Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 3

Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976 3 BHM lýsir yfir ein- róma óánægju vegna úrskurðar Kjaradóms A BLAÐAMANNAFUNDI, sem BHM hélt I dag vegna nýfallins úrskurðar Kjaradóms f kjaramál- um aðildarfélaganna, kom fram einhuga ákvörðun um að nota all- ar tiltækar aðgerðir til að knýja fram viðunandi kjarabætur til handa félagsmönnum, þar eð nefndur úrskurður hefur að litlu sem engu leyti orðið við óskum þeirra. Á fundinum voru þau Jónas Bjarnason, Guðrún Þorsteinsdótt- ir og Jón Hannesson úr launa- málaráði BHM, Árni Konráðsson f.h. verkfræðinga, Hólmgeir Björnsson f.h. náttúrufræðinga og Elfa Björk Magnúsdóttir bóka- safnsfr. Þau lögðu áherzlu á að skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna er Kjara- dómi skylt að hafa hliðsjón að eftirfarandi: 1. Kjörum launþega, sem vinna við sambærileg störf hjá öðr- um en ríkinu. 2. Kröfum, sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sér- hæfni starfsmanna. 3. Afkomuhorfum þjóðarbúsins. Fulltrúar BHM sögðu það ljóst, að Kjaradómur hefði með öllu Yfirlýsing frá sambandi barnakennara MBL. HEFUR borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Sambandi fslenzkra barnakennara: „Samninganefnd Sambands ís- lenzkra barnakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum, að eftir úr- skurð kjaranefndar skuli enn vera verulegur kjaramunur á kennurum grunnskólans þrátt fyrir sömu menntunarkröfur. Kennarar yngri nemenda munu starfa við kjör, er meta má 12% lakari en þeir hefði við kennslu eldri nemenda. Kjöldi kennaramenntaðs fólks velur sér önnur og betur launuð störf en kennslu. Afleiðingin er verulegur kennaraskortur. í því sambandi má benda á, að um 40% þeirra er ráðnir voru til kennslu við grunnskóla haustið 1975 voru án kennararéttinda. Viljum við eindregið vara við þeirri öfugþró- un, sem stjórnvöld virðast styðja, að nægjanlegt sé að „manna" skólana. Ekki skipti máli starfs- menntun þeirra, sem falin er kennsla æsku landsins." sniðgengið 2 fyrstu ákvæðin og lögðu fram gögn þar að lútandi. í gögnunum kom fram, að launa- kjör á almennum vinnumarkaði eru nú, a.m.k. 30% og allt upp i 65% hærri en hjá sambærilegum starfshópum háskólamenntaðra i rikisþjónustu. Árni Konráðsson lagði fram tölfræðilegt yfirlit yfir mismun á launum verkfræðinga í opinberri þjónustu og hjá öðrum verkfræðilegum ráðunautum 1.7.1976. Samkvæmt þeim þurfa laun rikisverkfræðings á 1. starfs- ári að hækka hvað nemur 33.6% og á 10. starfsári um 46% til að vera jöfn launum verkfræðinga, sem ekki starfa fyrir ríkið. Þessar tölur eiga við um almenna verk- fræðinga. Varðandi atriði nr. 2 lagði Hólmgeir Björnsson fram töl- fræðilegt yfirlit yfir kauphækkun náttúrufræðinga annars vegar og verkamanns við almenna verka- mannavinnu hins vegar á tímabil- inu april 1974 til apríl 1976 í prósentutölu. Kaup náttúrufræó- ings i lægsta launaflokki á 2. starfsári hefur hækkað sem svar- ar 35% en fyrir almenna verka- mannavinnu 57.5% samkvæmt fréttabréfi Kjararannsókna- nefndar. Auk þessa lagði Hólm- geir fram yfirlit um laun náttúru- fræðinga á Hafrannsóknastofnun og áhafna rannsóknaskipa. í yfir- litinu segir m.a. að heildarlaun sérfræðinga Hafrannsóknastofn- unar í launaflokki A18 séu um 260 þús. kr. lægri á ári en meðal- laun háseta á rannsóknaskipi og heildarlaun skipstjóra tæplega 600 þús kr. hærri en laun for- stjóra Hafrannsóknastofnunar- innar. Varðandi 3. atriðið sögðu full- trúar BHM á fundinum: Háskóta- menn I ríkisþjónustu hafa áður lýst þvi yfir, að þeir séu fúsir til Framhald á bls. 29 Póstmenn mótmæla úrskurði kjaranefndar MORGUNBLAÐINU barst I gær yfirlýsing frá Póstmannafélagi íslands, þar sem mótmælt er harðlega úrskurði kjaranefndar um sérsamning fjármálai áðherra og P.F.