Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjöri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10100
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
A 200 ára afmæli Bandaríkjanna
hafa íslendingar ástæðu til að
senda bandarisku vinaþjóðinni
kveðjur og árnaðaróskir. Samskipti
íslendinga og Bandaríkjamanna hafa
verið mikil og góð, og þrátt fyrir
stærðarmuninn hafa samskipti þess-
ara þjóða byggzt á þeim sjálfsögðu
forsendum, að þar eigi i hlut tveir
jafnréttir aðilar. íslendingar hafa
aldrei upplifað, að þar kenndi afls-
munar þvert á móti hafa þeir reynt
Bandarikjamenn að þvi að virða full-
veldi þeirra og sjálfstæði, og raunar
réð það úrslitum, þegar ísland varð
lýðveldi undir lok síðustu styrjaldar,
að Bandaríkjamenn, sem voru öflug-
astir vestrænna þjóða, féllust á að
virða sjálfstæði íslands og viður-
kenna, enda þótt bandamenn þeirra i
styrjöldinni, Danir, væru hernumdir
af Þjóðverjum, og ýmsum þótti
ástæða til, að Islendingar biðu með
lýðveldisstofnun, þar til að styrjöld
lokinni. Sem betur fer — og sam-
kvæmt samningum milli Dana og
Íslendinga — stigu islendingar spor
til fullkomins sjálfstæð'S á þeim
tima. sem gert var ráð fyrir í sam-
bandslagasamningnum 1918. og
einnig með þeim hætti, sem þar var
fram tekið. Afstaða Bandarikja
manna til lýðveldisstofnunar á ís-
landi var Islendingum öruggasta
tryggingin fyrir þvi, að sjálfstæði
landsins yrði viðurkennt. Og sam-
skipti þjóðanna siðan hafa verið með
þeim hætti, að ofstækislausu fólki er
Ijóst, að Islendingar hafa. vegna
framkomu Bandarikjanna við þá og
samstarfs um öryggismál, fulla
ástæðu til að bera hlýhug til
bandarisku þjóðarinnar. Morgun-
blaðið telur sig tala fyrir munn
flestra íslendinga, þegar það ber
fram kveðju sína og heillaóskir á
þessum merka degi, ekki einungis i
sögu voldugustu lýðræðisþjóðar
heimsins, heldur veraldarsögu siðari
alda. Það er ósk íslendinga, að eiga
friðsamleg og góð samskipti við allar
þjóðir. en þeir hafa skipað sér i flokk
vestrænna lýðræðisþjóða, m.a.
vegna legu landsins og ekki siður
hins, að íslendingar hafa kosið sér
svipað stjórnskipulag og rikir með
þeim þjóðum. sem næst okkur búa.
Aðdragandi sjálfstæðisstofnunar í
Bandarikjunum Norður-Ameriku er
hluti af frelsisbaráttu yfirleitt, og má
með miklum sanni segja, að frelsis-
barátta Bandarikjamanna og stofnun
sjálfstæðra Bandarikja Norður-
Ameríku sé e.k. undanfari stjórnar-
byltingarinnar miklu i Frakklandi,
sem varð kveikja að allri frelsisbar-
áttu æ siðan, og þá ekki sizt for
senda sjálfstæðisbaráttu islenzku
þjóðarinnar undir forystu Jóns Sig-
urðssonar og samstarfsmanna hans
á síðustu öld. Þannig hefur saga
Bandarikjanna og islands verið ná-
tengd um langan aldur og islenzka
þjóðin sótt afl og styrk i þá arfleið.
sem nærir rætur bandariskrar sögu
og menningar og hefur raunar
breiðzt út um allan heim á þessari
öld.
Þvi ber ekki eð neita. að Bandarfk-
in hafa orðið fyrir mörgum og marg-
vfslegum pólitfskum áföllum hin síð-
ari ár. en það er einungis merki um
styrk lýðræðis þar vestra, að spilling
hvers konar og valdniðsla getur ekki
grafið um sig, án þess að um hana
verði að lokum uppvist vegna þeirrar
lýðræðislegu hefðar, sem þar rikir,
og birtist ekki sizt i frjálsri blaða-
mennsku, sem er að sjálfsögðu einn
sterkasti þátturinn i þeirri frelsis-
kröfu, sem er f senn forsenda og
markmið bandariskrar frelsishug-
sjónar. Er þess að vænta að sú hug-
sjón verði ekki hverskonar spillingu
og valdaþjarki að bráð. eins og marg-
ir hafa óttast um tima, heldur megi
henni vaxa ásmegin, svo að kyndill
frelsisstyttunnar i New York verði
ekki slökktur, heldur megi hann visa
lýðræðisþjóðum um myrkviði ein-
ræðisásóknar þessarar grimmu ald-
ar. Án lýðræðis i Bandarikjunum, án
styrks Bandarfkjanna og forystu yrði
heimurinn eins oa hann leqgur sig
einræði að bráð, það skulu menn
muna, hvaða skoðanir sem þeir hafa
að öðru leyti á því stjórnarfari, sem
ríkir i Bandarikjum Norður Ameriku.
