Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976
35
Dagný Guðmunds-
dóttir — Minning
Fædd 1. febrúar 1896
Dáin 17. apríl 1976.
Börnin, sem léku sér í gömlu
Höepnersportunum á Akureyri á
fyrstu tugum aldarinnar, eru nú
enn öll að týna tölunni. Tveir
leikbræður mínir féllu frá siðast-
liðinn vetur. Um páskana frétti ég
lát Dagnýjar leiksystur minnar og
mörg eru þau farin á undan sem
vonlegt er. Ég hafði opnað útvarp-
ið mitt og var grandalaus, heyrði
ég þá auglýst andlát gömlu vin-
konu minnar og brá við þá frétt.
Margar minningar sóttu á hugann
frá bernsku og æskuárum. Ég var
8 ára gömul þegar foreldrar mín-
ur fluttust að haustlagi í litla hlý-
lega húsið á Brekkunni að
Spítalavegi 8. Þar áttum við
heima i þrjú ár, unz við fluttumst
í skólann, sem þá var Gagnfræða-
skólinn á Akureyri, nú M. A.
Það var stutt á milli okkar
Dagnýjar, sem átti heima á
Spítalavegi 1, og hófust kynni
okkar fljótt eftir að komið var á
Brekkuna. Hittumst við daglega
og lékum okkur saman. Kynnti
hún mig brátt fyrir krökkunum,
sem í frístundum sínum hópuðust
saman við gömlu Höepnershúsin
en þar var tilvalinn leikvöllur.
Hvergi var betra að vera í bolta-
leik en við gömlu pakkhúsin, sem
voru mishá með mátulega brött-
um þökum. Þau áttu hvergi sinn
líka. Þar gátu allir aldursflokkar
fundið hús við sitt hæfi fyrir þak-
bolta og fyrir vestan húsin neðan
við götuna var slagboltavöllur,
var hann óspart notaður því slag-
bolti var einna vinsælastur er til
lengdar lét.
í portunum voru mörg skot og
afkimar þar sem gott var að fela
sig og því tilvalinn staður fyrir
ýmsa felu- og útileiki. Seinnipart
dags, eftir að skóla lauk á veturna
og á björtum vor- og sumarkvöld-
um hópuðust börnin saman úr
næsta nágrenni af.Brekkunni, úr
Gilinu, og nokkur komu alla leið
sunnan úr fjöru að Hoepnersport-
inu til að leika sér. Oft var þar
glaður hópur að leik. Ég var þá
nýkomin úr sveitinni og man hvað
ég var feimin við kaupstaðabörn-
in fyrstu dagana, sem Dagný
leiddi mig i leikinn. Mér fannst
kaupstaðakrakkarnir líta niður á
sveitastelpuna og ekki kom til
mála að fáráðlingurinn úr sveit-
inni fengi að vera með í slagbolta
nema „stikkfri" sem kallað var.
Minnimáttarkenndin kvaldi mig
en Dagný taldi í mig kjark. Ekki
leið á iöngu þar til úr rættist.
Falle^ur og góður drengur, sem
iðulega var annar foringi i leikn-
um, sagði eftir nokkra daga: Það
er synd að Hulda litla þurfi að
vera stikkfrí, ég kýs hana sem
fullgildan liðsmann. Ég man enn
hvað mér létti og minnist ávallt
þessa drengskaparbragðs. Mikið
kapp var lagt á að standa sig og
bregðast eigi trausti hins góða
foringja. Margar góðar bernsku-
minningar á ég frá þessum
bernskuleikvelli. Ég man hvað
tíminn leið fljótt því hjá þvi varð
ekki komizt að koma tímanlega
heim á kvöldin. Þá voru börn lát-
in hlýða.
A illviðrisdögum þegar eigi var
fært á leikvöllinn sátum við
Dagný heima með brúðurnar
okkar og undum vel okkar hag.
Eftir að flutt var ofar á Brekkuna
hittumst við þegar færi gafst.
Seinna þegar við hittumst minnt-
ist hún á böllin i skólanum hvað
þau hefðu verið skemmtileg.
Dagný var sjálfsögð á öll skólaböil
meðan ég gat þar einhverju um
ráðið.
Dagný var fædd á Akureyri 1.
febrúar 1896 og ól þar allan sinn
aldur lengst af á Spítalavegi 1.
Stóð þar heimili hennar frá því
hún var barn að aldri og til ævi-
loka. Foreldrar hennar voru hjón-
in Guðrún Guðmundsdóttir, bók-
sali á Akureyri, Guðmundssonar,
— merkur maður á sinni tíð, — og
Guðmundur Guðmundsson skó-
smíðameistari. Guðmundur var
Húnvetningur að ætt, sonur Vig-
fúsar Melsteð Guðmundssonar,
prests að Melstað i Miðfirði, og
Oddnýjar Ölafsdóttur frá Sveins-
stöðum í Þingi, Jónssonar prests í
Steinnesi Péturssonar. Kona sr.
Jóns í Steinnesi var Elísabet
Björnsdóttir hins dætrumprúða
prests i Bölstaðahlíð. Var
Guðmundur elztur 15 barna
þeirra hjóna, fæddur 8/9 1864.
Guðmundur var mjög dagfars-
prúður maður, hagur i höndum og
þótti prýðisskósmiður. Var oft
leitað til hans ef um vandaða skó
var að ræða. Eftir að ég kom í
Húnavatnssýslu, hef ég þráfald-
lega rekið mig á að mikill hagleik-
ur er áberandi hjá ættmennum sr.
