Morgunblaðið - 03.07.1976, Side 14

Morgunblaðið - 03.07.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976 Fyrsta litmyndin afs tjömimn i Mars MARS-FLAUGIN Víkingur 1. er nú á braut umhverfis stjörnuna Mars, og reiknað er með að Mars-ferjan Lander lendi á stjörn- unni eftir hálfan mánuð, laugardaginn 17. júlí. Meðfylgjandi mynd er tekin úr Víkingsflauginniaf Mars úr 560 þúsund kílómetra fjarlægð, og er fyrsta litmyndin af Mars, sem leyfð hefur verið birting á. Greinilega má sjá Tharsis fjöllin, röð þriggja stórra eldfjalla, sem skaga 20 þúsund metra upp yfir sléttuna umhverfis þau. Olympus Mons, stærsta eldfjall stjörnunnar, er efst á myndinni. Norður er í átt að efra horni hægra megin. Hringlaga svæði neðst á myndinni er gígur eftir loftstein, sem nefnist Argyre. Svæðið umhverfis er ljósara, sennilega vegna myndunar kolsýrings-íss á yfirborðinu. Fyrir vestan syðsta Tharsis eldfjallið (til vinstri) er óreglulegt hvítt svæði, sem sást úr Víkingsfarinu tvo daga í röð, og er talið vera frosið vatn eða þoka. Ógreinilegir, Ijósir, hnykklaðir taumar á neðri hluta myndarinnar eru sennilega ský. Styrkveitingar Vísindasjóðs 1976 LOKIÐ er veitingu styrkja Visindasjóðs fyrir árið 1976, en þetta er 19. starfsár sjóðs- ins. Fyrst voru veittir styrkir úr sjóðnum vorið 1958. RAUNVÍSINOADEILD Formaður stjórnar Raunvisindadeild- ar er dr Guðmundur Pálmason jarð- eðlisfræðingur, en aðrir stjórnarmenn eru: dr Guðmundur E Sigvaldason forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðv- arinnar, Haraldur Ásgeirsson verkfræð- ingur, Þorbjörn Sigurgeirsson prófess- or og Þorgeir Þorgeirsson læknir Vara- formaður, Eyþór Einarsson grasafræð- ingur, tók einnig að þessu sinni þátt i styrkúthlutun Ritari deildarstjórnar er Guðmundur Arnlaugsson rekstor Alls bárust Raunvisindadeild að þessu sinni 80 umsóknir. Veittir voru 35 styrkir að heildarfjárhæð 16 millj- ónir og 460 þúsund krónur. HUGVÍSINDADEILD Formaður stjórnar Hugvísindadeild- ar er dr Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Andri ísaksson prófessor, Arnljótur Björns- son prófessor, Ólafur Halldórsson handritafræðingur og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Ritari deildar- stjórnar er Bjarni Vilhjálmsson þjóð- skjalavörður Alls bárust Hugvisindadeild að þessu sinni 55 umsóknir, en einn umsækjandi tók umsókn sina aftur. Veittir voru 24 styrkir að heildarfjár- hæð 7 milljónir 850 þúsund krónur Árið 1975 veitti deildin 29 styrki að heildarfjárhæð 7 milljónir 550 þúsund krónur, Úr Vísindasjóði hafa þvi að þessu sinni verið veittir 59 styrkir að heildar- fjárhæð 22,01 milljónir króna, Hér fer á eftir yfirlit um styrkveiting- ar beggja deilda Visindasjóðs árið 1976 A. RAUNVÍSINDADEILD Flokkun styrkja eftir fjárhæS: Fjárhæð Fjöldi styrkja minna en eða jöfn 200 000 5 200 000— -400 000 1 1 400 000— 600 000 1 1 600 000— 800 000 4 800 000— 1 000 000 4 Samtals 35 Skrá um veitta styrki: Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð- ingur. Vegna kostnaðar við greiningu burstaorma frá Surtsey 100 þús. kr Agnar Ingólfsson vistfræðingur. Framhald rannsóknar á lífriki i fjörum við ísland 100 þús kr Alfreð Árnason Iffefnafræðingur. Rannsókn á vefjaflokkakerfum 500 þús kr. Árni V. Þórsson læknir. Rannsókn á hlutverki somatomedins og vaxtar- hormóns 1 000 þús. kr Eysteinn Tryggvason jarðeðlis- fræðingur. Rannsókn á lóðréttum jarð- skorpuhreyfingum Framhaldsstyrkur 500 þús. kr Gauti Arnþórsson læknir. Framhald rannsóknar á könnunar- og notagildi gastrokamera 250 þús kr Guðjón Axelsson tannlæknir. Rannsókn á tönnum Þingeyinga. Þátt- ur i mannfræðirannsdkn á vegum veg- um Nordiska humanekologiska forskargruppen o.fl 300 þús kr Guðmundur Eggertsson erfðafræð- ingur. Til rannsóknar á myndun eggja- hvituefna i lifandi frumum. Ólafur S. Andrésson og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir liffræðingar annast rann- sóknina Framhaldsstyrkur 475 þús. kr. Guðný Eiriksdóttir lífefnafræðing- ur. Framhald rannsókna á eðli lípó- sóma Verkefnið er unnið við Tilrauna- stöð háskólans i meinafræði að Keld- um 400 þús kr Gylfi Már Guðbergsson landfræð- ingur. Notkun innrauðra mynda til könnunar á stærð gróins lands á (s- landi, kynnisferð til Bandarikjanna vegna þessarar tækni 900 þús. kr. