Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULl 1976
25
Helgi Hálfdanarson:
Borgin mikla
MIKIÐ varð ég glaður, þegar ég
komst að raun um það á dögun-
um, að fossinn góði hjá Árbæ
heitir þvi fagra nafni Kermóa-
foss. Þar virðist náttúran sjálf
hafa vitjað nafns hjá tilgerðar-
lausu sveitafólki. Að vísu er
merking ekki ótvíragþ. Ker getur
merkt hringlaga hyl i á, og kynnu
móar þeir, sem fossinn er við
kenndur, að draga nafn af slikum
hyli, hafi hann einhver verið. En
ker merkti líka laxakistu og kem-
ur fyrir í þeirri merkingu í Grá-
gás; laxveiði í kistur var þá nefnd
kerafiski eða kerveiður. Vel gæti
nafn fossins bent til þess, að þar í
grennd hafi verið stunduð lax-
veiði með hagkvæmari aðferð en
þeirri, sem nú þykir helzt mönn-
um sæmandi.
En svo gat nafnið átt sér önnur
tildrög. Hver veit? Skyldi einhver
hafa týnt kerinu sínu þarna í mó-
unum og álfarnir hirt það, svo það
fannst aldrei? Eða fann einhver
þarna skrýtið ker, sem enginn
vissi deili á? Var kannski ein-
hverntíma kot þarna, sem hét
Kermóar? Það veit sjálfsagt ein-
hver. En hvað um það, fallegt er
nafnið, og margræð óvissan eykur
aðeins á gildi þess. Um leið og ég
sá fossinn nefndan Kermóafoss,
fór ég að biðja guð að foróa þvi, að
hann yrði skírður upp og nefndur
Miklifoss. En við hverju má ekki
búast í henni Reykjavík?
Sporin hræða. Látum það vera,
þó gata í smábæ sé nefnd Mikla-
braut, og hringsnúður á gatna-
mótum nefndur Miklatorg; en
þegar ekki má breyta túni gamals
býlis í almenningsgarð nema
breyta um leið svo elskulegu
nafni sem Klambratún í Mikla-
tún, þá kastar tólfunum. Með því-
líku uppnefni var spillt leifunum
af hlýleik þess góða staðar.
Það fylgir vist gelgjuskeiðinu
nokkur þörf að tylla sér á tá. En
þessi mikilmennska í nafngiftum
Reykjavíkur er naumast einleik-
in. Kannski ér hún í ætt við það
uppátæki að nema brott af Skóla-
vörðuholtinu lítillátar menning-
arminjar og setja þar í staðinn
einn af hæstu kirkjuturnum i
heimi. Og skyldi ekki vera af
sama toganum allt „borgar“-talið
í ráðamönnum bæjarins og fjöl-
miðlum? Þar er nú ekki dregið af.
Reykjavik er eini kaupstaðurinn
á landinu, sem hlotið hefur borg-
ar-titil. Hvað kemur til? Hvers
vegna er Reykjavík nefnd borg en
Siglufjörður ekki? Erþað einung-
is raunsæ viðurkenning á þeirri
skuggalegu staðreynd, að mann-
fjöldinn í Reykjavík nálgast með
geigvænum hraða þá þjóðfélags-
mynd sem flestum stendur vax-
andi stuggur af og kennd er við
erlendar borgir? Er „borg“
kannski hnjóðsyrði um veslings
Reykjavík? eliegar sagt í vork-
unnar skyni? Nei, ekki nú alveg.
Áður fyrr merkti „borg“ vigi, ef
ekki frá náttúrunnar hendi, þá
mannvirki til varnar, svo sem
hringmúr; síðan fasta manna-.
byggð, sem lukt var slikum varn-
arvegg, sér í lagi víggirtan kaup-
stað. Þess vegna var á islenzku
sagt „borg“ um mikils háttar er-
lenda bæi. En i borgum bjó einatt
það fólk, sem máli skipti; kóngur-
inn bjó y?org ásamt aðli sínum og
athafnaffronnum; og ætíð var það
öðru fremur gott fólk og hagsýnt,
sem borgum var ætlað að verja.
