Morgunblaðið - 10.06.1976, Side 19

Morgunblaðið - 10.06.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNl 1976 19 í DAG á áttræðisafmæli Rannveig Jónsdóttir, til heimilis að Hval- eyrarbraut 5 í Hafnarfirði. Á slík- um tyllidegi er mér séríega Ijúft og skylt að setja fáein orð á blað, Rðnku til heiðurs. Ranka fæddist að Efri- Brúnavöllum á Skeiðum hinn 10. júní 1896 og ólst upp á Ar- hrauni í sömu sveit. Liðlega tvítug aó aldri rést hún til starfa að Stór-Núpi i Gnúpverjahreppi og var þar í fimmtán ár. Haustið 1931 réðst hún til hjónanna i Skaftaholti, Steinunnar og Hall- dórs, og var hjá þeim uns þau brugðu búi vorið 1955. Fluttist hún þá með þeim til Reykjavíkur, og var hjá þeim þar í nokkur ár. Flutti hún síðan suður i Hafnar- fjörð til Sigurjóns bróður sína og Rannveig Jónsdóttir Hafnarfirði áttræð henni þá tíðlitið út um norður- gluggann til að skyggnast eftir litlum pilti, sem var væntanlegur niður Nökkvavog. Mætti á sama hátt nefna ótal atvik frá liðnum árum. Ég hygg, að Rönku sé það þvert um geð, að sliku sé á loft haldið. Nefna verð ég þó dygga þjónustu hennar i þágu Skaftaholtsfólksins, bæði fyrr i Skaftaholti og síðar í Nökkvavoginum. Held ég, að trú- mennska hennar verði seint of- metin og að fullu launuð. Sjálfur fæ ég ekki þakkað Rönku til fulls vináttu hennar og tryggð, sem hún sýndi mér ung- um og sýnir enn. Einnig alla þá ánægju og þann fróðleik, sem hún hefur veitt mér á liðnum árum. Minnist ég þá margra samveru- stunda, meðal annars með spil i hönd. Einnig allra bókanna, sem orðið hafa mér til gleði og gagns. Og ekki sist samtalanna. með fróðleik um liðinn tima, sem ég t>ekkti ella lítið eða ekki. Kann að vera að kynslóðabilið minnki eða hverfi við slík kynni. Þegar ég þakka Rönku góð kynni öll þessi ár, veit ég, að ég mæli fyrir munn hinna fjöl- mörgu vina hennar, ekki sfst þeirra sem ungir að árum öðluð- ust vináttu hennar. Lýk ég þess- um línum á afmælisdeginum með hugheilum óskum um heillaríka daga. Halldór B. Jónsson. Vilborgar konu hans. A hún þar heimili gott, eins og vænta má. Á merkisdögum í lífi fólks er við hæfi að líta um öxl og minnast góðra kynna. Þó æviskeið mitt sé nú aðeins þriðjungur af ævi Rönku, eru kynni okkar löng frá mínum bæjardyrum séð. Allt mitt líf hef ég notið góðvildar hennar og umhyggju. Þá umhyggju fann ég ekki síst, þegar skólaganga mín hófst í Reykjavík. Hefur Rönku sennilega fundist leiðin í skólann fulllöng svo ungum pilti i hinni stóru borg, eins og Reykja- vik var vafalaust í augum okkar aðflutta sveitafólksins. Varð ALGLYSINGA- SÍMINN ER: Bátur til sölu Til sölu er 30 tonna plankabyggður eikarbátur Byggður 1975 í sérflokki hvað snertir gæði og búnað. Tilbúinn til veiða. Uppl. gefur Guðmundur Ásgeirsson, sími 97- 7177 Neskaupstað Kjörinn heiðurs- félagi í F.I.D. Á AÐALFUNDI Dansk-fslenzka félagsins sem haldinn var f Nor- ræna húsinu f aprílmánuði urðu nokkrar breytingar á stjórn fé- lagsins. Ludvig Storr, aðalræðis- maður, sem átt hefur sæti f stjórn félagsins undanfarin 37 ár, baðst undan endurkosningu. Sam- þvkkti aðalfundur að gera Ludvig Storr að heiðursfélaga fyrir langt og gott starf fyrir félagið. Thorben Friðriksson, forstjóri, sem verið hefur formaður félags- ins undanfarin 4 ár, gaf ekki leng- ur kost á sér til formennsku, og var Páll Sigurjónsson verkfræð- ingur, kjörinn formaður í hans stað. Stjórnin er nú þannig skip- uð: Páll Sigurjónsson, verkfræðing- ur, Jón Olafssbn, húsgagnaarki- tekt, Sigurbjarni Guðnason, bygg- ingafræðingur, Gurli Doltrup, námsstjóri, Július Sólnes, prófess- or. Hópferðir þær, sem félagið hef- ur gengizt fyrir undanfarin ár, féllu niður á liðnu ári vegna ónógrar þátttöku. Nú hefur verið ákveðið að taka þessa þjónustu við félagsmenn upp að nýju og hafa nú verið ákveðnar þrjár Kaupmannahafnarferðir, sú fyrsta i þessum mánuði, hin næsta í júlí og þriðja í ágústmán- uði. Ferðaskrifstofan Útsýn sér eins og undanfarin ár um allar ferðir félagsins. Skrifstofa félagsins er í Iþrótta- miðstöðinni i Laugardal (inn- gangur næst Reykjavegi) í Reykjavík og er opin tvisvar i viku á mánudögum og miðviku- dögum síðdegis. Sfminn er 81932. Félagsmenn D.Í.F. eru nú rúm- lega 900.' Ludvig Storr aðalræðismaður. Vísir að vinnubúð- um fyrir unglinga Á VEGUM æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar er nú verið að koma upp vísi að vinnu- búðum yfir sumartímann fyrir unglinga og er fyrsti drengjahópurinn nýkom- inn eftir átta daga dvöl í Skaftafelli. Voru það einkum piltar fimmt- án ára gamlir og unnu þeir við að taka til í þjóðgarðinum og prýða þar og snyrta. Unnið var sex tima á degi hverjum, en einnig farið i göngu og skoðunarferðir undir leiðsögn fararstjórans, sem var frá þjóðkirkjunni. Þjóðgarðurinn lagði til verkstjóra, fæði og tjöld fyrir piltana. Aformað er að halda þessu áfram í sumar og í næsta mánuði koma unglingar frá Kan- ada sem verða við þessi störf m.a. í Skaftafelli ásamt islenzkum ung- mennum. Húsið tekur stakkaskiptum Hvort sem mála þarf úti eða inni. Að mála hús sitt með Hörpusilki er auðveld og ódýr aðferð til þess að fegra umhverfið og vernda eignir sínar gegn harðleikinni veðráttu. Með réttri undirvinnu stenzt Hörpu málning hin tíðu veðrabrigði. Fagleg vinnubrögð og góð málning tryggja langa endingu. Látið Hörpu gefa tóninn. HARPA SKÚLAGÖTU 42

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.