Morgunblaðið - 03.07.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 03.07.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi í boöi < ajcA A—r>— Til leigu forstofu- herbergi á Langeyrarvegi 13, Hafnarf . Til sýnis kl, 7 —10 á kvoldin. Gróðrastöðin Græna- hlið v/ Bústaðaveg Höfum mikið úrval af dahlium, petúnium, sumar- blómum, fjölærum plöntum og kálplöntum á hagstæðu verði næstu daga. Simi 34122. íbúð til leigu á Kjalarnesi. Uppl. í síma 20032 og 30195. Verðlistinn, auglýsir Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn, Laugarnesvegi 82, sérverzl- un. ími 31 330. Til sölu 240 ha GM bátamótor með tilh. 6 tonna vökvaspil, bómuspil, línuspil með dæl- um. Uppl. í síma 99-319 7. -yvv tiikynningar Blindraiðn er að Ingólfsstræti 16, s. 12165. Lán Get lánað 1 millj. kr. i 6 mánuði gegn öruggu fast- eignaveði. Tilboð sendist Mbl. fyrir 7. júlí merkt: Skyndilán — 2971. SÍMAR. 11798 OG 19533. Laugardagur 3. júlí kl. 13.00 Ferð á strönd Flóans. Komið m.a. að Eyrarbakka. Stokks- eyri, Knarraósvita og rjóma- búinu á Baugstöðum. Farar- stjóri: Sturla Jónsson. Verð kr. 1 500 gr. v/bílinn. Sunnudagur 4. júlí 1. Kl. 9.30 Gönguferð á Hengil og í Marardal. Fararstjóri: Hjálmar Guð- mundsson. Verð kr. 800 gr. v/ bílinn. 2. Kl. 13.00 Gönguferð um Innstadal og nágrenni. Fararstjóri: Valdimar Helga- son. Verð kr. 800 gr. v/bil- inn. Lagt af stað frá umferðamið- stöðinni (að austanverðu). Ferðafélag íslands. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6a á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn — Sunnudag kl. 1 1 helgunarsamkoma. Kl. 16 útisamkoma á Lækjar- torgi. Kl. 20.30 fagnaðar- samkoma fyrir laut. Óskar Óskarsson verðandi leiðtoga á ísafirði. Fjölskyldan Eide frá Noregi tekur þátt i samkom- unni. Kapt. Daniel Óskarsson stjórnar. Verið velkomin. ÁRMENN Framvegis verða veiðileyfi i HLÍÐARVATNI, KÁLFÁ og LAXÁ i S.-Þing. seld i verzl. Sport, Laugavegi 1 5. K.F.U.M. Almenn samkoma í húsi fé- lagsins við Amtmannsstig 2B, sunnudagskvöld kl. 8.30 e. h. Björgvin Jörgenson kennari talar. Fórnarsamkoma. Allir velkomnir. Fíladelfía Tjaldsamkomurnar við Mela- skóla byrja i kvöld kl. 20.30. Mikil vigsluhátíð. Ræðumað- ur Georg Johannsson. Fjöl- breyttur söngur. Fíladelfía Keflavík Samkoma verður i dag kl. 2. Allir eru velkomnir. UTIVISTARFERÐIR Laugard. 3/7 kl. 13 Kringum Elliðavatn. Fararstj. Einar Þ. Guðjohn- sen. Verð 500 kr Sunnud 4/7 kl. 13 Helgafell — Vala- hnúkar, einnig létt ganga kringum fellið. Fararstj. Einar Þ Guðjohnsen. Verð 500 kr. Útivist. -y—y Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu í Morgunblaðinu þann: .................. “y—v~ ■v----y ‘ Athugið Skrifið með prentstöfum og < setjið aðeins 1 staf í hvern reit. Aríðandi er að nafn, heimili og simi fylgi. -A___k. “V---- r-v—v -i—v— —~Vv ■VV ,7r/,4 A£/St/ ÖS.X.t/H SM TAJr.A X. .UE./S.U &TA Ss/tiA /y,gr ' / S//Mt 9/f.e.oÁ , ■a A 4, -/t..A ,/L i i I I l J l-----1--L_I----L_J----L_J Fyrirsögn 180 Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum: J I I L J L J I I I I I I L I I I L J L J I L J I I I I L J___I_I__I_I__I__I_I 360 J___I_I__I_I__I__I_I 540 REYKJAVIK: II l J I I I L J I I I I I I L J I I L J I I L J L J I I I I I I I I L KJÖTMIÐSTÖOIN, Laugalæk 2, J 720 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Háaleitisbraut 68, HAFNARFJÖRÐUR: LJÓSMYNDA- OG GJAFAVÖRUR Reykjavíkurvegi 64, J 900 KJÖTBÚO SUOURVERS, Stigahlíð 45—47, VERZLUN ► I____I____I____I___L 1 I I I I I I I I I I I I I I I L 1 .1 I I I I I I I I I I I i L-l—1—J i I I I 1 1260 * Hver lína kostar kr. 1 ðO Meðfylgjandi er greiðsla kr....... NAFN: ....................................... HEIMILI: ....................................SÍMI: .......... J 1080 HÓLAGARÐUR, Lóuhólum 2—6 