Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 123. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 10. JÚNl 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 5 Arabaríki senda herlið til Líbanon Borgarastyrjöldin að breytast í hernaðar- átök margra þjóða, segja Israelsmenn Beirút —9. júni — Reuter — AP. HERSVEITIR fimm araba- ríkja ásamt liði Frelsis- hreyfingar Palestínuaraba eru nú á leið til Líbanon í því skyni að koma á friði í landinu, að því er fulltrúi bandalagsins skýrði frá að loknum fundi utanríkis- ráðherra aðildarríkja þess í Kaíró í kvöld. i yfirlýs- ingunni kom fram, að Arahabandalagið hefði myndað friðargæzlusveitir með þátttöku herliðs frá Alsír, Saudi-Arabíu, Lí- býu, Sýrlandi, Súdan og Frelsishreyfingu Palest- ínuaraba. Tillögur Arababanda- lagsins um leiðir til að koma á friði í Líbanon eftir 15 mánaða borgar- styrjöld hafa verið lagðar fyrir Hafez Al-Assad, for- seta Sýrlands, en afstaða hans til málsins var ekki ljós þegar síðustu fregnir bárust. Opinberar heimildir í Damask- us greindu frá því í dag að herlið frá Alsír og Líbýu væri væntan- legt til Sýrlands mjög bráðlega til að sameinast sýrlenzkum her- sveitum, sem freisti þess að binda enda á ófremdarástandið í Líban- on. ísraelsstjórn hefur lýst því yfir, að borgarastyrjöldin í Líbanon hafi nú breytzt i alþjóðlega styrj- öld, og sendiherra hennar hjá Sameinuðu þjóðunum lét svo um mælt í dag, að með þátttöku herja Libýu, Alsírs og íraks í styrjöld- inni væri ljóst, að málin í Mið- austurlöndum hefðu tekið mjög alvarlega og hættulega stefnu. Þegar þessi yfirlýsing kom var enn ekki vitað um þátttöku annarra Arabaríkja. Kreml-stjórnin birti yfirlýsingu síðdegis í dag, þar sem einnig kom fram sú skoðun, að styrjöldin í Líbanon væri ekki lengur innan- ríkismál íbúanna þar, og var vopnahlés krafizt umsvifalaust. Hin opinbera fréttastofa Sovét- rikjanna, Tass, lýsti því yfir, að nærvera sjötta flota Bandaríkj- anna við strendur Líbanons, og það, að Frakkar hefðu boðizt til að senda herlið á vettvang gæfi ljóslega til kynna hversu ástandið væri alvarlegt, en i þessu sam- bandi minntist Tass ekki á skýrsl- ur ísraelsmanna og Tyrkja um aukinn flotastyrk Sovétmanna á Miðjarðarhafi að undanförnu. Áður en Arababandalagið birti Framhald á bls. 31. Sýrlenzkum hersveitum í Líbanon bætist nú lið- styrkur eftir fund utan- ríkisráðherra Araba- ríkjanna í Kaíró í dag. Myndin er af sýrlenzk- um skriðdrekum í Lí- banon. Spánn: Starfsemi stjórn- málaflokka leyfð Madrid — 9. júnl — Reuter SPÆNSKA þingið samþykkti i dag að lcyfa starfsomi stjórn- málaflokka I landinu, annarra en stjórnleysingja, aðskilnaðarsinna og kommúnista, með því skil.vrði, að flokkarnir geti fært sönnur á að flokksmenn séu ekki undir 25 þúsundum að tölu. Hér var um að ræða stjórnar- frumvarp og var það samþykkt með 338 atkvæðum gegn 91, en 24 þingfulltrúar sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Áður en frumvarpið var sam- þykkt fóru fram mjög harðar um- ræður um málið í þinginu (Cor- tes). Þegar Ramiro Cercos Perez flutti ræðu sína til stuðnings frumvarpinu gengu tuttugu hægri sinnaðir fulltrúar út úr þingsalnum undir forystu for- ingja síns, José Antonio Girons. Perez lét svo um mælt, að frum- varpið væri fyrsta skrefið í átt að fyrirmyndarþjóðfélagi þar sem unnt yrði að leiðrétta misrétti og óréttlæti, sem enn væri að finna á Spáni, en andstæðingar frum- varpsins sögðu það brjóta í bága við stjórnarskrá landsins. Hin nýju lög eru mikilvægur þáttur í áætlun ríkisstjórnarinnar um endurbætur, sem miða að því að skipa Spáni á bekk með lýð- ræðisríkjum Vestur-Evrópu. Ford og Carter taldir öruggir um útnefningu Washington 9. júni. — Reuter. FORD Bandarfkjaforseti og Jimmy Carter virtust f