Morgunblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 16
Jg MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 plírrgiwmMaíjill) Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands j lausasölu 50.00 kr. eintakið. Igær hófust í Ósló nýjar samningaviðræður milli íslendinga og Breta um lausn landhelgisdeilunnar. Árla á sunnudagsmorgun var birt tilkynning, samtimis í Reykja- vík og London, um þessar við- ræður og klukkan 21.00 á sunnudagskvöld sneru brezkar freígátur til hafs og voru horfnar úr íslenzkri fiskveiðilög- sögu um miðnætti Jafnframt hættu allir brezkir togarar á íslandsmiðum veiðum en bíða átékta, samkvæmt fyrirmælum brezkra stjórnvalda, eftir niður- stöðum samningaviðræðna Frá því að Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, kom frá ráð- herrafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Ósló fyrir rúmri viku hafa ríkisstjórnin og þingflokk- ar hennar fjallað um þær hug- myndír til lausnar landhelgis- deilunni, sem fram komu í óformlegum viðræðum utanrík- isráðherra beggja landanna, sem forsætisráðherra tók þátt í að hluta til. Eftir að hugmyndir þessar komu fyrir almennings- sjónir i stærstu dráttum varð Ijóst, að Bretar voru tilbúnir til að uppfylla tvö megin skilyrði, sem ríkisstjórnin hefur undan- farna mánuði sett fyrir nýjum samningaviðræðum eftir að viðræður forsætisráðherra beggja landanna i London i vetur reyndust árangurslausar. Þessi tvö skilyrði voru i fyrsta lagi, að brezkar freigátur hyrfu af íslandsmiðum og að brezkir togarar hlýddu fyrírmælum is- lenzkra varðskipa og i öðru lagi, sem var nýtt skilyrði, sett fram á miðjum vetri, að Bretar yrðu að sýna meiri skilning á aðstöðu íslendinga en þeir höfðu gert fram til þessa ef tilefni ætti að vera fyrir Islend- inga til að setjast að samninga- borði. Þar sem Bretar voru nú til- búnir til að uppfylla þessí skil- yrði tók ríkisstjórnin ákvörðun um að hefja samningaviðræður á ný, og verður að ætla, að meiri líkur séu nú á að land- helgisdeilan verði leyst með friðsamlegu samkomulagi til skamms tima en nokkru sinni fyrr, frá því að fiskveiðilögsaga okkar var færð út í 200 sjómíl- ur. Að sjálfsögðu er ekki hægt að átta siu fyllilega á efnisatrið- um hugsanlegs samkomulags vegna þess, að frá því hefur verið skýrt i stærstu dráttum opinberlega. Eftirfarandi stað- reyndir liggja þó fyrir. Ef samið verður við Breta nú má búast við, að um helmingi færri brezkir togarar verði við veiðar á íslandsmiðum næstu sex mánuði en verða mundu, ef engir samningar yrðu gerðir. Bretar munu tilbúnir til að fall- ast á að hafa hér 24 togara að veiðum en á sama tíma i fyrra höfðu þeir hér 45 til 50 togara. Þessi helmingsfækkun togara mundi hafa i för með sér mjög mikinn sarfidrátt í afla Breta frá því sem var á síðasta ári . Á því sex mánaða timabili, sem til umræðu er, veiddu Bretar á árinu 1975 um 70 þúsund tonn af fiski. Talið er, að 24 togarar nú mundu veiða um 30 þúsund tonn af fiski Búast má við, að með þvi að semja við Breta nú mundum við tryggja, að afli þeirra yrði um 40 þús- und tonnum minni á þessum sex mánuðum i ár heldur en hann var i fyrra. Að vísu má segja, að ef ekki yrði samið við þá nú, mundu þeir ekki ná sambærilegu aflamagni og í fyrra þar sem þeir yrðu að veiða undir herskipavernd. Þá er á það að lita, að með samningum mundu Bretar virða friðunaraðgerðir íslend- inga og kæmi það til frádráttar þeim 30 þúsund tonnum, sem 24 togarar mundu veiða, þann- ig að áreiðanlega er réttmætt að tala um, að afli Breta með samningum yrði milli 30 og 40 þúsund tonnum minni en án samninga. Ef samið yrði við Breta nú, mundu þeir virða öll friðunarsvæði og aðrar friðun- araðgerðir íslendinga og með því og takmarkaðri veiðisvæð- um, mundu um 52 þúsund ferkílómetra hafsvæði lokast fyrir brezkum togurum en til samanburðar má geta þess, að samkvæmt samningnum frá 1973 voru um 9 þúsund fer- kílómetrar hafsvæðis lokaðir fyrir brezkum togurum. Loks er á það að benda, að með samn- ingum mundi bókun sex taka gildi og markaður þar með opn- ast fyrir ísfisk, freðfisk, lagmeti og rækju, sem hefur í raun verið lokaður um skeið vegna tollmúra. Rökin sem mæla með samn- ingum við Breta nú eru því afar sterk. Þegar skoðað er, hver rök andstæðinga samninga eru kemur í Ijós, að þeir hafa ekki af miklum málstað að státa. Algengasta „röksemd" þeirra er sú, að við höfum ekki efni á að semja við Breta. Þeir sem halda því fram virðast ætla að loka augunum fyrir því, að ef við ekki semjum, halda Bretar áfram að veiða hér undir her- skipavernd. Eini munurinn að þessu leyti er sá, að þeir mundu veiða miklu meiri fisk án samninga en með samning- um. Þá hefur því einnig verið haldið fram af andstæðingum