Morgunblaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNI 1976
SPARISKÍRTEININ
GANGA HÆGT ÚT
Treglegagengur hjá Gjald-
heirntunni að losna við
spariskírteinin, sem liðlega
4000 framteljendur eiga
þar inni, að verðmæti um
200 millj. kr. í gær höfðu
aðeins liðlega 300 sótt
skírteini sín, en þau eru nú
afgreidd daglega hjá Gjald-
heimtunni á venjulegum
skrifstofutíma milli kl. 9 og
5.
8 skipherrar landhelgis-
gæzlunnar sæmdir ridd-
arakrossi ásamt 9 öðrum
FORSETI íslands hefur hinn 17.
júní sæmt eftirtalda lslendinga
riddarakrossi hinnar fslenzku
fálkaorðu:
Frú Önnu Þorsteinsdóttur, for-
mann Kvenfélagsins Líknar i
Vestmannaeyjum, fyrir störf að
líknar- og félagsmálum.
Frk. Bjarney Samúelsdóttir
hjúkrunarkonu fyrir líknar- og
hjúkrunarstörf.
Finn Frímann Kristjánsson
kaupfélagsstjóra, Húsavík, fyrir
atvinnu- og félagsmálastörf.
Séra Guðmund Sveinsson skóla-
meistara Fjölbrautarskólans fyrir
uppeldis- og fræðslustörf.
Guðjón Ármann bónda á
Skorrastað í Norðfjarðarsveit fyr-
ir störf að búskapar- og félagsmál-
um.
Hafstein Guðmundsson bókaút-
gefanda og fv. prentsmiðjustjóra
fyrir menningarstarf á sviði bóka-
útgáfu.
Hannes Pálsson fv. forstjóra
Hampiðjunnar h.f. fyrir störf að
uppbyggingu veiðarfæraiðnaðar á
Islandi.
Jónas Jónsson framkvæmda-
Valtýr seldi
14 myndir
fyrsta daginn
MJÖG góð aðsókn var að
sýningu Valtýs Péturssonar á
„Loftinu" við Skólavörðustíg
fyrsta sýningardaginn, þ.e. 17.
júní. Seldust 14 myndir þann
dag. Sýningin verður opin kl.
14—18 bæði í dag og á morgun,
en annars er hún opin á venju-
legum verzlunartíma.
stjóra Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunnar h.f. fyrir störf að
sjávarútvegsmálum.
Séra Þorgrím V. Sigurðsson fv.
prófast á Staðarstað fyrir
embættis- og fræðslustörf.
Ennfremur eftirtalda skipherra
landhelgisgæzlunnar, alla
riddarakrossi, fyrir landhelgis-
störf:
Guðmund Kærnested
Gunnar H. Ólafsson
Sigurð Þ. Árnason
Þröst Sigtryggsson
Helga Hallvarðsson
Bjarna Ö. Helgason
Sigurjón Hannesson
Höskuld Skarphéðinsson.
Skipað í stjórn
launasjóðs rithöfunda
HINN 9. þ.m. var staðfest í
menntamálaráðuneytinu reglu-
gerð um launasjóð rithöfunda.
Samkvæmt reglugerðinni skipar
menntamálaráðherra ( stjórn
launasjóðs rithöfunda til þriggja
ára I senn þrjá menn utan Rithöf-
undasambands Islands tilnefnda
af stjórn þess. Stjórnin skiptir
sjálf með sér verkum.
Menntamálaráðherra hefur
hinn 11. þ.m. samkvæmt tillögu
stjórnar Rithöfundasambandsins
skipað eftirtalda menn í stjórn
sjóðsins:
Bjarna Vilhjálmsson þjóð-
skjalavörð,
dr. Guðrúnu P. Helgadóttur
skólastjóra og
Véstein Ólafsson lektor.
Sjóðstjórn annast úthlutun úr
launasjóði rithöfunda og skal að
þessu sinni hafa iokið störfum
fyrir 15. ágúst n.k.