Í ræðu, sem Bjarni Benediktsson
flutti á samkomu Íslenzka-amerfska
félagsins á þjóðhátiðardegi Banda-
rikjanna 4. júli 1955. minntist hann
m.a. á atburð „sem olli aldahvörfum
i veraldarsögunni og átti þar með
mikinn þátt i að leysa hina hörðu
fjötra einveldis og einokunar af
fslenzku þjóðinni.
Þessi atburður var sjálfstæðisyfir-
lýsing Bandarfkjanna, er gerð var 4.
júli 1776 i Philadelphiu. Auðvitað
var sjálfstæðisyfirlýsing og frelsis-
strið Bandaríkjanna afleiðing þess
frelsisanda, sem þá hafði um skeið
magnazt með vestrænum þjóðum.
en áhrif viðburðanna vestan hafs
urðu til þess að auka mjög afl þessa
anda hvarvetna sem vestræn menn-
ing náði til og má rekja til þeirra, að
siðan hafa ætið fleiri og fleiri þjóðir
náð ráðum yfir málum sinum, ýmist
úr höndum erlendra yfirdrottnara
eða innlendra einveldismanna.
Þessari frelsissókn er hvergi nærri
fulllokið enn, og hinn mikli boðskap-
ur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar á ekki
siður erindi til þjóðanna nú en fyrir
sex mannsöldrum, þar sem f henni
segir: „Við teljum það svo augljós
sannindi, að ekki þurfi sönnunar við,
að allir menn séu skapaðir jafnir, að
þeim sé af skapara þeirra fengin viss
réttindi, er ekki verði af þeim tekin.
að þeirra á meðal sé Iff, frelsi og
leitin að hamingju."
Ég segi, að þessi boðskapur sé f
fullu gildi enn, og er mér þá að
sjálfsögðu Ijóst að aldrei fyrr hefur
verið gerð öflugri tilraun en einmitt á
okkar dögum til að neita þvi, að
trúin á skapara himins og jarðar, á
sérstaka tilveru mannssálarinnar og
óhagganlegt gildi mannréttindanna,
séu augljós sannindi, hvað þá slfk,
að þau þurfi ekki sönnunar við. Þvf
er þvert á móti haldið fram, að allt
þetta sé einskær hugarburður, sem
hafa ber að engu. Yfirdrottnunar-
mennirnir hafa fyrr og sfðar fundið
ýmsar skýringar á þvi, af hverju
þeirra vilji ætti að ráða. en ekki
þjóðanna sjálfra. Hin efnislega sögu-
skoðun með afneitun alls þess, sem
ég áður taldi, er sú skýringin, sem
einræðismenn nútimans telja sér
hagkvæmasta til helgunar yfirdrottn-
un sinni. . . Auðvitað blandast margt
óskylt i þessa viðureign eins og i
önnur viðskipti mannanna, en skils-
munurinn er þó svo skýr, að engum
óblinduðum manni ætti að vera
vorkunn á að sjá, að hér er um það
að tefla, sem varðar heill og ham-
ingju hvers og eins. Hlutleysi hugans
i þeirri baráttu er þvi sama og upp-
gjöf viljans til gæfu og hamingju. . .
Boðskapurinn i sjálfstæðisyfirlýsing-
unni frá 4. júli 1 776 er ekki auðveld-
ur. Hann gerir miklar kröfur til
þeirra, sem honum vilja fylgja, og er
hætt við, að þeim verði seint öllum
fullnægt. En vist er, að bezta leiðin
til að sannfæra aðra um ágæti þess-
ara kenninga er að sýna sjálfur i
verki tryggð sina við þær. Hér er
vissulega að háleitu marki að keppa,
því að reynslan hefur örugglega
sannað að þessi boðskapur er heilla-
rfkasta stjórnarreglan, sem mann-
kynið hefur enn sett sér".
Undir þessi orð Bjarna Benedikts-
sonar vill Morgunblaðið taka á 200
ára afmælisdegi Bandarikja Norður
Ameriku. Litil en fullkomlega sjálf-
stæð þjóð, sem hefur skipað sér i
raðir annarra vestrænna lýðræðis-
þjóða. sendir forystuþjóð mannrétt-
inda. frelsis og lýðræðis hamingju-
óskir á heilladegi. Hún minnist marg-
falt stærri þjóða eins og Eistlands,
Lettlands og Lithaugalands. sem
eignuðust fullveldi um svipað leyti
og hún, en urðu einræði að bráð
vegna legu sinnar og gæfuleysis. Þá
staðreynd er þvi miður ástæða til að
hafa i huga i dag. En umfram allt
senda íslendingar nú kveðjur sínar
til þeirrar þjóðar, sem fyrst varð til
þess að viðurkenna endurreisn
islenzka lýðveldisins á árinu 1944.
