Morgunblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNl 1976 13 ara væri á næstu grösum. En ekki virðist nein hreyfing I þá átt, og er því ánægjulegt, að Listasafn A.S.L skuli hafa for- göngu með þetta framtak, sem að vísu er hvergi nægjanlegt. Allt eru það úrvalsverk, sem sýnd eru eftir Þorvald, og þau spanna timabilið 1942 til 1966. Þorvaldur Skúlason er mjög af- kastamikill listamaður, og þvi verður að segja eins og er, að þessar fáu myndir gefa ekki nægilega hugmynd um þau um- brot sem áttu sér stað í list Þorvalds á þessum tíma. Ég held, að allir viti, hvert álit mitt er á Þorvaldi Skúlasyni sem málara. Þvi verð ég fáorður, en stenst samt ekki mátið að segja einu sinni enn, að fáir af lista- mönnum okkar í dag hafa náð slíkum árangri sem Þorvaldur Skúlason. Þessi sýning er enn ein sönnun þess. Portrettin á þessari sýningu eru flest kunn áður og hafa verið oft á sýningum og sum prentuð á íslenskar bækur, ef ég man rétt. Það er þvi hægt að segja með sanni í örfáum orð- um, að þarna er sérstakt úrval á ferð, sem ekki á sér hliðstæðu í islenskri myndlist. Þorvaldur Skúlason Gul Komposition. Trygging h.f. 25 ára: Gefur 500 þúsund til Styrktarfélags vangefinna TRYGGING h.f. hélt aðalfund sinn þann 26. maí sl. en félagið er 25 ára um þessar mundir. I tilefni af þessum tímamótum félagsins ákvað stjórn þess að færa Styrkt- arfélagi vangefinna 500 þúsund krónur að gjöf til styrktar starf- semi sinni. Á aðalfundinum kom fram, að þrátt fyrir erfitt árferði, varð afkoma félagsins góð á sl. ári. Iðgjöld ársins námu 994,2 milljónum og er það 86% aukning frá árinu áður. Um það bil helm- ingur iðgjalda félagsins er vegna erlendra endurtrygginga en það eru þær, sem fyrst og fremst renna stoðum undir hagnað fé- lagsins á áyinu. Arið var mjög tjónaþungt og námu tjón ársins greidd og áætl- uð kr. 1275 miljónum, eða 28% hærri upphæð en heildariðgjöld- um nemur. Af einstökum tjónum vegur flugskýlisbruninn á Reykjavikurflugvelli mest, en heildartjón félagsins vegna hans nam tæpl. 500 milljónum króna. Þrátt fyrir þetta reyndist hagnaður af reglulegri starfsemi kr. 16.679.317, en þar frá dragast opinber gjöld fyrra árs vegna breyttrar aðferðar við reiknings- skil, svo og tekjuskattur af skatt- skyldum tekjum ársins, þannig að til ráðstöfunar verður hagnaður að upphæð kr. 5.478.964. Á árinu voru gefin út jöfnunar- hlutabréf að upphæð 20 milljónir króna. Hlutafé nemur nú 40 milljónum króna. Eigið fé í árslok nam kr. 56 milljónum, auk skatta- legs varasjóðs að upphæð kr. 17,5 milljónir. Stjórn félagsins skipa: Geir Zoéga jr, formaður, Othar Elling- sen, varaformaður, Eirikur Ásgeirsson, ritari, Óskar Svein- björnsson, fulltrúi vátryggingar- taka i stjórn og Þorsteinn Bern- harðsson, meðstjórnandi. Framkvæmdastjórar Trygg- ingar h.f. eru Árni Þorvaldsson og Hannes O. Johnson. Unglingasveit TR vann Austfirðinga í skákkeppni UNGLINGASVEIT Tafl- félags Reykjavíkur fór til Austf jarða um hvítasunnu- helgina. Keppti sveitin við lið Austfirðinga bæði í hraðskák og lengri skák- um. Auk þess tefldu sterk- ustu menn unglingasveitar TR fjöltefli á nokkrum stöðum, en í þeim hópi voru m.a. Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Ómar Jónsson, Jónas P. Erlings- son og Ásgeir Þ. Árnason. 