Morgunblaðið - 19.06.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNI 1976
31
NN REVIE AICTOIUR
ÍSLENZKA LAMISLIIIID
— ÉG hafði mjög mikið gagn af
þvi að fara til Finnlands og sjá
Finna leika gegn Englendingum
siðasta laugardag. sagði Tony
Knapp landsliðsþjálfari er
Morgunblaðið ræddi við hann I
gær. — Auk þess sem ég komst
að mörgu merkilegu I sambandi
við leik Finnanna, þá ræddi ég
lengi við Don Revie enska lands-
liðseinvaldinn og fékk þá punkta
sem hann hafði tekið niður um
leik þeirra. Hann ætlar einnig að
senda mér upplýsingar um Hol-
lendinga. en Revie sá þá leika
gegn Tékkum á miðvikudaginn.
Þá er ekki óliklegt að enski lands-
liðseinvaldurinn komi hingað til
lands f haust og sjái okkur leika
gegn Hollendingum á Laugardals-
vellinum, sagði Knapp.
— Finnarnir eru með mjög
sterkt lið og þeir voru óheppnir að
tapa 4:1 fyrir Englendingum, þær
tölur gefa ekki rétta mynd af
leiknum. Finnska liðið er mun
sterkara en það norska og það
verður erfitt að mæta þeim á hin-
um glæsilega Iþróttaleikvangi i
Helsinki þann 14. júli. Finnska
liðið er skipað leikmönnum. sem
eru tæknilega svipaðir Norðmönn-
um. en þeir eru miklu sterkari
Ifkamlega, hélt Knapp áfram.
Aðspurður um leik islenzka
landsliðsins -“gn Færeyingum á
miðvikudaginn sagði Knapp að
hann væri ánægður með útkom-
una úr þeim leik. Fimm leikmenn
léku þá sinn fyrsta landsleik, þeir
Viðar Halldórsson og Ólafur
Danivalsson úr FH og Vals-
mennimir Guðmundur Þorbjöms-
son, Atli Eðvaldsson og Vilhjálmur
Kjartansson. Léku þvi allir þeir
leikmenn sem fóru til Færeyja. að
Þorsteini Ólafssyni undanskildum.
Eins og frá var greint I Morgun-
blaðinu á fimmtudaginn endaði
leikurinn með 6:1 sigri fslenzka
liðsins og skoruðu þeir Matthlas
Hallgrfmsson, Teitur Þórðarson.
Jón Gunnlaugsson. Ólafur
Danfvalsson og Guðmundur Þor-
bjömsson (2) mörk íslenzka liðs-
ins, þeir tveir síðastnefndu ! sfn-
um fyrsta landsleik.
j leikhléi var staðan 1:1 og
hafði fyrri hálfleikurinn einkennzt
af mikilli baráttu og nokkuð jöfn-
um leik i seinni hálfleik breytti
fslenzka liðið um leikaðferð. úr
4-3-3 f 4-4-2, og gekk það ólfkt
betur. Liðið skoraði þá 5 mörk og
átti mörg góð tækifæri, sem ekki
nýttust. Sagði Tony Knapp f við-
talinu f gær að færeyska liðið
hef ði sýnt miklar framfarir frá þvf f
fyrra og hann hef ði þurft að byrsta
sig hressilega f leikhléi til að fá
fslenzku leikmennina til að taka
virkilega á.
Það er athyglisvert að f fslenzka
landsliðshópnum sem lék I
Færeyjum, eru 11 ný andlit frá
leiknum við Færeyinga 1974. Þá
má einnig geta þess, að siðan
Tony Knapp tók við landsliðinu
1974 hafa 40 leikmenn verið
valdir ! landsliðshópinn.
í blaðagrein f vikunni var vikið
af þvf að sá tfmi sem framundan
væri yrði þægilegt sumarfrf fyrir
Tony Knapp þar sem engir a-
landsleikir væru á næstunni nema
leikurinn við Finna. Tony Knapp
var spurður að þvf i gær hvað
hann vildi segja um þetta.
