Morgunblaðið - 01.06.1976, Page 19

Morgunblaðið - 01.06.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1.976 19 Tækifærin vorn Skaga- manna - mörkin Teits Karl Þórðarson og Teltur Þðrðarson höfðu rfka ástæðu til að gleðjast í gærkvöldi. Teitur gerði bæði mörk Akurnesinga gegn Fram og Karl átti heiðurinn af mörgum hættulegustu sóknarlotum Skagaliðsins. Það er ekki að undra að Marteinn Geirsson var heldur ðhress á svipinn. SKAGAMENN náðu á köflum í leik sínum við Fram f gærkvöldi að sýna þá takta sem gert hafa liðið að tslandsmeisturum tvö sfðastliðin ár. Framarar hlutu að lúta f lægra haldi og úrslitin urðu 2:1, f leikhléi var staðan 1:1. Teitur Þórðarson var maður þessa leiks en hann gerði bæði mörk Skagamanna að þessu sinni og það er langt sfðan Teitur hefur unnið eins vel og í þessum leik auk þess sem hann skilaði knettinum betur frá sér en oftast áður. Fyrra mark Skagamanna kom á 16. minútu fyrri hálfleiksins, hár bolti var sendur að teig Framara og Marteinn missti knöttinn yfir sig. Teitur var ekki seinn á sér að nota sér gapið sem myndaðist og Árni Stefánsson átti litla mögu- leika á að verja skot hans sem fór í hliðarnetið fjær. Síðara mark sitt skoraði Teitur síðan á 35. mínútu seinni hálf- leiksins, en markið hafði þá legið í loftinu góða stund. Karl Þórðar- son sendi stungubolta upp hægri kantinn og Teitur hafði betur í kapphlaupinu við varnarmenn Fram. Hörkuskot Teits var síðan varið af Árna Stefánssyni en hann hélt ekki kneltinum, sem hrökk út á völlinn fyrir fætur Teits sem afgreiddi knöttinn upp undir þaknetið. Mark sitt gerðu Framarar á 17. mínútu fyrri hálfleiksins og það var mikið um að vera við mörkin um þetta leyti því Skagamenn skoruðu mínútunni fyrr eins og áður sagði. Mark Jóns kom með svipuðum hætti og svo mörg mörk Framara. Eftir aukaspyrnu Egg- erts Steingrimssonar hafði Jón betur en allir varnrmenn ÍA, gnæfði reyndar hátt yfir þá í upp- stökkinu, og skallaði síðan knött- inn niður í jörðina og inn. Enn hafa framlinuleikmenn Fram ekki skorað i mótinu og í þessum leik komust þeir sjaldan í hættu- leg tækifæri þó svo að þeir berð- ust af meiri krafti nú en áður. Framliðið leggur mikið upp úr sendingum úr auka- eða horn- spyrnum gegn drekum eins og Jóni Gunnlaugssyni eru þeir ekki almáttugir. Af tækifærum Skagamanna í þessum leik — sem voru mörg — er fyrst að nefna hörkuskot Matt- híasar í þverslá og þaðan niður á marklinu, skotið var gott, en ekki vildi knötturinn inn. Árni Sveins- son átti laglegt skot vel varið af nafna sínum Stefánssyni. Karl komst óvænt einn innfyrir vörn Fram, en hættunni var bægt frá og loks munaði litlu að Jón Pét- ursson gerði sjálfsmark. