Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLl 1976 I * 3 I HLÝJU og góðu sun.ar- veðri á föstudaginn héldu starfsmenn Land- helgisgæzlunnar upp á 50 ára afmæli hennar. Um borð f varðskipið Ægi þar sem það lá við Ingólfsgarð streymdu yf- irmenn Gæzlunnar ásamt eiginkonum sín- um og boðsgestum og tók á móti þeim Sigurður Árnason skipherra. í til- efni dagsins var glösum lyft og menn og konur spjölluðu saman um reynslu liðins vetrar, og síðasta eða síðustu þorskastríð. Morgunblaðsmenn litu við í Ægi og hittum við fyrst að máli í matsal skipsins Hjalta Sæmundsson loftskeyta- mann og konu hans, Jenný Einarsdóttur. Hjalti var loftskeytamað- ur á Óðni en síðan á flug- vélinni. ÓNOTALEGAR AÐFERÐIR Hvers minnist þú helzt úr þorskastríðinu? „Manni er helzt minnisstætt þegar verið var að sökkva skip- unum, maður varð vitni að þvi úr flugvélinni að sjá aðferðir herskipanna gagnvart varðskip- unum. Þau eru svo miklu stærri en varðskipin að það var ónota- legt að sjá þau eigast við. Núna eftir samningana er þetta að færast í allt annað horf, meiri skriffinnska og störfin nú eru fólgin í stífu eftirliti með skipunum. Það er eiginlega ótrúlegt að engum mannskap skuli hafa verið bætt við. Við þurfum að fylgjast með veiðum hátt í 200 erlendra skipa auk hinna íslenzku og at- huga veiðarfærin." Við spurðum eiginkonu hans hvernig henni hefði liðið með- an landhelgisdeilan stóð yfir. „Ég er fegin því að hafa haft hann i landi mest allan timann, maður er hálfhræddur, jafnvel þótt ekkert stríð sé. Það er meira lagt á sjómannskonu, hún þarf að annast ýmsar út- réttingar fyrir heimilið og sjá um það sem maðurinn mundi annars gera. Uthaldið hjá þeim er yfirleitt 2—3 vikur og getum við ekki rætt við þá nema þeir komi einhvers staðar í land og hringi.“ Dóra Magnúsdóttir er gift loftskeytamanninum á Baldri og er maður hennar nýbyrjaður störf hjá Landhelgisgæzlunni: „Mér finnst þetta bara allt í lagi, hann hefur verið áður á sjó, maðurinn minn, en síðustu 10 árin unnið I landi. Við erum eiginlega að átta okkur á þessu,“ sagði Dóra er við spurð- um hana hvernig það legðist í hana að maður hennar starfaði á varðskipi. Þá var hún spurð hvort hún væri í félagi aðstand- enda og eiginkvenna landhelg- isgæzlumanna: „Eg er nú ekki félagi þar enn og ég hef ekki kynnzt starfsemi þess neitt. Maður þekkir svo fáa hér, en ég gerist sennilega meðlimur innan tiðar." Þótt Ægis sé ekki stórt skip voru þrengsli um borð ekki svo mikil, því að fólkið dreifðist um allt skipið. í þyrluskýlinu hitt- Rætt við varðskipsmenn og eigin- konur þeirra í tilefni 50 ára af- mælis Landhelgisgæzlunnar um við fyrir þrjá bátsmenn og lögðum fyrir þá spurninguna hvort þeir fyndu einhverja breytingu eftir að þorskastríði lauk. VANTAR SKIP Ólafur Þór Ragnarsson báts- maður á Tý: ,Æg hef nú ekki fundið neina breytingu, mér hefur alltaf liðið vel og geri það enn. Annars get ég ekki dæmt um það því ég fór i frí um það leyti, sem samningarnir voru gerðir og okkur finnst þetta eiginlega hálfgerðir svikasamn- ingar.