Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLl 1976
13
Jón Baldvin Hannibalsson,
skólameistari á ísafirði, svaraði
á þessa leið:
I. Nú hafa birzt milli 10 og 20
greinarstúfar í dagblöðum und-
ir fyrirsögnum sem gefa til
kynna eftirfarandi: (1.) Fall-
prósenta í Háskóla íslands hef-
ur aldrei verið meiri. (2) Að
áliti forsvarsmanna Háskólans
er ástæðan lélegur undirbún-
ingur í menntaskólum; lækk-
andi kröfur og versnandi náms-
árangur.
Ályktanir almennings í land-
inu af þessari fræðslustarfsemi
fjölmiðlanna eru m.a. þessar:
(1) Menntaskólarnir í landinu
eru á hraðri niðurleið vegna
stjórnleysis stjórnenda og aga-
leysis og hyskni nemenda. (2)
Framleiðslumagnið (stúdent-
Jón Baldvin Hannibalsson
skólamcistari Menntaskólans á
tsafirði
ar) margfaldast en gæðum
hrakar i réttu hlutfalli. (3)
Þrátt fyrir stórfelld vörusvik
erum við (almenningur í land-
inu) látin standa undir hækk-
andi framleiðslukostnaði.
Því dæmist rétt vera: Svika-
mylla verðbólgunnar er alls
staðar að verki — líka í skólun-
um, samfélag i hnignun.
II. Vegna þessarar „umræðu"
er ástæða til að fá kannað: (1)
hversu margir blaðamenn eru
stúdentar. (2) Hversu margir
þeirra eru þriðju einkunnar
menn? Það er m.ö.o. ástæða til
að vekja athygli á, að það eina
sem virðist vanta í þennan
fréttaflutning eru staðreyndir
til að draga af réttar ályktanir.
Vel má vera að staðreyndir
myndu staðfesta þessar niður-
stöður ef þeirra væri leitað. Það
hefur bara ekki verið gert.
Nokkrar spurningar: Hefur
fallprósenta í öllum deildum HI
hækkað miðað við s.l. a) 5 ár b)
10 ár c) 20 ár? Er þetta mis-
jafnt eftir deildum og áraskipti
að því? Hversu stór hluti stúd-
enta með 3. einkunn leitar inn-
göngu i Hl og stundar þar nám?
Hversu stór hluti þeirra lætur
„Svo vakna menn upp
við vondan draum”
þar aldrei sjá sig? í hvaða
deildum eru þeir (— eru flestir
í lagadeild)? Hversu stór hluti
stúdenta með góða 1. einkunn
leitar erlendis til náms? Er
hægt að meta það í deildum HI,
hversu kröfur hafa verið hertar
(síupróf á fyrsta ári, hækkuð
einkunnamörk, styttur náms-
tími)? Er ekki Háskóli íslands
hættur að vera hobbýskóli?
III. Ég geri ráð fyrir að allir
menntaskólarnir hafi á reiðum
höndum upplýsingar um dreif-
ingu einkunna á stúdentsprófi.
Hvers vegna safnar ekki
menntamálaráðuneytið þessum
upplýsingum og vinnur úr
þeim? Við Menntaskólann á
Isafirði er einkunnadreifing á
stúdentsprófi þessi:
Tölur tala sínu máli, en geta
lika verið villandi, þess vegna
þarf að taka fram eftirfarandi:
(1) Hópur hundrað stúdenta á
þremur árum er ekki marktæk-
ur til almennra ályktana. (2)
Einkunnir á stúdentsprófum
frá skólunum eru ósambærileg-
ar (sumir hafa strangari náms-
einkunnir og viðamikil yfirlits-
próf — aðrir hvorugt).
IV. Sumir álykta af þessu að
það vanti samræmda námskrá
fyrir menntaskólastigið og
framhaldsskóla. Þessi náms-
skrá fyrir menntaskóla er til —
í hverjum skóla fyrir sig, sb.
Námsvisi MH, Handbók MA, og
Leiðarljós Ml. Bara að biðja um
þessar bækur. Samning sam-
Einkunnadreifing ástúdentsprófi (%)
Einkunnir 1974 1975 1976 Meðaltál
1. einkunn 19.9 35.7 32.3 29.4
2. einkunn 43.3 42.9 38.2 41.3
3. einkunn 36.7 21.4 29.4 29.3
Meðaleink- unn 6.3 6.6 6.5 6.5
ræmdrar námskrár hefur verið
á dagskrá hjá menntamálaráðu-
neyti a.m.k. s.l. 5 ár. Hún hefur
enn ekki séð dagsins ljós. Þess
vegna hafa skólarnir gert þetta
sjálfir. Samvinna þeirra í milli
er meiri en ætlað er. Við tökum
mið af námslýsingum hvers
annars. Kennarar í einstökum
greinum hafa nána samvinnu.
