Morgunblaðið - 19.06.1976, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNÍ 1976
Ilússein Jórdanfukonungur.
Hussein
kaupir
eldflaugar
í Sovét
Moskva 18. júni
Reuter.
HUSSEIN Jórdaníukonungur
sem er i heimsókn i Moskvu þessa
dagana, ihugar að festa kaup á
sovézkum loftvarnaeldflaugum og
mun ræða um málið við leiðtoga
Sovétríkjanna í dag og mun yfir-
maður flotans, Kutakhov mar-
skálkur taka þátt i þeim viðræð-
um. Hussein kom til Sovétríkj-
anna í gær og verður í ellefu daga
í landinu.
Kutakhov marskálkur var í
Jórdaníu fyrir mánuði og munu
byrjunarviðræður um vopnakaup
Jórdana frá Sovétríkjunum þá
hafa hafizt. Jórdanir hafa fram að
þessu aðallega treyst á Bandarík-
in eða Bretland í vopnabúnaði, en
munu þeirrar skoðunar að Hawk-
eldflaugakerfið bandaríska sé
þeim of dýrt.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja í
allmiklar vatnsveituframkvæmd-
ir í Ása- og Holtahreppum nú á
næstunni og eru framkvæmdir að
hefjast við fyrsta áfanga, en í
hann verður vatnið tekið hjá
Bjálmholti og leitt um suðurhluta
Holtahrepps, og um þéttbýlis-
kjarna að Rauðalæk og suður-
hluta Ásahrepps í Áshverfi og ef
til vill lengra. Víða hefur verið
erfitt með vatn á þessum slóðum
og bætir þessi vatnsleiðsla úr
brýnni þörf. Sjálfrennsli verður
um leiðsluna enda hæðarmunur
LEIÐRÉTTING
I FRÉTT um Winston-skákmótið í
Mbl. sagði, að þátttakendur hefðu
verið hátt á þriðja hundrað og
hálf milljón króna í boði. Þetta er
ekki rétt, þátttakendur voru rúm-
lega 80 talsins og verðlaunin 250
þúsund krónur.
— Fjáröflun
Framhald af bls. 2
lýðsstarf, barnastarf, kynningar-
kvöld, hljómleikahald og alls kyns
sýningar. Þegar á þessu ári er
fyrirhugað náið samstarf kirkj-
unnar og Æskulýðsráðs Reykja-
víkur um starfrækslu sérstakrar
félagsmiðstöðvar fyrir hið fjöl-
menna hverfi undir sameiginlegri
stjórn Reykjavíkurborgar og
Bústaðakirkju, en þegar lokið er
að fullgera hið nýja félagsheimili
eykst öll aðstaða til félagslegrar
starfsemi. Forráðamenn Bústaða-
kirkju treysta því, að þeir sem fá
send umrædd gjafabréf muni
taka þeim með vinsemd og skiln-
ingi til að takast megi hið fyrst-a
að ná hinu langþráða lokamarki.
Sóknarprestui' Bústaðakirkju
er sr. Ólafur Skúlason, formaður
sóknarnefndar er Ásbjörn
Björnsson og afnaðarfulltrúi
Otto-A. Michí o Gjaldkeri og
formaðtir f " arnefndar er
Ingvarf
Sáðu í verk-
smiðjusvæðið
á Grundartanga
50 manna hópur úr nær-
sveitum Grundartanga
kom saman á Grundar-
tangasvæðinu síðdegis á
17. júní til þess að mót-
mæla byggingu járnblendi-
verksmiðjunnar. Fólkið
sáði þar grasfræi í nokkurn
hluta þess svæðis sem búið
er að ryðja og einnig tók
það niður skilti með
áletrun íslenzka járn-
blendifélagsins, en skilti
þetta er nokkrir fermetrar
á stærð.
Rubin loks
í ísrael
Tel Aviv 18. júní AP.
SOVÉZKI andófsmaðurinn Vitalv
Rubin kom til ísraels f dag og
sagði hann að brottflutningur
sovézkra Gyðinga „markaði vfir-
vofandi hrun sovézkrar heims-
veldisstefnu". Rubin var leyft að
fara frá Sovétrfkjunum, eftir að|
hann hefur barizt fyrir þvf f fjög-!
ur ár að fá að fara úr landi.
Rubin var lengi framan af
bannað að fara úr landi á þeirri
forsendu að hann gegndi
þýðingarmiklu starfi og væri því
ekki stætt á því að hann, sem
hefði hlotið menntun sína i Sovét-
rikjunum, flyttist síðan á brott úr
landinu.
allmikill. Notuð verða plaströr frá
Reykjalundi og er verulegur hluti
þeirra kominn austur og verður
byrjað að sjóða saman rörin á
næstunni. Áætlað er að þessi
fyrsti áfangi kosti yfir 30 milljón-
ir.
