Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976
Ef fullyrt er
að kröfur
Menntaskólanna
séu minni
— hvers vegna
verða þá
einkunnir
lakari?
Rætt við nokkra þekkta
skólamenn um þá gagnrýni,
sem komið hefur fram vegna
hárrar fallprósentu
í Háskólanum
MJÖ(i há fallprósenta stúdenta innan (Iáskóla fs-
lands, sem þrevtt hafa próf í vor, hefur vakið athvgli.
Þetta háa hlutfall vekur margar spurningar, m.a. hver
sé örsök þessa. Nýlega var brautskráðum kandidötum
afhent prófskírteini og við það tækifæri sagði rektor
Háskólans, (iuðlaugur Þorvaldsson, að margt benti til
þess að lélegum undirbúningi nemenda í skólum, sem
veita réttindi til háskólanáms, væri um að kenna.
Sagði rektor að um annaðhvort væri að velja — að
taka upp inntökupróf í Háskólann eða breyta námskrá
menntaskólanna og annarra framhaldsskóla, er braut-
skrá nemendur til háskólanáms.
Morgunblaðið bað af þessu tilefni nokkra þekkta
skólamenn að svara tveimur spurningum um þessi
atriði. Spurningarnar, sem lagð.ar voru fyrir skóla-
mennina, voru eitthvað á þessa leið:
1) Hvað viljið þér segja um þá staðhæfingu há-
skólarektors, að há fallprósenta meðal nemenda innan
Háskólans sé vegna lélegs undirbúnings þeirra í þeim
skólum, sem þeir koma frá?
2) Hvað finnst yður um tillögur rektors um að
annaðhvort verði tekið upp inntökupróf í Háskólann
eða að námskrá menntaskólanna og annarra skóla, er
veita réttindi til náms í háskóla, verði endurskoðuð?
Svör skólainanna fara hér á eftir.
Kröfur menntaskól-
anna ekki minni
en fyrir 20 árum
Tryggvi Gíslason, skólameist-
ari Menntaskólans á Akureyri,
sagði:
,,Ég held það sé rétt hjá há-
skólarektor, að ein aðalástæða
þess, að fleiri nemendur falla í
háskóla, sé sú, að fleiri nem-
endur fá nú lakari einkunn á
stúdentsprófi en áður. Nefna
mætti tölur og dæmi þessu til
sönnunar, en árið 1960 fengu
um 70% stúdenta fyrstu eink-
unn og um 30% aðra og þriðju
einkunn. A undanförnum 10 ár-
um, þegar stúdentafjöldinn
hefur aukizt úr 8% í rúm 20%
af árgangi, hefur þetta hlutfall
snúizt við. Nú fær um þriðj-
ungur stúdenta fyrstu einkunn
og um 70% aðra og þriðju eink-
unn.
Aftur á móti eru ástæðurnar
til aukins falls í háskóla að
sjálfsögðu fleiri, m.a. auknar
kröfur i háskólum og þær kröf-
ur eiga sér sínar orsakir, sem
vel mætti ræða, þótt það verði
ekki gert hér. En rétt væri líka
að spyrja að orsökum til þess að
nemendur í menntaskóla fá lak-
ari einkunnir en áður. Ein
ástæðan er auðvitað sú, að
margfalt fleiri nemendur
stunda nú skólanám en áður,
t.d. luku sexfalt fleiri stúdents-
prófi í vor en fyrir 25 árum. En
ástæðurnar eru að sjálfsögðu
fleiri. Skólarnir eru sumpart
geymslustaðir fyrir ungt fölk,
sem veit ekki hvað það vill og
fær ekkert annað að gera, því
að engin þörf er fyrir það við
framleiðslustörfin. Einfaldasta
og ódýrasta leiðin hefur verið
talin sú að halda þvi í skóla.
Fólk er einnig ráðvillt vegna
breytinga, sem orðið hafa á öll-
um sviðum og margt ungt fólk
efast líka um gildi skólamennt-
unar í þessu allsnægtarþjóðfé-
lagi og lífsgæðakapphlaupi. Þar
er ef til vill komið að frumor-
sökum að lélegri árangri í
námi, sem leiðir til falls.