1 hraðskákkeppninni sigraði unglingasveitin með 207 vinning- um gegn 107 og í lengri skákun- um með 12M vinningi gegn 5V4 vinningi, en teflt var á 18 borðum. Unnu unglingarnir 9 skákir, Austfirðingarnir 2 skákir en 7 skákir enduðu með jafntefli. I hraðskákinni hlaut Helgi Ólafs- son flesta vinninga, eða 18 af 18 mögulegum, en Trausti Björnsson hlaut flesta vinninga af Austfirð- ingunum, 15 vinninga af 18. Róm- uðu TaflfélagsmennJdlar móttök- ur Austfirðinga. Ltstahátíð í Reykjavik Þetta er á listahátíð í dag KJARVALSSTAÐIR: Kl. 20.30: Grænlenzki Mik flokkurinn með dans og söng frá Grænlandi. Kl. 14—22: Þrjár sýningar opnar, þ.e. verk franska mál arans Geralds Schneiders, yfir- litsýning á íslenzkri grafik og sýning arkitekta, „Loftkastal- ar og skýjaborgir“. NORRÆNA HIJSIÐ: Kl. 14—22: Sýning á islenzkri 'nytjalist og verkum finnsku gestanna Vuokko og Anti Nurmesniemi. Kl. 8.30: Tizkusýning á fatnaði frá Vuokko. LISTASAFN ÍSLANDS: KI. 1.30—22: Sýning á verkum austurríska málarans Hundertwassers og í Bogasal sýning á verkum Dunganons. Útihöggmyndasýning opin í Austurstræti. Sjálfstæðis- félag stofnað í Mosfellssveit SJÁLFSTÆÐISMENN í Mosfells- hreppi hafa nýlega stofnað sjálf- stæðisfélag og hlaut það nafnið Sjálfstæðisfélag Mosfellinga. í fréttatilkynningu frá hinu ný- stofnaða félagi segir, að vegna mikillar ibúafjölgunar í hreppn- um á undanförnum árum hafi verið talið timabært að stofna þar sérstakt sjálfstæðisfélag við hlið Sjálfstæðisfélagsins Þorsteins Ingólfssonar, sem framvegis starfar í Kjalarnes- og Kjósar- hreppum. Á fjölmennum stofnfundi fé- lagsins, sem haldinn var i Hlé- garði 3. júní sl., var kjörin stjórn. Formaður var kjörinn Magnús Sigsteinsson, en aðrir í stjórn voru kjörnir: Guðrún Hafsteins- dóttir, Jón Ásbjörnsson, Salóme Þorkelsdóttir, Sigurður Frí- mannsson, Sveinn Guðmundsson og Örn Kjærnested. I Jón úr Vör: Hvaða erindi ætti Solsénitsín hingað? 3. þ.m. birtist grein í Morgun- blaðinu eftir Jóhann Hjálmars- son, þar sem hann segir nokkur tíðindi af aðalfundi Rithöf- undasambandsins, sem nýlega var haldinn. Aðalefni greinar- innar eru þó hugleiðingar hans um stöðu og deilur rithöfunda. Hér koma tilvitnanir: „Á fyrrnefndum fundi stóð upp eitt af kunnustu ljóðskáldum þjóðarinnar og lýsti því yfir að Alexander Solsénitsin væri stríðsæsingamaður." Síðar seg- ir: „Nei, hingað átti Solsénitsin litið erindi. Kannski gæti hann styggt vinstri menn á íslandi? En hvaða vinstri menn hérlend- is eru það sem enn hafa ekki gert sér grein fyrir því hvernig farið er með rithöfunda í Sovét- ríkjunum? Má ekki segja sann- leikann um það? Kannski gæti það veikt baráttuna „gegnherf- landi“?“ A framhaldsaðalfundi Rithöf- undasambandsins, sem haldinn var nokkrum dögum eftir hinn fyrri, var lesin upp og sam- þykkt mótatkvæðalaust fundar- gerð þess hluta fundaríns, sem Jóhann er að tala um. Hana hafði ritað Rannveig Ágústs- dóttir starfsmaður sambands- ins. Nær allir þeir, er sóttu síð- ari fundinn, höfðu verið á þeim fyrri. Til samanburðar við fréttamennsku og hugleiðingar Jóhanns, leyfi ég mér að birta orðréttan kafla úr fundargerð- inni um þau atriði, er hann ræðir um: „Jón úr Vör