Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLl 1976
Yfirlitsmynd af vinnu blindra.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
setti þar einna mestan svip á
vinnubrögð nemenda, — allt
lagt upp í hendur þeim án þess
að skapandi hugsun kæmi þar
nærri, —stöðluð hópvinna.
Samanburður á einstökum
sýningardeiidum er hér e.t.v.
ekki raunhæfur, þar sem is-
lenzka framlagið er langsam-
lega viðamest og er allur hinn
Norræn skólahandavinna
HÉR voru á ferð handavinnu-
kennarar frá öllum Norður-
löndum og þinguðu á Hótel
Loftleiðum. Voru einkunnarorð
þingsins „Markviss handa-
vinnukennsla". I því tilefni var
sett upp sýning í sölum Nor-
ræna hússins á úrvali af skóla-
handavinnu á Norðurlöndum
og mun henni ljúka í dag,
súnnudag. Hér er um gagn-
merk samtök að ræða sem þó
eru ung að árum, voru stofnuð
árið 1969 í Finnlandi og var
þetta þing hið þriðja í röðinni.
Nytsemi slíkra samtaka er
óumdeilandleg og er merkileg-
ast að þau skuli ekki vera eldri.
Handavinnukennsla byggist að
hluta á þjóðlegum arfi en þó
aðallega á því að efla hand-
mennt almennt og veita sköp-
unarþörf nemenda útrás. Hún
hefur mikið uppeldislegt gildi
og getur m.a. haft gildi fyrir
aðrar námsgreinar, þ. á m. móð-
urmálskennslu. Rannsóknir
hafa leitt i ljós, að nemendur
með áhuga á einhverri listgrein
eða handmennt, er losaði um
sköpunar- og ímyndunarafi,
höfðu yfirleitt mun meiri orða-
forða en aðrir nemendur. Kom
þetta fram á alþjóðlegu þingi
fyrir nokkrum árum og var
stutt með ýmsum dæmum. —
Slík kennsla, sem byggist á
ræktarsemi við fornar hefðir og
eldri vinnuhætti, stuðlar einnig
mjög að því að viðhalda lifandi
sambandi við fortiðina, glæða
lit og formskyn nemenda og
tilfinningu f.vrir því, sem er
ekta í handverki.'
Sýningin í Norræna húsinu
er gleðilegur vottur um slíka
þróun og kemur fyrir margt á
óvart fyrir marga stórgóða hluti
og einkum þó íslenzka deildin.
Ég hef skoðað fjölda skólasýn-
inga á undanförnum árum og
nokkrum sinnum gert athuga-
semdir við þær vegna rangrar
stefnu er ég þóttist víða sjá.
Kennarar kenndu þar iðulega
beint upp úr erlendum viku-
blöðum og kennslan hafði þar
einna mestan svip af óskipu-
lögðu tómstundagamni á lágu
stigi. Málamiðlunarviðhorfið
stærri salur þar nýttur, en svo
eru öll hin Norðurlöndin með
sýnishorn i hinum minni sal.
Öll hafa Norðurlöndin eitthvað
áhugavert fram að færa, og er
hlutur Færeyja og Grænlands
af einna þjóðlegustum toga, en
nokkuð einhæfur, þó að sannar-
lega sé ekkert út á vinnubrögð-
in að setja.
Hjá sænsku deildinni vekur
athygli kassi til að þjálfa snerti-
sk.vn hinna sjáandi og er hér
um það að ræða, að ýmis efni
eru látin í þartilgerðan kassa og
eiga nemendurnir að stinga
höndunum inn í kassann og
greina áferð efnanha við að
þukla á þeim. Mjög nytsöm að-
ferð í allri sinni einfeldni.
Á íslenzku deildinni vekur
hlutur blindra svo og þroska-
heftra mikla athygli. Hér kem-
ur greinilega fram, hve hægt er
að þjálfa snertiskynið mikið og
hér hafa blindir unnið ótrúleg
afrek, svo sem kunnugt er. Það
er m.a. algengt orðið erlendis,
að blindir fari á höggmynda-
söfn og sýningar og þukli á
myndunum og hafi af því mikla
ánægju. Þeim er sannarlega
ekki alls varnað á mörgum svið-
um.
— Hlutur handavinnudeildar
Kennaraháskólans er eftirtekt-
arverður. einkum hinar líf-
rænu og vönduðu vinnubækur,
— einnig margir góðir gripir.
Það verður enginn svikinn,
sem heimsækir þessa sýningu,
og vonandi gera það sem flestir.
því að hér er um mjög heil-
brigða þróun að ræða, sem
sjálfsagt er að rækta sem best,
slíkt er allra ávinningur.
FRA LEWBEINIHGASTðD HÚSMÆBRA
Neytendur verða að geta
treyst verðtilboði seljenda
I síðasta þætti var sagt frá
starfsemi kvörtunarnefndar
neytenda í Danmörku. í þess-
um þætti verða gerð grein fyrir
málum varðandi verðtilboð. í
ört vaxandi dýrtíð hefur islend-
ingum ef til vill fundist að verð-
tilboð þurfti ekki ætíð að stand-
ast, loforð þar að lútandi séu
ekki bindandi. Danir eru á öðru
máli og verður hér gerð grein
fyrir tveim slíkum málum.
i fréttatilkynningu frá kvört-
unarnefnd neytanda 26 mars
mátti lesa eftirfarandi dæmi.