Í. Segir I yfirlýsingunni, að póst- menn telji, að enn hafi dregið i sundur með þeim og öðrum félög- um innan B.S.R.B., sem þeir áður voru i samfloti meó, og munu þeir ekki una þessum úrskurði og hljóti að gripa til róttækra að- gerða, ef ekki rætist úr. Gos eða ekki gos? Samstarf um rannsóknir á jarð- hræringum fyrir norðan „EKKI MÁ álykta, að allt sé um garð gengið (á jarðskjálftasvæð- unum fyrir norðan). Vonandi er eldgosa- og jarðskjálftahætta lið- in hjá, en sú von verður ekki að vissu fyrr en nákvæmar mælingar sýna, að sambærileg ró hafi færzt yfir svæðið og þar rfkti áður en vart varð fyrstu hræringa snemma árs 1975.“ Norræna eldfjallastöðin, Orku- stofnun, Raunvísindastofnun Há- skólans og Veðurstofa Islands hafa sent frá sér sameiginlega rannsóknaráætlun um umbrotin við Kröflu og sprungukerfin i Kelduhverfi. Rannsóknaráætlun- in hefur í fyrsta lagi það markmió að gefa ráð um starfsemina á komandi mánuðum og hugsanlega gosspá og í öðru lagi verður hún nýtt til góðs rannsóknum annars staðar á landinu og hönnun mann- virkja á sambærilegum stöðum. í áætluninni er sagt frá þeim rannsóknum, sem hafa farið fram í nágrenni Kröflu og þeim upplýs- ingum, sem nú liggja fyrir. Meðal rannsóknarverkefnanna má nefna sprungu-, halla-, jarð- og vatnsmælingar, athuganir á efna- samsetningu gasútstreymis o.fl., sem miða að upplýsingasöfnun varðandi gosspár. Kemur m.a. fram, að á svæðinu frá Mývatni til Námafjalls, þar sem settir hafa verið niður 13 srpungumælar eru mælanlegar hreyfingar i báðar áttir yfir sprungur, þ.e. stundum gliðnun og stundum samdráttur. Hreyfingar yfir einstakar sprung- ur hafa sums staðar orðið nokkrir mm. Þá segir ennfremur: „Skjálfta- virkni náði hámarki á Axarfjarð- arsvæðinu 13. janúar og á Kröflu- svæði 17.—19. janúar. Síðan hef- ur skjálftavirkni á báðum þessum svæðum minnkað jafnt og þétt og snemma i marz nálgast virknin þau mörk, sem hún var við áður en umbrotin miklu hófust 20. des- ember 1975. Þess verður þó að geta, að skjálftavirknin þá þótti óeðlilega mikil, og var haft vak- Framhald á bls. 29 Þau voru klmin i svipinn, Jónina og vinnufélagi hennar. „Rigningin þarf ekki að vera verri en sólin” „Þeir eru að bíða eftir helginni svo þeir geti fariB á ball," sagði verkstjóri strákanna, en þeir sögðu ekki orð og brostu út f annað. F.v. Guðmundur, Þórir, Sigurður og Guðbrandur. Helga var hýr á svip, þrátt fyrir rigninguna. „Það er ekki hundi út sigandi i þetta veður,” sagði konan, sem við hittum í anddyrinu á leiðinni út. En við létum það ekki á okkur fá og örkuðum út í rigninguna áleiðis nið- ur að höfn. Á togarabryggjunni var líf og fjör og enginn að fárast yfir veðrinu Við hittum þar tvær ungar stúlkur, sem voru önnum kafnar við vinnu sína. en gáfu sér þó örlítinn tíma til að spjalla við okkur „Þetta er þriðja sumarið, sem ég vinn hérna," sagði önnur. Sú heitir Helga. „Við vinnum hér tvær stelp- ur, en annars eru þetta allt karl- menn. Hvað við gerum aðallega? Jú, við þvoum lestarbakka og erum að snúast í ýmsu, s.s. ísingu " Jónína hefur unnið við höfnina síðan I haust og líkar nokkuð vel Við spurðum hvort hún hefði ekkert í huga að skella sér á togara, en hún kvað nei við því, sagði að sér fynd- ust útiverurnar of langar. Við spurð- um hana um aðbúnað og laun. „Við erum nú á hæsta taxta Dagsbrúnar." sagði hún,„en samt er ekki mikið upp úr þessu að hafa, nema vinna því meira " En þær létu sem sé vel yfir vinn- unni og það ergaman að fara í kaffi til vaktmannanna," sagði Jónína og hló. Á Grandabryggju var verið að skipa varningi upp úr Rangánni og Framhald á bls. 20 Ekki veitti af að vera f góðri regn- kápu f rigningunni f gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.