Borg var umfram allt fín, — mikil
og fin. Enda kom þar, að tslend-
ingar máttu ekki borgarlausir
vera. Og Reykjavík var sjálfkjör-
in til þeirrar vegsemdar, þó smá
væri; hún var þó alltjent höfuð-
staður landsins. Borg skyldi hún
vera, hvað sem tautaði; nöfnum
var breytt, stofnanir bæjarins
voru kenndar við „borg“, einnig
embætti sem allra flest, og allt
fékk meiri Ijóma en áður.
Þó er hér enn sá hængur á, að
allur almúginn tregðast sí og æ
við að teygja sig upp í borgar-
gloríuna. Allt frá þvi að upp reis í
Reykjavík eitt af sjö furðuverk-
um veraldar, koiahegrinn sálugi,
tákn framtaks og auðsældar, hafa
dagblöð stagazt á „borginni"; í
útvarpinu dugir aldrei minna en
„höfuðborgin" og „höfuðborgar-
svæðið“; jafnvel „Reykjavík" er
þar blótsyrði, sem forðast skal i
kurteisu tali, og „bær“ er algert
bannorð um þann stað. Og þó hef
ég aldrei heyrt nokkurn bæjar-
búa á förnum vegi kalla Reykja-
vík borg. Enda þætti vist flestum
sá Reykvíkingur nokkuð kyndug-
ur, sem segðist vera á leið niður i
miðborg, eða spyrði granna sinn,
hvort hann ætlaði að fara úr borg-
inni um helgina.
Magnús vinur minn Björnsson
segir, að til séu þeir menn, sem
leiðrétti smæð sina með því að
halda sem hæst á loft frekju sinni
til fjár. Þeim verði allt að hnossi,
sem auglýsi kaupgetu þeirra,
jafnvel eyðslusemi eyðslunnar
vegna. Þeim þyki til vinnandi að
búa í ömurlega miklum húsa-
kynnum, aka um bæinn í óþægi-
lega stórum bílum, hima úti í ám
að drepa kvikindi fyrir hlægilega
hátt gjald, o.s.frv., ef verða mætti
til þess, að einhver færi að öfunda
þá af auraráðum, hvaða gagn sem
það ætti nú að gera. Áður fyrr
hafi slíkt verið kallað uppskafn-
ingsháttur; nú sé það nefnt stöðu-
tákn. Hann Magnús okkar segir
nú svo margt.
En það er þá ekki bara einn og
einn góður borgari, sem ef til vill
á erindi við vindinn. Bæir og
byggðarlög eiga það líka til, að
koma sér upp stöðutáknum úr
einu saman lausu lofti, ef ekki til
að hreykja sér framan í aðra, þá
til þess eins að miklast í eigin
augum. Reykjavik blessunin er af
hvorugu alskalaus; jafnvel stöku
nafngiftir koma þar upp um hana.
Og úr því að það er á annað borð
fínt að krækja öngli i kjaftinn á
fiski og láta hann djöflast út og
suður vitlausan af kvölum og
óhemjuskap, þá hlýtur það að
vera kjörið stöðutákn mikillar
borgar að hafa veiðiá innan
marka sinna og geta sýnt út um
víða veröld myndir af borgarbú-
um, sem koma akandi eftir Miklu-
braut í miklum tryllitækjum til að
sveifla veiðistöng með miklum til-
burðum, ef ekki í sjálfu hjarta
höfuðborgarinnar, þá a.m.k. i
kjaftviki hennar. Til eflingar svo
góðum fínheitum er varla horf-
andi í smávegis náttúru-
hagræðingu eins og að þurrka
upp skrýtilegan foss þann tíma
ársins sem hann kynni helzt að
laða til sín umrenninga, sem eru
svo ófínir að geta horft á streym-
andi vatn, og jafnvel kvikandi
sporð, án þess að nenna að drepa
svo mikið sem tittlinga. Þeir geta
þá skoðað þennan foss i friði á
jólunum.
Naumast er þó hagsýnu réttlæti
voru alls kostar fullnægt, fyrr en
stórlaxinn fær allt vatnið úr
Elliðaánum á sumrin, en Kermóa-
foss fær aðra kvíslina í skamm-
deginu, enda sé hann þá skírður
Miklifoss. Því hver getur litið foss
réttum augum, nema hann sé tví-
mælalaust mikill?
