þeim nán- ustu sár og skilur eftir tómarúm hjá öðrum sem kynntust Tryggva. K.G.G. Eins og fram hefir komið ( þættinum fer fram úrslita- keppni Islandsmótsins f sveita- keppni um næstu helgi, eða 3.-7. júnf. Töfluröð sveitanna sem til úrslita keppa er þessi: 1. Sveit Jóns Baldurssonar 2. Sveit Böðvars Guðmunds- sonar 3. Sveit Ólafs Gfslasonar 4. Sveit Jóhanns Þóris Jóns- sonar! 5. Bogga Steins 6. Sveit Ólafs H. Ólafssonsar 7. Sveit Hjalta Elfassonar 8. Sveit Stefáns Guðjohnsen. Það vekur athygli að ein sveitanna hefir skipt um fyrir- liða og nafn. Dagskrá keppninnar verður sem hér segir: Fimmtudagur 3. júní Fyrsta umferð hefst klukkan 20. Föstudagur 4. júní. Önnur umferð hefst klukkan 13.30. Þriðja umferð hefst klukkan 20. Laugardagur 5. júní. Fjórða umferð hefst klukkan 13.30. Sunnudagur 6. júní. Fimmta umferð hefst klukkan 13.30. Sjötta umferð hefst klukkan 20. Mánudagur 7. júní, annar f hvítasunnu. Sjöunda og síðasta umferð hefst klukkan 13.30. 1 fyrstu umferð spila saman sveitir nr. 1 og 8, 7 og 2, 3 og 6, 5 og 4. 1 lok mótsins fer fram verð- launaafhending fyrir öll mót á vegum BSl Þá verður verð- launaafhending til þriggja efstu fyrirtækjanna í firma- keppninni f vetur en þau voru: Slippfélagið í Reykjavík hf. Steinvör hf. Brauð hf. Kópavogi. Keppnisstjóri á mótinu verður Agnar Jörgensson, en f mótsstjórn eru: Tryggvi Gisla- son, Ragnar Björnsson og Björn Eysteinsson. Þá má að lokum geta þess að áhorfendur eru velkomnir og gert er ráð fyrir að taflan verði f gangi nema fyrsta kvöld mótsins. XXX Frá Ásunum: Urslit á fyrsta sumarspila- kvöldi okkar, síðastliðinn mánudag, urðu þau, að Armann J. Lárusson og Vigfús Pálsson báru sigur úr býtum. Þátttaka var 16. pör, og var spilað í einum riðli. Annars varð röð efstu para þessi: 1. Armann — Vigfús 236 stig. 2. Karl Adolphsson — Ólafur Haraldsson 230 stig. 3. Jón Páll Sigurjónss. — Odd- ur Hjaltason 228 stig. 4. Vilhjálmur Þórsson — Sverr- ir Kristinsson 226 stig. 5. Guðmundur Jónasson — Ragnar Hansen 222 stig. Meðalskor var 210 stig. Keppnisstjórn annaðist Ólafur Lárusson. Næsta mánudag verður spiluð ný keppni, og er öllum heimil þátttaka. Spilað er f Fél.heim. Kópavogs, og hefst keppni kl. 20.00. XXX Frá Tafl- og bridge- klúbbnum. Sex kvölda barometerkeppn- inni er nú lokið með sigri Sig- urðar Kristjánssonar og Þor- steins Kristjánssonar, sem hlutu 420 stig yfir meðalskor. Röð efstu manna varð annars þessi: Guðjón — Kristján 414 Björn — Þórður 400 Árni — Ingólfur 272 Bernharður — Júlfus 229 Sigurjón — Sigtryggur 225 Gestur — Sverrir 210 Keppni þessi var jafnframt sfðasta keppnin á þessari „Vertíð“. Tafl- og bridgeklúbburinn mun standa fyrir sumarspila- mennsku eins og undanfarin sumur og hefst hún í Domus Medica 10. júní. Keppnisstjóri verður Guðmundur Kr. Sigurðsson. _____________ A.G.R. — 5 sýningar Framhald af bls« 22 Stig er gæddur ágætri formtil- finningu og ríkri vitund fyrir efnivið þeim sem náttúran hefur fært honum upp í hendurnar. Auðsæ er ást hans og umhyggja fyrir sérkennum viðarins og hann skilur það hví- lík helgispjöll það væru í mörg- um tilvikum að klína málningu á viðinn. Sýning Stig Pettersson f bókasafni Norræna hússins er með alskemmtilegustu sýningum er þar hafa verið settar upp og slíkir sem þessi maður eru miklir aufúsugestir til landsins. Ber að þakka sýninguna og hvetja sem flesla til að nálgast hana og skoða gaumgæfilega... Sigurjón Jóhannsson hefur að mig minnir tvisvar áður gefið okkur tækifæri til að kynnast vinnubrögðum sinum á sviði tækifærisljósmyndunar, en