Við skiptumst á prófum.
Ráðuneytið hefur ekki starfs-
kröftum á að skipa til að vinna
sérfræðistörf fyrir skólana.
Vilja menn koma upp deild í
ráðuneytinu sem mönnuð væri
sérfræðingum i skólamálum?
Mér hefur skilizt ekki.
V. Aðrir segja að koma þurfi
á samræmdum stúdentspróf-
um, sem stefna beri að skv.
reglugerð. Það fer að mínu
mati eftir eðli námsgreina.
Þetta er auðvelt t.d. i ensku,
stærðfræði og eðlisfræði. Að
öðru leyti væri það til ills eins.
Sjálfstæði menntaskólanna er
þeirra höfuðstyrkur. Þess
vegna hafa stórkostlegri breyt-
ingar orðið á námsefni og
kennsluháttum menntaskól-
anna s.l. 10 ár en á öðrum skóla-
stigum. Þessar breytingar hafa
orðið að frumkvæði kennar-
anna sjálfra. Það frumkvæði
má ekki drepa i dróma.
Þvert ofan i það sem fullyrt
hefur verið „ad nauseam" í
fjölmiðlum að undanförnu hef-
ur ekki verið dregið úr kröfum
til nemenda á menntaskóla-
stigi, þótt margt bendi til þess
(um það skortir áreiðanlegar
upplýsingar) að æ fleiri nem-
endum gangi æ verr að upp-
fylla þær. Þetta gerist skv. töl-
fræðilegu lögmáli við 3—4-
földun nemendahópsins hlut-
fallslega miðað við aldursár-
gang á 20 árum. Það væri rann-
sóknarefni ef þetta hefði ekki
gerzt.
Námsefnið hefur aukizt veru-
lega; vinnuálag hefur þýngzt; S
kröfur um sjálfstæði í vinnu-
brögðum hafa verið hertar.
Hins vegar hefur með reglu-
gerð verið slakað á ströngustu
prófkröfum við fjölgun endur-
'tektarprófa.
VI. Það er allt annað sem er
að. Það vantar allt sem heitir
skólapólitísk stefna hjá stjórn-
völdum í málefnum framhalds-
skólastigsins og yfirleitt.
Menntaskólum er fjölgað eftir
Framhald á bls. 21
Hin nýja skipan fræðslumála
hefur síður en svo reynzt vel
„Síðustu dagana hafa orðið
miklar umræður út af falli stú-
denta í Háskóla íslands, og
ræddi háskólarektor það nokk-
uð á háskólahátíð um síðustu
helgi. Ekki veit ég, hvort hér er
raunverulega um hlutfallslega
meira fall að ræða en áður hef-
ur gerzt, en tala fallinna er
greinilega allmiklú hærri en
tiðkazt hefur.
Morgunblaðið hefur farið
þess á leit, að ég segði eitthvað
um tvö atriði i ræðu rektors,
þ.e.a.s. hugmyndir hans um, að
taka þyrfti upp inntökupróf í
Háskóla Islands og endurskoða
þyrfti námsefni menntaskól-
anna. Skal ég nú í stuttu máli
gera grein fyrir skoðun minni á
þessum atriðum og tek þá hug-
myndina um inntökupróf
fyrst.
Ég skal taka fram strax,
að ég er á móti henni og
meginforsenda fyrir þeirri
skoðun minni er sú, að Háskóli
íslands er ekki eini viðtöku-
skóli íslenzkra stúdenta, heldur
hafa þeir sótt menntun víða um
heim. Það væri menningarlega
og fjárhagslega illa farið, ef Há-
skóli íslands færi að taka upp á
þvi að ögilda stúdentsprófið og
jafnvel koma í veg fyrir, með
inntökuprófi hjá sér, að ís-
lenzkt stúdentspróf opni mönn-
um dyr æðstu menntastofnana
um allan heim, eins og það hef-
ur gert til þessa. Menningar-
lega veitir smáþjóð ekki af því
að hafa samskipti við aðrar
þjóðir. Fjárhagslega mundi rlk-
ið líka finna töluvert fyrir því,
ef sjá þyrfti öllum þeim, sem
nú stunda nám við erlenda há-
Guðni Guðmundsson rektor
Menntaskólans I Reykjavfk
skóla, fyrir kennslu í Háskóla
Islands. Þegar af þessari
ástæðu er sú lausn, að Háskóli
Islands taki upp inntökupróf
óhæf.