dag við lok hinna umhleypingasömu forkosn- ingar f Bandarfkjunum of sigur- stranglegir til að geta orðið af útnefningu flokka sinna fyrir for- setakosningarnar f haust. Stjórn- málaskýrendur voru flestir sam- mála um það með tilliti til úrslita forkosninganna f gær f Ohio, Kalifornfu og New Jersey að bæði Ford og Carter hefðu fylgi nægi- lega margra flokksþingsfulltrúa til að brjóta á bak aftur allar tilraunir til að koma f veg fyrir útnefningu þeirra. Carter og Ford unnu yfirburðasigra f Ohio, en kosningarnar þar voru þær tvf- sýnustu af þessum þrem. Sigur Carters þar vó nokkuð á móti ósigri hans f Kaliforníu fyrir rfk- isstjóranum, Edmund „Jerry“ Brown, en þar tapaði Ford fyrir Ronald Reagan, sem er fyrrver- andi rfkisstjóri Kalifornfu. Ford vann einnig auðveldlega í New Jersey, og Carter hlaut mikið at- kvæðafylgi, en óháðir kjörmenn, sem flestir eru hliðhollir Brown og Hubert Humphrey settu strik í reikninginn hvað kjörmannafylgi varðar. Er atkvæðatalningu i ríkjunum þremur var að mestu lokið lftur myndin endanlega þannig út, að Ford hefur unnið atkvæði a.m.k. 150 kjörmanna í gær, en Reagan hins vegar 173. Þrátt fyrir þessa forystu Reagans er heildarfylgi Framhald á bls. 18 „Járnfrúin” segir að Bretland sé að verða JÁRNTJALDSRÍKI 99 Lundúnum — 9. júní — Reuler MARGARET Thatcher, formaður breska Ihaldsflokksins, lýsti þvf yfir á þingi f dag, að Bretland væri að verða „járntjaldarfki“ undir sósfalistfskri rfkisstjórn. Hún hefur borið fram vantraust Kissinger ávítar Chile fyrir mannréttíndabrot Santiago 9. júnl — Reuter. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna sagði á fundi 22 utanríkisráðherra Amer- íkuríkja í Santiago í Chile í gær, að fréttir um brot stjórnvalda I Chile á mannréttindum yllu al- mennum áhyggjum f Bandarfkj- unum. Kissinger fjallaði um skýrslu sam-amerfsku mannrétt- indanefndarinnar á'sjötta þingi samtaka Amerfkuríkja (OAS) sem nú stendur yfir f höfuðborg Chile, en f skýrslunni segir að stjórnvöld í landinu framfylgi enn stefnusem feli fsér handtök- ur fólks af handahófi, ofsóknir og pyntingar. Kissinger sagði að skýrslan staðfesti að brot á mann- réttindum héldu áfram og slíkt yrði að taka til athugunar, bæði varðandi tvíhliða viðskipti landa og á alþjóðavettvangi. Kissinger sagði að ríkisstjórn Bandaríkjanna jafnt sem þing og fjölmiðlar hefðu þungar áhyggjur af ástandinu í Chile, en þingið hefði gripið til þess ráðs að setja sérstakar takmarkanir við banda- rískri hernaðar- og efnahagsað- stoð við Chile. Ylti áframhaldandi aðstoð við Chile, á framgangi mannréttindamála. Þá gat Kiss- inger þess að í skýrslunni kæmu einnig fram brot á mannréttind- um á Kúbu, og raunar væru all- mörg lönd í álfunni sem ekki virtu grundvallarmannréttindi. Framhald á bls. 18 á ríkisstjórnina, en litlar Ifkur eru taldar á þvf, að tillagan verði samþvkkt á þingi. Lfkur benda til þess að stjórnin standist atlögu þessa með 20 atkvæða meirihluta. Margaret Thatcher hefur verið gagnrýnd fyrir vantrauststillögu sína, sem þykir ótimabær, þar sem sterlingspundið hefur nú styrkt stöðu sina og horfur eru mun bjartari í efnahagslifi lands- ins en verið hefur. Meðal þeirra, sem gagnrýna Thatcher eru máls- metandi þingmenn Ihaldsflokks- ins. t atkvæðagreiðslum Neðri mál- stofunnar geta tekið þátt 313 þingmenn Verkamannaflokksins og 276 íhaldsþingmenn. 11 þing- menn skozka þjóðernissinna- flokksins og 3 þingmenn þjóðern- issinna frá Wales hafa lýst þvi yfir, að þeir muni greiða van- trauststillögunni atkvæði, en 13 frjálslyndir þingmenn og 10 frá Uláter segjast ekki munu taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Af- staða 3 þingmanna er óljós en svo virðist sem tillaga foringja Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.