Gerð hefur verið áætlun um
tvær aðrar vatnsveitur í ofanverð-
um fyrrnefndum hreppum og
verður þá vatnið tekið úr öðrum
vatnsbólum.
M.G.
— Uppreisn
svertingja
Framhald af bls. 1
misrétti má hvergi eiga sér stað,“
sagði Waldheim.
Fjöldamörg blöð fjalla og um
málið í leiðurum í dag og for-
dæma stjórn Suður-Afríku. Telja
þau að stefna stjórnarinnar hafi
hoðið þessum uppreisnaraðgerð-
um heim og þær aðferðir sem
stjórnin hefur skipað að verði
beitt til að bæla niður uppreisn-
ina séu svo harðneskjulegar að
almenningsálitið í heiminum
hljóti að sameinast um að for-
dæma þær.
Fulltrúar Afríkuríkja hjá Sam-
einuðu þjóðunum komu saman til
skyndifundar i dag til að ræða
ástandið í Suður-Afríku og voru
fregnir á kreiki um að þeir
myndu fara þess á leit að Öryggis-
ráðið kæmi saman til aukafundar.
Þá er með öllu óvíst hvort af því
verður að þeir Vorster og Henry
Kissinger, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hittist I Vestur-
Þýzkalandi í næstu viku, eins og
áformað var. Ætlun þeirra var að
ræða sérstaklega Ródesíumálið.
Þýzka blaðið Stiddeutsche Zeit-
ung sagði í dag, að það væri æski-
legra að Vorster léti það vera að
koma til Vestur-Þýzkalands, eins
og málum væri nú háttað i heima-
landi hans.
Sjónarvottar í grennd við So
weto segja, að ástandið í bænum
sé ólýsanlegt. Þar fari ungir svert-
Vél af geröinni BRONS
— Skipavéla-
verksmiðja
Framhald af bls. 32
um vélum miðað við það sem er í
Hollandi. Utseld vinna hjá okkur
er um 1000 kr., en i Hollandi um
3000 kr. Reiknað er með 3000
kl.st. i samsetningu á 1000 ha vél
og þetta þýðir 3 millj. kr., en I
HoIIandi er þessi kostnaður um 9
millj. ísl. kr. Verð á 750 ha vél er
nú um 28 millj. kr. með skipti- og
skrúfubúnaði en 57—63 millj. á
fullum búnaði 2000 ha vélar en
skrúfu- og skiptibúnaður er um
30—35% af verðinu. Það er
reiknað með að 1 maður setji
saman eina 1000 ha vél á ári.“
Magnús kvað þetta verkefni
geysilega spennandi, bæði
varðandi atvinnuuppbyggingu og
gjaldeyrissparnað.
Sömu hlutir passa í þessar vélar
á stærðunum frá 700—2000 ha og
er það lykillinn að þessari fram-
leiðslu, aðeins er munur á stærð
vélanna eftir hestaflafjölda Þetta
er 5. landið sem Brons-
verksmiðjurnar selja ósamsettar
vélar til, en hins vegar er sam-
vinna á milli framleiðenda í þess-
um löndum um sölu vélanna.
— Þorlákshöfn
Framhald af bls. 14
konan var Guðrún S. Sigurðar-
dóttir kennari.
Klukkan 16.30 hófst svo
handbolti stúlkna á skólavellin-
um, tunnuhlaup, boðhlaup,
reiptog og fleira. Börn staðar-
ins notuðu tækifærið og fóru á
hestbak hjá hestamönnum hér
á staðnum, sem lánuðu hesta og
aðstoðuðu börnin við reið-
mennskuna.
— Ragnheiður.
ingjar um rænandi og ruplandi og
kveiki í húsum, bílum og skólum.
Séu þeir vopnaðir og ráðist á hvað
sem fyrir verði. Lögregla reyndi
að einangra Soweto í morgun, en
það tókst ekki nema að hluta og
réðst þá lögreglan inn í bæinn
með skothrið og féllu þá og særð-
ust margir til viðbótar þeim sem
höfðu látizt í gær og fyrradag.
Verulegur ótti hefur gripið
um sig meðal hvítra manna og
voru langar biðraðir við skotfæra-
verzlanir i Jóhannesarborg í
morgun og keyptu menn þar
skammbyssur og riffla eins og
þeir gátu fengið.
í fréttum i kvöld sagði að það
yki enn á ringulreiðina og hörm-
ungarnar að uppreisnarmenn
deildu innbyrðis og væri hver
höndin upp á móti annarri.
