Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 Gerðu þetta aftur Woody Allen Play it Again, Sam. Am. 1972. Leikstjóri: Herbert Ross. Kvikmyndataka: Owen Roiz- man. Klippari: Marion Roth- man. Byggt á leikriti eftir W. Allen. Kvikmyndahandrit: W. Allen. Kvikmyndagagnrýnandinn Allan Felix (Woody Allen) hef- ur sérlegt dálæti á Humphrey Bogart. Hann fer tilfinninga- lega alveg úr sambandi, þegar eiginkonan yfirgefur hann og allar tilraunir vina hans til að útvega honum annan „betri hluta“ eru dæmdar til að mis- takast vegna óöryggis hans og klaufalegra tilburða til að breiða yfir óöryggið. Að lokum tekst honum þó að ná innilegu sambandi við eiginkonu vinar síns (Diane Keaton), sem hafði verið að hjálpa honum, en þau gera sér jafnframt Ijóst, að þeirra samband getur ekki blessast. I lokin kveðjast þau á flugvelli og nú gefst Allan tæki- færi til að nota allar setningar Bogarts úr lokasenunni í „Casa- blanca", sem hann hefur lært utan að (myndin byrjaði á því, að Allan var að horfa á Bogart og Ingrid Bergman kveðjast í lokasenunni úr Casablanca). Fyrir tveim vikum var nokkuð fjallað um Allen hér á síðunni vegna „Sleeper" (Tóna- bíó), sem hann bæði skrifaði, leikstýrði og lék í. Það hefur verið sagt um Allen, að hann sé ekki besti ameríski grínmynda- leikstjórinn, ekki besti grfnhöf- undurinn og ekki besti grfn- leikarinn. Hann sé hins vegar sá besti, sem sameini þetta þrennt. En þetta er nokkuð vafasamt hól, því þeir eru fáir, sem leggja þetta þrennt fvrir sig í einu. Það er afíur á móti staðreynd, að undir styrkri leik- stjórn, eins og t.d. í Play it Again, Sam, er Allen á yfir- borðinu fyndnari heldur en undir eigin leikstjórn, leikur- inn er öruggari, hér eru hag- nýttar hreyfingar og svipbrigði likamans til að kítla hlátur- taugarnar, en ekki aðeins fyndnar setningar. Árangurinn er því mjög fyndin mynd, sem höfðar til fleiri áhorfenda en hinar myndir Allens, þar sem hann gerir allt sjálfur. Rétt eftir að Allen hafði lokið við þessa mynd (hann var þá að gera Everything You Always Wanted to Know About Sex. . .) var birt við hann viðtal í Cinema (bandarísku kvik- myndatímariti) þar sem hann fjallaði allítarlega um vanda- mál sín sem grínista í kvik- myndum. Um þessa mynd segir hann þar m.a.: „Það, sem ég vona að þessi mynd verði, er einföld og skemmtileg mynd, sölumynd, sem nær til fleiri áhorfenda en ég næ til með mínum eigin myndum. Það er alltaf vanda- málið. Take the Money and Run og Bananas og sennilega Everything You Always.... eru þegar best lætur sérstakar myndir, þ.e.a.s. höfða til ákveð- ins hóps áhorfenda. Ég held, að Play It Again, Sam geti orðið vinsæl mynd, þú veist, einföld og skemmtileg. Það myndi hjálpa mér heilmikið til að auka aðsóknina að mínum eigin myndum." Þegar hann var spurður um Woody Allen á enn við sama vandamálið að stríða. leikræna tjáningu og hvort hann vildi reyna að líkjast grin- meisturum þöglu myndanna, Chaplin og Keaton, svaraði hann: „Já, það vildi ég gjarnan, en ég er ekki viss um að ég geti það. Chaplin og Keaton byrjuðu báðir kvikmyndaleik eftir að hafa hlotið mikla reynslu í fim- Ieikum. Þá reynslu hef ég ekki. Styrkleiki minn, ef einhver, eru munnlegir brandarar. Ég get sennilega sagt brandara betur en Chaplin. Ég vildi gjarnan ná betri líkamlegri tjáningu sem grínisti. Ég held ég hafi tilfinninguna fyrir því, en ekki þokkann til að gera það. Það getur verið að ég geti aldrei gert það, en ef ég get það, þá mun það taka nokkrar myndir enn og mikla vinnu til að læra þessa tækni. Það má segja, að Take The Money... og Bananas séu myndir handrita- höfundarins. Það þarf í raun- inni ekki grínista til að gera þessar myndir fyndnar. (Brandarinn er skrifaður og ekki annað að gera en endur- segja hann). Play It Again, Sam er miklu frekar mynd leikarans. Sú mynd er fyndin einungis vegna þess; að leikur- inn gerir hana fyndna“. í við- talinu kemur ýmislegt fleira fram, en af þessu ætti að vera ljós sá grundvallarmunur, sem er á „leikinni“ gamanmynd og „talaðri" gamanmynd. Öll atriðin, sem vekja mesta kátínu í Play It Again, Sam, eru leikin. Þetta veit Woody Allen, og það kemur fram í viðtalinu, að hann ætli sér að reyna að til- einka sér meiri Iátbragðsleik. Þær myndir, sem hann hefur gert síðan (Everything you Always... og Sleeper) sýna ekki mikla framför