Morgunblaðið - 03.07.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 03.07.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976 11 Dagamunur —rit um Kvenfélagasamband S uð ur-Þingeyinga 70 ára Stjórn Kvenfélagasambands S.-Þing., fremri röð frá vinstri: Þuríður Hermannsdótt- ir. Hólmfríður Pétursdóttir, Jóhanna Á. Steingrímsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Elín Aradóttir oc Helca Jósensdóttir. Morgunblaðinu hefur borizt bókin Dagamunur, Kvenfélaga- samband Suður-Þingeyinga 70 ára, 1905—1975. Bók þessi, sem er 371 blaðsíða að stærð, er gefin út af kvenfélagasamband- inu, en I ritnefnd hennar eru: Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, Kristjana Árnadóttir og Iðunn Steinsdóttir. Bókinni er skipt í marga kafla og er þar m.a. yfir- lit yfir sögu allra kvenfélag- anna í Suður-Þingevjarsýslu og fylgja yfirlitinu fjölmargar myndir af forystukonum sam- bandsfélaganna. Þá eru ýmsar myndir aðrar f riti þessu, svo og margvíslegt annað efni, en veigamesti þáttur bókarinnar nefnist Gömlu blöðin og er þar birt efni úr gömlum kven- félagablöðum í Suður- Þingeyjarsýslu, hnýsilegt efni nú á dögum, þegar jafnrétti kynjanna er efst á baugi og um fátt meira talað, eins og kunn- ugt er. En á þeim árum, sem kvennablöðin voru gefin út f Suður-Þingeyjarsýslu, áttu konur ekki greiðan aðgang að þjóðmálablöðum og er það út al fyrir sig athyglisvert og segir mikla sögu um stöðu konunnar þá og nú. Af öðru efni má geta, auk þess sem nefnt hefur verið: Inngangsorð eftir Hólmfríði Pétursdóttur, Kvenfélaga- samband Suður-Þingeyinga, yfirlit um sögu og starf. Ur blöðum Helgu Kristjánsdóttur kennara á Laugum 1925—31 eftir Helgu Kristjánsdóttur, Húsmæðraskólinn að Laugum eftir Dagbjörtu Gísladóttur, Orlofsmálin eftir Elinu Ara- dóttur, Brún, Hólmfriður Pétursdóttur Arnarvatni, minn- ing eftir Hólmfríði Péturs- dóttur, Víðihlið, Lissý Þórarins- son, Halldórsstöðum, og Nýtt efni, en í þeim kafla eru meðal annars frásagnir og ljóð. í inngangi bókarinnar segir Hólmfríður Pétursdóttur m.a.: „Fljótlega eftir að Farið var að ræða um þessi timamót kom fram sú hugmynd að gefa út afmælisrit með sögu Kv. S. Þ. og allra félaga þess. Þá mundi einhver eftir „gömlu blöðun- um“. Var ekki miklu fróðlegra að skyggnast undir hönd geng- inna félagskvenna og kynnast hugsunum þeirra og baráttu- málum af þeirra eigin verkum? Jú, við töldum það og þvi er þessi bók orðin veruleiki. Við trúum og vonum, að hún þyki áhugaverð og eftirsótt, þvi ekki virðist áhugamálum þingeyskra kvenna mikil takmörk sett“. Og í grein um Gömlu blöðin segir Jóhanna Steingrimsdóttir m.a.: „Þegar nálgaðist 70 ára afmæli sambands okkar, var mikið rætt um, hvernig þess yrði bezt minnst. Niðurstaðan af heilabrotum okkar varð sú, að draga fram í dagsljósið gömlu blöðin, sem gefin voru út af félagskonum á fyrstu árum sambandsins. í eigu sambandsins var ekkert blað til, en fyrir nokkr- um árum óskaði