Fosshylur ( Laxá f Aðaldal
þangað sækja þeir bæði fersk og
holl áhrif, sem geta orðið kveikja
nýrrar, innlendrar menningar,
ekki síður nú en fyrr á öldum, en
auk þess sól og líkamlega hress-
ingu sem er ekki síður nauðsyn-
leg en hin andlega. Stjórnvöld
ættu þvi að gjalda varhuga við að
gera mönnum æ torveldara að
ferðast til útlanda, enda er eng-
inn vafi á því, að sú þróun, sem
átt hefur sér stað i ferðamálum
okkar hefur kallað fram sterk og
neikvæð viðbrögð hjá öllum þorra
almennings og ýtt undir svarta-
markaðsbrask með erlendan
gjaldeyri, þannig að hið opinbera
hefur í raun og veru átt veruleg-
an þátt í því með siauknum höft-
um á gjaldeyrisviðskipti að ýta
undir hækkun gjaldeyris, svo að
nú er orðið tvenns konar verð á
erlendri mynt hér á landi, það er
staðreynd sem ekki er hægt að
mótmæla. Það hefði áreiðanlega
verið hægt að draga úr þessari
slæmu þróun með sveigjanlegri
stjórnun þessar mála. Það hlýtur
að vera óeðlilegt ástand, þar sem
mikið af gjaldeyrisviðskiptum fer
fram á götuhornum og bankarnir
fá ekki rönd við reist. Enginn
græðir á slikri þróun nema spekú-
lantar og gjaldeyrisbraskarar,
sem ættu auðvitað ekki að vera til
í neinu sæmilegu landi. Þar sem
allt er með eðlilegum hætti, dett-
ur engum í hug annað en unnt sé
að verzla með gjaldeyri á eðlileg-
an hátt og hann eigi ekki undir
neinum kringumstæðum að vera
e.k. bannvara. Slíkur varningur
er jafnan eftirsóttari en það, sem
allir geta fengið hömlulaust. Það
þykir eins sjálfsagt að fara með
gjaldeyri á milli landa, t.O.m. í
Vestur-Evrópu, eins og að aka í
eigin bíl yfir landamæri ná-
grannalands. í gjaldeyrismálum
erum við íslendingar því miður
molbúar, sumpart vegna þess að
vinstri stjórnin bruðlaði svo, bæði
með gjaldeyri og aðra sjóði, að allt
var upp étið undir lokin, en sum-
part vegna þess, að engu er líkara
en sumir ráðamenn og embættis-
menn trúi ekki á frjáls viðskipti,
þeir verða einir öllu að ráða og
hafa siðasta orðið, jafnvel um
ferðir manna til útlanda. Þessi
hugsunarháttur er þjóöarlöstur,
en bruði vinstri stjórnarinnar al-
kunn ógæfa. Við höfum á undan-
förnum misserum verið að upp-
skera það, sem hún sáði, en nú er
bjartara framundan, eins og fyrr
getur, og ættum við að geta átt
von á því að heyra einhverjar
fréttir þess efnis, að dregið verði
úr gjaldeyris- og ferðahömlum
hér á landi og yrði það góð til-
breyting frá viðstöðulausum erki-
biskupsboðskap þess efnis að hert
verði æ meir á átthagafjötrunum.
Góð tíðindi auka á bjartsýni
manna. Stjórnmála- og embættis-
menn, sem ekkert skilja annað en
átthagafjötra og verðlagsákvæði,
eru timaskekkja, sem allt frelsis-
unnandi fólk er löngu orðið
þreytt á.
íslendingar áttu þvi láni að
fagna að eiga leiðtoga sem sá öðr-
um mönnum betur, hverjar eru
forsendur raunverulegs frelsis og
fullveldis, Jón Sigurðsson. Hann
var einn mestur vísindamaður á
norræn fræði um sína daga, auk
þess sem hann lagði höfuðáherzlu
á fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar-
innar. Hann var boðberi frelsis og
framfara, sem byggir á þeim
tveimur meginstoðum, sem hér
hefur verið fjallað um.
Laxá og aðrar
perlur
Að mörgu er að hyggja, þegar
talað er um landið og gæði þess.