Greindi menn á hversu langt
skyldi gengið. Þá væri svo komið
að uppreisnarmenn hefðu látið
greipar sópa um allar áfengisbúð-
ir i Soweto og víðar þar sem átök-
in hafi blossað upp. Væru margir
drukknir og enn trylltari en áður.
Um tíma í gær var álitið að
óeirðalögreglu hefði tekizt að
kæfa óeirðirnar en þegar leið að
dögun í morgun var síðan ljóst að
svo var ekki. Sögðu sumir svert-
ingjar við blaðamenn að þeir
hefðu margeflzt í andstöðu sinni
vegna þeirra grimmilegu aðgerða
sem lögreglan hefði sýnt, og væri
ekki hægt að orða það á annan
veg en þann, að lif hefði verið
murkað úr svertingjunum án til-
lits til þess hvort þeir létu að sér
kveða i átökunum eða ekki.
r
— Italía
Framhald af bls. 1
eins að einhvers konar samstaða
náist við kommúnistaflokkinn um
stefnuna. Þessu hafa kristilegir
demókratar hafnað og hafa ýmsir
orðið til að spá því að úrslit
kosninganna gætu leitt til þvílíks
þráteflis, að stjórnarmyndun yrði
sem næst óframkvæmanleg.
Allir flokkarnir hafa farið mjög
gætilega í það í kosningabarátt-
unni að spá um niðurstöður
kosninganna og kommúnistar
alveg sérstaklega. Hafa þeir ekki
fengizt til að gefa yfirlýsingu um
að þeir hefðu trú á að þeir fengju
meira nú en þau 32% sem þeir
fengu I bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningunum í landinu á síðast-
liðnu sumri. Það.eina sem allir
flokkar hafa verið sammála um er
að niðurstöður kosninga til
ítalska þingsins hafi aldrei verið
jafn óvissar og nú.
Málgagn Páfagarðsins hvatti í
dag til að menn kysu kristilega
demókrata og sagði að sá flokkur
væri hinn eini sem gæti barizt af
einhverri alvöru gegn yfirráðum
og áhrifum kommúnista.
— Bogatyrov
Framhald af bls. 1
Bogatyrov var góður vinur
vestur-þýzka rithöfundarins
Heinrichs Böll og var um þessar
mundir að. vinna að þýðingum á
ljóðum Rainer Maria Rilke. Hann
hafði lengi fengizt við þýðingar,
einkum úr þýzku, og þær aflað
honum mikillar viðurkenningar.
— Brúðkaupið
Framhald af bls. 1
dýrar og merkar gjafir frá
mörgum öðrum, megi þó ganga út
frá þvf sem nokkurn veginn
gefnu að Sylviu hafi þótt niður-
staða Gallupskoðanakönnunar
bezta brúðargjöfin. Þar kom í ljós
að 70% Svía eru ánægð með val
Karls Gústafs og binda vonir við
drbttningu sína. Aðeins 1%
kvaðst ekki hlynnt málinu.
Kemur þessi niðurstaða nokkuð á
óvart, þar sem andstaða gegn
konungdæminu hefur verið talin
allveruleg og ef til vill vaxandi í
Svíþjóð á allra síðustu árum, eða
þar til konungur birti trúlofun
sína og Sylviu.
í dag var greint frá því að
Sylvia sem er þýzk-brasilísk,
hefði nú fengið sænskan rikis-
borgararétt og var málinu hraðað
meira en venja er vegna þess
hvernig háttað var málum.
— Líbanon
Framhald af bls. 1
ástandsins í Líbanon. Sagði full-
trúi forsetans, að hann hygðist
standa í stöðugu sambandi við
sendiráðið í Beirút og hafa hönd í
bagga með flutningum banda-
riskra borgara þaðan.
Hafez Assad, forseti Sýrlands,
er í tveggja daga opinberri heim-
sókn i París. Hann sagði á fundi
með fréttamönnum í dag, að skoð-
un sin væri sú, að Arabar væru
færir um að binda enda á borgara-
styrjöldina í Líbanon, en slíkar
málalyktir væru forsenda þess að
komið yrði i veg fyrir íhlutun
fleiri þjóða í landinu. Assad vildi
ekki ræða afstöðu Frakka gagn-
vart íhlutun Sýrlendinga I
Líbanon, en hann sagðist ekki
vita til að sambúð Sýrlendinga við
aðrar Arabaþjóðir væri erfiðleik-
um bundin. Engin blóðug átök
hefðu átt sér stað milli Araba-
þjóða. I Líbanon hefði komið til
átaka milli ýmissa hópa Pales-
tinuaraba, en ekki Sýrlendinga
annars vegar og andspyrnuhreyf-
ingar Palestinuaraba hins vegar.