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardals- völlur 31. mai Fram — ÍA 1:2 (1:1) Mark Fram: Jón Pétursson á 17 mínútu. Mörk ÍA: Teitur Þórðarson á 16. og 80.minútu Áminning: Árna Sveinssyni, ÍA, og Ágústi Guðmundssyni Fram, var báðum sýnt gula spjaldið i leiknum. Texti: Agúst I. Jónsson r . Ú 1 Llð vikunna i Í2 Arni Stefánsson Fram Einar Þórhallsson UBK Magnús Bergs Val Björn Lárusson Bergsveinn Alfonsson Val Guðmundur Yngvason KR Guðmundur Þorbjörnsson Val Hermann Gunnarsson Val. Einar Ólafsson tBK Ásgeir Elfasson Fram Teitur Þórðarson. Elnkunnagjðfln FRAM: Arni Stefánsson 2 Símon Kristjánss. 1 Trausti Haraldsson 3 Jón Pétursson 2 Marteinn Geirsson 1 Ásgeir Elíasson 1 Gunnar Guðmundsson 2 Eggert Steingrimss. 1 Kristinn Jörundss. 2 Stefán Hreiðarsson 1 Ágúst Guðmundsson 2 Atli Jósafatsson (varam). 1 Rúnar Gfslason (varam.). 2 ÍA: Davfð Kristjánsson 2 Guðjón Þórðarson 2 Björn Lárusson 3 Jón Gunnlaugsson 3 Jón Áskelsson 2 Árni Sveinsson 2 Þröstur stefánasson 1 Sveinbjörn Hákonars. 1 Teitur Þórðarson 4 Matthfas Hallgrfmss. 2 Karl Þórðarson 3 Sigþór Ómarsson 1 (varam). Dómari: Valur Benediktsson 3 Valur: Sigurður Dagsson 2 Bergsveinn Alfonsson 3 Grímur Sæmundssen 2 Vilhjálmur Kjartansson 2 Dýri Guðmundsson 3 Magnús Bergs 3 Ingi Björu Albertsson 2 Alti Eðvaldsson 2 Hermann Gunnarsson 3 Guðmundur Þorbjörnsson 3 Kristinn Björnsson 1 IBK: Þorsteinn Olafsson 2 Lúðvfk Gunnarsson 2 Einar Ólafsson 3 Einar Gunnarsson 2 Guðni Kjartansson 1 Steinar Jóhannsson 2 Guðjón Guðjónsson 1 Ólafur Júlíusson 2 Þórður Karlsson 1 Gfsli Torfason 2 Jón Ólafur Jónsson 1 Þórir Sigfússon (varam.) 1 Dómari: Guðmundur Haraldsson 4 Breiðablik: Ólafur Hákonarson 3 Gunnlaugur Helgason 2 Bjarni Bjarnason I Einar Þórhallsson 3 Ilaraldur Erlendsson 1 Ólafur Friðriksson 1 Gfsli Sigurðsson 2 Vignir Baldursson 2 Hinrik Þórhallsson I Þór Hreiðarsson 1 Heiðar Breiðf jörð 2 Ævar Erlendsson (varam). 1 KR: Magnús Guðmundsson 3 Guðjón Hilmarsson 2 Ottó Guðmundsson 2 Guðmundur Ingvason 3 Birgir Guðjónsson 2 Björn Pétursson 1 Árni Guðmundsson 1 Hálfdán Örlvgsson 1 Jóhann Torfason 1 Sigurður Indriðason 2 Ólafur Ólafsson 2 Dómari: Óli Olsen 3 1. DEILD STAÐAN í 1. deild er nú þessi Valur 4 3 1 0 10:3 7 KR 4 1 3 0 6:3 5 ÍA 3 2 1 0 3:1 5 IBK 4 2 0 2 8:5 4 Fram 4 1 1 2 3:5 3 Víkingur 2 1 0 1 2:3 2 Breiðablik 2 0 1 1 2:4 1 FH 2 0 1 1 1:6 1 Þróttur 3 0 0 3 2:7 0 Eftirtaldir hafa skorað f 1. deildinni: Guðmundur Þorbjörnss. Val 4 Hermann Gunnarss. Val 4 Björn Pétursson KR 3 Friðrik Ragnarss. ÍBK 2 Ólafur Júlíusson ÍBK 2 Rúnar Georesson ÍBK 2 Teitur Þórðarson Akranes 2 Ágúst Guðmundss. Fram I Ásgeir Elfasson Fram 1 Atli Eðvaldsson Val 1 Gunnlaugur Kristfinnsson Víkingi 1 Hálfdán Örlygsson KR 1 Haraldur Haraldss. Vfkingi 1 Iieiðar Breiðf jörð UBK 1 Jón Pétursson Fram 1 Magnús Bergs Val 1 Ólafur Danfvalss. FH 1 Ottó Guðmundss. KR 1 Sigurður