Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JtJLÍ 1976
SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
BENCO,
Bolholti 4,
Reykjavík. Sími 91
21945.
KOMIÐ! SKOÐIÐ! SANNFÆRIST!
slóðum
F er ðafélagsins
Svæðið sem hér er ætlunin að
fjalla nokkuð um er skaginn norð-
an Jökulfjarða og Drangajökuls.
Ekki ber mönnum saman um til
hvaða hluta strandlengju skagans
nafnið Hornstrandir taki. Krist-
inn Kristmundsson skólameistari
rekur heimildir um nafnið i bók
sinni um Sléttuhrepp og telur það
nafn á strandlengjunni frá Kögrí
til Geirólfsgnúps.
Aldarfjórðungur er nú liðinn
síðan byggð lagðist af á Horn-
strandaskaganum og hefur*hann
nú verið friðlýstur.
Landslag skagans er stórbrotið.
Fjöllin víðast 500—700 metra há
sundurgrafin af skriðjöklum is-
alda og hvilftarjöklum hlýskeiða
eða þá étin til hálfs af þungri
haföldunni. Gróðurfar er Sérstætt
enda munu mörg fjöllin hafa stað-
ið upp úr meginjökli síðustu ísald-
ar. Grasbítar hafa ekki verið þar á
ferli siðustu 30 ár. Merki um
mannavist eru víðast að hverfa.
Vestast á Hornstrandaskagan-
um norðanverðum er Aðalvík, all-
breiður flóí sem uppaf ganga
margir dalir. A tveim stöðum
ganga fjöll i sjó fram og skipta
víkurbotninum í þrjá meginhluta.
Næst Rit er Vestur-Aðalvík en
þar var prestsetur sveítarinnar,
Staður, og er kirkjunni enn við-
haldið. Á Sæ'bóli myndaðist þorp í
byrjun þessarar aldar og voru
íbúar orðnir á sjöunda tug. Þar
standa enn nokkur hús. Þverdal-
ur gengur inn milli Hvarfnúps og
Nasa. I dalmynningu stendur
samnefndur bær sem nú má telja
höfuðból sveitarinnar sumar-
langt.
Fyrir Hvarfnúp má fara Hyrn-
ingsgötu sem talin var háskaieg-
ust leið í Sléttuhreppi og þótt
víðar værí leitað. Hyggilegra er
þó að sæta sjávarföllum og fara
um Posavog um háfjöru. Leiðin
um Posavog er greiðfærari til
vésturs vegna klettastalls í fjör-
unni.
Norðan Hvarfnúps er Miðvík
grösug og búsældarleg. Látrabás-
inn tekur við handan Manna-
fjalls. Látrabásinn einkennist af
miklu foksandsflæmi og víðum
grösugum daladrögum. Látrabær-
inn stóð undir hlíðinni norðan
sandsins en utan túnsins myndað-
ist smám saman þorp með á annað
hundrað íbúum. Milli Straumness
og Hvestu er lítil vík, Rekavík bak
Látur. Upp af víkinni er þröngur
dalur sem opnast yfir í Látrabás-
inn og er þangað því greið leið frá
Látrum. Rekavíkin safnar í sig
reka sem stallsystur hennar norð-
ar hafa ekki náð enda síðustu
forvöð því spýta sem sleppur fyrir
Sigurður
B. Jóhannesson:
HORNSTRANDIR
Straumnes tapast íslenzkum fjör-
um.
Eigi að ferðast til Aðalvíkur má
velja um þrjár leiðir. Auðveldast
er að fara með báti frá Djúpi að
Látrum. Aðalvíkin er sumarfögur
og þarf engum að leiðast vikudvöl
í tjaldbúð að Látrum. Hafi menn
ekki haffært skip til siglingar fyr-
ir Rit má lenda á Sléttu eða Hest-
eyri í Jökulfjörðum og ganga yfir
fjallið að Sæbóli eða Látrum. Báð-
ir fjallvegirnir eru innan við 300
metra hæð og greiðfærir.
Norðan Aðalvíkur tekur Fljót
við en síðan víkurnar þrjár, Kjar-
ansvfk, Hlöðuvík og Hælavík.
Þeir sem ekki eru fótfúnir gætu
axlað sinn sekk og gengið fornar
leiðri frá Látrum norður í Horn-
vík sem ásamt næsta umhverfi er
athyglisverðasti hluti Horn-
stranda. Hér má sjá margt það
stórkostlegasta sem land okkar
hefur uppá að bjóða. Mörg hund-
ruð metra þverhnípi bjarganna og
himinháar stuðlabergsbríkur.
Kolsvört sandflæmi, blómastóð er
vaðið í miðjan legg. í björgunum
hundrað þúsund radda kór, en í
dölunum órofa kyrrð.
Vikan má ekki styttri vera til að
aiit verði skoðað sem forvitni vek-
ur. Tjaldbúð við Hafnarlending-
una er æskileg miðstöð vikudval-
ar eftir fimm stunda siglingu fyr-
ir víkur og nes frá Bolungarvík
við Djúp.
