Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULÍ 1976
Ekkert átt við
vamargarðinn
á Eyrarbakka
— Málið á rölti í kerfinu
segir Þór Hagalín sveitarstjóri
— KNN IIKFUR ekkerl verirt áll
virt sjóvarnarKarrtinn hér, sem
slórskemmdist I flóóinu mikla í
fvrrahausl. Okkur KyrbekkinKum
er þella áhyKKjuefni ok okkur
lanKar ekki til aó horfa fram á
veturinn án þess aó vióKeró á
Karóinum fari fram. Þaó er
ábyrKÓarhluti aó láta hjá líóa aó
Kera vió Karóinn, sa^ói Þór IlaKa-
lín sveitarsljóri á Kyrarhakka í
samtali vió MorKunblaóió í Ka*r-
Þór IlaKalín saKói, aó um sl.
áramót hefði verió Keró áætlun
um endurbyKKÍfiKU flóðvarnar-
Karósins ok hefói hljóóaó upp ó .‘55
milljónir króna. Ilins veKar hefóu
ekki fenKÍzt neina 3 millj. króna á
fjárlöKum yfirstandandi árs til
verksins.
S<*ra Si|íttr|)áll:
„Aldrei sagt
neilt í þá áif
Stíknarnefiidarformaður:
„Ræðan olli
9?
SKRA Sigurpáll Oskarsson
prestur á llofsósi saKÖi í sam-
tali við Morgunblaóió I Kær, aó
það væri rangt sem haft væri
eftir Haraldi Hermannssyni
formanni sóknarnefndar I
Kljótum og kaupfélagsstjóra I
llaganesvík aó séra Sigurpáll
hefói sagt, aó hann vildi ekki
ferma hörn sem aórir hafa
undirbúið. Hann treysti ekki
öðrum prestum í prófastsdæm-
inu til að uppfræða börnin.
„Kg hef aldrei sagt neitt f þá
átt,“ sagði séra Sigurpáll. Að
öóru leyti kva’ðst hann ekki
vilja um þetta mál tala á þessu
stigi og þyrfti hann að kynna
sér það áður en hann gæfi ein-
hverja yfirlýsingu.
Mál þetta hefur risið útaf
fermingarræðu, sem séra
Sigurpáll flutti f kirkjunni að
Barði f Kljótum fyrir um það
bil mánuði, en sóknarncfndar-
Framhald á bls. 20
Sýning á
uppdráttum
af torfbæjum
í Norræna húsinu
Hinn 16. júlí sl. var opnuð í
Norræna húsinu sýning á teikn-
ingum og myndum af torfbæjum í
Skagafirði, en islenzkir og dansk-
ir nemendur arkitektaskólanna f
Árósum og Kaupmannahöfn
dvöldust á þessum slóðum sumar-
ið 1975 og mældu upp bæina.
i fréttatilkynningu frá
Norræna húsinu um sýninguna
segir, að á þessu sumri hafi verið
haldið áfram mælingum í Skaga-
firði og Húnavatnssýslu. Árangur
þessarar ferðar mun birtast í
heildarútgáfu á uppdráttum af
ísl. torfbæjum, sem skólarnir
hyggjast gefa út á næstunni. Enn-
fremur var gerð kvikmynd um ísl.
torfbæi á vegum danska sjón-
varpsins og Statens Filmcentral í
Danmörku, eftir handriti nem-
enda arkitektaskóianna.
— Málió er nú á röltinu cin-
hvers staóar í kerfinu og það er
anzi ótryggt aó hafa ekkert hald-
betra, en aó vita af þvi þar, sagói
hann.
Hann sagói, aó um þessar
mundir væri unnió aó hafnarbót-
um æEyrarbakka. Senn liói aó því
aó verkinu lyki, en þaó væri unn-
ió meó hlióstæóum tækjum og
notuóyróu til aó gera viógaróinn.
Því þyrfti aó taka ákvöróun um
viógeró á garóinum hió skjótasta
til þess aó hægt væri aó nota
viókomandi tæki til þess.
Tvisvar sinnum frá því aó flóð-
hæóin var sem mest á Eyrarbakka
í fyrrahaust hefur loftþyngd og
flóóhæó verió óhagstæóari en
þegar .sjógangurinn álti sér staó.
Þaó eina sem á hefur vantað til
þess aó leikurinn hafi endurtekið
sig, er suóaustan átt. Ef svo hefói
verió hefóu afleióingarnar getaó
oróió ófyrirsjáanlegar, sagói Þór.
Aóspuróur sagói Þór, að þaó
væri ekki lögbundið, aó ríkissjóó-
ursæi um hleðslu sjóvarnargarða,
en á hinn bóginn væri þaó hefó.
Þessi lióur væri á fjárveitingum
hvers árs og á þessu ári væri 9
ntillj. kr. varió til fyrirhleðslu-
framkvæmda, þar af 3 millj. kr.
til Eyrarbakka, eins og fyrr segir.