Augljóst er af því, sem ég hef
sagt, að margir nemendur hefja
nú háskólanám án þess að hafa
næga undirstöðuþekkingu, án
þess að hafa tamið sér sjálfstæð
vinnubrögð, án þess að hafa
lagt á sig það erfiði, sem þarf til
þess að hefja háskólanám og án
þess að hafa áhuga á bóklegu
námi. Hins vegar vil ég nefna
að aðaleinkunn á stúdentsprófi
getur gefið ranga mynd af
þekkingu nemandans og getu
hans. Til þess að skýra þetta get
ég nefnt að þrír nemendur geta
allir fengið lokaeinkunnina 6.0
á stúdentsprófi, enda þótt
dreifing einkunna þeirra sé
Tryggvi Gislason skólameistari
Menntaskólans á Akureyri
með mjög ólíkum hætti. Einn
nemendi fær einkunnaröðina
9, 9, 9, 9, 8, 8, 6, 5, 4, 3,
1, 1. Annar einkunnaröðina 9,
9, 9, 7, 7, 7, 6, 6, 4, 3, 3, 2
og hinn þriðji einkunnagjöfina
4,4,4,5,5,6,7,7,6,7,7,8. Einkunn-
um er hér raðað eftir mikilvægi
greina, þannig að aðalgreinar
eru fyrst og aukagreinar síðast.
Nemandi, sem hefur 9 í fjórum
greinum og 8 í tveimur grein-
um, hefur sýnt vilja og getu og
náð ágætum árangri í undir-
stöðugreinum sínum. Nemandi
með 9 í þremur greinum og 7 8 í
þremur greinum er líklegur til
að ná góðum tökum á erfiðu
háskólanámi. Báðir hafa þeir
sýnt að þeir geta tekizt á við
erfitt verk. Þriðji nemandinn
Framhald á bls. 31.
Nýta þarf mennta
skólanám betur í
þágu háskólanáms
Árni Vilhjálmsson prófessor
Svar mitt við fyrstu spurn-
ingu er á þessa leið:
Mér er ókunnugt um, hversu
mjög einkunnir á stúdentsprófi
hafi farið lækkandi, en ekki
væri óeðlilegt, að svo hefði
verið vegna hækkandi hlutfalls
stúdenta af árgöngum ung-
menna. Og hafi stúdentseink-
unnir farið lækkandi, er ekki
við öðru að búast en að frammi-
staða í háskóla hafi farið versn-
andi. Það er hins vegar ekki
hlaupið að því að mæla frammi-
stöðu námsmanna og bera sam-
an milli árganga. Þekkingar-
kröfurnar að baki ákveðnu
tölugildi einkunnar geta
breytzt í rás timans og hafa
vafalaust breytzt í mörgum til-
fellum t.d. við kennaraskipti og
breytingu námsefnis. í við-
skiptadeild, einu deild Háskóla
Islands, sem ég þekki eitthvað
til, hefur námsefni aukizt sam-
fellt, bæði að umfangi og
þyngd. Ég hef hins vegar ekki
orðið var neinnar umtals-
verðrar breytingar á frammi-
stöðu nemenda. Nokkurn veg-
inn sami hundraðshluti innrit-
aðra stúdenta lýkur kandidats-
prófi eftir nokkurn veginn
sama námstíma. Athugun, sem
gerð var á stúdentum innrituð-
um í viðskiptadeild á skóla-
árunum 1961/62 til 1965/66
leiddi í ljós eftirfarandi: Af 178
nemendum, sem samtals innrit-
uðust á þessum árum (þar af 39
áður á skrá I öðrum deildum),
luku 98 kandidatsprófi, 44 voru
afskráðir án þess að hafa tekið
eitt einasta próf og 36 hurfu
brott eftir að hafa þreytt eitt
eða fleiri próf. Sambærilegar
tölur hafa því miður ekki verið
teknar saman fyrir síðari ár-
ganga, en ég leyfi mér að stað-
hæfa, að breyting hafi verið
óveruleg. Þessar tölur um frá-
fall munu vera sízt hærri en
tölur fyrir sumar aðrar deildir
Háskóla íslands, t.d. heimspeki-
deild, langfjölmennustu deild-
ina. Svona tölur segja, að á skrá
innritaðra nemenda hverju
sinni er stór hópur, sem virðist
eiga þangað lftið erindi.