hann var um árabil blaða- ljósmyndari og menn skulu varast að rugla honum saman við leikmyndamálarann með sama nafni. Sigurjón sýnir nú nokkrar mynda sinna á innrömmunar- verkstæði hins landsfræga Guðmundar Árnasonar (Þórarinssonar prests). Hér er ekki um að ræða list- rænar stofuljósmyndir, heldur myndir af þekktum persónu- leikum og ýmsum atvikum úr daglega lífinu og eru þær margar ákaflega skemmtilegar og vel teknar. Ljósmyndun er listgrein og undirritaður getur fjallað um hana sem slíka en hann skortir fagkunnáttu svo að meira en æskilegt er að fag- maður fjalli um þá hlið málsins hér á síðum blaðsins en ein- göngu fagið er margra ára nám. Ég hef áður bent á þetta og leyfi mér að áretta það enn einu sinni með því að hér hefur orðið sú ánægjulega þróun að ljósmyndásýningar eru orðnar alltíður viðburður í sýningar- sölum borgarinnar, kaffistofum og ýmsum húsakynnum. Myndin er svo mikið atriði í lífi nútímamannsins að allt er þakkarvert sem vel er gert á því sviði og hér þarf umræða að koma til á opinberum vettvangi Anna Concetta Ziskin Fugaro, sem um þessar mundir sýnir nokkrar Collage og vatns- litamyndir á Mokka á Skóla- vörðustíg er ekki útlenzk eins og nafnið gæti gefið til kynna heldur íslenzk i móðurætt og meira segja frænka Matthíasar Jochumssonar en faðir hennar er ítalskur svo sem Concetta og Fugaro nöfnin bera með sér en fyrrverandi eiginmaður hennar var pólskur og hét Ziskin. Collage-myndir hennar, sem eru að uppistöðu klippur úr blöðum og tímaritum með margvíslegu ívafi sýna vissa kennd og smekkvísi í niður- röðun en ofhlæði einkennir þó sumar þeirra. Hinar einfaldari myndir á sýningunni eru mun sterkari og hnitmiðaðari og þar ber hæst mynd nr. 15. sem er mögnuð, súrrealistisk i yfir- bragði og mjög myndræn. Vatnslitamyndirnar afhjúpa litla og sennilega alvörulausa skólun og hér þarf hin unga kona að ræka garð sinn betur... Prentvillupúkinn gerði mér nokkurn grikk i listdómi um sýningu Eiriks Smith sl. sunnu- dag og þá helst í siðasta dálki þannig að stafabrengl breyttu merkingu orða. í stað „Hér gætir hvergi þess ibúðar í lita- vali átti að sjálfsögðu að vera fburðar, — neðar í dálkinum kemur fram — dularfullt yfir- borð í stað yfirbragð. Eru les- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum sem eru helsti algeng síðan offset- tæknin varð allsráðandi. Vegna fljótfærni gleymdi undirritaður að geta þess sem ætlun hans var að listamann- inum Eiríki Smith hlotnaðist sá heiður í sambandi við íslenzka þátttöku á Biennalinum í Rostock sl. sumar að listahöll Rostockborgar keypti af honum málverk á safn sitt af norður- evrópskri list. Bragi Asgeirsson. íþróttaskóli Sigurðar R. Guðmundssonar NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Nám í ungmennadeild er ætluð börnum og unglingum 9— 1 6 ára. Þar eru kenndar frjálsar iþróttir, knattspyrna, handknattleikur, körfuknattleikur, stökk á fjaðrabretti (mini-trambolin) og sund. Áhersla er lögð á félagsstarf, kenndur er dans, mikið sungið og kvöldvökur haldnar hvert kvöld. Námskeið ungmennadeildar eru jafnt ætluð drengjum og stúlkum og verða tímabilin sem hér segir: 2. 4.— 10. júní 12—16 ára 3 10.— 16. júní 12—1 6 ára 4.18 —25 júní 9—12ára 5 25 — 2. iúlí g—1 2 ára 6. 2.— 9. júli 9—12 ára 7. 9.—16. júlí 9—16 ára 8 16. — 23. júlí 9—1 6 ára 9.23. — 30 júli 9-12ára UPPLÝSINGAR Tekið verður á móti umsóknum og veittar upplýsingar hjá Sigurði R. Guðmundssyni eða Katrínu Árnadóttur, Leirár- skóla, síma 93-21 1 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.