En það er fleira sem kemur
til. Hin nýja skipan í fræðslu-
málum, sem verið hefur að fæð-
ast siðustu árin, virðist siður en
svo reynast vel, og því er
ástæða til að spyrna við fæti og
endurmeta ástandið. Það er
sjálfsagt að reyna að læra af
reynslunni og ekki aðeins okk-
ar reynslu heldur líka annarra,
ekki sízt Svía, sem virðast hafa
verið helzta fyrirmynd þeirra,
sem verið hafa að bjástra við
breytingarnar. Sviar hafa á
undarförnum árum gengið svo
langt í hvatvísi og nýjunga-
girni, að heita má, að þeir hafi
lagt allt sitt skólakerfi í rúst.
Það, sem byggja skyldi á rúst-
unum, hefur hins vegar ekki
reynzt nógu vel. Það virðist því
einsætt, að staldrað verði við og
hugsað að nýju.
Það er i raun óhaldbært að
telja, að svo stórt hlutfall af
hverjum árgangi, sem nú sækir
menntaskóla hafi til að bera
þann áhuga og þá getu, sem
krefjast verður af þeim, sem
vilja fást við akademískt nám.
Það verður að setja upp
praktiskari leiðir fyrir nokkurn
hluta þess nemendahóps, sem
nú sækir inn i menntaskólana,
námsleiðir, sem um tvítugt
bjóða upp á lokapróf með ein-
hverjum réttindum. Það er eng-
in ástæða til að vera að reyna að
troða öllu þessu fólki gegnum
stúdentspróf. Það virðist hvort
sem er vera komið svo, að Há-
skóli íslands sé eini æðri skól-
inn i landinu, sem ekki krefst
stúdentsprófs til inngöngu, eins
og komið hefur fram annars
staðar.
Varðandi þá hugmynd há-
skólarektors að endurskoða
þurfi námsefni menntaskól-
anna get ég verið stuttorður.
Mér þykir leiðinlegt, að vinur
minn og bekkjarbróðir skyldi
segja þetta, þvi að ég sendi hon-
um árlega skýrslu Menntaskól-
ans i Reykjavik, og ef hann
skoðar kaflann „Lesið og
kennt“ getur hann séð, að i
engu hefur verið slakað á náms-
kröfum. „Pensúm" er mjög
svipað og það hefur verið í
fjöldamörg ár, og kröfurnar eru
alls ekki minni en þær gerðust
þegar við vorum i skóla.
Skýringarinnar á vondri
frammistöðu stúdenta er alls
ekki að leita þarna, enda hafa
meðaleinkunnir í stúdentsprófi
lækkað svo mjög, sem raun er á,
vegna þess að haldið er sama
staðli á stúdentsprófi. Mennta-
skólar, eins og aðrir skólar,
Framhald á bls. 21
Taka þarf upp skipu
lega námsráðgjöf
Halldór Guðjónsson, kennslu-
stjóri Háskólans, sagði:
„Seinustu daga hefur ekki
linnt simhringingum f jölmiðla i
háskólakennara og háskólayfir-
völd þess erindis að frétta af
falli nemenda. Þessi óvenju-
lega forvitni um málefni Há-
skólans ber svo brátt að og á svo
óheppilegum tíma að þess er
enginn kostur að svala henni á
þann hátt og af þeirri ná-
kvæmni sem vert væri. Stjórn-
unarlið Háskólans og deildar-
forsetar hafa á siðustu vikum
haft ærinn starfa af því að
brautskrá stúdenta sem lokið
hafa námi, — þeir eru vel að
merkja fleiri í ár en nokkru
sinni áður, — og við að undir-
búa innritun nýstúdenta en
hún hefst 1. júlí. Sakir þessara
anna hefur Háskólanum orðið
fátt um nákvæm svör við spurn-
ingum fjölmiðla.