— Þetta er eins og hver önnur
vitleysa og sá tfmi sem I hönd fer
verður sennilega erfiðasti tlminn á
árinu fyrir mig, sagði Knapp. Ef
við tökum fyrst a-landsliðið þá
þarf að undirbúa það fyrir leikinn
við Finna og þó svo að við fáum ef
til vill ekki margar æfingar fyrir
leikinn þé þarf að fylgjast með
leikjum þvl margir leikmenn koma
Tony Knapp: Sumir nota að-
stöðuna hjá fjölmiðlum til að
ota sfnum tota.
til greina og auk þess eru atvinnu-
mennimir okkar ekki I þjálfun
þannig að ég er meira en fús til að
þjálfa þá fyrir leikinn, þvf ekki fara
þeir f hann æfingalausir.
— Unglingalandsliðið 16—18
ára tekur þátt f Evrópukeppninni I
ár eins og undanfarið og fara
fyrstu leikirnir fram f október.
Þetta lið þarf að velja og æfa og
byggja þar upp alveg nýtt landslið
þvf piltamir sem léku f Ungverja-
landi em flestir orðnir of gamlir. i
byrjun ágúst fer fram hér á landi
norræn unglingakeppni pilta yngri
en 16 ára og þetta lið þarf að
sjálfsögðu að undirbúa fyrir
keppnina.
— Þá er Ijóst að ég fer bæði
austur á land og vestur á Firði til
að halda þjálfaranámskeið og
ræða við knattspyrnumenn og
þetta tekur sinn tfma, sem menn
virðast ekki gera sér grein fyrir.
Auk þess er enn von um að við
fáum leik fyrir a landslið hér á
landi I ágúst, e.t.v. gegn Luxem-
bourg, Pólverjum eða Rússum.
— Ég er þegar búinn að horfa á
fleiri fótboltaleiki I sumar til að
reyna að sjá út væntanlega lands-
liðsmenn heldur en f fyrra og hitt-
eðfyrra. Þetta sýnir sig kannski
bezt með þvl að fleiri leikmenn
hafa nú fengið tækifæri með
landsliðinu en áður. Það eru ekki
bara leikir f 1. deildinni sem þarf
að fylgjast með. heldur einnig ! 2.
deild sem hefur marga góða leik-
menn, og 2. og 3. flokki vegna
unglingaliðanna. Það má hver
kalla þetta sumarfrf sem vill, en I
samningum mfnum við KSÍ var
talað um að ég fengi tfma til að
fara á „senior" þjálfaranámskeið f
Englandi f næstu viku. en þvf mið-
ur fæ ég ekki séð hvernig ég á að
komast þangað.
Að lokum var Knapp spurður
hvað hann viidi segja um ummæli
Bjama Felixsonar f sjónvarpi sfð-
astliðinn mánudag en þar sagði
Bjami að Knapp hefði frekar átt
að hafa æfingar fyrir landsliðið um
helgina en aðfara til Finnlands til
að sjá Finna leika varnarleik gegn
Englendingum. Um þetta hafði
Knapp eftirfarandi að segja: Sumt
fólk virðist mér nota aðstöðu sfna
hjá fjölmiðlum til að ota sfnum
tota. Hvernig í ósköpunum átti að
vera mögulegt að hafa landsliðs-
æfingar um sfðustu helgi? Leikir i
1. deildinni voru á föstudegi, laug
ardegi, sunnudegi og þriðjudegi
og þó ég hefði feginn viljað fá
landsliðsæfingu þá sá ég mér ekki
tært að koma henni fyrir, þv! mið-
ur.
— áij.
