Morgunblaðið - 01.06.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNl 1976
27
tveggja vetra nám, sem tekur við
nemendum úr tveggja vetra námi
í framhaldsdeildum gagnfræða-
skólanna. Þetta aðfararnám verð-
ur lagt niðúr, þegar síðasti árang-
urinn hefur verið útskrifaður á
næsta vori. Að þessu sinni voru 6
kennarar brautskráðir með B-Ed
próf að loknu þriggja ára námi.
Gert er ráð fyrir að 13 aðrir kenn-
aranemar ljúki B-Ed prófi á síðari
hluta ársins. Ur framhaldsdeild
Kennaraháskólans voru að þessu
sinni útskrifaðir 16 kennarar,
sem lögðu stund á kennslu tor-
næmra og treglæsra barna. Nám í
framhaldsdeild skólans er fyrri-
hlutanám i kennslu afbrigðilegra
barna en. seinni hluta þess náms
verða kennarar að sækja til út-
landa. Alls voru 325 nemendur
við nám i Kennaraháskólanum í
vetur.
ÖLDUNGADEILD
MÉNNTASKÖLANS VIÐ
IIAMRAIILlÐ HEFUR
UTSKRIFAÐ 105
STUDENTA
Á laugardag voru brautskráðir
síðustu stúdentarnir frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð á þessu
vori. Var þar um að ræða 40
nemendur úr öldungadeild
skólans en 21. maí sl. voru 85
nýstúdentar útskrifaðir frá
skólanum og auk þess brautskráði
skólinn i maimánuði 7 stúdenta
úr framhaldsdeild Samvinnu-
skólans. Fyrr á þessu skólaári eða
um jól brautskráði skólinn 79
stúdenta og 21 úr öldungadeild.
Samtals luku þannig 232
nemendur stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð á
þessu skólaári.
Menntaskólinn við Hamrahlíð
starfar eftir svokölluðu áfanga-
kerfi og fá nemendur stig fyrir
hvern áfanga, sem þeir standast
og safna sér þannig stigum í
stúdentsprófið. Til stúdentsprófs
þarf 132 stig hið minnsta. Þar af
eru 74 í kjarna, en svo er nefnt
það námsefni, sem allir
nemendur þurfa að ljúka. Rúm 30
Hér getur að lfta hóp nýstúdenta frá Verzlunarskóla tslands.
Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.
Þrem framhaldsskól-
um slitið um helgina
UM helgina var þremur
skólum slitió. Skólar þessir
eru Verzlunarskóli
íslands, Menntaskólinn við
Hamrahlíð og Kennarahá-
skóli íslands. Verður hér á
eftir gerð nokkur grein
fyrir starfi þessara skóla á
liðnu skólaári.
77 NVSTUDENTAR braut-
SKRAÐIR fra verzlunar-
SKÖLA tSLANDS
Verzlunarskóla Islands var slit-
ið við hátíðlega athöfn sl. laugar-
dag í samkomusal skólans. Auk
kennara og nemenda voru við-
staddir athöfnina margir gestir,
sem skólastjöri bauð velkomna.
Skólastjóri, dr. Jón Gíslason,
gerði grein fyrir starfi skólans á
síðast liðnum vetri og kom þar
fram að skráðir nemendur
skólans við upphaf skólaárs voru
672 í 27 bekkjardeildum.
Verzlunarprófi, það er burt-
fararprófi úr fjórða bekk skólans,
luku 194 nemendur, sem braut-
skráðir voru 15. mal s.l. Anna
Björg Eyjólfsdóttir var efst á
verzlunarprófi, hlaut fyrstu
ágætiseinkunn 9,23, en önnur
varð Bára Guðlaug Sigurgeirs-
dóttir með fyrstu ágætiseinkunn,
9,11.
Við skólaslitaathöfnina á
laugardag voru brautskráðir frá
skólanum 77 nýstúdentar, þar af
19’úr máladeild og 58 úr raun-
greinadeild. Tveir nemendur
hlutu fyrstu ágætiseinkunn, 28
fyrstu einkunn, 39 aðra einkunn
og 8 þriðju einkunn. Efst á
stúdentsprófi að þessu sinni var
Bára Sigurðardóttir, sem hlaut
fyrstu ágætiseinkunn, 9,37 önnur
varð Anna Merien Sveinbjörns-
dóttir, sem einnig hlaut fyrstu
ágætiseinkunn, 9,11. Þriðja varð
Ásdfs Rósa Baldursdóttir, hlaut
fyrstu einkunn 8,74.
Er skójastjóri hafði afhent
nýstúdentum prófskírteini tók til
máls Gísli Einársson, formaður
Verzlunarráðs íslands, og vék
hann í ræðu sinni að hinum nýju
lögum um viðskiptamenntun á
framhaldsskólastigi, sem hann
kvað miklar vonir tengdar við. Þá
afhenti skólastjóri verðlaun þeim
nemendum, sem fram úr höfóu
skarað og árnaði stúdentum
heilla.
