Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULI 1976
5
„Niðurstöður lygamælinga skal
aðeins nota sem vísbendingu”
Rabbað við Gísla Guðjónsson sál-
fræffinema og rannsduiarlögreghunann
um rannsóknir hans á lygamælum
í rannsóknarlögreglunni — Ilelga Danfelssyni. Ljósm. Fr.H.
LYGAMÆLIR er tæki nefnt sem
notað hefur verið f vaxandi mæli
á sfðustu áratugum við rannsókn-
ir ýmissa sakamála á Vesturlönd-
um. Hingað til hefur slfkt tæki
ekkert komið við sögu hér á Is-
landi, en hins vegar vill svo til að
ungur fslenzkur sálfræðinemi
vinnur n einmitt að rannsóknum
á slfku tæki f tengslum við meist-
araprófsritgerð f kli nfskri sálar-
fræði, sem hann vinnur að um
þessar mundir. Jafnframt þvf
starfar hann f sumarafleysingum
sem rannsóknarlögreglumaður
hjá Sakadómi Reykjavfkur —
annað sumarið f röð, en áður
hafði hann nokkra reynslu að
baki f sumarafleysingum hjá
götulögreglunni.
Gfsli Guðjónsson heitir maður-
inn, og blaðamaður Morgunblaðs-
ins hitti hann fyrir skömmu að
máli f húsakvnnum rannsóknar-
lögreglunnar til að forvitnast
frekar um þetta furðutæki sem
kallað er lygamælir.
„Frá því um síðustu aldamót
hafa sálfræðingar og lífeðlisfræð-
ingar unnið að rannsóknum á
tækjum sem notuð hafa verið til
lygamælinga,“ sagði Gísli. „Þegar
fólk lýgur eiga sér oft stað ýmsar
eðlisfræðilegar breytingar svo
sem breytingar á blóðþrýstingi,
hjartaslætti, öndun, skinnmót-
stöðu við rafmagni, og stærð auga-
steina. Ýmis tæki hafa verið fram-
leidd til að mæla slikar breyting-
ar, og eiga þau það öll sameigin-
legt að mæla á einn eða annan
hátt líkamleg viðbrögð, sem eiga
sér stað hjá þeim sem mælingin
er gerð á, þegar spurt er vissra
spurninga.
Tvær tegundir tækja hafa aðal-
lega verið notaðar við lygamæl-
ingar. Það tæki sem er meira
þekkt er svo kallað polygraph-
tæki en það mælir samtimis blóð-
þrýsting, æðaslátt, öndun og
skinnmótstöðu rafmagns.
Munsterberg hagnýtti sér fyrstur
manna slikt tæki árið 1904. Poly-
graph-tæki hafa verið geysilega
mikið notuð siðan 1921 við rann-
sóknir sakamála, en þó aðallega i
Ameríku. Annað tæki sem rutt
hefur sér til rúms síðustu árin er
svo kallað Dektor P.S.E. tæki sem
mælir microsveiflur í röddinni.
Þetta tæki sem ég er aðallega að
reyna er G.S.R. tæki en það er
hluti af ofangreindu polygraph-
tæki, og mælir mjög nákvæmlega
breytingar i skinnmótstöðu við
rafmagni. Það er rétt að taka það
fram strax að hvorki þetta tæki
né önnur mæla sjálfa lygina held-
ur mæla þau tiltekin líkamleg við-
brögð fólks við ákveðnum spurn-
ingum. G.S.R. tæki mæla t.d. svit-
ann í lóéanum og fingurgómun-
um, sem oft sprettur þegar menn
ljúga en þó er það ekki einungis
háð svitanum, þvi að hægt er að
taka svitakirtlana úr sambandi,
en tækið getur engu að síður kom-
ið a gagni."
Að því er Gisli segir er stundum
töluverðum vandkvæðum bundið
að meta þau viðbrögð sem tiltekin
spurning veldur hjá þeim sem
spurður er. „Stundum geta við-
brögðin bent til að viðkomandi
skýri ekki rétt frá, en hann kann
engu síður að vera saklaus ef
hann er tilfinningalega viðkvæm-
ur fyrir vissum spurningum eða
hefur framið svipuð afbrot áður.
Þess vegna verður að vanda mjög
til spurninganna til að forðkst við-
brögð sem eru málinu óviðkom-
andi.