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðing ur. Tilraunamælingar með rafsegul- bylgjum á þykkt islenzkra jökla 1 000 þús kr. Ingvar Árnason efnafræðingur. Rannsókn á kisil-kolefnasamböndum Framhaldsstyrkur 250 þús. kr Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræð- ingur. Til rannsókna á áhrifum efna- samsetningar bergkviku á stærð og lögun bólstra 200 þús. kr Raunvisindastofnun háskólans, Jarðvisindastofa. Rannsókn á vatna- setum i Fnjóskadal til könnunar á þvi, hvort íslaus svæði hafi verið á íslandi á siðasta jökulskeiði Þorleifur Einarsson jarðfræðingur annast rannsóknina 350 þús kr Jóhann Pálsson grasafræðingur. Vegna kostnaðar við rannsókn á ís- lenzkum sveifgrösum Verkefnið er unnið víð Uppsalaháskóla 200 þús kr. Jón Gunnar Halgrimsson læknir. Ransókn á sjúkdómum pneumothorax spontaneus (loftrjóst) á íslandi 225 þús kr Jón Óttar Ragnarsson efnaverk- fræðingur. Til rannsókna á stöðugleika ýmissa islenzkra matvæla gagnvart þránun fitu 620 þús kr Laufey Steingrímsdóttir liffræð- ingur. Efnahvörf og afdrif trans- ómettaðra fitusýra i heila fósturs. Verk- efni til doktorspróf við Kaliforniu- háskóla 600 þús kr. Náttúrugripasafnið á Akuréyri. Til rannsókna á flóru Suður- Þingeyjarsýslu Hörður Kristinsson grasafræðingur annast rannsóknirnar Framhaldsstyrkur 220 þús. kr Páll Imsland jarðf ræði.tgur. Til rannsókna á jarðfræði Jan Mayen Verkefnið er unnið við Norrænu eld- fjallastöðina 600 þús kr. Pétur M. Jónasson dýrafræðingur. Til að Ijúka rannsókn á lífrikí Mývatns. Framhaldsstyrkur 300 þús kr Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Framhaldsrannsókn á niturnámi gerla í rótarhnúðum á hvitsmára Guðni Harðarson liffræðingur annast rannsóknina undir umsjón Bjarna Helgasonar jarðvegsfræðings 500 þús kr Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Rannsókn á magni og áhrifum brennisteins, kopars og molybdens i beitargróðri sauðfjár Ólafur Guð- mundsson landbúnaðarfræðingur ann- ast rannsóknina 550 þús kr Rikharður Kristjánsson verkfræð- ingur Notkun tölvutækni við útreikn- inga á styrkleika járnbentra stein- steypueininga Verkefnið er unnið við tækniháskólann í Darmstadt 600 þús kr. Sigfús Björnsson verkfræðingur. Raffræðirannsóknir á skynkerfum fiska 500 þús kr. Sigfús A. Schopka fiskifræðingur. Fullnaðarúrvinnsla gagna frá árunum 1928—46 um stofnsveiflur islenzka þorsksins 300 þús kr Sigurður V. Hallsson efnaverk- fræðingur. Samanburðarrannsóknir á vextí klóþangs á íslandi, írlandi, Nor- egi og Frakklandi 250 þús kr Sigurður Helgason sýklafræðing- ur. Til rannsókna á sjúkdómum sjávar- og ferskvatnsfiska 600 þús kr Sigurður H. Richter dýrafræðing- ur. Rannsókn á sníkjudýrum i melting- arvegi nautgripa Verkefnið er þáttur i samnorrænni rannsókn og unnið við Tilraunastöð háskólans i meinafræði að Keldum 800 þús. kr Sigurður Steinþórsson jarðfræð- ingur. Til smiða á háþrýstiofni, er nota skal til rannsókna á eiginleikum basalt- kviku 1 000 þús kr Sigurður Þórarinsson jarðfræðing- ur. Vegna kostnaðar við aldursákvarð- anir með c-14 aðferð 100 þús. kr. Tómas Helgason læknir og fleiri: Rannsókn á heilsufari og fjölskyldulifi togarasjómanna a) Rannsókn á heilsufari og félagsleg- um aðstæðum togarasjómanna Tómas Helgason læknir, Gylfi Ásmundsson sálfræðingur. Þorbjörn Broddason félagsfræðingur og Haraldur Ólafsson mannfræðingur annast rannsóknina 41 0 þús. kr b) Rannsókn á heilsufari eiginkvenna og barna togarasjómanna. Helga Hannesdóttir og Jón G Stefánsson læknar annast rannsóknina. 225 þús. kr. Sbr. og styrk Hugvisindadeildar. Valgarður Egilsson læknir. Til rann- sóknar á áhrífum TAA á erfðastofna i litberum fruma 500 þús. kr Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.