Fjáröflun í Bústaðasókn
A VEGUM Bústaðasóknar eru nú
í undirbúningi fjáröflunaráform
f því skvni að fullgera félags-
heimili Bústaðakirkju, en loka-
átakið er skammt undan. Þegar
þvf er lokið skapast innan vé-
banda kirkjunnar ein fullkomn-
asta félagsaðstaða er hér þekkist,
sem mun gegna hinu mikilvæg-
asta hlutverki fyrir alla félags-
starfsemi í Bústaðasókn. Verður
öllum fbúum f Bústaðasókn gef-
inn kostur á þvf innan skamms að
leggja sitt lóð á vogarskálina á
þann hátt, að inn á öll heimili f
sókninni verða send gjafabréf
þar sem málið er skýrt og kynnt
sú aðstaða er fyrir hendi verður f
hinni nýju félagsmiðstöð hverfis-
ins um leið og mönnum er gefinn
kostur á þvf að inna af hendi
framlög eftir ástæðum hvers og
eins á næstu tólf mánuðum f
þremur áföngum.
Ekki eru nema rúm 10 ár sfðan
byggingarframkvæmdir hófust
við Bústaðakirkju og félagsheim-
ili hennar og í nóvember 1971 var
kirkjan vígð. Á þessum 10 árum
hafa verið lagðir fram tugir millj-
óna króna í gjöfum, sjálfboða-
vinnu og á annan hátt frá ótöldum
fjölda einstaklinga, stofnana og
fyrirtækja. Forráðamenn
Bústaðakirkju benda á, að nú
vantar aðeins herzlumuninn til að
fullgera þetta veglega hús, sem
mun þjóna hinum margvfslegustu
hlutverkum. Hið nýja félagsheim-
ili býður upp á mjög fjölþætta
starfsemi, m.a. alls konar æsku-
Framhald á bls. 18
Bíll útaf
Akureyri 18. júnf.
BRONCO-jeppi valt um klukkan
9,50 í morgun á veginum skammt
sunnan við Bægisá í öxnadal.
Bfllinn lenti í hvarfi og valt heila
veltu á veginum en fór aldrei út
af honum. Fimm manns voru í
bílnum, þrennt fullorðið og tvö
börn, og köstuðust allir út úr bíln-
um við veltuna, en meiddust þó
aðeins lítilsháttar og annað barn-
ið slapp alveg ómeitt. Yfirbygging
bílsins er mjög mikið skemmd.
—Sv. P.
Tengi-
leiðslum
stolið í
Sigöldu
RAFMAGNSKAPLI, nokk-
ur hundruð metra löngum,
mjög sverum, var stolið
fyrir skömmu í Sigöldu, en
einn starfsmaður þar hef-
ur nú játað að hafa tekið
leiðslurnar, sem eru metn-
ar á 1 millj. kr. Hefur mað-
urinn skilað þýfinu, en i
yfirheyrslum um málið
kvaðst hann hafa talið að
hér væri um ónýtt drasl að
ræða.
Kaplar þessir, sem eru 2—3 sm
sverir, voru notaðir til tengingar í
tæki sem þrýstiprófuðu varnar-
garða í stíflum Sigölduvirkjunar
og skar maðurinn leiðslurnar frá
tækjunum þegar hann tók þær,
samkvæmt upplýsingum Sveins
ísleifssonar, lögregluþjóns á
Hvolsvelli.
Steypu-
styrkt-
arjárn 1
gegnum
lærið
11 ÁRA gamall drengur úr Hafn-
arfirði, Hjörtur Jónsson, Haga-
braut 6, varð fyrir því óhappi í
gær að detta á steypustyrktarjárn
með þeim afleiðingum að það
gekk i gegnum lærið. Drengurinn
missti mikið blóð, en á skurðdeild
Borgarspítalans var gerð á honum
aðgerð i gærkvöldi og tókst hún
vel.