Jóns í Steinnesi. — Það var oft
gaman að koma með Dagnýju inn
á skóvinnustofu föður hennar,
sem var á neðri hæðinni i húsi
hans við Spítalaveg 1. Þar sátu
ungir menn við nám hjá meistara
sinum og auðséð var að vandað
var til allra verka, enda komu
margir fallegir skór frá
Guðmundi skósmið.
Minnisstæðastir eru mér þó
ballskórnir sem hann saumaði
handa okkur Dagnýju fyrir eitt
barnaballið. — Eitt barnaball var
haldið ár hvert á Hótel Akureyri.
Bar það upp á fyrsta mánudag i
sjöviknaföstu, flengingardaginn.
Það var dýrðlegur dagur í mínu
ungdæmi.
Barnaballið var i nánd, ég átti
enga brúklega skó og danskir
skór fengust ekki i bænum. Nú
voru góð ráð dýr, þvi íslenzkir
skór þóttu lélegir ballskór.
Mamma fór til Guðmundar og bar
upp vandræði sín. Guðmundur
ték bón hennar vel, sagðist hvort
sem væri þurfa að sauma skó á
Dagnýju. Enn eru mér minnis-
stæðir þessir blessaðir skór þar
sem þeir voru við rúmstokkinn
minn þennan umrædda dag, gljá
andi eins og spegill með útflúri á
tánum ogsvartrisilkislaufu með
perlu í miðjunni. Slíka skrautskó
hafði mig ekki dreymt um og mik-
ill var fögnuðurinn. Það eina sem
skyggði ögn á var að skórnir voru
vel við vöxt svo við urðum að vera
í tvennum sokkum á ballinu auk
þess sem troða þurfti í tærnar svo
skórnir dyttu ekki af okkur í
dansinum. — Á þessum árum var
hugsað um að flíkurnar entust. Þá
var ekki daglega gengið í búðir til
innkaupa. Þessir skór entust okk-
ur Dagnýju i mörg ár.
Ég taldi það mikið lán að eign-
ast Dagnýju fyrir félaga og vin-
konu, þegar ég ung að árum kom í
bæinn öllum ókunnug. Er ég
henni ávallt þakklát fyrir trygga
og góða vináttu á bernsku og
æskuárum.
Dagný var ákaflega prúður
krakki og mjög vel gefin, alltaf
efst i sinum bekk i barnaskólan-
um. Það var sama hvað hún gerði,
allt fór henni vel úr hendi. Hún
var vönd að virðingu sinni og
vildi ekki vamm sitt vita. Býst ég
við að þessir kostir hafi fylgt
henni alla ævi. Dagný var ákaf-
lega heimakær svo mér fannst
stundum keyra úr hófi, þegar ég
vildi fá hana i sveitina með mér á
sumrin. En henni varð ekki
þokað. Það þóttu tíðindi þegar
Dagný fór með mér einn dag heim
að Möðruvöllum og var nótt í
burtu. Slíkt gerðist ekki oftar.
Hún unni heimili sínu og vildi
af alhug létta undir með móður
sinni, sem átti þrjú börn yngri,
þegar ég man fyrst eftir, Garðar,
Láru og Fanneyju, og svo bættist
yngsti sonurinn, Arthur, í hópinn
nokkrum árum seinna. Litli
drengurinn varð yndi hennar og
eftirlæti, lét hún sér mjög annt
um hann, man ég var. Heyrt hef
ég að Arthur hafi haldið i hönd
systur sinnar síðustu stundirnar.
Átti það vel við og gladdi mig.
Stundum barst það í tal okkar á
milli, að hún ætti að koma með
mér I Gagnfræðaskólann, þegar
barnaskólanum lauk, hún sem
átti svo hægt með að læra hvort
heldur var til munns eða handa.
En ekkert varð úr þvi, heimilið
var fyrir öllu.
Guðrún móðir Dagnýjar verður
mér ætíð minnisstæð. Hún var
falleg kona og viðmótsþýð. Þótti
mér vænt um hana frá þvi i fyrsta
sinn, er ég barði að eldhúsdyr-
unum og spurði eftir vinkonu
minni. Opnaði hún fyrir mér bros-
hýr og elskuleg og stakk ein-
hverju góðgæti að mér um leið og
við Dagný fórum út. Þannig var
Guðrún við mig alla tið.
Garðar, bróðir Dagnýjar, missti
ungur heilsuna. Var hann tveim-
ur árum yngri en Dagný. Tók
Dagný sér mjög nærri veikindi
hans. Garðar var vel gefinn pilt-
ur. Hann var loftsekytamaður á
Framhald á bls. 39
héttir frá PON
Frá hinum viðurkenndu framleiðendum GBO
bjóóum viö nýja gerð þorskaneta — og á hagstæðu
GRIPNET
(Super multi mono filament)
Garn úr fjölþættu girni, níðsterku, með
teygjugripi. Það gefur hæfilega eftir, herðir vel aö
og auóveldar losun úr netinu.
Undur og stórmerki segja sumir. Við teljum þetta
eólilega framþróun í netagerð, sem lofi góðu.
Vegna góðrar reynslu GRIP netanna í Kanada er
eftirspurn þar svo mikil að okkur býðst aðeins tak-
markað magn til afgreiðslu fyrir næstu vertíð.
Hafið því samband við okkur sem allra fyrst.
Mlamenn vilja af bragðsnet
cftimtan E5EÍCÍfæriar
Pétur 0 Níkulássoit
TRYGGVAGÖTU 8 SÍMAR 22650 20110