Björgvinss. ÍBK 1 Sverrir Brynjólfss. Þrótti I Valdimar Valdimarss. UBK 1 Þorvaldur Þorvaldss. Þrótti 1 Þórður Karlsson tBK 1 Næstu leikir f 1. og 2. deild: Föstudagur 4. júní, Laugardals- völlur 4. júnf kl. 20, Þróttur — FH Laugardagur 5. júní, Laugar- dalsvöllur kl. 14, Valur — ÍA Laugardagur 5. júnf, Keflavfk kl. 16, ÍBK —UBK Laugardagur 5. júnf, Kapla- kriki kl. 16, Haukar — Völsungur Laugardagur 5. júnf, Akureyri kl. 14, KA — Ármann Laugardagur 5. júnf, Vest- mannaeyjar kl. 14, ÍBV — Reynir Laugardagur 5. júní, lsafjörður kl. 15, ÍBÍ — Selfoss Mánudagur 7. júnf, Laugardals- völlur kl. 20, Fram — FH Þriðjudagur 8. júnf, Laugar- dalsvöllur kl. 20, KR — Víkingur. Þrjú óvœnt íslandsmet á sundmóti í gœrkvöldi ÞRJÚ Islandsmet í sundi voru sett á innanfélags- móti f Sundlaug Hafnar- fjarðar í gærkvöldi. Þau settu Sigurður Ólafsson í 400 m skriðsundi, Axel Alfreðsson f 400 m fjór- sundi og loks sveit Ægis í 4x200 m skriðsundi. Met Axels í fjórsundinu var sennilega óvæntast af þessum þremur metum. Axel synti vegalengdina á 4:59.6 en eldra metið átti Guðmundur Gfslason og var það sekúndubroti lakara. Axel átti bezt áður 5:05.6, þann- ig að bæting hans er mikil, eða réttar 6 sekúndur. I 400 m skriðsundinu synti Sigurður á 4:17.5 og bætti eldra metið sem hann átti sjálfur um 4 sekúndubrot. Þar sem synt var f 25 metra laug er þessi árangur ekki viðurkenndur af Ólympfunefndinni, en afrek Sigurðar er 5 sekúndubrotum lakara en Ólympfulágmarkið f greininni. Guðmundur Harðar- son landsliðsþjálf^ri f sundi sagði f gærkvöldf'að Sigurður hefði náð enn betri árangri ef hann hefði verið fullhvfldur og rakaður. — Þetta er að koma hjá okkur, það er ekki hægt að segja annað, sagði Guðmundur. — Nú förum við f átta Ianda keppnina á morgun og það er eitt sem öruggt er að sundfólk- ið ætlar sér stóra hluti þar. Loks setti sveit Ægis tslands- Aðalfundur HKRR AÐALFUNDUR Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Loftleiðum í kvöld, Kristalssal. met í 4x200 m skriðsundi, bætti metið úr 8:36.5 f 8:30.6 — dálaglegt stökk það. 1 sveitinni voru þeir Axel Alfreðsson, Sig- urður Ólafsson, Bjarni Björns- son og Hafliði Halldðrsson, þeir þrfr fyrstnefndu eru allir landsliðsmenn f sundi. Keegan sá um sigur enskra ENGLENDINGAR sigruðu lið Amerfku á afmælismótinu f knattspyrnu í Bandarfkjunum f gærkvöldi. Urslitin urðu 3:1, eftir að England hafði leitt 2:0 í leikhléi. Skoraði Kevin Keegan bæði mörk fyrri hálf- leiksins og f seinni hálfleikn- um skoraði Francis áður en Scullion skoraði eina mark Bandarfkjaliðsins. Leikið var f Ffladelffu og fylgdust 16.200 áhorfendur með leiknum. England tapaði fyrir Brasilfu 0:1 f fvrata leik keppninnar, en sigraði sfðan Italfu 3:2 á laugar- daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.