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Álfheimum 74, ÁRBÆJARKJÖR, Rofabæ 9, ÞÓROAR ÞÓROARSONAR. < Suðurgötu 36, KÓPAVOGUR ÁSGEIRSBÚÐ, Hjallabrekku 2" BORGARBÚÐIN, Hófgerði 30 Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. -/1 A A A -A A A -^v—___A..../V- A A a. Sverrir Runólfsson: Athugasemd við „Beina línu” Ég óska eftir aö koma á fram- færi eftirfarandi athugasemd vegna þáttarins „Beinnar línu“ í Utvarpinu 2. maí s.l. þar sem Halldór E. Sigurðsson samgöngu- ráðherra sat fyrir svörum. Stjórn- endur þáttarins voru þeir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristins- son. Ég hef valið þann kostinn að taka upp samtal þeirra um mig og vegagerð mína og skjóta inn í athugasemdum mfnum eins og ég hefói verið á staðnum og tekið þátt i umræðunum. Vilhelm: „En ráðherra, talandi um áætlanir og kostnað og pen- ingaleysi. Hvað hefur tilrauna- vegagerð Sverris Runólfssonar á Kjalarnesi kostað skattgreiðend- ur?“ Halldór: „Sko, dæmið um Sverri Runólfsson er að mörgu leyti gott dæmi um það, þegar menn eins og hann koma og tala eins og þeir hafa öll heimsins ráð i hendi sér, og ástæðan til þess að það var farið inn á þessa braut, að gefa honum þessa tilraun, var kannski vegna þess, að menn töldu það, að hann mundi geta haft möguleika til að sýna ódýrari vegagerð held- ur en Vegagerðin gæti sjálf og þeir sem um þetta hafa fjallað.“ Sverrir: Það væri fróðlegt að vita hvað þú meinar, þegar þú segir „menn eins og hann“. Ert þú að láta skína í það að ég sé glæpamaður, góður maður.heimsk ingi, kjáni eða hvað? Sem betur fer er enginn fullkominn, en ég tel mig góðan mann aö mestu leyti, en þó kannski trúgjarnan kjána, því að ég var svo vitlaus að álita, að þeir menn, sem ég var að ræða við um hugsjónir minar i vegagerð, hefðu áhuga á að vinna að því að finna leiðir til að gera ódýra, góða vegi hér á landi. Það efast nú ekki margir um að Bandaríkjamenn séu fremstir í vegagerð, og þegar maður hefur stuðnings orð tveggja Vestur- íslendinga, sem vinna að vega- gerð í Kanada, og annar þeirra hefur fengið æðstu orðu Kanada fyrir það að gera vegi inn í óbyggðum til Indíánanna þar í landi, þá er maður nú ekki mikið hræddur um endanlega útkomu þessa máls. Ráðherra, þegar þú taiar um tilraun, þá verðurðu að taka það fram að aðeins burðarlagið og slit- lagið sé tilraun, því ræsin og undirbyggingin var gerð á „hefð- bundinn hátt“ eftir bókum Vega- gerðarinnar. Nú álít ég, að þú hafir ekkert skilið af því sem ég var að segja, þegar ég kom á skrifstofu þína til að útskýra blöndun- á-staðnum-aðferðina. Ég man það nú, að þú sýndist þreyttur þarna við skrifborð þitt, en ég var svo vitlaus, að ég var að kenna í brjóst um þig, því að ég hélt að þú hefðir kannski haft langa nótt á Alþingi við að ræða um áriðandi mál eins og z-una, en þreytan var víst að- eins frá áhugaleysi, og sýndi að þú hafðir ekki mikið álit á því, sem ég var að segja. Halldór: „Ég hafði sjálfur ekki trú á þessu, en vildí samt ekki koma í veg fyrir aö þessi tilraun yrói gerð. Kostnaður við þetta mun vera að mig minnir orðinn svona upp undir tuttugu milljón- ir. Nú hafa Sverri verið send, sett, endanleg takmörk og hann á að skila veginum ákveðinn dag í júní-mánuði, og ef það verður ( ekki, þá verður hann tekinn af honura, og það verður fylgt eftir með þeim hætti, að það verður farið á staðinn og vegurinn tekinn út, og þá sjá menn reynsluna af því að trúa því, þó að maður komi, sem hefur dvalið lengi í Ameríku og þykist geta bjargað heiminum, þá held ég að það muni reynast svo að hann geti það ekki.