Það er að mínum dómi algjör
forsenda fyrir notkun þessara
tækja að þeir menn sem fara með
þau, búi yfir talsverðri þekkingu
á sviði lífeðlisfræði og sálarfræði.
I þjálfuðum höndum eiga slik
tæki vafalaust rétt á sér við lyga-
mælingar og geta i mörgum til-
fellum komið að gangi við rann-
sóknir sakamála. Ég held að lög-
reglumenn geti oft fengið vís-
bendingu um sannleiksgildi fram-
burðar með slikum tækjum. Það
er þó rétt að taka það fram að þau
tæki sem notuð hafa verið til lyga-
mælinga eru engin galdratæki
sem í öllum tilfellum sanna sekt
eða sakleysi sakborninga. Ég tel
að niðurstöður lygamæla skuli að-
eins nota sem vísbendingu við
rannsóknir mála. Það er einnig
rétt að geta þess að ég tel að
notkun lygamæla eigi aðeins rétt
á sér i sumum tilfellum, en slik-
um tækjum er oft hætt við mis-
notkun."
Galli allra þessara tækja er að
þau hafa ekki verió nægilega
rannsökuð eða öllu heldur þau
viðbrögð sem mælirinn sýnir.
Gísli segir t.d., að í þeim tilfellum
þar sem menn eru fengnir til að
segja ósatt undir mælingum, t.d.
segja rangt til um númer, sem
þeim eru fengin, þá reynast
G.S.R. mælingar yfirleitt mjög ná-
kvæmar og réttar, enda eru þá oft
fá tilfinningaleg eða sálræn atriði
sem fléttast þar inn í. „Öðru máli
gegnir, þegar mælirinn er notað-
ur á sakamanni. Hann kann að
vera undir mikilli streitu og sú
spenna hefur óhjákvæmilega
áhrif á það sem kemur fram á
mælinum. Þetta á allt eftir að
rannsaka betur,“ segir Gisli.
Gísli hefur undanfarió lagt
stund á kliniska sálarfræði við
Surrey-háskóla í Bretlandi, en
kennari hans í þeim skóla er dr.
Haward, einn þekktasti dóms-
málasálfræðingur í Bretlandi. Dr.
Haward hefur komið við sögu í
mörgum frægum dómsmálum þar
i landi, og hefur hann stundum
notað G.S.R. tæki við slík mál,
einkum í þágu verjanda þegar
þurft hefur að fá upplýsingar um
hvort hinn ákærði er að segja
sannleikann eða ekki.
„Ég tel, að það megi einmitt
hagnýta sér þessi tæki enn frekar
á þennan hátt i framtiðinni, þegar
rannsakað hefur verið hvernig
þessi tæki vinna. Við vitum nefni-
lega ekki nægilega vel hvað það
er sem gerist í sálarlífinu og lik-
amanum þegar menn ljúga og það
er nauðsynlegt að reyna að kom-
ast að þvi hvernig fólk það er sem
hægt er að nota þessi tæki við,“
segir Gísli ennfremur.
Sjálfur hefur Gisli einmitt valið
að fjalla um þennan þátt lyga-
mælinganna I meistaraprófsrit-
gerð sinni i klínískri sálarfræði
og samhliða starfi sínu hjá rann-
sóknarlögreglunni vinnur hann
að rannsóknum með G.S.R. tæki
hér heima og mun að sögn starfs-
félaga sinna i rannsóknarlögregl-
unni vera orðinn stórum fróðari
hversu sannsöglir rannsóknarlög-
reglumenn eru.
„Rannsóknir mínar í þessu sam-
bandi snúast um það að kanna
hinar sálfræðilegu hliðar, sem
hafa áhrif á G.S.R. mælitækió
þegar menn eru beðnir að ljúga
um viss atriði,“ segir Gísli. „Góð-
ur undirbúningur undir notkun
tækisins skipt höfuðmáli. Það
verður að vanda mjög til spurn-
inganna — hafa þær sem hlut-
lausastar til að þær eða kannski
einstök orð i þeim veki ekki ein-
hver tilfinningaleg viðbrögð.
Helzt þarf spyrjand^nn að þekkja
vel manninn sem spurður er og
vita fyrir hverju hann er næmast-
ur. Til dæmis er hugsanlegt að-í
spurningu kunni að vera orð sem
hafi sérstaka merkingu fyrir
þann sem spurður er og geta þá
komið fram áþekk viðbrögð og
maður inn væri að ljúga. En
markmiðið með þessari rannsókn
og það sem ég hef sérstakan
áhuga á er að reyna að grafast
fyrir um hvað það er i líkams-
starfseminni, sem á sér stað í
fólki þegar það lýgur, og hvað það
er i sálarlifinu sem v^eldur slíkri
breytingu."