Megi samstarf íslendinga og Banda-
rikjanna blómgast i anda þeirra vig-
orða, sem efst voru á baugi hjá
borgurunum frönsku i stjórnarbylt
ingunni miklu 1789: frelsi, jafnrétti
og bræðralag.
Þjóð Leifs heppna sendir kveðjur
vestur yfir hafið og þá ekki sizt ti!
þeirra Bandarikjamanna, sem eiga
rætur i íslenzkum jarðvegi.
| Reykiavíkurbréf
Laugardagur 3. júlí
Batnandi horfur
Landið er dýrmætasta eign ís-
lenzku þjóðarinnar. Af þeim sök-
um gerum við íslendingar enga
samninga við útlendinga hvorki
um réttindi á sjó eða landi, sem
tryggja ekki örugglega fullveldi
þjóðarínnar — og þá ekki sízt
fjárhagslegt sjálfstæði hennar
bæði nú og um alla framtíð. ís-
lendingar mega aldrei verða svo
háðir erlendu fjármagni, að þeim
geti stafað hætta af því í framtíð-
inni. Þegar við gerum samninga
við aðrar þjóðir, verðum við að
reyna að skyggnast inn í framtíð-
ina og sjá fyrir, svo að ekki verði
um villzt, að hagsmunir þjóðar-
innar sitji ávallt í fyrirrúmi.
Samningar, sem ekki hafa það að
markmiði, geta leitt þjóðina í
ógöngur og orðið'til þess, að hún
ánetjaðist erlendu valdi. Þetta
skyldu allir hugsa vel og ræki-
lega, áður en þeir taka þátt í því
að leita skjótfengins erlends auðs
til að flýta fyrir þróun í landinu.
Við höfum orðið að byggja upp
ísland á fáum áratugum og mikið
hefur verið í fang færzt og þurfa
þær kynslóðir, sem staðið hafa að
endurreisninni ekki að bera
neinn kinnroða fyrir árangurinn,
nema síður væri. En við höfum
vel efni á því að flýta okkur hægt
og umfram allt er naöðsynlegt að
rasa ekki um ráð fram né binda
þjóðinni helskó einhverntima í
náinni framtíð með skjótfengnum
erlendum auði og samningum,
sem gera okkur háðari erlendum
hagsmunum en lítilli þjóð er hollt
eða sæmandi. Samningarnir við
Breta um 200 sjómílna fiskveiði-
lögsöguna eru heillaríkt spor,
þegar tekið er tillit til hagsmuna
þjóðarinnar í framtíðinni. Þar var
einungis hugsað umþjóðarhag og
hvernig unnt væri með beztum
árangri að vernda auðlindir
landsins og koma f veg fyrir rán-
yrkju, sem hefði getað gengið af
fiskstofnum dauðum. Það fer
ekki fram hjá þeim, sem ferðast
um landið um þessar mundir, að
mikill meirihluti þjóðarinnar er
fylgjandi þessum samningum og
þeim mikilvæga áfanga sem náðst
hefur. Við það bætist að efnahags-
ástandið fer batnandi, að því er
skýrslur og spár herma, og er nú
þjóðinni verulega létt frá því, sem
var. íslendingar ættu að geta
horft nokkuð bjartsýnir fram á
veginn og er ástæða til þess að ala
heldur á bjartsýni, því að of mikil
og langvarandí svartsýni, svo að
ekki sé talað um alls kyns óttavið-
brögð í miðju þorskastríðinu,
hafa lamandi áhrif á allt samfé-
lagið og menga þjóðlífið meir en
góðu hófi gegnir. í þorskastriðinu
brigzlaði hver öðrum um að ganga
erinda erlendra aðila, alls kyns
landráðabrigzl voru mönnum
nærtæk andleg iþrótt og brenglað
tilfinningaiíf eyðilagði alla dóm-
greind. Hver og einn sér í hendi
sér, að slík einkenni þjóðlífs eru
merki um hættu og sundrung,
sem nauðsynlegt er að forðast og
ættu menn I þeim efnum að hafa
hugföst brýningarorð skálda, sem
oft eru tilfærð á hátíðastundum,
bæði þess efnis að þjóðin eigi ekki
að vera að berjast við sjálfa sig og
menn skyldu láta þras og dægur-
ríg þagna, eins og Hannes Haf-
stein kemst að orði.