Valery Giscard d'Estaing
Frakklandsforseti fagnaði Assad
við komuna til Parisar. Lét hann
svo um mælt við fréttamenn, að
Frakkar væru enn reiðubúnir til
að senda friðargæzlusveitir til
Libanons. Ennfremur sagði hann
Frakka fúsa til milligöngu í deil-
unni, og sagði m.a. koma til
greina að Frakkar efndu til leyni-
legra viðræðna um málið. Talið
er, að í viðræðum sínum við
Assad muni Frakklandsforseti
fara fram á stuðning hans við
slikan viðræðufund.
— Norðurlanda-
ráðsnefnd
Framhald á bls. 18
sem slík samvinna á sviði menn-
ingarmála væri einsdæmi i sam-
skiptum þjóða.
Á vegum Menningarmálanefnd-
arinnar eru reknar fjölmargar
stofnanir þar af tvær í Reykjavík:
Norræna húsið og Eldfjallastöðin.
Taldi Gylfi að hlutfallslega fengi
Reykjavík því meira út úr sam-
vinnunni en nokkur önnur borg á
Norðurlöndum. Nefndin hefur
lagt áherzlu á að komið yrði upp
norrænu húsi i Þórshöfn í Fær-
eyjum og hefur fyrsta fjárveiting-
in til þeirra framkvæmda verið
ákveðin. Þá hefur nefndin beitt
sér fyrir uppkomu menningar-
miðstöðvar I Finnlandi og komið á
fót þýðingarmiðstöð fyrir Norður-
lönd þar sem áætlanir fyrir næstu
þrjú ár liggja nú þegar fyrir. Er
hér um að ræða mikið hagsmuna-
mál fyrir bókmenntastarfsemi á
Norðurlöndum og er sérstaklega
þýðingarmikið fyrir tsland, Fær-
eyjar og Finnland.
— Stjórnar-
myndun
Framhald af bls. 11
SKIPTING I DEILDIR
ítalska þinginu er skipt i tvær
deildir, Fulltrúadeild og Öldunga-
deild, og er kosið sérstaklega i hvora
deild fyrir sig ( Fulltrúadeild sitja
630 þingmenn kjördæmakosnir, en
i Öldungadeild helmingi færri, eða
315, sem ksonir eru í héruðum
ítaliu, 20 að tölu, eftir íbúafjölda.
Eftir siðustu þingkosningar skipt-
ust þingsætin þannig milli flokk-
anna: •3 05
í — 3 '5 u. -o Öldun deild
Kristilegir demókratar 267 135
Kommúnistar 1 79 80
Sósíalistar 61 33
Sósíaldemókratar 29 1 1
Ný-fasistar og konungssinnar
56 26
Frjálslyndir 20 8
Republikanar 15 5
Suður-Ayrólski flokkurinn
3 2
Aðrir 4
Erfitt er að spá um úrslit itölsku
kosninganna. en flestum ber saman
um að mjótt verði á mununum milli
kristrilegra demókrata og kommún-
ista. Er þá Ijóst að stjórnarmyndun
verður erfið meðan leiðtogar kristi-
legra demókrata neita allri samvinnu
við kommúnista, en sósialistar hafna
þátttöku i stjórn án kommúnista
Eins og Ugo La Malfa, formaður
repúblikanaflokksins, sagði ..Við
verðum að horfast i augu við það að
engin stjórnarmyndun verður mögu-
leg.”
(Heimildir AP, NTB, Reuter ofl.)
— Tónlist fyrir
Framhald af bls. 5
kór Reykjavikur það er byggt á joikm-
þjóðlagi úr Samabyggðum og er
textinn um þorp og bæi á Finnmörku
Verk þetta er einnig samið að tilhlutan
NOMUS eins og flest hin fyrri.
Fyrri hluti tónleikanna á morgun
verður i Háteigskirkju en i hléinu
verður gengið niður á Kjarvalsstaði og
þar fer seinni hluti tónleikanna fram
Um verk Gunnars Reynis og flutning
leiklistarskólanema á sunnudag er
getið sérstaklega i blaðinu i dag.
— Ford og
Reagan
Framhald af bls. 10
kosninganna í febrúar var mjög stór
hópur manna i framboði, en þeii
hafa nú allir utan einn viðurkennt
ósigur sinn fyrir Carter og munu
flestir spenntir fyrir þvi að hljóta
útnefningu i varaforsetastólinn.
Bayh, Bentsen, Harris, Byrd, Jack-
son, Sanford, Church, Brown,
Shriver, Shapp, Udall og Wallace
eru allir i þessum hópi, en Hubert
gamli Humphrey er sagður endan-
lega úr leik
Vatnsveita í Ása-
og Holtahreppi