WÚÐVERJAR WRll VÖRJI í SÚKN
EKKERT virðist geta komið vestur-
þýzku heimsmeisturunum i knatt-
spyrnu úr jafnvægi í fyrradag unnu
þeir það frækilega afrek I undanúrslita-
leik sfnum við Júgóslava I Evrópu-
bikarkeppninni í knattspyrnu að
vinna upp tveggja marka forskot
Júgóslavanna og sigra síðan með
tveggja marka mun eftir framlenging-
una Verða það þvf Vestur-Þjóðverjar
og Tékkar sem leika til úrslita um
Evrópumeistaratitilinn. en flestir höfðu
búizt við því að úrslitaliðin i slðustu
heimsmeistarakeppni, Þjóðverjar og
Hollendingar. myndu kljást um titilinn
En eins og skýrt hefur verið frá f
Morgunbtaðinu töpuðu Hollendingar
fyrir Tékkum I undanúrslitaleik 1 — 3,
þannig að draumur þeirra um hefndir
fyrir ósigurinn f sfðustu heimsmeistara-
keppni rætist ekki hjá þeim að sinni
Leikur Vestur-Þýzkalands og
Júgóslavfu fór fram I Belgrad og voru
áhorfendur þar um 70 þúsund og létu
mjög til sfn taka til hjálpar heimaliðinu
Ætlaði allt vitlaust að verða á áhorf-
endapöllunum þegar Júgóslavar náðu
tveggja marka forystu i fyrri hálfleik
með mörkum Danilo Popivoda og
Dragan Dzajic sern komu á 19. og 31.
minútu Allan fyrri hálfleikinn var
Júgóslavneska liðið miklu atkvæða-
meira en heimsmeistararnir og máttu
þeir reyndar þakka fyrir að fá ekki fleiri
mörk á sig i hálfleiknum.
í upphafi seinni hálfleiksins var leik-
urinn mjög svipaður og I fyrri hálfleik,
eða allt fram á 65. mfnútu er Þjóðverj-
um tókst að skora heppnismark sem
mun bókast á Beer
Þegar 6 mfnútur yoru til leiksloka
skipti þjálfari Þjóðverjanna Wimmer út
af og setti Dieter Múller inn á i hans
stað. Átti þessi breyting á liðinu eftir að
valda straumhvörfum, þar sem Múller
var ekki búinn að vera inn á nema eina
minútu er hann sendi knöttinn i mark
Júgóslavanna og jafnaði 2—2. i fram-
lengingunni skoruðu Þjóðverjar svo
tvö mörk til viðbótar og gerði Múller
annað þeirra.
Úrslitakeppnin fer fram nú um
helgina. í dag leika Hollendíngar og
Júgóslavar um þriðja sætið I keppninni
og á morgun leika Vestur-Þjóðverjar og
Tékkar til úrslita.
Keppt um titla og að
Ólympíulágmörkum
AÐALHLUTI Sundmeistaramóts tslands fer fram f Laugardals-
sundlauginni nú um helgina, og hefst keppni kl. 15.00 ( dag og
verður sfðan fram haldið á sama tíma á morgun.
Allt bezta sundfólk landsins verður meðal þátttakenda ( mótinu,
og reynir við Ólymp(ulágmörkin ( greinum sfnum. Að undanförnu
hafa tvær stúlkur, Þórunn Alfreðsdóttir og Vilborg Sverrisdóttir,
aðeins verið hársbreidd frá þvf að ná lágmörkunum, og er ekki
ótrúlegt að þær nái settu marki á mótinu nú um helgina. Hingað til
hefur aðeins einit'' sundmaður, Sigurður Ölafsson úr Ægi, náð
.Ólympíulágmarkinu.
Vilborg Sverrisdóttir — fær gott tækifæri til að ná Ol.vmpíulágmark-
inu á sundmeistaramótinu um helgina.