Nemendur, sem stunda nám
með hálfum huga eða hafa jafn-
vel enga tilburði til náms, hafa
getað notið vissra mikilvægra
hlunninda, sem betur væri út-
hlutað þeim, sem stunda námið
af fullri kostgæfni. Fjármunir
Háskólans og starfskraftar
kennara nýtast ekki sem skyldi
í þágu hinna verðugu nemenda.
Um síðari spurninguna:
Mér virðist ekki vera ástæða
til að taka upp inntökupróf I
háskóla fyrir þá, sem iokið hafa
stúdentsprófi. Að því leyti sem
einstökum deildum þykir rétt
að setja sérstakar kröfur um
undirbúning stúdenta, sem þær
veita viðtöku, ætti að vera hægt
að bregðast við með því að
áskilja, að stúdentspróf þeirra
tæki til prófa í þeim greinum,
sem gerðar eru kröfur um
undirbúning í og hækkaðri lág-
markseinkunn ef þurfa þykir.
Fyrir þá, sem fara aðra leið
til undirbúnings inngöngu í há-
skóla en menntaskólaleiðina,
t.d. með sjálísnámi, kemur að
Framhald á bls. 31.
Námshvöt ekki eins sterk
Kristinn Kristmundsson,
skólameistari Menntaskólans á
Laugarvatni, sagði:
„Ég efast ekki um, að það sé
rétt hjá háskólarektor, að léleg-
ur undirbúningur stúdenta eigi
að hluta sök á því, hve mörgum
hlekkist á í háskólanámí. En
því, að menntaskólarnir hafi
slakað á nánaskröfum. Ég held
þvert á móti, að námskröfur í
einstökum greinum hafi heldur
Kristinn Kristmundsson skóla-
meistari Menntaskólans á
Laugarvatni
aukist. Það er til að mynda
alrangt, sem komið hefur fram
í blöðum, að nemendur falli
ekki lengur á stúdentsprófi.
Það er að verða æ algengara.
Fjölgun nemenda í menntaskól-
unum hefur hins vegar valdið
því, að þeir verða sífellt fleiri,
sem gera ekki betur en upp-
ryiia iágnJarkskröiur, en siík-
um stúdentum hefur ætíð veist
erfitt að stunda háskólanám,
þ.e. þeim, sem brautskrást með
fullnaðareinkunn milli 5 og 6.
Rétt er að benda á, að hlut-
verk menntaskólanna er ekki
það eitt að búa nemendur til
háskólanáms og það getur bein-
og áður
línis verið skaðlegt að einblina
á það markmíð þeirra eitt út af
fyrir sig, ekki sist nú, þegar
inntökuskilyrði í menntaskóla
eru öll önnur en áður var.
En þá kemur annað til: Sú
námshvöt, sem væntanlegt
háskólanám hefur lengst af
verið menntaskólafólki, er ekki
jamsierK og aour, og peim
hugsunarhætti, að nægjanlegt
sé að skríða á prófum, án þess
að temja sér skynsamleg vinnu-
brögð, hefur óneitanlega vaxið
ásmegin. Slíkur hugsunarhátt-
ur er vitaskuld enn háskalegri
með tílliti til háskólanáms en
lágar einkunnir, og því miður
er ég hræddur um, að hann eigi
rætur fyrir utan skólana sjálfa
— í samfélaginu.
Ég efast um, að rétt væri, að
þrengja inntökuskilyrði
Háskólans frá þvi sem nú er,
þótt ýmis rök kunni að mæla
með því. En menntaskólunum
er nauðsyn að samræma sem
best markmið sín og námskröf-
ur. Trúlega þarf líka að koma
til stóraukin námsráðgjöf.
Loks er rétt að benda á, að
hin geysilega fjölgun stúdenta i
sjálfu sér hlýtur að hafa haft
áhrif á starf Háskólans. Því er
skylt að leita orsaka að falli
stúdenta í skólanum sjálfum í
stað þess að skýra það ætíð
sjálfkrafa með lélegum undir-
búninei.“