Spurningarnar hafa verið
þessar helztar: Hversu margir
hafa fallið á prófum í Háskólan-
um á árinu 1975—1976? Er fall
óvenjumikið? Af hverju falla
svona margir? Ef svara ætti öli-
um þessum spurningum eins og
gögn leyfa væri það nokkurra
vikna vinna. Bera þyrfti saman
einkunnir svo sem þriggja ár-
ganga á tveimur prófum: stúd-
entsprófi og 1. árs prófi I Há-
skólanum. Ef stúdentsprófs-
einkunnir eru tíu en prófgrein-
ar á 1. ári í háskóla fjórar (báð-
ar tölurnar eru of lágar) en
stúdentar um 1000 þá er hér
um 3 x-1000 x (10 + 4) = 42000
tölur að ræða sem flokka þarf á
ýmsa vegu og bera saman.
Reyndar veit ég ekki til þess að
slík könnun hafi nokkurn tima
verið gerð fyrir Háskólann i
heild (né heldur fyrir aðra
skóla eða skólastig).
Hlutfalistala þeirra stúdenta
sem falla i 1. árs prófum í
grundvallargreinum deildanna
sveiflast nokkuð frá ári til árs
en virðist þó fara vaxandi yfir
lengra tímabil, en samhliða
eykst fjöldi þeirra sem ná próf-
um. Á þessum tveimur fyrir-
bærum, árssveiflum og smávax-
andi fallprósentu, eru engar
tæmandi skýringar og varla er
við þvi að búast að nokkrar
tæmandi skýringar fyndust
hversu nákvæmlega sem málin
eru könnuð. Mörg atriði, sem
engin leið er að festa hönd á,
kunna að hafa úrslitaáhrif á
frammistöðu einstakra nem-
endahópa. Sveiflurnar geta ráð-
izt af smávægilegum breyting-
um á kennsluskipun eða kenn-
araliði Háskólans eða ménnta-
skólanna, eða af tízkubundnu
viðhorfi nemenda til náms og
námsvals.
Háskólinn hefur breytzt á
ýmsa lund á síðustu árum; en
ókleift er að gera sér grein fyr-
ir hvort námið hefur almennt
þyngzt við þessa breytingu, þó
virðist í mörgum greinum eðli-
leg tilhneiging til að auka
námsefni og gera jafna og stöð-
uga kröfu til nemenda. Þó væri
auðvelt að nefna dæmi hins
gagnstæða. Menntaskólarnir
hafa einnig breytzt á seinustu
árum og hafa þeir í mörgu tekið
mið af öðru en fyrirætlunum
nemanda um háskólanám. Milli
Háskólans og menntaskólanna
hefur nær ekkert samband ver-
ið um breytingar á þessum stöð-
um báðum. Væntanlega er I
þessu sambandsleysi að finna
einhverjar skýringar á lang-
tímabreytingum á fallprósentu
á 1. ári i Háskólanum.
Það er nokkuð almenn skoð-
un háskólakennara að nýút-
skrifaðir stúdentar verði með
hverju ári verr og verr fallnir
til háskólanáms. Einkum þykir
mönnum nemendur í vaxandi
mæli skorta færleik og skilning
í grundvallargreinum eins og
íslenzku og stærðfræði, þótt
þeir beri oft með sér stærra
safn fróðleiksmola en áður.
E.t.v. villir það mönnum sýn í
þessu efni að stúdentaárgang-
arnir hafa vaxið mjög hratt
(1960 voru nýstúdentar um 7%
af árgöngunum sem fæddust
1940, en nú eru nýstúdentar
nær 20% af árgöngunum sem
fæddust fyrir 20 árum). Hópúr
þeirra háskólanemenda sem
standa sig bærilega og vel, hef-
ur eins og áður sagði líka farið
stækkandi, en engu að síður er
þess að vænta að mest hafi
aukningin í hópi nýstúdenta
orðið af nemendum er af ein-
hverjum ástæðum eru siður
fallnir til hefðbundins háskóla-
náms en þeir sem brautskráð-
ust úr menntaskólunum fyrir
svo sem einum eða tveimur ára-
tugum. Ef þessi tilgáta er rétt
Halldór Guðjónsson kennslu-
stjóri Háskóla íslands
eru allar likur til þess að
menntaskólarnir hafi þurft að
breyta kennsluháttum sinum
verulega til þess að ná til breið-
ari nemendahóps en áður, en
slikt kemur trúlega niður á
undirbúningi allra nemenda.
Ef þessi tilgáta er rétt er
vafalaust full ástæða til að
sporna við þessari þróun. En
Háskólinn einn getur þar litlu
Framhald á bls. 17