Morgunblaðið - 09.07.1976, Page 10

Morgunblaðið - 09.07.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULI 1976 Brendan í stefnu á Eyjar: MORGUNBLAÐSMENN hittu írsku sæfarana á Brendan i Þórs- höfn í Færeyjum fyrir nokkrum dögum og röbbuðu við þá um ferð þeirra frá írlandi til Ameríku, en þeir eru nú á leiðinni frá Færeyj- um til íslands. Bátur þeirra, Brendan, er gerður eins og skráðar heimildir segja að bátar írsku munkanna, papanna, hafi verið gerðir fyrr á oldum Liðlega 30 kýrhúðir fóru i klæðn- ingu á trérimar sem reyrðar voru saman og siðan voru öll samskeyti borin feiti. Þeir félagar höfðu fengið misjöfn veður þegar þeir komu til Færeyja, en báturinn hafði reynzt mjög vel í alla staði og ekki ein einasta binding hafði raskast þótt illviðri hefði verið hluta leiðarinnar Timothy Severin, leiðangursstjóri ferðarinnar kvað þá félaga vonast til að koma fyrst að landi í Vestmannaeyjum við ísland Eftir fjögurra daga viðdvöl í Fær eyjum lagði Brendan upp frá Þórs- höfn s.l föstudag. Fyrst var farið til Kirkjubæjar hins fræga höfðmgja- seturs þar sem Páll Patursson bóndi býr nú, en við Kirkjubæ er Brend- ansvík, sem heitir eftir Brendan munki, fornafna húðabátsins Það var enginn byr s.l. föstudag, svo ferjan Trándur dró Brendan til Kirkjubæjar og síðan dró Páll bóndi Brendan til Vestmanna þar sem áð var Á haf hélt Brendan síðan um helgina og í fyrradag var hann kom- inn um 50 mílur í átt til íslands frá Mikinesi í Færeyjum bættist Brend- anmönnum liðsauki, Trándur Pat- ursson listmálari og myndhögövari í Kirkjubæ, og mun hann verða um borð í áfanganum til íslands „Ég veit ekki hvenær við verðum á íslandi,” svaraði Severin aðspurð ur, „við höfum nógan tíma og þetta fer allt eftir vindum og veðri Við erum ekkert að flýta okkur.” —á.j. M*S5. . Brendan í höfn ! Þórshöfn i Færeyjum. Hægra megin vi8 Brendan úti á höfninni er eini flugkostur Færeyinga, sjóflugvél, sem nýlega var keypt þangað til þess að fljúga á milli staða innan eyja eins og Færeyingar kalla það. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir í Eyj um. Sverin leiðangursstjóri Brendans um borð. Silkeborg Morgunblaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá heilsuhælinu Silkeborg í Danmörku, en margir Islendingar kannast við þann stað. í fréttatilkynningunni segir, að hælið hafi nú verið endurbætt til að standast kröfur tímans. A þetta einkum við um aðalbygg- ingu Silkiborgar, t.d. hefur and- endurbœtt dyrinu og setustofum verið breytt, nýjum húsgögnum komið fyrir, bætt við herbergjum og þau eldri endurnýjuð. Þannig hafa nú öll herbergin sitt eigið salerni og bað. Heilsuhælið Silkeborg hefur verið starfandi fra árinu 1915 og þar annast nú 135 manns gesti hælisins. Sr. Ólafur Skúla- son endurkjörinn AÐALFUNDUR Prestafélags Is- reikninga þess og Kirkjuritsins og lands var haldinn 1. júlf sl. f Bústaðakirkju f Reykjavfk. Var fundurinn haldinn í beinu fram- haldi af prestastefnunni og var þátttaka góð. Formaður félagsins, sr. Ólafur Skúlason flutti skýrslu stjórnar og drap á þau helztu mál, sem þar hafa verið á dagskrá; m.a. fund fulltrúaráðs félagsins um kjaramál og annan um Kirkjuritið. Einnig sagði hann frá fulltrúa- ráðsfundi prestafélaganna á Norðurlöndum, sem haldinn var hér í Reykjavík dagana 13. til 20. júní sl. Gjaldkeri félagsins, sr. Arngrímur Jónsson, las upp er hagur beggja góður. Sr. þórir Stephensen formaður kjara- nefndar greindi frá og útskýrði nýja kjarasamninga, sem undir- ritaðir voru 15. júní sl. og tóku gildi 1. júlí. Umræður urðu mikl- ar um kjaramálin, einkum vegna vaxandi kostnaðar við prests- embættin, svo og mismunandi að- stöðu presta að því er varðar prestbústaði, aksturskilyrði, síma- þjónustu o.fl. Sr. Þorleifur Kristmundsson ræddi um nauðsyn breytinga á lögum félagsins og sr. Þorbergur Kristjánsson sagði frá ráðstefn- Framhald á bls. 26 Tillaga stjórnar Stofnlánadeildar: 25% verðtrygging á lánum til útihúsabygg- inga og raektunar STJÓRN Stofnlánadeildar land- búnaðarins ræddi á fundi sfnum f gær hvernig bregðast skyldi við þeirri vöntun, sem nú er á fjár- magni deildinni til handa vegna útlána. Að sögn Gunnars Guð- bjartssonar formanns Stéttarsam- bands bænda samþykkti stjórnin tillögu til rfkisstjórnarinnar, þar sem lagt er til að tekin verði upp 25% verðtrygging á lánutn til úti- húsabygginga og ræktunarfram- kvæmda og gengistrygging á lán- um til dráttarvélakaupa verði hækkuð úr 40% í 50%. Sagði Gunnar að hér væri að- eins um að ræða tillögur stjórnar- deildarinnar til ríkisstjórnarinn- ar en hún tæki endanlega ákvörð- un um skipan útlánareglnanna. Gunnar tók fram að í tillögu stjórnarinnar væri ekki gengið eins langt í átt til verðtryggingar eins og ríkisstjórnin hefði óskað eftir en óskir hennar voru á þá leið að tekin yrði upp 40% verð- trygging á öll lán. Þá gerði stjórn- in tillögu um að vextir á verð- tryggðum lánum til útihúsabygg- inga og ræktunar yrðu lækkaðir úr 12% í 10%. Tillaga stjórnar- innar var samþykkt með 4 at- kvæðum gegn 1, en 2 sátu hjá. Aðspurður um hvaða áhrif þess- ar breyttu útlánareglur hefðu á hag bænda, sagði Gunnar, að það væri skoðun sín að bændur væru í mjög erfiðri aðstöðu til að taka þessa verðtryggingu á sig og þetta hlyti að koma fram í hækkun á fjármagnskostnaði við útreikn- inga búvöruverðs. Ljóst væri því að búvörur yrðu að hækka í verði vegna þessara breyttu lánakjara en hingað til hefði jafnan reynzt erfitt að fá fram slíkar hækkanir á réttum tíma, sagði Gunnar að lokum. í umræðum um fjárhagsvanda Stofnlánadeildarinnar að undan- förnu hefur komið fram að laga- breytingu þurfi til tekin verði MIÐVIKUDAGINN 2. júlís.l. andaðist Irú Vilhelmína Vilhelmsdóttir að heim- ili slnu Stigahlið 4 Andlát Vilhelminu bar brátt að og óvænt Kunnugir vissu, að hún gekk eigi heil til skógar, en hún hlífði sér aldrei og var i fullu starfi fram á síðasta dag Frú Vilhelmina var félagi í Kvenfé- lagi Háteigssóknar, merk kona og vak- andi i starfi, hún var um nokkurra ára skeið varaformaður félagsins, en lét af stjórnarstörfum að eigin ósk á aðal- fundi 1974 Kristilegt safnaðarstarf bar Vil helmina mjög fyrir brjósti og sóknar- kirkju sinni, Háteigskirkju, unni hún og vann allt það gagn er hún mátti Á vigsludegi Háteigskirkju gáfu þrjár konur i Kvenfélagi Háteigssóknar kirkj- unni vandaða bibliu, sem síðan hefur verið notuð þar við helgar tíðir. Gef endur voru Vilhelmina Vilhelmsdóttir, Guðrún Karlsdóttir og Maria Hálfdán- ardóttir upp verðtrygging á lánum til úti- húsa og ræktunar. Að sögn Gunn- ars er þetta ekki rétt, þvi í lögum um launajöfnunarbætur o.fl. frá mai 1975 er ákvæði sem heimilar stofnlánasjóðum atvinnuveganna að lána fé sitt með líkum kjörum og þeir þurfa sjálfir að sæta til að afla fjár til starfsemi sinnar, s.s. að erlend lán séu gengistryggð og lán frá lífeyrissjóðum verðtryggð. Ótaldar eru margar aðrar góðar gjaf- ir Vilhelminu til kirkjunnar, en ég læt hér staðar numið, enda ekki að hennar skapi að hafa slíkt i hávegum Við félagskonur söknum mikilhæfrar sam- starfskonu Er eiginmaður Vilhelmínu, Kristján Karlsson, fyrrv bankastjóri og aðrir aðstandendur, auglýstu útför hennar, var þess óskað, að þeir sem vildu minnast hennar létu klukknasjóð Há- teigskirkju njóta þess Vinirnir eru margir og rúmlega 1 30 þúsund krónur bárust í sjóðinn Ástvinir Vilhelmínu létu ekki þar staðar numið Hinn 1. júli s.l barst mér til afhendingar í klukknasjóðinn til minningar um Vilhelminu kr 100 þús- undifrá Kristjáni Karlssyni og fjöl- skyldu hans. Gefendur báðust undan, að um þetta væri skrifað, en þess ber að geta sem vel er gert, ég gat ekki látið slika góðvild og fórnfýsi liggja i þagnargildi Framhald á bls. 20 Höfðinglegar gjafir í klukknasjóð Hallgrímskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.