Morgunblaðið - 03.07.1976, Side 25

Morgunblaðið - 03.07.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JULI 1976 25 Ljónið og lambið + „Léku sér að lambi ljón í paradís," segir á sínum stað og eins og sjá má á þessari mvnd er það víðar en f paradfs sem lambi og ljóni kemur vel saman. Þessi skötuhjú eiga heima f dýragarði f ■San Francisco og ljónið ber það virðulega nafn Samson en lambið heitir Jo. + POPPSÖNGVARINN Barry Ryan ætlar nú að ganga í það heilaga með prinsessunni Marian af Johore. Þau hafa nú þekkzt f sex ár en segjast aldrei hafa haft tíma til að gefa hvort öðru jáyrði fyrr en nú. + NÚ ER verið að gera mynd um hetju þöglu myndanna, Rudolph Valentino, og er það Ken Russel sem stendur að baki henni. Ken segist búast við því að ballett- dansarinn Rudolf Nureyev muni fara með aðal- hlutverkið. King Kong leggur upp laupana + KVIKMYNDA- FRAMLEIÐAND- INN Dino De Laurentis lenti í hálfgerðum vand- ræðum nýlega þeg- ar til stóð að taka lokaatriðin f mynd- inni um King Kong. Hann setti litla aug- lýsingu f blað þar sem hann óskaði eft- ir fólki til að taka þátt i hópatriðum fyrir framan stór- byggingu eina á Manhattan. 1 stað þeirra fimm þús- unda sem hann átti von á komu 20.000 manns á vettvang, sem allir vildu ólmir sjá King Kong s.vngja siti sioasta. Allt gekk þó sam- kvæmt áætlun þrátt f.vrir ágang minja- gripasafnara og að lokum kvaddi leik- konan Jessica Lange sfna hárugu hetju á hrffandi hátt. niim.tx.m *'• timittittitt.m Góð afkoma hjá Norðlenzkri tryggingu h.f. ÞANN 26. júnf s.l. var haldinn á Akureyri aðalfundur Norðlenzkr- ar tryggingar h.f. Formaður stjórnarinnar, Valdemar Bald- vinsson, flutti skýrslu stjórnar- innar og Friðrik Þorvaldsson framkvæmdastjóri las og skýrði reikninga félagsins fyrir síðasta ár, sem var fjórða reikningsár félagsins. Þar kom fram, að mikil aukning varð á árinu, bæði á iðgjöldum og tjónum, en eftir að búið var að leggja verulegar upphæðir í ið- gjalda-, bóta- og áhættusjóð var hagnaður á rekstrinum kr. 508 þús. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa: Valdemar Baldvinsson formaður, Aðal- steinn Jósepsson, Geir G. Zoéga, Hreinn Pálsson og Pétur Breið- fjörð. — Hrein eign Framhald af bls. 5 staðizt betur árið 1975 en 1974. Liklega væri það gjörbreytt fjár- málastefna Sjálfstæðisflokksins frá kosningaárinu sem réði mestu. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri sagðist sammála því að æskilegast hefði verið að skýrsla endurskoðunardeildar borgarinnar hefði legið frammi en á því hefðu verið erfiðleikar. Þeir væru einfaldlega að svo skammur tími hefði liðið frá því reikningarnir voru lagðir fram þar til þeir komu til afgreiðslu, að skýrsluna hefói ekki verið hægt að vinna á svo skömmum tima. Áuð- vitað væri hægt að fresta umræðu um reikningana fram yfir sumar- leyfi borgarstjórnar en hann hefði álitið heppilegra að taka reikningana nú til umræðu. Birg- ir ísleifur sagði að enn væri svo sama gamla platan um einhver kosningavíxil frá 1974 spiluð. En hinar miklu aukafjárveitingar sem þá hefðu verið, hefðu ekki tilheyrt sem sér fyrirbæri hjá Reykjavíkurborg- Til að sann- reyna það gætu menn spurt flokksbræður sína sem hefðu stjórn annarra sveitarfélaga und- ir höndum. Þeir hefðu líklega all- ir sömu sögu að segja. Verðbólgan 1974 hefði skollið óviðbúið yfir eins og holskefla, því hefðu erfið- leikarnir orðið miklir. Ófram- kvæmanlegt hefði verið fyrir borgina að fresta framkvæmdum þegar ljóst var hvert stefndi. Ástæðan til þess hefði verið að búið var að gera fjölda verksamn- inga við fyrirtæki sem borgin varð að standa við og engu varð þokað. En 1975 hefðu menn vitað um vandann fyrirfram og þess vegna verið hægt að taka mið af því, Reikningarnir frá 1975 bæru því vott um það. Birgir ísleifur sagði að hægt hefði verið að kom- ast hjá erlendum lántökum t.d. fyrir RR. En þar hefðu minni- hlutaflokkarnir verið stór þrösk- uldur. Þeir hefðu engan veginn, hV"!’!lÍo •*-*»<«• iwrAí i/PiíA getað falíizt á tillögur borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins til bjargar fjárhagsvandanum. Björgvin Guðmundsson og Sig- urjón Pétursson tóku báðir aftur til máls en töluðu stutt. Af- greiðslu reikninganna hjá Reykjavíkurborg fyrir 1975 var síðan víðað til annarrar umræðu. ALLT MEÐ EIMSKIF A NÆSTUNNI FERMA SKIP V0R TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: ANTWERPEN: Tungufoss 5. júli Graundarfoss 12. júli Urriðafoss 1 9. júli Tungufoss 26. júli ROTTERDAM: Tungufoss 6. júlí Grundarfoss 13. júlí Urriðafoss 20. júli Tungufoss 2 7. júli FELIXSTOWE: Dettifoss 6. júli Mánafoss 1 3. júli Dettifoss 20. júli Mánafoss 29. júli HAMBORG: Dettifoss 8 júli Mánafoss 1 5. júli Dettifoss 22. júlí Mánafoss 29. júli PORTSMOUTH: Brúarfoss 1 2. júli Bakkafoss 1 2. júli Selfoss 23. júli Bakkafoss 2. ágúst Goðafoss 1 1. ágúst HALIFAX: Brúarfoss 1 9. júlí KAUPMANNAHÖFN Irafoss 6. júli Múlafoss 1 3. júli írafoss 20. júli Múlafoss 2 7. júlí GAUTABORG írafoss 7. júli Múlafoss 1 4. júli írafoss 2 1. júlí Múlafoss 28. júlí HELSINGBORG: Álafoss 5. júli Álafoss 1 9 júli Álafoss 2. ágúst KRISTIANSAND: Álafoss 6. júlí Álafoss 20. júlí Álafoss 3. ágúst ÞRÁNDHEIMUR „Skip" 28. júli GDYNIA/GDANSK: Fjallfoss 7. júli Reykjafoss 23. júli VALKOM: Fjallfoss 6. júlí Reykjafoss 21. júli VENTSPILS: Fjallfoss 4 júli Reykjafoss 23. júli WESTON POINT: Álafoss 1 2. júlí Kljáfoss 26. júli. REGLUBUNDNAR VIKULEGAR HRAÐ- FERÐIR FRÁ: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, G AUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM ALLTMEÐ .A/3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.