Að lokum kvaddi sér hljóðs
Jóhanna Tryggvadóttir, fulltrúi
þeirra stúdenta, sem brautskráð-
ust fyrir 30 úrum. Ávarpaði hún
skólastjóra sérstaklega og fór
viðurkenningarorðum um starf
hans við skólann. Afhenti hún
skólastjóra peningagjöf frá 30 og
25 ára stúdentum en ætlazt er til,
að hann verji gjöfirini til
utanferðar. Að síðustu þakkaði
skólastjóri gjöfina og þakkaði
yiðstöddum komuna.
Guðmundur Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlfð,
afhendir nýstúdentum prófskírteini. Ljósm. Mbl. RAX.
STEFNIR IFULLT
ÓEFNI MEÐ
HUSNÆÐISMÁL
kennaraháskólans
t NÁINNI FRAMTlÐ
Kennaraháskóla Islands var
slitið á laugardag. Við athöfn f
íþróttahúsi skólans voru braut-
skráðir frá skólanum 37 stúdentar
úr aðfararnámi, 6 kennarar með
B-Ed próf og 16 kennarar úr
framhaldsdeild skólans.
í skólaslitaræðu Baldurs Jóns-
sonar, rektors, kom m.a. fram að
vaxandi aðsókn er nú að kennara-
námi við skólan og sagði rektor
það skoðun sína, að óráðlegt væri
að taka inn öllu fleiri nemendur
er gert hefði verið á síðast liðnu
hausti eða um 100. Baldur lagði á
það rfka áherzlu að í fullt óefni
stefndi i náinni framtíð hvað
snertir húsnæðismál skólans en
teiknivinna við viðbótarhúsnæði
skólans stöðvaðist um síðustu ára-
mót vegna fjárskorts. 1 lögum um
Kennaraháskólann er ákvæði um
að fram skuli fara endurskoðun á
lögunum og er þeirri endurskoð-
un nú um það bil að ljúka.
Eins og áður sagði voru að
þessu sinni útskrifaðir 37 stúd-
entar úr aðfararnámi skólans. 24
úr máladeild og 13 úr raungreina-
deild. Þetta er næst sfðasta árið,
sem skólinn útskrifar stúdenta úr
aðfararnámi skólans en það er
EIGUM FYRIRLIGGJANDI EFTIRTALDAR STÆRÐIR AF
dráttarvéla- og vinnuvéladekkjum,
Á HAGSTÆÐU VERÐI.
600
-16/6
-16/6
-16/6
-16/10
17,5/10
-18/10
-20/8
24/10
24/6
24/10
14
26/10
26/10
28/6
28/6
28/6
28/6
28/6
28/10
30/6
30/10
30/10
32/6
34/8
34/6
34/14
-25/12
-25/16
-25/16
-25/20
650
750
900
750
14
14
20
14
23
Hjolbaröaþjonustan, Laugavegi 172, Simi21245
iýYEAR HEKLAhf. Lauqaveqi 1 70 —172 Simi 21240
Lystibátur
Til sölu er hraðbátur 30 fet 9.23x3 m. Byggður í
Sviþjóð 1975. í bátnum er 225 ha. V8 Volvo Penta
benzinvél. Báturinn er mjög vel útbúinn af tækjum,
svo sem dýptarmælir, talstöð hraðamælir með milu
teljara, snúningshraðarmæli og benzineyðslumæli. í
bátnum er einnig miðstöð, eldavél, isskápur, W.C. og
útvarp með segulbandi. Gólf eru teppalögð. Gott
svefnpláss fyrir 4 fullorðna og 3 börn. 300 litra
vatnsdúnkur og 500 litra benzindúnkur. Báturinn er
viðurkenndur af bæði danska og sænska sjóferðar-
eftirlitinu og er til afgreiðslu í sænskri eða danskri
höfn.
Nánari uppl. hjá Reyni Gústafssyni, simi 93-8644.
stig til viðbótar vinnur
nemandinn sér inn á kjörsviði og
er þar um að ræða sex kjörsvið:
fornmálasvið, nýmálasvið, félags-
svið, náttúrusvið, eðlissvið og tón-
listarsvið.
Eins og áður sagði brautskráði
skólinn nú i vor 85 stúdenta. sem
stundað höfðu regluiegt nám við
skólann en hafði fyrr á skólaárinu
útskrifað 79. Hvað snertir
nemendur úr framhaldsdeild
Samvinnuskólans hefur deildin
ekki enn hlotið réttindi að lögum
til að brautskrá stúdenta og var
því sá háttur hafður á i fyrra og
aftur í ár, að Menntaskólinn við
Hamrahlíð dæmdi lokapróf
þessara nemenda og veitti þeim
stúdentsprófsskírteini sem utan-
skólanemum á viðskiptasviði. Á
Framhald á bls. 39
LAWN - BOY
Garðsláttuvélar
fy rirligg jandi
PÓRr
StMI B15QO APMULATI