Við höfum ekki alltaf umgengizt
það með þeim hætti, sem það á
skilið. Lífsbarátta þjóðarinnar
gegnum aldirnar hefur verið svo
hörð, að hún hefur ekki mátt
hugsa um fegurð og landgæði
fram yfir björg í bú. Af þeim
sökum munaði minnstu, að ofbeit
gengi af skógunum gjörsamlega
dauðum og í kjölfarið blés landið
upp svo að lá við landauðn. Nú
hefur þessu verið snúið við. Og
það var vel, þegar Alþingi sam-
þykkti í tilefni að þjóðhátíðinni
1974, að verja stórfé til baráttu
við uppblástur, og verður því að
vænta þess, að landið grói sára
sinna og við getum skilað þvi aft-
ur betra en við tókum við því.
En við skyldum huga að fleiru.
Það er ekki einungis ástæða til að
vernda dýralíf i sjónum umhverf-
is ísland, þó að þar sé nauðsynin
mest vegna þeirra fjárhagslegu
hagsmuna, sem I húfi eru. Við
eigum einnig að huga að dýralif-
inu í landinu sjálfu. í frétt var frá
því sagt ekki alls fyrir löngu, að
dúntekja hefði margfaldazt og má
ætla að æðafugli fjölgi aftur og
eru það gleðileg tíðindi. En víða á
dýralif samt undir högg að sækja.
Sá, sem heimsækir t.a.m. Laxá i
Aðaldal eða fer um Mývatnssveit,
sér i hendi sér, að fuglalíf á þess-
um slóðum er i mikilli hættu, ef
aðgát er ekki höfð og fjölbreyttu,
jafnvel einstæðu fuglalífi þar er
ekki rétt hjálparhönd. Bændur á
Laxársvæðinu eru t.a.m. uggandi
yfir þvi, hve minnkur og svart-
bakur ganga fram I að drepa
andarunga af ýmsum tegundum.
En þó er reynt eftir fremsta
megni að halda þessum vörgum
niðri. Þó segja þeir, sem til
þekkja við ósana, að svartbakur-
inn sitji fyrir öndum og ungum
þeirra og sporðrenni ungum í
tuga eða hundraða tali. Þá eru
nælonnetin á Mývatni áreiðan-
lega viðsjárverð og þarf að huga
að þvi. Við eigum að veita bænd-
unum á þessu svæði og annars
staðar alla þá aðstoð, sem við get-
um til að vernda dýrmætt og fjöl-
breytt fugla- og dýralif, svo að við
þurfum ekki að óttast, að t.a.m.
sjaldgæfar andategundir verði út-
dauðar innan fárra ára. Þannig er
að mörgu að hyggja. Landið er
dýrmætasta eign okkar. Við eig-
um að umgangast það eins og
helgan reit, sýna því þá lotningu,
sem það á skilið, og hjálpa náttúr-
unni til að halda jafnvægi, svo að
engin verði slysin, eins og þegar
geirfuglinn dó út.
Loks má svo geta þess að ef
ríkið sýnir ekki gott fordæmi,
er þess ekki að vænta að þegn-
arnir sjái ástæðu til að virða lög
og rétt og gerða samninga. Lax-
árdeilunni er lokið, það er vel.
Unnið er að því að orkuskort-
ur verði ekki á Norðurlandi
og ættu menn senn að sjá fyrir
endann á honum. En þá er eftir
hlutur ríkisins að standa við
gerða samninga við bændur á
Laxársvæðinu. Að því er stefnt að
gera alla Laxá laxgenga, þannig
að hún verði eigendum sínum arð-
bærari en nokkru sinni. Með
samningum var ákveðið, að rikið
byggði laxastiga upp á efra svæð-
ið í ánni, en framkvæmdir hafa
ekki enn hafizt, og því miður
hefur rikið ekki enn staðið við
gerða samninga. Er þess að
vænta, að ráðamenn sjái sóma
sinn í því að ekki komi til nýrra
átaka vegna vanefnda á samning-
um, enda er það ekki síður mikil-
vægt að rækta upp íslenzkar ár en
miðin umhverfis landið. Við eig-
um að sjá ísland sömu augum og
Jónas Hallgrimsson, þegar hann
horfði yfir Gunnarshólma og aðra
dýrmæta gróðurreiti: róman-
tiskum augum ættjarðarvinar og
fagurkera, en einnig með augum
framfaramannsins, sem á sér
mikla drauma um blómlegar
byggðir og farsælar framkvæmd-
ir, en sér þetta svo hvort tveggja
samtvinnað i skáldlegu ljósi þess
manns, sem bezt hefur komið orð-
um að nauðsyn þess að saman fari
fegurð og hagsæld.