GIsli segir ennfremur, að enda
þótt hann telji að tæki þessi geti
komið að gagni í sakamálum sé
hagnýtt gildi þeirra þó aðallega
fólgið i meðferð á tugasjúkling-
um, því með þvi megi mæla
hversu afslappaður sjúklingurinn
sé eða til að koma fólki undir
sefjunaráhrif og finna taugaveikl-
unar einkenni þess. Hann segist
gera ráð fyrir því, að ofangreint
Dektor P.S.E. tæki eigi eftir að
verða meira notað i framtiðinni
til lygamælinga heldur en poly-
graph tæki, enda mæli þau rödd-
ina, þannig að ekki þarf að festa
neinar leiðslur úr því við þann
sem spurður sé og hægt sé að nota
slíkt tæki án þess að viðkomandi
verði þess var. Dektor P.S.E. tæki
hafa þó þann ókost að þau eru
geysilega dýr og kosta margfalt
meira heldur en dýrustu poly-
graph tæki, enda er ekki til nema
eitt slikt tæki i eigu ríkisins i
Bretlandi. Alan Smith heitir mað-
urinn sem vinnur við það tæki og
hefur hann oft verið kvaddur til í
ýmsum frægum sakamálum i
Bretlandi. Til dæmis var hann
beðinn um aðstoð í svonefndu
George Davies-máli, þar sem mað-
ur var grunaður um afbrot sem
gerðist á sama tíma og vitni báru
að hann hefði verió á öðrum stað.
Það er líka rétt að geta þess að
rannsóknir á Dektor P.S.E. tækj-
um eru skammt á veg komnar og
er því að svo stöddu ekki hægt að
slá neinu föstu um raunverulegt
notagildi þess við lygamælingar.
Rannsóknir hafa sýnt að streita
veldur mismunandi breytingu á
likamsstarfsemi eftir einstakling-
um, t.d. streita hjá sumum veldur
mjög viðtækum lífeðlisfræðileg-
um breytingum en hjá öðrum eiga
sér staó mjög afmarkaðar breyt-
ingar. Ef um mjög afmarkaðar
breytingar er að ræða geta tæki
sem mæla aðeins eina breytingu
verið ófullnægjandi. Polygraph
tæki hafa oft reynzt vel þvi þau
mæla samtimis fjórar lifeðlis-
fræðilegar breytingar — blóð-
Framhald á bls. 29
HOOVER
er heimilisprýöi
HOOVER Tauþurrkarar.
Stærð:
Hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 55 cm.
Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti.
Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan
vefnað en hitt fyrir gerfiefni.
Hitastig: 55 C, 75 C
Timastillir: 0 til 110 mínútur.
Öryggi: Öryggislæsing á hurð,
1 3 A rafstraumsöryggi,
Taurþurrkarinn er á hjólum.
Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan
mm
FALKINN
Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70
HOOVER-
VERKSMIÐJURNAR
ÁBYRGJAST
VARAHLUTI
í 20 ÁR.
EFTIR AÐ
FRAMLEIÐSLU
SÉRHVERRA
TEGUNDA
ER HÆTT
HOOVER þvottavélar
Stærð: HxBxD. 85x59x55 sm.
Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti
Þvottakerfi:
1 2 til 16 algjörlega sjálfvirk þvottakerfi.
Vatnsinntak:
Heitt og kalt (blandar),
eða eingöngu kalt vatn.
Vatnshæðir:
Vélarnar velja á milli vatnshæða
Sápuhólf: Skúffa sem skipt er i 3 hólf,
forþvottur, aðalþvottur og bætiefni.
Hitastig:
30 gr. C, 40 gr. C, og 60 gr. C, og 95 C
Öryggi: Öryggislæsing á hurð,
vatnsöryggi á sápuskúffu.
13 A rafstraumsöryggi.
Þvottatromla úr ryðfriu stáli
Vélarnar eru á hjólum.
Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan.
Þær falla því vel í innréttingar eða undir
borð.
Einnig má sameina þvottavél og
tauþurrkara á þann hátt
að skorða þurrkarann ofan á vélina.