á þessu sviði, en vonandi tekst honum einhvern tíma að ná betri árangri. En á meðan hann er að æfa sig ætti hann að láta aðra leikstjóra stýra sér, svona inn á milli, því eflaust gæti hann lært eitthvað af því. Því sú grun- semd læðist að manni, eftir að hafa séð Play It Again, Sam, að ef til vill sé Woody Allen besti ameríski grinleikarinn í dag. SSP. kvik mund /löon SIGUROUR SVERRIR PÁLSSON SŒBJÖRN VALDIMARSSON Mánudagsmyndin: Eplastríðið Bráðfyndin ádeilumynd Áppelkriget, sænsk, 1972. Leikstjóri: Tage Danielsson. Kvikmvndataka: Lars Swan- berg Tónlist: Evert Taube. llandrit: Tage Danielson og Hans Alfredson. Svo mikið er nú borið í mann af gamanmyndum þessa dagana, að ósjálfrátt fer maður að efast um eigin dómgreind. Er það sólin og vorið eftir leiðinlegan vetur, sem glepur manni sýn, eða eru myndirnar svona skemmtilegar? Hvað sem veldur, þá skemmti ég mér berg-fjölskyldan er allfjöl- menn, fjölkunnug og spannar eins marga ættliði og hag- kvæmt er hverju sinni. Og þar með er hafin baráttan gegn hinum vélknúnu óargadýrum og Herr Volkswagner. Það skemmtilegasta við þessa mynd er, hve höfundum tekst vel að notfæra sér gömul og þekkt ævintýri og sagnir. Þeir tvinna þessi efni áreynslulaust inn I söguþráðinn ridar og galdrar ýmiskonar leiða af sér ótrúlegustu atvik. Hinn forni arfur fólksins, sem þarna hefur búið frá ómunatíð, rís samein- aður gegn aðsteðjandi hættu. En hugmyndaflug höfundanna nær út fyrir ævintýrin. Þegar „innrásarliðið" rúllar í gegnum Monica Zetterlund og Per Waldvik í „Eplastríð- inu“. konunglega við að horfa á Epla- stríðið. En ef til vill hjálpaði það til, að ég hafði ekki hug- mynd um við hverju mátti búast. Eplastríðið er frábær ádeilumynd i ævintýrastíl um ekki ómerkara efni en um- hverfisvernd. Yfir bráð- fallegum stað í Sviþjóð, Engla- völlum, vofir sú hætta að verða skipulagi og framkvæmdavaldi peninganna að bráð. Svissneskur náungi, Volks- wagner að nafni, hefur áhuga á staðnum til að gera úr honum ferðamannastað, en slíkt krefst auðvitað hraðbrauta, flugvalla, gististaða, verslana o.s.frv.o.s.frv. Þarna á að leggja saman hugvit Þjóðverja og Ameríkana og staðurinn því að heita „Deutschneyland“. En þegar óvígur her jarðýtna, ámoksturstækja og tiuhjóla- trukka stefnir á fyrirheitna landið, grípur Lindbergfjöl- skyldan til sinna ráða. Lind- þorpið, stendur Herr Volks- wagner á svölum eins hússins við.götuna og heilsar að her- mannasið. Verkamennirnir gera hið sama og börn standa með fána og veifa. Hver einstök uppstilling minnir óhjákvæmi- lega á áróðursmyndir nasísta. En þrátt fyrir þann sigur, sem Lindberg-fjölskyldan vinnur í lok þessarar myndar er ógnunin samt enn yfirvofandi. „Enginn spyr náttúruna hvað hún vilji," segir Tage Daniels- son. „Það er einmitt það sem við höfum gert.“ Það er nær útilokað að ræða þessa mynd að ráði, án þess að eyðileggja brandarana fyrir væntanlegum áhorfendum og því verður það ekki gert, heldur aðeins bent á, að hér er um að ræða mynd, sem allir ættu að sjá, börn og fullorðnir, og ekkisíst þeir, sem ganga með svipaðar hugmyndir i magan- um og Herr Volkswagner. SSP Misheppnaður CAPONE Capone, Am. 1975. Leikstjóri: Steve Carver. Kvik- myndataka: Willis Lapenieks. Klippari: Richard Meyer. Framleiðandi: Roger Corman. Það er erfitt að átta sig á því, hvers vegna þessi mynd er gerð. Nokkrar myndir hafa þeg- ar verið gerðar um Capone og fjölmargar um bófafélögin I Chicago á bannárunum. Þessi mynd, sem segir frá ferli Ca- pones frá upphafi til enda, virð- ist eiga að koma þeim einum boðskap til skila, að nánasti samstarfsmaðurinn sé hættu- legasti keppinauturinn, Ben Gazzara leikur Capone með Brando-stælum (og með kjálka- spennu upp í sér) og álíka inn- lifun og vaxmynd. Handritið gerir enga grein fyrir persónu Capone og ákaflega ófullnægj- andi grein fyrir því ástandi, sem ríkti í Chicago á þessum árum. Allar lýsingar á tengsl- um Capone við Mafíuna og póli- tíkusana eru í lágmarki, en í staðinn dvelur myndin þess lengur við hrottafengin morð og blóðsúthellingar. Það er því einnig erfitt að átta sig á því, hvers vegma leikarar á borð við Harry Guardino og John Cassa- vetes láta tilleiðast að leika í svona mynd — nema ástæðan sé sú sama í báðum tilfellum: Að næla sér I peninga. sSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.