samninga, að samningar við Breta nú þýði 30 milljarða rýrn- un þjóðartekna íslendinga á þessu ári. Þessi „röksemd" byggist líka á þeirri furðulegu blekkingu, að Bretar mundu tafarlaust hætta hér veiðum nú, ef ekki yrði samið við þá og má öllum Ijóst vera að „rök- semdir" af þessu tagi eru einsk- is virði. Þegar þetta er skrifað, liggur að sjálfsögðu ekkert fyrir um það, hvort endanlegir samning- ar takas,' en óneitanlega eru líkurnar meiri en áður og er ekki að efa, að þegar lands- menn skoða rökin með og móti samningum á grundvelli hug- myndanna frá Ósló verður miklum meirihluta íslendinga Ijóst, að hagsmunum okkar er betur þjónað með slikri samn- ingagerð en ekki. Samningaviðræður í Ósló Ítalía: Efnahagsástandinu líkt við umsátur Róm 31. maí Reuter sterlingspunda fyrstu 4 mánuði Vöruskiptajöfnuður Italfu var þessa árs, sem er þrefalt hærri óhagstæður um 1382 milljónir upphæð en á sama tíma á sl. ári Málurum í Lenín- grad mdnað að sýna Moskvu 31. maí AP. YFIRVÖLD í Leningrað meinuðu um helgina abstraktmálurum í borg- inni að halda sýningu á verkum sínum á torginu við virki Péturs og Páls. Listamennirnir 55 að tölu, höfðu sðtt um leyfi tií ERLENT sýngingarinnar, en yfir völd synjað þeim. Ákváðu þeir þá að halda sýninguna í leyfisleysi, en lögreglu- menn handtóku 25 þeirra er þeir komu á torgið, en 30 var meinað að yfirgefa heimili sín. Talsmaður hópsins, Igor Sinyavin, sagði vestrænum frétta- mönnum að félagarnir ætluðu að efna til mótmælaaðgerða vegna aðgerða lögreglunnar og reyna á ný að halda sýningu um næstu helgi. Sýningin átti að vera f minningu um málarann Yevgeny Rukhin, sem fórst í eldsvoða í vinnustofu sinni í sl. viku. Þetta er í fyrsta skipti, sem yfirvöld koma i veg fyrir málverkasýningu frá því í september 1974, er yfir- völd í Moskvu notuðu jarðýtur íil að eyðileggja óopinbera útísýn- ingu þar í borg, eins og frægt varð. að því er tölur hagstofu Italíu sýna, sem birtar voru f gær. Þá hefur vöruverð f landinu hækkað um 20% sl. 12 mánuði. Ilorfur í efnahagsmálum landsins eru mjög svartar og sagði Paolo Baffi bankastjóri ttallubanka á aðal- fundi bankans f dag, að líkja mætti ástandinu f efnahagsmál- um við hreint umsátur. Sagði bankastjórinn að aðeins yrði hægt að sigrast á efnahags- vandanum með þvf að takmarka launahækkanir og draga úr út- gjöldum hins opinbera. Verðbólguhraðinn jókst mjög verulega f sl. mánuði en þá hækkaði heildsöluverð vara um 5.2% á 4 vikum, sem er mesta aukning um árabil. Mikill hluti verðhækkana á rætur sínar að rekja til gengissigs lírunnar, en gengi hennar gagnvart Banda- ríkjadollar hefur lækkað um 23% frá því í byrjun þessa árs. Tölur þessar voru birtar í dag eftir míkið uppnám, er einn af hag- fræðingum ttalíubanka sagði um helgina, að hallinn á ríkissjóði landsins í árslok 1977 myndi nema 15600 milljónum sterlings- punda. Sagði hagfræðingurinn, Vittorio Barattieri, að tölur þessar væru svo hrikalegar að stjórn ítalíubanka hefði ákveðið að birta þær ekki. Talsmenn stjórnvalda hafa neitað því að þessar tölur séu réttar, en leið- togar kommúnista á ítalíu hafa gripið þessar tölur og nota þær óspart í kosningabaráttu sinni sem sönnun á efnahagsóstjórn og yfirhylmingu stjórnvalda í efna- hagsmálum. Sendiherradóttirin sætti góðri meðferð Mexíkóborg 31. maí AP, Reuter NADINE Chaval, dóttir belgfska sendiherrans f Mexfkó sagði I samtali við AP- fréttastofuna í borginni, að vel hefði verið farið með sig þann 4'A sólarhring, sem hún var í haldi hjá skæruliðum, að öðru leyti en þvf að bundið hefði verið fyrir augu hennar allan tfmann. Nandine, sem er 16 ára gömul, var sleppt úr haldi á laugardag, eftir að fjölskylda hennar hefði safnað saman 400 þúsund dollara lausnargjaldi, 73 milljónum fsl. kr. sem var helmingur þeirrar upphæðar, sem ræningjarnir kröfðust upphaflega. Skæruliðarnir sem rændu Nadine, eru félagar í samtökum kommúnista sem kenna sig við 23. september, og hótuðu þeir að taka hana af lffí ef 800 þúsund dollara lausnargjald yrði ekki greitt fyrir hana. Þeir féllust um síðir á að taka við helmingi upphæðarinnar fyrir þrábeiðni belgiska sendi- herrans, Andre Chavals, eftir mikla fjársöfnun, sem náði til allra skóla og almennings í Mexíkóborg. Sendiherrann liggur nú rúmfastur eftir að hann fékk hjartaáfall skömmu eftir að dóttur hans var rænt. Upphaflega hafði verið ráðgert að Nadine héldi fund með fréttamönnum í dag, en honum var aflýst að beíðni stjórnvalda í Mexfkó, sem æskja eftir sem minnstu umtali um vel- heppnaðar aðgerðir skæruliða. Fréttamaður AP náði sambandi við Nadine rétt áður en blaða- mannafundinum var aflýst og sagði hún er hún var spurð um afstöðu hennar til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.