Til Hornvíkur má einnig kom-
ast eftir öðrum leiðum. Fara má
með báti í botn Veiðileysufjarðar
og ganga siðan Hafnarskarð til
Hafnar í Hornvík. Hafnarskarð er
500 metra hár fjallvegur en þar
var áður vörðuð leið milla bæja.
Enn er ein leið sem nokkuð hefur
verið farin á síðustu árum en er
óvörðuð. Sú leið liggur úr botni
Lónafjarðar, Miðkjós, og um 550
metra hátt skarð austan við mik-
inn fornan gigtappa sem nefnist
Snókur. Halda má niður í
Hrolleifsvík að Bjarnarnesi eða
hjallana út að Látravík þar sem
Jóhann Pétursson hefur um
margra ára skeið gætt Horn-
bjargsvita. Frá Látravík er greið-
fært út og yfir bjargið að bænum
Horni.
Austur-Strandir nefndist
byggðin frá Hornbjargi að Geir-
ólfsgnúpi. Litlar víkur og firðir
skerast inn i ströndina girtar tign-
arlegum fjöllum.
Tilbreytingarrík gönguleið er
frá Höfn í Hornvík um Hornbjarg
og Austur-Strandir. Frá Látravík
liggur leiðin nálægt ströndinni
um Axarfjall að Bjarnarnesi. í
Bjarnarnesi var búið að öðru
hvoru og lifað aðallega af fugla-
tekju og sjósókn því slægjur eru
engar. Nokkru sunnar er Smiðju-
vík en áður liggur leiðin um
Smiðjuvíkurbjarg, lítið bjarg en
fallegt. Frá Smiðjuvík er farinn
lágur fjallvegur til Barðsvíkur en
siðan um göngumannaskörð til
Bolungarvíkur. Brattir hjallar
eru upp í skörðin báðum megin.
Þorvaldur Thoroddsen lenti í
erfiðleikum á þessari leið þegar
hann braust með klyfjahesta alla
leið norður að Horni harðinda-
sumarið 1886. Ekki munu ferða-
menn hafa farið þessa léið á hest-
um aftur fyrr en farið var með
hesta frá Hreðavatni norður allar
Strandir fyrir liðlega einum ára-
tug.
Frá Bolungarvík er farið með
sjó fyrir Bolungarvíkurbjarg og
um Furufjarðarófæru til Furu-
fjarðar sem miðað við staðhætti
er víð sveit og blómleg og mátti
teljast miðstöð Norður-Stranda
enda var þar jafnan margbýlt.
Þaralátursfjörður og Reykjar-
fjörður eru syðstu firðirnir i ísa-
fjarðarsýslu. I Reykjarfirði er
einnig vítt og búsældarlegt sem í
Furufirði en þar að auki er jarð-
hiti nægur til heimilisnota og
sundlaugar. Reki er mikill á allri
ströndinni frá Horni og skorti því
ekki við til húsagerðar og munu
því óvíða hafa verið reisulegri
bæir. íbúar Reykjafjarðar reyndu
í lengstu lög að halda áfram bú-
skap á jörðinni en þegar Reykja-
fjörður var orðinn eina byggðin
milli Látravikur og Ingólfsfjarðar
var einangrunin orðin of mikil.
Nú dveljast Reykjafjarðarbænd-
ur aðeins á bæ sínum á sumrum
við vinnslu reka.
Hverfum nú aftur til Furufjarð-
ar og höldum Skorarheiði yfir til
Hrafnsfjarðar i Jökulfjörðum.
Skorarheiði er lág og greiðfarin
og áður fjölfarin viðarlestum. Af
Skorarheiði er auðvelt að ganga á
Drangajökul og í jökulskerin sem
nú eru þrjú; Hljóðabunga,
Hrolleifsborg og Reyðarbunga.
Sjálf jökulbungan er 925 metrar
að hæð eða hærri en flest fjöll á
Vestfjarðakjálkanum. Frá botni
Hrafnsfjarðar er siglt framhjá
Hrafnsfjarðareyti þar sem sá er
talinn grafinn sem þekkt hefur
íslenska byggð og óbyggð flestum
öðrum betur, Fjalla-Eyvindur.
maÐ sem þu ættir að vita um combi-
CAMP 2000:
• Mest seldi tjaldvagn á norðurlöndum.
• Tekur aðeins 15 sek. að tjalda. 2 nýjar gerðir
af tjöldum.
• Svefnpláss fyrir 2 fullorðna og 3 börn.
• Möguleikar á 11 ferm. viðbótarfjaldi.
• Sérstaklega styrktur undirvagn fyrir ísl. að-
stæður.
• Okkar landskunna varahluta- og viðgerðar-
þjónusta.
• Combi-Camp er stórkostlegur ferðafélagi.