sagðist þá vilja láta í ljós að hann væri ósam- mála flestu sem Rithöfundaráð hefði gert. Sér fyndist t.d. að rithöfundar ættu ekki að taka skýlausa afstöðu gegn lögbanni. Rithöfundar hefðu engan rétt fram yfir aðra menn í landinu til að móðga menn í ritum sín- um. Illa dulbúin skáldrit, byggð á atvikum, sem almenningi eru kunn, eig ekki skýlausan rétt á sér. Þá vék Jón að heimboði R.L til Solchenytsin. Hann taldi vafasamt að Rithöfundaráð hefði peningaráð eða heimild til að hjóða erlendum rithöf- undum til landsins án heimild- ar Rithöfundasambandsins. Þá taldi það sérlega illa til fallið hjá rithöfundum að bjóða Solchenytsin hingað, — að vísu hefði hann samúð með baráttu Nöbclskáldsins i heimalandi sfnu, en svo illa hefði verið farið með hann af rússneskum yfirvöldum, að hann væri orð- inn bæði bitur og öfgafullur. svo að vafi leikur á hvort stefna hans sé góð fyrir heiminn og má segja að hann sé einn mesti stríðsæsingamaðurinn í heimin- um. Jón vill benda alvarlega á það að þetta kalli á möguleika til að hingað yrði boðið mönn- um, sem t.d. hægri menn teldu hættulega. Rithöfundaráð væri algjör vanskapnaður og ætti alls ekki rétt á sér.“ En það er fleira í grein Jó- hanns en það sem viðkemur mínum tnálflutningi. Hann tal- ar um „atlögu nokkurra rithöf- unda að Degi Sigurðssyni", án þess að geta um hverjir að henni stóðu. Ókunnugir gætu ætlað að það væru þeir sömu. sem Jóhann er vanur að senda illmælgisskeyti. En í þetta sinn var nú forustan hjá þeim, sem Jóhann er vanastur að eiga samstöðu nteð. Eg tel að sam- blástur þessi sé sérlega ósmekklegur, en tek ekki hér afstöðu til þess, hvort gagnrýni á úthlutunina er réttmæt eða röng. En það er margt óskýrt hugs- að og mælt i þessari stuttu grein Jóhanns. Þar stendur m.a. þetta: „Ef málefni rithöf- unda eiga ekki að verða einn allsherjar skrípaleikur. held ég að einhverjir sæmilega viti bornir menn þurfi að taka í taumana." Hvað á Jóhann við'.’ Ætli það sé ekki fremur eitt- hvað annað en vit, sem forystu- menn rithöfunda skortir. Ætli við höfum ekki í röðum okkar of mikið af pólitíkusum. sem nota vilja samtökin í þjónustu öfgastefna, stundum til hægri, stundum til vinstri. Og úr því Jóhann fór að ræða um heim- boðsmál Rithöfundaráðs, hvers- vegna skýrir hann þá ekki um- búðalaust frá afstöðu sinni? Eg þykist vita, að Jóhann dái Sols- énitsín vegna baráttu hans gegn rússneskri kúgunar- stefnu. En hefur Jóhann rofið þögnina, sem ríkir um nöfn frægra og óþekktra rithöfunda og mannréttindamanna í fas- istalöndunum? Jóhann hefur dvalist um tíma á Spáni. Það var fyrir nokkrum árum. Hann kom þaöan með heldur minni birtu í augum en var þar þegar hann fór. Það mætti leggja margar spurningar fyrir þá for- ystumenn rithöfunda, sem leggja blessun sína yfir það fvr- irtæki, sem búið er að mynda um hinn fræga og sjúka útlaga frá Rússlandi Líf þessa manns er vissulega mikil harmsaga Jón úr Vör. Bifreiðaeigendur Eigum mikiö úrval af sóluöum hjólböröum á góöu veröi. Einnig nýja hjólbaröa í flestum stærðum. SENDUM í PÓSTKRÖFU FLJÓT AFGREIÐSLA GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Gúmmívinnustofan Skipholti 35 — Simar 31055 og 30360

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.