Hver hefur séð
skinnjakkann?
AÐFARARNÓTT 18. júní kom til
stimpinga fyrir utan veitingastað-
inn Óðal. Einn þátttakenda brá
sér úr jakkanum rétt á meðan
hann var með í leiknum, og
afhenti hann stúlku. Þegar allt
var afstaðið, var stúlkan horfin
með jakkann og hefur hann ekki
fundizt. Þetta er ljósbrúnn,
tvihnepptur skinnjakki og var
veski mannsins í honum, þannig
að jakkanum er hægt að skila
beint til eiganda eða til lögregl-
unnar.
Á myndinni er Karl B. Guðmundsson að afhenda 1. verðlaun
til verðlaunahafa. Ljósmynd Mbl. ÖI.K.M. Á hinni myndinni sést
uppdráttur af verðlaunahugmyndinni.
„Framúrskarandi
tillögur að Sel-
tjarnarnesbyggð
Á þjóðhátfðardaginn, 17. júnf,
voru afhent verðlaun á Sel-
tjarnarnesi í samkeppni þeirri
sem bærinn efndi til um endur-
skoðun á aðalskipulagi. Sam-
kvæmt upplýsingum Sigurgeirs
Sigurðssonar bæjarstjóra
bárust 12 framúrskarandi
skemmtilegar tillögur en veitt
voru þrenn verðlaun. Fyrstu
verðlaun, 550 þús. kr., hlaut
tillaga arkitektanna Ormars
Þórs Guðmundssonar, örnólfs
Hall, Magnúsar Baldurssonar
og Gunnars G. Einarssonar inn-
anhússarkitekts en ráðgjafi
höfunda var Jóhann Gunnars-
son skýrsluvélafræðingur.
2. verðlaun 400 þús. kr., hlutu
Gestur Ólafsson, Hilmar Þór
Björnsson og Örn Sigurðsson,
allir arkitektar og þriðju verð-
laun hlaut hugmynd arki-
tektanna Gylfa Guðjónssonar
og Sturlu Sighvatssonar en
samstarfsmenn þeirra voru
Björn Gústafsson verk-
fræðingur og Sigurþór Aðal-
steinsson arkitekt.
Samkeppnin stóð yfir frá 15.
nóv. — 30. apríl, en sfðan hefur
dómnefnd kannað úrlausnir, en
hún er skipuð Karli B.
Guðmundssyni, Njáli Þorsteins-
syni, Steindóri Haarde, Sigur-
geir Sigurðssyni, Guðrúnu
Jónsdóttur, Pálmar Ólasyni, og
Stefáni Benediktssyni.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urgeirs bæjarstjóra kemst verð-
launatillagan næst því sem
samkvæmt mati dómnefndar
var verið að leita eftir, en hvort
af framkvæmdum verður eða
hvernig þeim verður háttað í
þessu sambandi á eftir að ræða
í bæjarstjórn Seltjarnarness..
Sigurður Bjama-
son til London
SIGURÐUR Bjarnason, sendi-
herra Islands f Lundúnum,
heldur utan f dag til þess að
taka við sendiherrastörfum.
Sigurður Bjarnason hefur dval-
izt á tslandi undanfarna mán-
uði, meðan stjórnmálasamband
var ekki millí Iandanna. 1 sam-
taii við Morgunblaðið f gær
sagði Sigurður Bjarnason m.a.:
„Ég mun gera mitt bezta til
þess að gæta hagsmuna tslands
f Bretlandi og stuðla að góðri
sambúð tslendinga og Breta.
Ég hygg gott til starfs okkar
Ölafar f London og þykist þess
fullviss, að okkur verði þar vel
tekið.“
Sigurður Bjarnason var
sendiherra f Danmörku f 6 ár
og jafnframt gegndí hann
sendiherrastörfum f Tyrklandi
og trlandi. Hann var fyrsti
sendiherra tslands f Kfna á ár-
unum 1973 — 1976.