Morgunblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1976 Líklegt að Islend- ingar geti aukið hrefnuveiðar nú VIÐR/EÐUR milli Islendinga og Norðmanna um skiptingu hval- veiðikvótans, sem Hvalveiðiráðið ákvað, eru enn ekki hafnar. Hér er um að ræða hrefnuveiðar, sem Strætisvagn og 4 bílar í árekstri AREKSTUR varð siðdegis í gær á gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Þar var bifreið ekið inn á akrein strætisvagnanna í veg fyrir strætisvagn. Kastaði vaginn bilnum niður Banka- strætið og lenti hann á öðrum bílum, þannig að samtals voru 5 bílar í þessum árekstri og skemmdust allir talsvert og sumir mikið. í árekstri þessum rann bensín út um alla götu og varð slökkvi- liðið að koma á vettvang og hreinsa götuna, svo að ekki yrði hætta á að eldar kviknuðu. Norðmenn og tslendingar hafai nær eingöngu stundað á N- Atlantshafi. tslendingar hafa undanfarin ár veitt um 100 til 150 hrefnur, en Norðmenn hafa veitt 1700 til 1800 hrefnur. Samkvæmt upplýsingum Þórð- ar Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, er ekki búizt við því að íslendingar verði afskiptir í skiptingu kvótans fyrir árið 1976. Sú breyting hefur orðið á skipulagi veiðanna frá því í fyrra, að nú er ekki gert ráð fyrir einu stóru svæði á Norður- Atlantshafi, heldur er því skipt niður i mörg smærri svæði. ís- lendingar falla inn í svæðið sem nefnt hefur verið Austur- Grænland og island. Þórður sagði að löndin myndu skiptast á upp- lýsingum um þetta mál og jafnvel væri búizt við að islendingar myndu geta aukið veiðar sínar, þar sem hluti norsku veiðisvæð- anna hefði nú orðið innan 200 mílna fiskveiðilögsögu islendinga og því gætu Norðmenn ekki veitt þar áfram sem áður. Arangurslaus sáttafund- ur með verkfræðingum SÁTTASEMJARí ríkisins átti í gær fund með samninganefnd Verkfræðingafélags tslands og samninganefnd Reykjavíkur- borgar vegna kjaradeilu verk- fræðinga við borgina, en undan- farið hafa tveir verkfræðingar hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík verið í verkfalli og hef- ur þar með stöðvazt að mestu öll afgreiðsla á teikningum frá skrif- stofu byggingafulltrúans. Eund- urinn í gær varð árangurslaus og hefur ekki verið boðað til nýs fundar með deiluaðilum. Gunnar H. Gunnarsson, formað- ur samninganefndar Verk- fræðingafélagsins, sagði að deilu- aðilar hefðu setzt að samninga borðínu hjá sáttasemjara klukkar. 13,30 í gær. Hann kvað verkfræð- ingana hafa lækkað kröfur sínar þrisvar, en hins vegar hefði Reykjavíkurborg lækkað sitt til- boð. Hann kvað ekki hafa verið grundvöll til frekari viðræðna um deiluna, þegar þetta hefði verið haft í huga og eins þegar báðir aðilar neituðu að gera nokkuð í málinu. „Við lítum svo á að Reykjavíkurborg eigi leikinn," sagði Gunnar. Aðfararnótt þriðjudags munu verkfræðingar færa út kvíarnar í verkfallsmálunum og þykir ein- sýnt eftir fundinn í gær að nú komi til verkfalls 5 verkfræðinga til viðbótar áðurnefndan dag. Er hér um að ræða verkfræðinga hjá mælingadeild borgarinnar. Gunn- ar sagði að verkfræðingum reynd- ist erfitt að skilja afstöðu borgar- innar og að hún skyldi standa