Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
143. tbl. 63. árg.
SUNNUDAGUR 4. JÚLl 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ljósmynd Frióþjófur
settu rennur út kl. 11 á morgun,
sunnudag.
ísraelsmenn sögðu i dag að þeir
gætu ekki fundið fimm þeirra 40
stuðningsmanna Palestinumanna
sem flugvélarræningjarnir vilja
að sleppt verði úr israelskum
fangelsum.
Jór f blómabaði.
Ólympíuleikarnir:
Nairobi. 3. jálf. Reuter.
PALESTÍNSKU flugvélar-
ræningjarnir sem hóta að
drepa 110 gísla sína á Ent-
ebbe-flugvelli í Uganda ef
53 stuðningsmenn Pales-
tínumanna í fimm löndum
verða ekki leystir úr haldi,
neituðu í dag að ræða við
fulltrúa Frelsissamtaka
Palestínu (PLO).
Fulltrúinn fór til Uganda i|
egypzkri flugvél en sneri aftur
þegar honum var sagt að flugvél-j
arræningjarnir neituðu að ræðaj
við hann. PLO hefur reynt að
hafa milligöngu í málinu.
Gíslarnir eru sagðir umkringdir
sprengiefni í flugstöðvarbygging-
unni en geta hreyft sig dálítið og
fá að tala saman. Ugandamenn fá
að afhenda gislunum mat og
drykk og liðan þeirra er sögð góð.
Sendiherra Sómalíu, Hashi<
Abdullah Farah, sem kemur fram
i hlutverki milligöngumanns var
bjartsýnn á að lausn fyndist. Umj
80 gislanna eru ísraelsmenn og
flestir hinna eru Gyðingar nema
áhöfn flugvélarinnar sem er frá;
Air France.
önnur flugvél frá Air France
bíður á flugvellinum f Nairobi og
er þess albúin að fljúga til Ent-
ebbe ef nauðsyn krefur. Frestur-
inn sem flugvélarræningjarnir
Bandaríkja-
menn hóta
að hætta við
þátttöku
New York —3. júlf — Reuter
ÖLYMPIUNEFND Banda-
rfkjanna hótaði þvf f gær að af-
lýsa þátttöku bandarfskra fþrótta-
manna f Ólympíuleikunum, sem
eiga að hefjast f Montreal innan
skamms, ef kanadfska stjórnin
viðurkenndi ekki keppendur
frá Formósu sem réttmæta
fulltrúa Kfna.
Kanadíska stjórnin hefur
neitað 42 keppendum frá For-
mósu að keppa á leikunum i nafni
Kina, þar sem stjórnin hefur við-
urkennt stjórnina í Peking.
Aður hefur alþjóðlega Ölympíu-
nefndin mótmælt þessari afstöðu
kanadísku stjórnarinnar.
Brandara-
ráðstefna
Cardiff, 3. Jfilf. AP.
PRÓFESSORAR frá 12 lönd-
um halda ráðstefnu f Cardiff
13. júlf til að grafast fyrir um
hvers vegna brandarar eru
fyndnir.
Ráðstefnan er haldin á veg-
um háskólans f Wales og flutt-
ir verða 80 fyrirlestrar um or-
sakir hláturs vfðs vegar f heim-
inum.
Blóðug átök í Khartoum
Kafró, 3. júlf. Reuter.
JAFFAR Nimeiri forseti stjórnar
sjálfur aðgerðum gegn hermönn-
um sem hafa reynt að gera upp-
reisn f Súdan að þvf er egvpzka
fréttastofan hafði eftir súdönsk-
um ráðherra f dag. „Við ráðum
við ástandið og munum koma þvf
f eðlilegt horf,“ sagði ráðherrann.
Samkvæmt siðustu fréttum
flutti Nimeiri forseti útvarps-
ræðu f Omdurman- útvarpinu og
tilkynnti að tilraun til að steypa
sér af stóli hefði farið út um
þúfur.
Irakska fréttastofan segir hins
vegar frá þvf að harðir bardagar
hafi brotizt út f Khartoum f dag
og að tugir manna hafi fallið f
átökum uppreisnarmanna og her-
manna sem eru hliðhollir forset-
anum.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum tókst Nimeiri forseta að
laumast út úr flugstöðvarbygg-
ingunni f Khartoum skömmu eft-
ir að hann kom frá Bandarfkjun-
um og Frakklandi þar sem hann
dvaldist f þrjár vikur.
Flugvöllurinn f Khartoum er
enn á valdi uppreisnarmanna að
sögn íröksku fréttastofunnar.
Liðsauki hefur verið sendur til
höfuðborgarinnar frá Norður-
Súdan.
Hermenn hliðhollir Nimeiri
neita að skjóta á uppreisnarmenn
á flugvellinum af ótta við að hitta
þrjár saudi-arabískar herflutn-
ingaflugvélar sem eiga að flytja
súdanska hermenn til Libanons.
Skriðdrekar eru komnir til höf-
uðborgarinnar og barist er á göt-
unum með vélbyssum og
sprengjuvörpum. Harðast er bar-
izt á svæðinu umhverfis aðal-
stöðvar hersins og í borginni
Omdurman andspænis Khartoum.