Menn ættu að hafa hugfast að
þjóðlífið er á batavegi, það er
sumar i lofti og hækkandi sól í
þjóðlífi íslendinga. Við höfum
enn einu sinni sigrazt á erlendu
valdi, sem vildi seilast með óeðli-
legum hætti til áhrifa á íslands-
miðum, en það, sem meira er um
vert, er, að við höfum ekki síður
sigrazt á okkur sjálfum. Raunin
hefur verið hörð, átökin mikil,
jafnvel svo að þakka má fyrir, að
við skyldum standast þá eldraun,
svo margar blikur sem voru á
lofti, þegar verst gegndi. Langt er
þó frá því, að við séum laus við
alla erfiðleika. Viðskiptakjör fara
batnandi, en verðbólgan sýnir
enn vígtennurnar. Með samstilltu
átakj og einarðri stjórn eigum við
þó að geta komizt út úr erfiðleik-
unum, svo að viðunandi sé.
Staða ríkis-
stjórnarinnar
I upphafi var núverandi ríkis-
stjórn ekki spáð miklum sigrum
og satt bezt að segja hefur hún átt
erfitt uppdráttar það, sem af er
kjörtímabilinu, svo að ekki sé
meira sagt. En nú er eins og blað-
inu hafi verið snúið við. Ríkis-
stjórnin hefur haft langlundargeð
og meiri þrautseigju til að bera en
almennt var álitið. Og hún hefur
vaxið að áliti vegna þeirra áfanga,
sem náðst hafa. Þetta finnur sá,
sem ferðast um landið og hlustar
á raddir þeirra, sem eitthvað hafa
til málanna að leggja ofstækisT og
æsingalaust. En þó er margt, sem
betur mætti fara, eins og alkunna
er, og enn hvíla glæpamálin svo-
nefndu á þjóðinni eins og mara og
mun svo verða, þangað til þau
hafa verið upplýst, en á það hefur
verið lögð höfuðáherzla hér f blað-
inu að ekkert verði til sparað, svo
að það geti orðið. Það mun því
miður veikja tiltrú á réttarfari —
og raunar lýðræði í landinu — ef
glæpamálin upplýsast ekki og
málalyktir verða þær, að enginn
botn fæst í þau mál. Við skulum
vona, að rannsóknir leiði til þess,
að öll kurl komi til grafar og mun
þá verða bjartara yfir þjóðlífi ís-
lendinga en verið hefur. En ef allt
situr við hið sama, mun fólkið í
landinu fyllast tortryggni og efa-
semdum í garð þeirra, sem um
stjórnvölin halda, og þá verður
erfitt að telja mönnum trú um, að
einhver hafi ekki „kippt í spott-
ann“, eins og svo oft heyrist, þeg-
ar talað er um þessi mál manna á
milli.
Forsendur
sjálfstæðis
Forsendur sjálfstæðis eru eink-
um tvær, menningarlegur arfur
og fjárhagslegt bolmagn. Á hið
síðara hefur verið minnzt nokkr-
um orðum hér að framan, en um
hið fyrra má segja, að það sé
spunnið úr tveimur þáttum, inn-
lendum og erlendum. Ýmsir hafa
bent á, að þá hefur íslenzk menn-
ing staðið með mestum blóma,
þegar viðskipti hafa verið sem
frjálsust við útlönd, og í því sam-
bandi er vert að geta þess, að
Bjarni Benediktsson minntist
stundum á þessa staðreynd og
lagði höfuðáherzlu á, að samskipti
íslendinga við aðrar þjóðir yrðu
með þeim hætti, sem gerðist, þeg-
ar vegur íslenzkrar menningar
var hvað mestur á þjóðveldisöld
en ekki í lægð á niðurlægingar-
tímum síðmiðalda og einokunar.
Á þetta er minnt hér að gefnu
tilefni, þ.e. að fréttir berast við-
stöðulaust um æ fleiri hömlur af
hálfu hins opinbera á ferðalög
íslendinga til útlanda og telja
sumir, að senn komi að þvi, að
hömlur þessar verði svo miklar,
að jaðri við átthagafjötra. Allir
vita að islendingar hafa átt í erf-
iðleikum, og gjaldeyrisviðskipti
við útlönd hafa verið okkur óhag-
stæð og hefur engum dottið annað
í hug en taka þátt í því að reyna
að bæta hér úr. Menn hafa verið
reiðubúnir að axla þá byrði, sem
slíkir erfiðleikar hafa i för með
sér, en nú þegar heldur er farið
að birta til, berast enn fregnir
þess efnis, að ferðahömlur eru
auknar öllum til ama og leiðinda.
Islendingar vilja ferðast til út-
landa eins óhindrað og unnt er;