“ Sverrir: Ég vildi óska að þú hefðir sagt mér, þegar ég kom til þin, að þú hefðir ekki trú á þessu, því að þá hafði ég heimtað að peningarnir fyrir ræsin, undir- bygginguna og frágang, hefði verið borgað, þá þegar til baka í tilraunasjóð, eins og mér hafði verið sagt að yrði gert eftir að verkinu væri lokið. Ég vil ítreka það, að þú mátt ekki blanda saman því sem er ekki tilraun og því sem er tilraun, þegar þú talar um tuttugu milljónir. Það var nú timi til kominn að timatakmark væri sett á þetta, því þá lætur maður kannski ekki draga sig á asnaeyrunum með rabbi og lof- orðum einum saman. Tilrauna- hluturinn í þessu er undir fjórum milljónum til þessa. Mér finnst það einkennilegt að hvorki ég né verkfræðingur minn vorum hafð- ir í ráðum, þegar þetta timatak- mark var sett, þvf enginn getur, nema Guð, tryggt þurra daga á sunnudögum. Þú sem æðsti maður ættir að vita að ég fæ efni og tækin aðeins á sunnudögum. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei þótzt geta bjargað heimin- um, enda engan áhuga á því að reyna, en að bjarga okkar litla stóra íslandi, það skal ég reyna að gera, því landinu hefur verið stjórnað illa allt of lengi. Sérð þú nokkurn betri til þess en ÞING- EYING, nema kannski þig? Kári: „En þú (Halldór) sagðir að það kostaði um tuttugu milljónir og hvað er þetta langur spotti, kílómetri, eða innan við kílómetra, eða hvað?“ Halldór: „Ég held að það sé nú svona nálægt kílómetra, eða tæp- lega það, en ég man það nú ekki nákvæmlega, en ég held að það hafi verið reiknað með að þetta kostaði svona átta til tíu milljónir og hann er orðinn helmingi dýrari að minnsta kosti." Sverrir: Mér finnst það bara hlakka i þér, þegar þú ert að nefna tuttugu milljónir. Upphaf- lega var samningur gerður fyrir tólf hundruð metra en sfðan var mörgu breytt og bætt við t.d. afleggjara að Saurbæ og ræsum. Ef þú heldur að þessir ágætu menn við Vegagerðina hefðu leyft þessar aukningar, ef þeir vissu ekki að það var verið að fram- kvæma þetta eins og háttur er hafður hér á, þá hefur þú minna álit á þessum mönnum en ég. En ég viðurkenni það, aó þetta fór fram úr því sem ég átti von á og hef átt að venjast. En það er of löng saga til að rekja hér. Kári: „Þannig að þetta er æði dýr vegagerð.“ Halldór: „Þetta er miklu dýrari vegagerð heldur en nokkuð annað við svipaðar aðstæður, það er ég alveg viss um, að ég fer með rétt mál, þegar ég segi það." Sverrir: Þetta er kallað hrað braut og það hefur aldrei, að mínu viti, verið byggð hraðbraut af neinum hér nema að hafa haft að minnsta kosti ellefu kílómetra til að vinna, nema níu hundruð metra kaflinn með tveimur akreinum hvora leið, sem gerður var á Ártúnshöfða fyrir yfir tíu árum og mér er sagt að hafi kostað um þrjátiu milljónir. Ég kom ekki heim til að „kasta ryki i augu neins" og flestir, sem ég hef talað við og útskýrt hluti fyrir, hafa skiliö hvaö ég var aó fara, stutt mig, eggjað mig til baráttu og gera það vonandi áfram. Enda hef ég aðeins reynt að benda á að okkur vantar lítið nema tæknina. T.d. þurfti sjö menn upp á Kjalar- nesi við það sem einn maður gerir i Kaliforníu, og Kanada, vegna aðeins eins tækis, við sömu aðstæður. Ég vona bara að þjóðin fari að sjá nauðsynina á þvi að kjósa ráðamenn sina beinum per- sónubundnum kosningum, þar á meðal ráðherrana. Ég álít nefni- lega að Kalifornía sé bezt stjórn- aða land i heimi, þar sem flestir ef ekki allir ráðamenn eru þannig kosnir. Það er tími til kominn að við förum að læra frá þeim sem bezt gera. Ég mun fyrirgefa það sem niðrandi hefur verið sagt hér til mín, þvi ég hef gleymt meiru heldur en, sérfræðingar okkar vita, er ég þá að tala um sérfræð- inga ökkar í því að bjarga heiminum. Því miður höfum við ekki tíma til að rekja alla þá óþarfa erfið- leika, sem ég hef rekið mig á við þessa framkvæmd. Rétti timinn til þess kemur seinna. Eg hef beðið Morgunblaðið að birta þetta, vegna þess að Utvarpið neitaði að taka það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.