— En þaó nær engri átt að ætla
sér aó bæta þetta tjón á löngu
tímabili. Leikurinn getur svo
hæglega endurtekió sig.
Skálholts-
hátíð á
sunnudag
SKÁLHOLTSHATlÐIN 1976
verður haldin n.k. sunnudag í
Skálholtskirkju. Hátíð þessi er
jafnan haldin á Þorláksmessu
á sumri og verður með hefð-
bundnum hætti.
Hátíðin hefst með klukkna-
hringingu kl. 13.30 og síðan
messu í Skálholtskirkju, þar
sem biskup Islands, herra Sig-
urbjörn Einarsson, og séra
Guðmundur Óli Ólafsson
munu þjóna fyrir altari. Sr.
Eirikur J. Eiríksson prófastur
prédikar og Skálholtskórinn
syngur undir stjórn Hauks
Guðlaugssonar.
Að messu lokinni verður
samkoma í kirkjunni kl. 16.30.
Þar verður flutt sónata nr. 2
eftir G. Tartini fyrir tvo tromp
eta og orgel og einnig verk úr
nótnahefti Önnu Magdalenu
Bach. Ræðu flytur Jón Sig-
urósson, forstjóri Menningar-
sjóð, og sr. (Jlfar Guðmunds-
son sér um ritningarlestur og
bæn. Þá verður almennur
söngur. Flytjendur tónlistar á
hátíðinni verða Ágústa Agústs-
dóttir sópran, Jón Sigurósson
trompet, Sæbjörn Jónsson
trompet, Pétur Þorvaldsson
cello, Helga Ingólfsdóttir
semball, Glúmur Gylíason org-
el og Haukur Guðlaugsson org-
el.
Helzt hefði þetta þurft að vera litmynd, en gaflinn á þessu húsi við Bræðraborgarstfg er einskonar
veðurfarsmynd Islenzk, sunnlenzk að minnsta kosti í svipinn. Grunnurinn er heiðblár og sólarnefnan
uppi undir þakbrúninni hressilega gul. Og svo eru skýin, sem sýnilega eru að ganga fvrir þá gulu,
mjallhvít. Ljósm.: Rax.
Sfc'Beðið eftir grænu
ljósi frá stjórnvöldum
MIKLAR endurbætur hafa verið
gerðar að undanförnu á flugstöðv-
arbyggingunni á Keflavíkurflug-
velli, eins og komið hefur fram,
og byggingin jafnframt verið
stækkuð allveruga. í tilefni af
þessu hafði Morgunblaðið sam-
eand við Pál Ásgeir Tryggvason
hjá varnarmáladeild utanrlkis-
ráðuneytisins, og spurði hann
hvað liði byggingaráformum
varðandi nýju flugstöðvarbygg-
inguna á Keflavfkurflugvelli.
Páll sagði, að sú bygging hefði
nú verið alllengi á döfinni, og
kvaðst hann raunar ætla að þær
væru ófáar byggingarnar hér á
landi, sem í hefði verið lögð jafn-
mikil undirbúningsvinna, og hver
þáttur þessarar framkvæmda
hefði verið kannaður gaumgæfi-
lega. Nú væri svo komíð, að ékk-
ert væri að vanbúnaði að hefja
þessar framkvæmdir um leið og
stjórnvöld gæfu heimild til þess,
en þar vægj aftur spurningin um
fjárveitingar til framkvæmdanna
og flestir vissu að ekki áraði vel i
þeim efnum núna.
Páll kvað það hafa verið stefnu
stjórnvalda allt frá upphafi, að
allar tekjur af hinum margvislega
rekstri á Keflavíkurflugvelli
rynnu beint i ríkissjóð, og flug-
vallarreksturinn væri þannig al-
gjörlega háður fjárveitingum frá
ríki til allra framkvæmda. Páll
kvað þó rétt, að fram kæmi, að
flugvöllurinn hefði jafnan fengið
töluverðar fjárveitingar til endur-
bóta og til að gera nauðsynlegar
viðbætur á ýmsum öryggisbúnaði
varðandi flugvöllinn, öðrum en
þeim er Bandaríkjamenn sæu um.
Páll sagði hins vegar, að Kefla-
Valtýr sýnir
í Þrastarlundi
VALTVk Pétursson listmálari
opnaði málverkasýningu I veit-
ingaskálanum Þrastarlundi sl.
sunnudag. Þar sýnir Valtýr 50 litl-
ar oiíumyndir. — Myndirnar
verða allar að teljast nýjar að
minnsta kosti hefur engin þeirra
komið fyrir almenningssjónir áð-
ur, sagði Valtýr í samtali við
Morgunblaðið.
Þetta er í þriðja sinn á þrem
árum, sem Valtýr heldur sýningu
I Þrastarlundi, og segist hann
kunna mjög vel við að sýna þar og
forráðamenn staðarins hafi verið
með margar skínandi málverka-
sýningar þar.