í verkfallsbrotum — eins og hann orðaði það. Hann sagði að líkleg- ast væri þetta í fyrsta sinn, sem Reykjavíkurborg stæði fyrir sliku, en áður hefði hún ávallt viljað hafa vinsamleg samskipti við stéttarfélög. Reykjavíkurborg hefði hins vegar í þessu tilfelli ekki viljað bjóða sömu kjör og hinn almenni vinnumarkaður. „Okkar tilfelli er því algjör undantekning,“ sagði Gunnar H. Gunnarsson. „Kjör okkar síðast- liðið haust voru þau að við vorum með 20% lægri laun en verkfræð- ingar á almennum vinnumarkaði og ef við hefðum tekið tilboði borgarinnar nú myndi munyrinn verða um 30%.“ Framhald á bls. 31. Óskilakind á 300 kr. Morgunblaðinu barst nýlega nýtt eintak af Stjórnartiðind- um. I því er m.a. að finna nýja gjaldskrá yfir tilkynningar, sem birtast eiga í Lögbirtinga- blaðinu, og gildir hún frá og með 16. ágúst n.k. Einna dýr- astar verða tilkynningar um skrásetningu hlutafélaga og samvinnufélaga, kr. 5.000.00 Dómsbirting mun kosta kr. 2.400.00, uppboðsauglýsing, þrjár birtingar, kr. 2.200.00, og ógildingarstefna kr. 2.400.00. Minnst kostar að auglýsa óskilafénað, kr. 300.00 fyrir hverja kind eða hross. Frá kröfugöngunni í gær. Vilja sama kaup og sama vinnutíma: KRAKKAR í UNGLINGA- VINNUNNI í KRÖFUGÖNGU UNGIR Kópavogsbúar sem starfa við unglingavinnuna f Kópavogi héldu fylktu liði á bæjarskrifstofuna f gær og af- hentu þar bréf, þar sem farið er fram á ýmsar úrbætur á málum þeirra. Að sögn Jóns Guðlaugs Magnússonar, bæjarritara í Kópavogi, eru það fyrst og fremst launin sem þau eru óánægð með. „Ungiinga- vinnunni er skipt f tvo aldurs- hópa, börn sem erú fædd ’61 og ’62. Þau yngri hafa 130 kr. á tímann en þau eldri 145 kr. á timann og er vinnutími þeirra lengri. Krakkarnir eru óánægð með þetta og vilja sama vinnu- tíma og sama kaup fyrir báða aldurshópana." Jón var spurður hvort hann héldi að hægt væri að koma til móts við þessar kröfur og sagði hann þá að kaup í unglinga- vinnunni í Kópavogi, Reykja- vík, Hafnarfirði og sennilega Akureyri væri samræmt og alls staðar það sama og þvi teldi hann ekki mikla möguleika á úrbótum, en hins vegar yrði bréfið lagt fyrir bæjarráðsfund á þriðjudag og sjálfsagt væri að ræða alla möguleika. Auk þessarar óánægju með kaupið gerðu krakkarnir nokkrar kröfur um bætta aðstöðu. Lýst eftir ökumanni á bláum Volkswagen SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar f Reykjavík hefur beð- ið Mbl. að lýsa eftir manni, sem varð fyrir þvf óhappi að aka á konu á Nesvegi þriðjudaginn 22. júnf síðastliðinn. Konan datt f götuna við áreksturinn, en er öku- Fálkarnir dafna vel FÁLKARNIR 5, sem útlendingar reyndu að smygla út úr landinu, en heyktust á, er kom að skoðun á Keflavíkurflugvelli, eru nú f um- sjá Raunvísindastofnunar Há- skólans. Magnús Magnússon, pró- fessor, sagði f viðtali við Mbl. í gær að fálkarnir döfnuðu vel og eftir svo sem 2 til 3 vikur kvaðst hann búast við þvf að farið yrði að huga að þvf alvarlega að hinir elztu a.m.k. færu að bjarga sér sjálfir f náttúrunni. Komu mennirnir sfðan aftur nið- ur og óku á brott. Er ekki ljóst, hvort þeir hafi þarna numið á brott fálkaunga, en