sambands- stjórnin eftir því á aðalfundi, að deildirnar reyndu að kanna, hvort ekki væri enn til eitthvað af þessum blöðum á vegum félaga eða einstaklinga. Konur brugðust svo vel við Ritnefnd: Iðunn Steinsdóttir, Kristjana Árnadóttir beiðninni, að á skömmum tima söfnuðu þær saman öllum ár- göngunum, sem gefnir voru út, eða frá árinu 1907—1931, og gáfu sambandinu. Blöðin eru ótrúlega vel með farin svo ekki varð erfitt verk að vinna úr þeim til útgáfu. Upphaflega var til þess ætlast, að hver deild innan sambandsins gæfi út eitt blað á vetri, en mjög misjafnt er, hvað blöðin eru mörg í hverjum árgangi, eða allt frá átta og niður í eitt, en aldrei féll útgáfa blaðsins þó niður á þessu árabili. Við lestur blaðanna sáum við að útgefendur þeirra höfðu í raun og veru unnið menningap legt afrek. I blöðunum gefur að líta mjög fjölbreytt efni: Ævin- týri, sögur, ljóð, sendibréfs- kafla, heitar rökræður, ádeilur, ritdóma um nýútkomnar bæk- ur, ritgerðir og síðast, en ekki sízt. allmikið af þýddu efni. Ekki er alltaf gott að átta sig á, úr hvaða málum er þýtt, því yfirleitt er þess ekki getið, en fyrir koma frásagnir af mörgu, sem gömlu konurnar hafa lesið í dönskum, þýskum og enskum tímaritum, og tilvitnanir i verk stórskálda ýmissa þjóða. Þýðingar þykja ekki neinn við Jóhanna A. Steingrímsdóttir og burður nú á dögum, en við skul- um reyna að gera okkur grein fyrir aðstöðu þessara kvenna og hvernig þær fengu vald yfir erlendum málum. Þær höfðu ekki jafnréttisaðstöðu i þjóðfé- laginu, en urðu að hlýta forsjá feðra, bræðra eða eiginmanna. Konur sóttu ekki skóla á fyrstu árum þessarar blaðaútgáfu. Fróðleiksþorsti þeirra var svo mikill, að við erfiðar aðstæður og ónógan tíma brutust þær af sjálfsdáðun yfir þá múra, sem þekkingarleysi þeirra skóp þeim, lærðu erlend tungumál og fengu þann veg innsýn í þann heim, sem þær þráðu, opnuðu sér leið til fróðleiks og menntunar... Nú er rétt fyrir þingeyskar konur að lita í eigin barm. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ Stöndum við ekki á alltof mörg- um sviðum í sömu sporum? Höfum við þroskað þann félags- lega menningararf, sem stofn- endur sambandsins og ritarar blaðanna ætluðust til af arftök- um sínum?...“, segir Jóhanna Steingrimsdóttir, Árnesi, enn- fremur. Bókin er prentuð i Prent- verki Odds Björnssonar hf„ Ak- ureyri. / 'UlOCfl'lS Jc ^ (ÍtJcl-*' '/rœc&sc JvSftcCtx-r-rTf-rtZ., -tf 1 r y- ,1/7V<t4-c Vtrr-c tr tJ (7-~0 (CVVrt #> ,/ . /, flft/ Tt tt-'t rsta sfða 1. tölublaðs Tilraunar, marz 1907 1 EINANGRUNARGLER Við framleiðslu Ispan-einangrunarglers eru notaðar nýjustu fáanlegar vélar og tæki og jafnan fylgzt með nýjungum, sem fram koma erlendis viðvíkjandi gæðum og hagræðingu við framleiðsluna. □ □ □ PANTIÐ TÍMANLEGA Tvöfalt Þrefalt Höfum eigin bíl til glerflutninga ISPAN HF. FRAMLEITT Á AKUREYRI FURUVÖLLUM 5 — AKUREYRI SÍMI (96)21332 ■ EINANGRUNARGLERB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.