Sýning Valtýs verður opin
næstu tvær til þrjár vikurnar.
víkurflugvöllur hefði þannig ekk-
ert eigið fjármagn til að verja til
framkvæmda af þessu tagi. Þó
hefði það komið fram hjá erlend-
um aðilum, sem um málið hefðu
fjallað, að forráðamenn flugvall-
arins ættu vafalaust greiðan að-
gang að erlendum lánum með því
að veðsetja i tekjum af rekstri
flugvallarins. Að sögn Páls eru
þessar tekjur miklar, t.d. í lend-
ingagjöldum og rekstri frihafnar,
og þessar tekjur eru einnig að
miklu leyti í erlendum gjaldeyri,
þannig að þau,.erlendu lán sem
tekin kynnu aó verða, yrðu þann-
ig óháð gengisbreytingum innan-
lands.
Páll sagði ennfremur, að núver-
andi flugstöðvarbygging með
þeim viðbótum er verið væri að
gera, væri nú farin að nálgast þá
stærð sem gert hefði verið ráð
fyrir sem fyrsta áfanga nýju flug-
stöðvarbyggingarinnar og um leið
komin töluvert út fyrir þau mörk
sem eldvarnasamþykktir gerðu
ráð fyrir. Þessi stækkun hefði
engu að síður verið óhjákvæmi-
leg, ekki sízt eftir að íslenzku
flugfélögin sameinuðust. Samfara
þvi hefðu þau farið að samræma
komu- og brottfarartima flugvéla
sinna að morgni og kvöldi og við
»það hefði myndazt slíkt álag í flu>
það hefði myndazt slíkt álag i
flugstöðinni á þessum tilteknu
hlutum dagsins, að umferðin
hefði sprengt utan af sér eldri
húsakynnin.
Siglufjörður:
Ófremdarástand
í löndunarmálum
segir skipstjórinn á Gullbergi VE
20 loðnuskip komin á miðin
— HKR RlKIR hið mesta ófremd-
arástand f löndunamálum. Aðeins
er hægt að landa með einu lönd-
unartæki. Við áGullbergi komum
hingað kl. 5.30 I gærmorgun og þá
voru þrír bátar á undan okkur
með slatta, en engu að sfður verð-
um við að bíða eftir löndun þar til
kl. 10—11 f kvöld, sagði Guðjón
Pálsson, skipstjóri á Gullbergi frá
Vestmannaeyjum, er hann hafði
samband við Morgunblaðið í gær-
kvöldi frá Siglufirði.
Guðjón sagði, að skipstjórum og
sjómönnum á loðnubátunum
fyndist það afkáralegt af stjórn-
endum SR að fara þess á leit við
sjómenn að koma inn til löndunar
sem allra fyrst með loðnuna, þó
svo að bátarnir væru aðeins með
slatta, þegar ekkert gengi að losa
aflann.
— Þetta er ekki sagt þeim, er f
verksmiðjunni vinna til lasts,
heldur miklu fremur þeim, er
fjarstýra verksmiðju SR á Siglu-
firði að sunnan, sagði Guðjón, og
bætti við að það væri eindregin
ósk sjómanna að ððru löndunar-
tæki yrði bætt við hjá verksmiðju
SR á Siglufirði.
Eftir samtal Guðjóns reyndi
Morgunblaðið að ná tali af Jóni
Reyni Magnússyni framkvæmda-
stjóra SR, en til hans náðist ekki.
Að sögn Hjálmars Vilhjálms-
sonar fiskifræðings og leiðangurs-
stjóra á Bjarna Sæmundssyni eru
um 20 loðnuskip komin á miðin
úti fyrir Norðurlandi. Hjálmar
sagði að i fyrrinótt hefðu aðeins 5
loðnuskip verið á miðunum og
þau kastað nokkuð tæpar 80 mílur
NNA af Horni. Þar væri mikið af
loðnu og góðar torfur fundizt, en
þær staðið djúpt og í þokkabót
hefði loðnan verið ljónstygg. Afl-
inn var því sáratregur hjá bátun-
um en eitt og eitt 50 tonna kast
fékkst.
Nokkrir bátar héldu til lands í
fyrrakvöld og f gær. Börkur hélt
til Neskaupstaðar með 500 lestir
og Guðmundur til Siglufjarðar
með 300 lestir, — aðrir bStar voru
með minni afla.
Hans áfram ráðunaut-
ur í hafréttarmálum
EINS OG frá var skýrt í Mbl. í
gær afhenti Hans G. Andersen
Gerald Ford Bandarikjaforseta
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
íslands i Washington.
í fréttatilkynningu frá utanrík-
isráðuneytinu, sem Morgunblað-
inu barst í gær, segir, að Hans G.
Andersen hafi verið falið að
gegna áfram starfi sem ráðunaut-
ur í hafréttarmálum og sem for-
maður islenzku sendinefndarinn-
ar á hafréttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna.