Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULt 1976 33 VELVAKANDI m Velvakandi svarar í sima 10-100 'kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Kröfupólitík kom- in út í öfgar. Þ.Hj. skrifar og ræðir um marg- umrætt mál Starfsmannafélags Rfkisút varpsins: „Forkastanleg er sú ákvörðun sumra afla við Ríkisútvarpið að halda til streitu þessu yfirvinnu- banni er þeir nefna svo og hefur nú staðið í meira en einn mánuð, i fullkomnu trássi við lög og rétt, að því er haldið er. Kröfupólitíkin er komin út í svo miklar öfgar, að lýðræðinu er stórhætta búin, ef svo heldur fram sem horfir. Þegar smá-þrýstihópar geta náð svona kverkataki í rikisfyrirtækj- um með ósvifnum bolabrögðum þá er okkar vestræna lýðræði hætt. Þessi eilífi metingur og samanburður um, að þessi aðili hafi meira en hinn, og hinn aðil- inn hafi meira en þessi, tröllríður nú öllu efnahagskerfinu og kaup- kröfupólitíkin virðist nánast þau einu trúarbrögð er eftirsóknar- verð eru, að mati þessara þrýsti- hópa. Þá endurtekur sig alltaf sama sagan um „flísina og bjálk- ann". Bjálkann í eigin auga verða menn ekki varir við, en flísin í auga bróðurihs virðist aftur á móti öllum augljós.“ Reykjavík, 5.7 1976 Þ.Hj.“ Þetta var úr bréfi um yfir- vinnubannið og fer nú að verða fullrætt um það mál í þessum dálkum. Hér er á ferðinni við- kvæmt mál, sem að sjálfsögðu er þörf á að ræða gaumgæfilega, því fleiri atriði og flóknari tengjast þvi sem ekki hafa verið rædd, sjónarmið þessa starfsmannahóps hafa til dæmis ekki komið viða fram. Þetta er orðið langt mál og á meðan verða útvarpshlustendur að biða enn við, en gera þá rétt- mætu kröfu að málinu verði flýtt eftir megni svo dagskráin komist i rétt horf sem fyrst. 0 Um þjónustu á sjúkrahúsum. Kona í Kópavogi hringdi og ræddi vítt og breitt um sjúkra húsmál. Hún kvaðst hafa legið á Landspitalanum fyrir um ári sið- an og verið skorin þar upp við æðahnútum. Þar farnaðist henni ekki sem skyldi og greru hennar sár seinna en annarra kvenna, sem höfðu farið í svipaða aðgerð. Þá hafði hún beðið um staf til að komast ferða sinna um sjúkrahús- ið á auðveldari hátt, en ekki feng- ið hann. Því sé henni spurn hver ráði úthlutun slíkra hjálpartækja og fannst henni jafnvel að sumt starfsfólkið væri með háðulegar efasemdir um gagnsemi þess að sunnudagur sé lögboðinn frfdag- ur I Svíþjóð. En hátt sagði hann aðeins að það væri ekkert árfðandi og hann myndi bara hringja seinna. ()g svo lagði hann tólið á án þess að hirða um að gefa frekari skýring- ar. A mánudeginum var Petrus skyndilega kallaður inn til yfir- manns sfns, Svennung lögreglu- stjóra, sem sagði honum á syngj- andi skánsku að hann hefði verk- efni handa honum og það væri nú einhver mesta tfmasóun sem hann hefði nokkurn tfma á ævi sinni vitað að setja fflhraustan mann f slfkt dútl. — Þú átt að vera við jarðarförina f kirkjugarðinum í Kila og sjá til þess að enginn — og þar með á ég við engan — komi nálægt Andreasf jölskyldunni, meðan þau drffa soninn f gröfina. Isander læknir f Kila sem virðist vera eins konar húskarl og full- trúi þeirra á Hall hefur hringt og grátbcðið okkur um hjálp. Hann staðhæfir að taugar Hallmanns séu f þann veginn að bresta og forvitnir áhorfendur — hversu prúðir sem þeir væru — myndu verða til þess að hann gengi alger- m Nýkomnir bómullarrúllukragabolir í stærðum 4—14, gulir, rauðir og bláir, einnig hvítir silki rúllukragabolir, fyrirdömur. Opið laugardaga 9—12. Verzlunin Ellý, Hólmgarði 34. m hún fengi staf, og að hún þyrfti hans jafnvel alls ekki við. Fannst henni stundum að hjúkrunarfólk- ið væri ekki dómbært á líðan sjúklinganna, þ.e. aðeins sumt af því, en aðrir Voru mjög hæfir starfsmenn. Að lokum spurði hún um samvinnu hjúkrunarkvenna eða hjúkrunarfólks og lækna, hvort samvinna milli þessara hópa væri eitthvað léleg. Konan sagði að það hefði komið í Ijós, þegar saumar voru teknir, að illt hafði hlaupið í suma skurð- ina og hún hefði verið marga mánuði að ná bata, meðan aðrir fengu fullan bata á nokkrum vik- um. Konan kvað sér leika forvitni á að fá svar við þessum spurning- um, hún hefði jafnvel grun um að sumar spurningar hennar og ósk- ir hefðu aldrei náð eyrum lækn- anna þann tíma, sem hún dvaldi á spítalanum. Hún vildi þó taka skýrt fram að þetta væri aðeins hluti af starfsfólkinu, sem henni fannst koma kaldranalega fram, hún hefði mikið dálæti á Land- spitalanum og myndi það ekki minnka þrátt fyrir þessa reynslu hennar þar nú og hún þakkaði dvölina og aðbúnaðinn. Þetta var í stuttu máli það sem konan hafði að segja og víst er það, að ekki verður á allt kosið þegar fólk liggur á spítala. Erfitt er að dæma um hvaða kröfur hægt sé að gera á hendur starfs- fólki sjúkrahúsanna, þar sem oft er fáliðað að sögn, a.m.k. heyrir maður alltaf talað um skort á hjúkrunarkonum. Annars ætti það ekki að vera nein afsökun, spítalar eru til þess að sinna sjúku fólki og starfsfólk þess væntanlega þar til að gera dvöl þess á sjúkrahúsunum bæri- legri. Að öðru leyti hættir Velvak- andi sér ekki út á þá braut að ræða nokkuð um starfsemi sjúkrahúsanna, svo ókunnugur er hann þeim. Konan talaði eitthvað um að hún hefði mætt kaldrana- legu viðmóti á spitala en maður skyldi ætla að fólk sem veldist til hjúkrunarstarfa gerði sér far um að eiga vinsamleg og hlýleg sam- skipti við sjúklingana. % Kjúklingakaup Húsmóðir i Kópavogi segir sín- ar farir ekki sléttar vegna kaupa á kjúklingalærum. Hún óskaði eftir því að fá kjúklingalæri og fékk afhentan bakka með plasti yfir, sem merktur var: Kletta- kjúklingar — læri. Þegar til kom reyndust ekki vera kjúklingalæri i þessum pakka heldur bringu- stykki svo stór, að með ólíkindum var að um kjúklingabringu væri að ræða, heldur taldi húsmóðirin líklegast að þarna hefði verið á ferðinni bringustykki af gamalli hænu. Þetta þótti viðmælanda Velvakanda ekki góðir viðskipta- hættir. Hestamannafélagið FAXI heldur kappreiðar sínar að Faxaborg, sunnu- daginn 1 8. júlí 1 976 kl. 1 4.30 stundvíslega. Keppt verður í: 250 m skeiði 800 m stökki 300 m stökki 250 m folahlaupi og 1500 m brokki Þátttaka keppnishesta og gæðinga tilkynnist Árna Guðmundssyni, Beigalda, sími um Borg- arnes eða Þorsteini Valdimarssyni, sími 93- 7194, fyrir 14. júlí 1976. Gæðingadómar hefjast kl. 1 6, laugardag 1 7. júlí. Stjórnin. HÖGNI HREKKVÍSI SIG&A V/öGA % vtVtRAK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.