“ Steinar Clausen bátsmaður á Baldri: „Það leggst vel í mig að Starfsmenn Landhelgisgæzlunnar og boðsgestir stlga um borð í Ægi. Við spurðum Þórunni um Ýr, félag eiginkvenna og aðstand- enda varðskipsmanna. „Tilgangur félagsins er að tala um störf þeirra á varðskip- unum og hlaupa undir bagga fjárhagslega ef einhverjir erfiðleikar koma upp hjá fjöl- skyldu varðskipsmanna. Ég hygg að eiginkonur skipshafnar Þórs eigi mestan þátt í stofnun þessa félags, en Þór lenti senni- lega í flestum árekstrunum á tímabili a.m.k." ENGIN HRÆÐSLA Til að aðstoða fólk við að komast um borð í Ægi og fleira þess háttar var m.a. hásetinn Ólafur Hjartarson. Hann sagði að hann hefði verið á Ægi frá því um áramót og hann kynni mjög vel við sig. Hans staður á skipinu þegar átök áttu sér stað var aftur á dekki og var hann þar þegar siglt var sem harka- legast á Ægi. Ekki sagði hann að hræðsla hefði gripið sig við árekstrana, þeir gerðust svo fljótt að menn hefðu ekki í raun og veru tíma til að verða hræddir. MARGFALT AFMÆLI Þegar leið að lokum göngu Morgunblaðsmanna um varð- skipið Ægi hittum við fyrir Bjarna Magnússon, yfirvél- stjóra. Bjarni sagðist hafa byrjað á varðskipinu Þór fyrir 25 árum og væri mikil breyting að vinna í vélarrúmi Ægis. Hægt væri að stjórna vélum skipsins úr brúnni ef þess væri óskað og allir mælar og annað, sem fylgjast þyrfti með, væri í sérstökum stjórnklefa í vélar- rúminu. Hann kvaðst kunna vel við sig á sjónum og sagði að kona sín væri vön að um- gangast sjómann þar sem faðir hennar hefði verið skipherra á varðskipi. Þess má geta að um leið og Bjarni heldur upp á 50 ára afmæli Landhelgis- gaézlunnar á hann 25 ára starfs- afmæli og verður sjálfur fimmtugur á morgun. Fleiri starfsmenn Land- helgisgæzlunnar voru ekki teknir tali að sinni þennan af- mælisdag og þess má geta að lokum að sumir höfðu orð á því að þeim þætti undarlegt að hásetum og öðrum undirmönn- um skyldi ekki vera boðið til þessa hófs og gætu hlotið sinn skerf af því þakklæti sem boðs- gestir hefðu fært starfs- mönnum Landhelgisgæzlunnar. Bjarni Magnússon yfirvél- stjóri. Ólafur Hjartarson, háseti á Ægi. stríðið skuli vera búið þótt samningarnir séu ekki til fyrir- myndar. Við þekkjum það vel, sem stöndum i þessu og það væri eiginlega réttara í sam- bandi við veiðiheimildirnar, að togarar biðu við 200 mílna mörkin og skiptu þar, í stað þess að vera komnir á veiði- svæðið og byrja veiðar strax og hinir hífa. Gæzlan hefur ekki skip til að anna þessu öllu.“ Við lögðum þá spurningu fyr- ir Ómar Karlsson bátsmann á Ver, hvaða störfum bátsmaður gegnir. „Hann er eins konar tengilið- ur á milli stýrimanna og háseta, og er daglegur verkstjóri á dekki. Þessa túra sem ég fór með Ver var ég t.d. á spili þegar klipping fór fram.“ Ómar kvaðst vera fjölskyldu- maður og ekki hafa fundið svo fyrir spennu í áfökunum, það kæmi eins fram eftir á. Hann sagði að núna væri hann á Ár- vakri og væri það rólegt, þeir væru aðallega í vitamálningu og fleiru þess háttar. EKKERTSAMBAND I 2 — 3 VIKUR Þarna í þyrluskýlinu rædd- um við einnig við tvær eigin- konur varðskipsmanna, þær Höllu Agústsdóttur eiginkonu Ingvars Kristjánssonar vél- stjóra á Þór og Þórunni Hall- dórsdóttur en hennar maður er bátsmaður á Óðni. Halla sagði að liðanin hefði ekki verið góð meðan á átökun- um stóð, túrarnir væru 2 vikur minnst og þá heyrðu þær ekk- ert frá mönnum sínum, nema það sem kæmi I blöðum. Eina sambandið sem þær gætu haft við þá væri með skeyti, og þeir aðeins hringt væru þeir i landi. Hún sagðist vera öruggari nú, túrarnir væru e.t.v. styttri en þó að þeir stoppuðu kannski 4 daga I landi þyrftu þeir að standa vaktir í skipinu í 2 daga. Halla Ágústsdóttir og Þórunn Halldórsdóttir. Bátsmennirnir þrfr: Steinar Clausen, Ólafur Þ. Ragnarsson og Ótnar Karlsson. Hjalti Sæmundsson, Jenný Einarsdóttir t.v. en til hægri sitja Dóra Magnúsdóttir og maður hennar. „Ósköp gott að hafa þá í landi”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.