Morgunblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 Syðra-Laugaland: Hressingarheimili með nýstárlegu sniði þar Akureyri 28. maí. HVlLDAR- og hressingarheimili verður rekið f húsnæði IIús- mæðraskólans á Syðra- Laugalandi I sumar. Starfsemin hefst 19. júní og lýkur 13. ágúst. Forstöðumenn verða Jón Sigur- geirsson skólastjöri og Úlfur Ragnarsson, læknir. Reksturinn verður á ýmsan hátt með nýstárlegu sniði, og er ekki miðaður við þarfir sjúklinga held- ur heilbrigðs fólks, sem vill styrkja heilsu sina og losna við streitu og ok daglegs lífs. Boðið er upp á yoga-æfingar, sem miða að jafnvægi líkama og sálar, tónlist- arlækningar, sund, göngur og sitt- í sumar hvað fleira, sem gestir geta kosið um. Fæði verður fjölbreytt en einkum er lagt kapp á að hafa á borðum alls konar grænmeti. Kostnaði verður mjög stillt í hóf. Öll þjónusta, sem innt er af hendi umfram venjulega gisti- húsaþjónustu, er unnin endur- gjaldslaust af áhugafólki. For- stöðumennirnir miða áætlanir sínar við taplausan rekstur, en búast ekki við neinum hagnaði enda ekki tilgangur þeirra að auðgast á starfseminni. Panta má dvalartíma í síma 96- 1274 klukkan 18 til 19 til 2. júní en í síma 96-21893 2.—9. júni. Sv.P. ^ViNNUSANKiNN Nýtt útibú Samvinnu- bankans á Egilsstöðum IIINN 6. maf sl. opnaði Sam- vinnubankinn nýtt útibú á Egils- stöðum; er það 12. útibú bankans, en auk þess rekur hann 2 umboðs- skrifstofur. Hið nýja útibú er til húsa að Kaupvangi 1, í húsi, sem Sam- vinnutryggingar áttu, en Sam- vinnubankinn hefur nú keypt. Hefur hann einnig tekið við rekstri umboðs fyrir Samvinnu- tryggingar og Andvöku. Afgreiðslutimi útibúsins er frá kl. 9.30 — 12 og 13 — 16, mánu- daga — föstudaga, og mun það annast öll almenn bankaviðskipti. Utibússtjóri er Magnús Einars- son, sem undanfarið hefur gengt störfum fulltrúa kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Við þetta tækifæri afhenti bankastjóri Samvinnubankans, Kristleifur Jónsson, peningagjöf að upphæð kr. 200.000.— til sjúkrahússins á Egilsstöðum, sem skal varið til tækjakaupa. Veittu formaður sjúkrahússtjórnar, Guð- mundur Magnússon, Þorsteinn Sigurðsson héraðslæknir og Ari Sigurbjörnsson frkvstj. gjöfinni viðtöku. í stuttu þakkarávarpi, sem Guð- mundur Magnússon flutti við þetta tækifæri, sagði hann að gjöf þessi kæmi sér mjög vel þar sem míkil þörf væri að bæta tækjakost sjúkrahússins. Félagsráð síma- manna mótmælir EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi félagsráðs Fé- lags fslenzkra sfmamanna 12. maf 1976: Fundur í félagsráði Félags is- lenskra símamanna, haldinn 12. maf 1976 vítir harðlega póst- og símamálastjórn fyrir þær fyrir- skipanir til loftskeytamanna á strandstöðvunum á ísafirði, Siglufirði, Norðfirði og Höfn í Hornafirði að afgreiða breska landhelgisbrjóta, herskip og verndarskip á tslandsmiðum. Bent skal á, að með tilskipunum þessum hefur póst- og símamála- stjórn neytt þessa starfsmenn, eina allra ríkisstarfsmanna til að veita breskum lögbrjótum fyrir- greiðslu hér við land. Meðal ann- ars hefur komið fram i fjölmiðl- um að undanförnu að hinir bresku togaraútgerðarmenn hafa notað þessa þjónustu til að stappa stálinu í togaraskipstjóra sína til áframhaldandi veiða og lögbrota hér við land. Einnig skal bent á að fyrirmæli þau frá póst- og símamálastjórn til starfs- manna viðkomandi strandstöðva um að fylgjast náið með samtölum er óframkvæmanlegt. Félagsráð F.