Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULI 1976 Nýkomið Kvenbuxur, hvítar og Ijósir litir Jersey-blússur, hvítt, drapp og rautt Kvenpils, mjög ódýr Morgunkjólar, stórar stærðir. Elízubúðin, Skipholti 5. Hýja T-bleyjan MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRA MÖLNLYCKE ER SÉR LEGA HENTUG í FERÐALAGIÐ. SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA HEILDSÖLUBIRGÐIR: KAUPSEL S.F., Laugavegi 25. SÍMI 27770. — Grundvallar- breyting Framhald af bls. 33 uö manns taka þátt í að selja þúsundir eintaka. Utgefandi plötunnar og starfsmenn hans eru með puttana í þessu öllu lengst af þar til platan er komin i hendur kaupenda. Vafalaust hafa ýmsir aðilar gleymzt í þessari upptalningu, sem þó er orðin æði fjölmenn. Kftir að platan er komin á markað, taka tugir manna til við að kynna hana: auglýsinga- meistarar, fréttamenn, plötu- snúðar á skemmtistöðum og þulir og þáttastjórnendur í hljóðvarpi og sjónvarpi. Lista- mennirnir sem að plötunni standa leggja sig fram um að kynna hana með þvi að flytja efni hennar opinberlega í hljóð- varpi, sjónvarpi og á dans- og skemmtistöðum og stækkar þá hlutverk rótara, bílstjóra, um- boðsmanna, danshúsastjóra, fjölmiðlanna og annarra sem hagsmuna hafa að gæta. En í framhaldi af þessari runu er ástæða til að benda á mikla og merkilega breytingu sem orðið hefur i þessum efn- um á íslandi á undanförnum Reiðskólinn Hvoli Ölfusi Reiðkennsla fyrir einstaklinga og hópa, bæði börn og fullorðna. Kennd umgengni við hesta, rétt áseta og farið í stuttar ferðir. 10 daga byrjenda- námskeið. Dagsferðir. Allar nánari upplýsingar og pantanir hjá: járnbent steinsteypa í einingum Traustar sperrur og tréverk, og traustir menn til að reisa húsin. Ná- kvæm stöðlun framleiðslu okkar þýðir ekki, aó öll húsin verði eins, heldur það, aó allir hlutar framleiðslunnar falla nákvæmlega inn í þá heild, sem þið veljið. Þaó eru margvíslegir mögu- leikar á fjölbreytni í útliti húsanna og innréttingum. Traust og fjölbreytileg einingahús. Viö framleiðum bæði stór og smá hús, atvinnuhúsnæði, bílskúra og ein- býlishús eóa raðhús. Einingabygg- ing sparar ómetanlegan tíma, fé og fyrirhöfn, bæði verktökum og atvinnu- mönnum í byggingariðnaði og öðr- um húsbyggjendum. HÚSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365. árum. Hér áður fyrr var nánast allt starf að popptónlistarlífi aukavinna, hjáverk manna sem höfðu aðaltekjur sínar og lifi- brauð af öðrum störfum í flest- um greinum atvinnulifsins. Nú er hins vegar orðinn æði fjölmennur hópur manna sem lifa eingöngu á popptónlistinni og umstanginu í kringum hana. Fyrstir til að gera þetta að aðal- atvinnu voru nokkrir hljómlist- armenn, en siðan komu til sögunnar atvinnuplötuútgef- endur, umboðsmenn, rótarar, upptökumenn og fleiri og fleiri, jafnvel lagasmiðir og textahöf- undar. Og hinir sem enn stunda þessi störf bara í hjáverkum verja æ meiri tima í þau og hafa æ meiri tekjur af þeim. Popptónlistin er einu sinni þannig, að menn verða að hafa lifandi áhuga á henni til að geta starfað að útbreiðslu hennar á einn eða annan hátt, a.m.k. ef þeir ætla sér að ná einhverjum árangri í þessum störfum. En menn lifa ekki á hugsjón og áhuga einum saman, þeir þurfa líka að eiga fyrir salti i graut- inn og bót fyrir rassinn. Og þessa peninga fá þeir í raun- inni aðeins frá einni upp- sprettu: neytendum. Þegar gef- in er út hljómplata, er ekki eingöngu um að ræða einhverja (innri) þörf fyrir listsköpun og tjáningu. Langflestir þeirra sem standa að útgáfunni eru líka að hugsa um peninga, ágóða, já, helzt stórgróða. En digrir sjóðir safnast þvi aðeins, að neytendurnir hafi áhuga á að leggja aurana sína í þá. Pen- ingarnir eru undirstaða popp- tónlistarlífsins, eins og annarra atvinnugreina. Sem fyrr sagði hefur orðið mikil og merkileg breyting á þessu sviði hérlendis á undan- förnum árum, breyting sem varð fyrir löngu í nágranna- löndum okkar. Poppið á íslandi er orðið atvinnugrein, ekki bara tómstundaiðja. Og undir- staða þessarar breytingar er sú, að markaðurinn hefur stækkað. Plötusala hefur aukizt gífur- lega á undanförnum árum, enda á hver kjaftur orðið rán- dýr hljómflutningstæki sem verður að halda gangandi til að réttlæta fjárfestinguna (auk þess sem tónlist er í sjálfri sér áhugaverð!). Og með aukinni sölu íslenzkra platna renna fleiri krónur í kassana í popp- inu, sem aftur leiðir af sér auknar tekjur manna í þessari grein og fjölgun starfsmanna. Þetta rabb er í raun formáli að greinafiokki sem Slagbrand- ur hrindir af stað næsta sunnu- dag, þar sem fjallað verður um þessa atvinnugrein, poppið, frá ýmsum hliðum. Framan af verður leitazt við að kynna hin ýmsu störf innan greinarinnar og brugðið upp svipmyndum af mönnum sem getið hafa sér frægðarorð í þeim. Síðar verður svo litið á ýmsa aðra þætti, svo sem fjármál, dansleikjahald, fjölmiðlun o.fl. o.fl. Næsta sunnudag verður byrjað á und- irstöðunni, sem popp- atvinnugreinin getur alls ekki verið án: Lagasmiðunum og textahöfundum. Því að ef ekk- ert lag er samið og enginn texti. þá er (spila)borgin hrunin. — sh. — Hvað dreymdi Framhald af bls. 33 fagmennsku. Hins vegar finnst mér Rúnari oft hafa tekist betur upp • sönglistinni og meðferð texta en hér kemst textinn ekki nógu vel til skila. Þorsteinn Egg- ertsson er höfundur þeirra flestra sem mjög eru misjafnir að gæð- um. Fordyr plötunnar opnast á sálm- inum „Ó, Jesú bróðir besti" sem afi Rúnars, Stefán Bergmann, tók upp á stálþráð þegar sveinninn var 5—6 ára. Rúnar tileinkar afa sín- um plötuna en hugmyndin að þessari opnun er góð og gefur hún plötunni viðfeldinn og persónuleg- an blæ. sv.g.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.