Vilborg var aðeins
4/10 nr sekúndo frá
Úlympínláparkinu
VILBORG Sverrisdóttir SH, var
aðeins 4/10 úr sekúndu frá
Olvmpúulágmarkinu f 200 metra
skriðsundi, er hún svnti á 2:15,4
mfn. á Islandsmeistaramótinu f
sundi sem hófst í Laugardals-
sundlauginni á miðvikudags-
kvöldið. Bætti hún eldra lslands-
metið f greininni verulega. en það
var 2:16,7 mfn. Er Vilborg greini-
lega f mjög góðu formi um þessar
mundir og Ifkleg til afreka á
næstunni. Þórunn Alfreðsdóttir
var einnig skammt frá Olympíu-
lágmarkinu f 200 metra flugsundi
á miðvikudagskvöldið. en það
synu hún á 2:30,1 mfn., en lág-
markið er 2:29,0 mfn.
I meistaramótsgreinunum
þremur sem keppt var I á miðviku
dagskvöldið urðu úrslit þau, að
Sigurður Ólafsson, Æ, varð Is-
landsmeistari í 1500 metra skrið-
sundi á ágætum tfma, 17:41,0
mín. Annar f sundinu varð Axel
Alfreðsson, Æ, á 18:02,0 mín.,
Brynjólfur Björnsson .4, varó*
þriðji 18:12,8 og Arni Evþórsson
varð fjórði á 18:13,8 mfn.
I 800 metra skriðsundi kvenna
sigraði Bára Ólafsdóttir, A, á
10:15,8 mín. Hrefna Rúnarsdóttir
Æ, var önnur á 10:45,3 mfn. og
Sonja Hreiðarsdöttir, IBK, varð
þriðja á 11:33,9 mfn.
1 400 metra bringusundi karla
sigraði sundmaður sem lítið
hefur hevrst frá áður. Sá heitir
Hreinn Jakobsson og keppir fyrir
Armann. S.vnti hann á 5:55,8 mín.
Annar í sundinu varð Hermann
Alfreðsson, Æ, á 5:56,3 mfn. og
Sigmar Björnsson, IBK, varð
þriðji á 6:05,9 mín.
Þórunn Alfreðsdóttir — setti ágætt Islandsmet f 200 metra flugsund-
inu.
ÞÓRllW SETTIMET
í 200 M FLHDI
EITT Islandmet leit dagsins ljós
á þjóðhátfðarmótinu f sundi, sem
fram fór f Laugardalslauginni f
fyrradag. Þórunn Alfreðsdóttir,
Ægi, setti nýtt met f 100 metra
flugsundi kvenna, sem hún synti
á 1:09,8 mfn. Sjálf átti hún eldra
metið og var það 1:10,0 mfn.
Skortir Þórunni nú aðeins herzlu-
muninn á að ná Olympfulág-
marki, og má ætla að henni takist
að ná þvf á Islandsmótinu f sundi
sem fram fer nú um helgina.
Þórunn fékk mjög ákjósanlega
keppni í flugsundinu, þar sem
Bára Ólafsdóttir, Á, kom á óvart
meö því að fylgja henni mjög vel
eftir, unz skammt var í markið.
Synti Bára á 1:11,8 min.
Vilborg Sverrisdóttir, SH, var
ekki langt frá Islandsmetinu í 100
metra skriðsundi kvenna, sem
hún synti á 1:03,6 mín. í þvf sundi
varð Bára önnur á ágætum tfma
1:05,4 mfn. og Þórunn Alfreðs-
dóttir varð þriðja á 1:06,6 min.
í 100 metra skriðsundi karla
varð Sigurður Ólafsson, Ægi,
hinn öruggi sigurvegari, synti á
57,2 sek. Annar varð Axel
Alfreðsson, Æ, á 59,2 sek. og Árni
Eyþórsson, Á varð þriðji á 59,7
sek. í 100 metra flugsundi bar
Axel Alfreðsson svo sigur úr být-
um, synti á 1:05,2 min. Annar
varð Árni Eyþórsson á 1:06,2
mín., Sigurður Ólafsson varð
þriðji á 1:07,1 mín. og fjórði á
sama tima varð Brynjólfur
Björnsson, Á.