Neytandi hafði pantað skart-
grip hjá gullsmið sem fram-
leiða átti úr steini sem neytand-
inn lagði til. Það varð að sam-
komulagi að gullsmiðurinn
gerði teikningar af skartgripn-
um og hafði hann samkvæmt
eigin upplýsingum sagt þegar
neytandinn spurði, að verð
skartgripsins myndi verða
300—400—500 danskar kr. (um
9.000—15.000 íslenskar kr ), en
hann bætti þó við að verðið
væri ekki öruggt. Þegar neyt-
andinn ætlaði að sækja skart-
gripinn heimtaði gullsmiðurinn
að fá rúmlega 700 kr. (21.000
fsl. kr.) fyrir hann.
Kvörtunarnefndinni fannst
að neytandinn hefði með réttu
skilið verðtilboðið þar sem bilið
á milli lægsta og hæsta verðs
var 200 d. kr. þannig að gull-
smiðurinn hefði viljað tryggja
sér greiðslu fyrir ófyrirsjáan-
legum útgjöldum. Nefndin áleit
ennfremur að gullsmiðurinn
sem vissi símanúmer neytand^
ans hefði getað haft samband
við hann og fengið leyfi hans til
að halda vinnunni áfram þegar
hann sá fram á að verðið yrði
mun hærra en hann hafði gert
neytandanum grein fyrir.
Kvörtunarnefnd neytenda
áleit því að neytandinn væri
ekki skyldugur til þess að
greiða meira en 500 kr. fyrir
skartgripinn.
Annað dæmi svipaðs eðlis
birtist í blaðinu Tænk sem
danska Neytendaráðið gefur út.
Neytandi hafði fengið skriflega
áætlun varðandi viðgerð á
þeytivindu sem hljóðaði upp á
1700 d.kr.
Þegar neytandinn fékk reikn-
inginn var m.a. búið að bæta
við 257,40 kr. fyrir flutninga-
kostnaði og 340 kr. fyrir
,,moms“ en það er nokkurs kon-
ar söluskattur.
Þegar neytandinn kvartaði
hjá versluninni var sagt að það
væri til siðs í þeirra grein að
bæta ,,moms“ við áætlað verð.
Neytandinn taldi hins vegar að
bæði „moms" og einnig flutn-
ingarkostnað yrði að taka með
þegar lögð væri fram áætlun,
og hann neitaði því að greiða
meira en áætlað verðtilboð.
Verslunin fór i mál við neyt-
andann en borgardómurinn í
Árósum sýknaði hann.
Tekið skal fram að í Dan-
mörku stendur í lögunum um
,,moms“ (merværdiafgifts-
loven) að í tilkynningum um
verð þurfi greinilega að taka
fram ef skatturinn sámkvæmt
lögum þessum sé ekki innifal-
inn í verðinu. Á verðskiltum og
í auglýsingum verður ,,moms“
ætíð að vera innifalið í til-
greindu verði.
I viðskiptum hefur neytand-
inn ýmsa valkosti i nútima
þjóðfélagi. Verðið hefur að
sjálfsögðu mikil áhrif á ákvarð-
anir hans. Það epu því talin svik
ef ekki er unnt að treysta verð-
tilboði seljanda. A.m.k. líta
Danir svo á samkvæmt þeim
úrskurðum sem hér hefur verið
sagt frá.
Hér skal tekið fram að víða
erlendis er verið að setja lög og
reglur til þess að bæta stöðu
neytandans og koma i veg fyrir
að hann verði svikinn i við-
skiptum.
S.H.
Góóaferó
tíl Grænlands
Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum i viku
meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar.
Feröirnar til Kulusuk, sem er á austur-
strönd Grænlands, eru eins dags
skoðunarferðir, lagt er af staö frá Reykja-
víkurflugvelli, aö morgni og komið aftur aö
kvöldi. í tengslum við feröirnar til Kulusuk
bjóöum viö einnig 4 og 5 daga ferðir til
Angmagssalik, þar sem dvaliö er á hinu
nýja hóteli Angmagssalik.
Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á
vesturströnd Grænlands, er flogiö 4
sinnum í viku frá Keflavikurflugvelli meö
þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir
sem fara til Narssarssuaq dvelja þar
nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl
ef vill. I Narssarssuaq er gott hótel meö
tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö
fullyrða að enginn veröur svikinn af þeim
skoöunarferöum til nærliggjandi staða,
sem í boöi eru.
( Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð,
og sérkennilegt mannlíf, þar er aö finna
samfélagshætti löngu liðins tima.
Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu
örugglega eiga góöa ferð.
FLUGFÉLAG LOFTIEIÐIR
/SLAJVDS
Félög þeirra
sem feróast