í hreiðrinu eftir að þeir voru farnir voru 3 ungar. Magnús Magnússon sagði að ástæða væri til að hvetja fólk til þess að vera á verði gegn slíku háttalagi sem þessu. maður talaði við hana vildi hún ekki njóta aðsoðar hans og taldi sig ekki meidda. Konan, sem er 75 ára gömul, var að fara yfir Nesveginn, er dökkbláa Volkswagen-bifreið bar þar að. Atti konan um það bil 4 metra ófarna yfir götuna, er bif- reiðin lenti á henni og mun konan hafa fallið í götuna. Ökumaður bifreiðarinnar, sem var lágur vexti, stöðvaði bil sinn og hafði tal af konunni, sem taldi sig ekki meidda. Hafnaði hún boði öku- manns um að aka henni á slysa- deild Borgarspftalans eða heim til hennar. Nú hefur komið f ljós að konan er meidd og er þess vænzt að ökumaðurinn hafi tal af lög- reglunni hið fyrsta. Rannsaka menningarsögu byggða sunnan Skarðsheiðar Magnús Magnússon kvað nokk- uð skiptar skoðanir um það, hvort nauðsynlegt væri að kenna fugl- unum að bjarga sér, en hann sagð- ist sjálfur vera á þeirri skoðun að nauðsynlegt yrði að aðstoða þá á einhvern hátt. Nú á næstunni kvað hann að yrði nauðsynlegt að koma elztu fálkunum i stærra húsnæði, svo að þeir geti flögrað um og styrkt vængvöðvana og stælt. Þá þurfa þeir og að venjast því að rífa í sig dauða fugla, en til þessa hafa þeir aðeins fengið inn- mat og kjúklinga og annað góð- gæti. Þá kvað Magnús og nauðsyn- legt að fálkarnir yrðu ekki um of hændir að mönnum. Borizt hafa fréttir úr Vatns- firði, þar sem fólk segist hafa orðið þess vart, að fyrir nokkru stöðvaðist bíll þar á veginum og hljóp fólk úr honum upp að fálka- hreiðri, sem þar er. Heyrðist mik- ill hávaði frá hreiðrinu og virtust sem hár væri mikió fiaðrafok NÚ ER hafin rannsókn á menningarsögu byggða sunnan Skarðsheiðar, og standa að rann- sókn þessari nemar og fullnemar í fornleifafræði, þjóðhátta- og þjóðfræðum, þjóðfélagsfræðum og sagnfræðum, alls sex manns. Athugunin nær tíl minja, svo sem fornleifa og sögulegra bygginga, þjóðfræða og þjóðhátta. Reynt verður að kanna forsendur breyt- inga 1 atvinnulífi, efnahagsaf- komu fólks f héraðinu og félags- legar afleiðingar breyttra at- vinnuhátta. Að sögn aðstandenda þessarar rannsóknar má segja að um nokkra frumraun þjóðlífsrann- sókna sé að ræða. Kom fram hjá þeim, að mjög yfirgripsmikið verk væri að kanna byggðarsögu heils byggðarlags eins og nú væri ætlunin og viðfangsefnið væri menningarsaga afmarkaðs land- svæðis, en 1 nágrannalöndunum hefði sú aðferð svæðiskönnunar reynzt notadrýgst í mannlifs- rannsóknum. í sumar mun einkum unnið að söfnun gagna um hinn byggðar- sögulega og minjafræðilega þátt rannsóknarinnar. Beinist sú vinna að frumsöfnun ritaðra heimilda og skipulegri skráningu þeirra. Hefur verið leitað fanga á söfnum í Reykjavík, Akranesi og í Borgarnesi. Þá mun afráðið að fara í könnunarleiðangur vikuna 3.—9. júli. Reynt verður að afla upplýsinga um fornar minjar og aðrar sögulegar leifar, er kunna að fyrirfinnast á jörðunum. Er þess vænzt, að með því móti fáist nokkur mynd af menningarsögu héraðsins. Jafnframt muni sá Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.