Í.S., skorar ein- dregið á póst- og simamálastjórn að afturkalla nú þegar fyrr- greinda tilskipun, enda liggur fyrir ótvíræð skilgreining dóms- málaráðherra í skeyti til starfs- manna loftskeytastöðvanna á því að framferði Breta innan 200 mílna lögsögunnar sé brot á ís- lenskum lögum. Félagsráð lýsir yfir eindregn- um stuðningi við afstöðu starfs- manna strandstöðvanna og sendir þeim bestu kveðjur. F.h. stjórnar F.I.S. Agúst Geirsson, formaður Þórunn Andrésdóttir, ritari. Færeysku leikararnir Evðunn Johannesen og Annika Hoydal og gítarleikarinn Finn bogi Jóhannessen, sem munu skemmta okkur á listahátíð. F æreysk og grænlenzk hátíð í Reykjavík Frá sýningu grænlenska flokksins Mik. ýffl Listahðtið 1976 Grænlendingar og Færeying- ar sækja okkur nú í fyrsta skipti heim á Iistahátfðinni f sumar. F^æreyingarnir flytja dagskrá sfna „Eitt föroyskt kvöld“ í Norræna húsinu tvisv- ar sinnum. Og Grænlending- arnir sýna tvisvar sinnum á Kjarvalsstöðum. Norræna húsið hefur boðið leikurunum Eyðunn Johann- esen og Annika Hoydal, ásamt gítarleikaranum Finnboga Jóhannessen á hátíðina. Þau munu fara með þjóðvísur, ljóð, laust mál og leikrit, sem lýsa bæði í gamni og alvöru fær- eyskum erfðavenjum og þjóð- lífi. Jens Pauli Heinesen hefur aðstoðað við að semja dag- skrána, sem þau kalla „Eitt för- oyskt kvöld.“ Grænlenski flokkurinn nefn- ist MIK. I honum eru 18 manns. Flokkurinn var stofnaður 1962. Nokkrir ungir Grænlendingar höfðu tekið þátt í tónlistarhátíð í San Remo á ítaliu og ákváðu eftir heimkomuna að halda áfram. Þeir skipulögðu söng og dansflokk undir stjórn Knud Wissums, en i honum eru jafn- an Grænlendingar, sem búa i Danmörku hverju sinni, flestir vegna náms. Hefur uppbygging hópsins því verið mjög breyti- leg þau 13 ár, sem hann hefur starfað. Fastur kjarni hefur verið þar með í 10—12 ár, en alls hafa 300—400 manns tekið þátt i sýningum MIK. Flokkur- inn hefur samt lifað og vakið athygli, m.a. undir tónlistar- stjórn Svend Eriks Nielsen. En 1973 fékk flokkurinn sinn fyrsta grænlenzka hljómsveit- arstjóra, Svend Erik Nielsen, sem einnig gengur undir nafn- inu Aavaat. Grænlenzki flokkurinn hefur farið margar sýningarferðir til annarra landa, m.a. til Banda- ríkjanna, Frakklands, Þýzka- lands, ítalíu og að sjálfsögðu um Norðurlönd. Sigraði t.d. i samkeppni þjóðlagaflokka Æskulýðshátíð Kaupmanna- hafnar 1974. MIK þýðir hátið (kaffimik, dansmik o.s.frv.) og endur- speglar efnisskráin hátíðahald Grænlendinga, sem er á marg- an hátt sérstætt. Sungnir eru angurværir og fjörugir söngv- ar. Margir textanna fjalla um sérkennilega náttúrufegurð Grænlands og mannleg örlög i því landi. Dansaðir eru gamlir hvalfangaradansar, sem flutt- ust til Grænlands um 1700 með hvalföngurum frá Evrópu, en eiga rætur mörg hundruð ár aftur í tímann. Einnig eru sýnd- ir gamlir anda- og veiðidansar eskimóa, svo sem trommudans- inn, og grænlenskar barnagæl- ur og skemmtidansar. Danska menntamálaráðu- neytið hefur ásamt Norræna húsinu lagt fram fé til þess að Grænlendingarnir gætu komið á listahátiðina í Reykjavik. „Grískir heimspeking- ar” eftir Gunnar Dal MBL. HEFÚR borizt eintak af bókinni „Grískir heimspekingar“ eftir Gunnar Dal. Bókin skiptist I fjölmarga kafla og segir þar frá heimspekingum Grikkja eins og titill segir til um. Sérstaklega ft- arlegir kaflar eru síðan um Sókrates, Plato og Aristoteles og kenningar þeirra. Loks er svo get- ir helztu heimildarita höfundar og aftast I bókinni er nafnaskrá. Bókin er 226 bls. að stærð, Víkur- útgáfan gaf út bókina, setning og prentun annaðist Prentsmiðja Arna Valdimarssonar h.f. og Bók- bandsstofan Örkin batt bókina inn. Á kápusíðu segir svo um höf- undinn, Gunnar Dal, m.a.: „Gunnar Dal, höfundur þessarar bókar, er þjóðkunnur rithöfund- ur. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka, ljóð, skáldsögur og heim- spekirit. Fyrsta bók hans var Ijóðabókin Vera, sem kom út 1949. Það ár innritaðist hann í háskólann í Edinborg og lagði stund á heimspekinám, en 1951 hélt hann til Indlands og las áfram heimspeki við háskólann í Kalkútta. Þá var hann við fram- haldsnám i Wiscounsin í Banda- ríkjunum 1956 — 1957. Um „Gríska heimspekinga'1 seg- ir svo á kápusíðunni: Grískir heimspekingar er á sarha hátt allt sem höfundur hefur skrifað um hina fornu spekinga og þær heim- spekikenningar, sem þeir settu fram og voru i raun og sannleika grunnurinn að vestrænni heim- speki. Þetta er aðgengilegt og stórfróðlegt rit, sem allir fróð- leiksfúsir menn hafa gagn og ánægju af að lesa og eiga."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.