Á einu sjúkrahúsi voru talin 100
lík manna sem höfðu fallið í bar-
dögunum.
Blaðið Al-Gomhouria í Kairó
segir að egypzki hermálafulltrú-
inn í Kaíró hafi verið handtekinn
af uppreisnarmönnum í gær en
stjórnarhermenn leyj|L hann úr
haldi.
Frétt iröksku fréttastofunnar
frá Khartoum var send í talstöð
en annars er ekkert fjarskipta-
samband við borgina. Utvarps-
stöðin í Omdurman hefur ekki
útvarpað síðan byltingartilraunin
var gerð. Súdanska stjórnin sagði
í yfirlýsingu i gærkvöldi að
uppreisnartilraun hefði verið
bæld niður.
F orsætisráðherra-
efni valin á Spáni
Umkringdir
sprengiefni
Verða 150
líflátnir?
Washington, 3. júlí. Reuter.
13 af 50 rfkjum Bandaríkjanna
geta nú Ifflátið menn sem hafa
verið dæmdir til dauða fyrir morð
þar sem Hæstiréttur hefur úr-
skurðað að dauðarefsing sé ekki
bönnuð samkvæmt stjórnar-
skránni.
Rfki sem vilja innleiða dauða-
refsingu geta farið eftir dauða-
refsingarlögum þessara 13 rfkja
sem Hæstiréttur hefur lagt bless-
un sfna yfir.
Hins vegar úrskurðaði Hæsti-
réttur að lög i um 12 ríkjum er
kveða svo á um að skylda beri til
að dæma menn til dauða fyrir
morð ættu ekki rétt á sér.
Þar með verður bjargað lífi
um 310 fanga. Hins vegar bíða um
150 fangar aftöku i þeim 13 ríkj-
um sem hafa fengið lög sín sam-
þykkt fyrir Hæstarétti.
Dauðadómar hafa ekki verið
uppkveðnir i Bandarikjunum síð-
an 1967 og siðan hafa miklar
umræður farið fram um málið.
Hundruð skipa heiðra
aímæli Bandaríkianna
Madrid —3. júlf. — Reuter.
RlKISRÁÐ Spánar hefur komið
sér saman um þrjá menn, sem
lagt er til að Juan Carlos konung-
■ur velji úr til að mynda nýja
rfkisstjórn f landinu.
Forseti rikisráðsins, Fernandez-
Miranda, hefur ekki viljað gefa
upp nöfnin, en talið er liklegt að
hér sé um að ræða þá Jose Maria
de Areilsa utaciríkisráðherra i
stjórn Navarros, Manuel Fraga
Iribarne, innanríkisráðherra, og
Manuel Gutierres Mellado hers-
höfðingja, en líklegt þykir að
Areilsa verði falin myndun hinn-
ar nýju stjórnar, að því er stjórn-
málaskýrendur í Madrid telja.
Sprenging í sendiráði
Saudi-Arabíu í Stokkhólmi
Stokkhólmi —3. júlf — Reuter
New York, 3. júlf AP Reuter
UM 300 seglskip og herskip
sigldu f dag inn f höfnina f New
York til að taka þátt f alþjóðlegri
flotasýningu til heiðurs Banda-
rfkjunum á 200 ára frelsisafmæli
þeirra.
53 tundurspillar, freigátur og
varðskip frá 22 löndum sigldu
inn f höfnina f um 45 km langri
einfaldri röð með bandarfska eld-
flaugabeitiskipið USS Wain-
wright f broddi fylkingar.
Á undan sigldu seglskipin sem
eru um 225 talsins. Fleiri seglskip
hafa ekki komið saman siðan
flotar Breta, Rússa og Frakka
þurrkuðu út flota Tyrkja og
Egypta í orrustunni við Navarino
1827.
Flotasýningin stendur fjóra
tíma og markar upphaf stórbrot-
inna hátíðahalda á 20Ó ára afmæli
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar á
morgun 4. júli.
Ford forseti sagði í ræðu fyrir
þjöðhátíðina i dag að tryggja yrði
bandarísku þjóðinni frelsi og
jafnrétti í anda sjálfstæðisyfirlýs-
ingarinnar og iif hennar,
hamingja og sómi grundvallaðist
á því að það tækist.
Forsetinn fór lofsamlegum
orðum um þróun sem hefði
stöðugt fært Bandaríkin nær
markmiðum sjálfstæðisyfirlýsing-
arinnar.
SPRENGING olli eldsvoða i húsi
sendiráðs Saudi-Arabíu í Stokk-
hólmi í morgun. Sprengingin varð
í baðherbergi á efri hæð hússins,
en á neðri hæðinni eru skrifstof-
ur sendiráðsins. Efri hæðin eyði-
lagðist að hluta, þak hússins féll,
en skrifstofuhæðin skemmdist
ekki. Enginn var í húsinu þegar
sprengingin varð. Talið er að um
skemmdarverk sé að ræóa.