Morgunblaðið - 22.07.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976
Morgunblaðsmenn í
heimsókn á Hólmsheiðinni
„Þetta er sko vinkona mín,"
sagði Ingibjörg (t.v). „Hún
heitir Erla og ég vil hafa hana
með á myndinni."
Þetta barð er stolt þeirra
Sigurveigar, Guðrúnar,
Sigrúnar og Ástu. Takið eftir
hve bakkinn er
vandvirknislega hlaðinn. j
baksýn má sjá fúnar trönur
og annað drasl, sem á að
brenna.
„Þessar eru klárar." sagði
Gísli. Hér má sjá hvernig þær
stinga framan af börðunum
og síðan raða þær þeim upp
aftur.
Að afloknum vinnudegi þustu krakkarnir upp I strætisvagninn, sem flytur þau í bæinn.
Ljósm. RAX.
Hann Stefán (lenst til hægri) var ekkert fyrir svona
blaðaumstang.
Það er ekkert vandamál að flytja bækistöðvarnar!!
Nokkrir verkstjóranna: f.v. Halldór Þórðarson, Haukur ísfeld,
Gísli Kristjánsson, Guðný og Erla. Þau voru sammála um að
þessi starfsemi hefði borið mikinn og góðan árangur og töldu
að búið væri að ná yfirhöndinni í baráttunni við eyðingaröflin.
Þar eru engin
unglingavandamál
Á SÍÐUSTU árum hefur
verið gert mikið átak á
sviði umhverfismála og
má segja að mikið hafi
áunnizt í þeim efnum.
Það eru ekki aðeins
græn svæði inn í borg-
inni, sem hér er um að
ræða, heldur hefur m.a.
verið hafizt handa við að
rækta heiðalöndin í ná-
grenni Reykjavikur.
Á Hólmsheiðinni við
Rauðavatn hefur á und-
anförnum tveim árum
verið unnið mikið starf
við að stöðva þau miklu
landspjöll, sem upp-
blástur og fok hafa vald-
ið.
í sumar starfa þar um
100 ungmenni á vegum
Reykjavíkurborgar og
einn góðviðrisdag fyrir
skömmu brugðum við
undir okkur betri fætin-
um og fórum í heimsókn
upp á heiði.
Við hittum fyrst að máli þá
Gísla Kristjánsson, sem hefur
umsjón með starfinu, og Hall-
dór Þórðarson verkstjóra. ' Hér
vinna um 100 unglingar,"
sögðu þeir. „Þeim er skipti i
fjóra hópa og í hverjum hópi
eru frá 1 7—30 manns og einn
flokksstjóri. Aðalstarfið felst i
því, að stinga niður rofabörð til
að hefta uppblástur og einnig
höfum við borið áburð á mel-
ana og sáð i Það hefur þó
verið nokkrum erfiðleikum háð
að sá, vegna þess að veðurguð-
irnir hafa verið okkur heldur
andsnúnir En krakkarnir hafa
verið alveg sérstaklega dugleg-
ir og ekki látið veðrið á sig fá.
Einnig höfum við verið að
hreinsa heiðina af lls konar
rulsi, bilhræjum, eldavélum, ís-
skápum og fúnum trönum svo
eitthvað sé nefnt."
Þetta er geysistórt sváeði og
sagði Gísli okkur að allt svæðið
væri u þ.b. 300 ha., en af þvi
hefði verið unnið við u.þ b.
200 ha. og sáð í mikinn hluta
þess. Við röltum nú um svæðið
i fylgd verkstjóranna og kom-
um þar sem eitthveð mikið var
um að vera Það kom i Ijós að
einn flokkurinn stóð þarna í
búferlaflutningum.
„Þetta eru bækistoðvarnar,
sem þau eru að flytja," sagði
Björn Þráinsson flokksstjóri.
Það kom okkur dálitið spánskt
fyrir sjónir að sjá krakkana
þramma þarna með „bæki-
stöðvarnar", sem eru tjöld, en
Gísli sagði að þetta váeri al-
vanalegt
„Hver flokkur hefur 2 — 3
tjöld," sagði hann „og þau eru
útbúin á þannig grind að auð-
velt er að flytja þau í heilu lagi
þegar þörf er á. í tjöldunum er
gashitabúnaður og þarna borða
þau og drekka."
Við tókum tali tvær kampa-
kátar vinkonur, sem sögðust
heita Ingibjörg og Erla. „Þetta
er annað sumarið, sem ég vinn
hérna," sagði Ingibjörg, „og
það er alveg stórfint. „Við erum
aðallega að hreinsa svæðið og
vernda jarðveginn Þetta eru
allt hressir krakkar og Bjössi er
finn verkstjóri," og var greini-
legt að þarna talaði hún fyrir
munn alls hópsins.
Við vorum að velta því fyrir
okkur hvort þarna væru engin
klósett eða snyrtiaðstaða og
höfðum orð á því Svarið kom
strax og var stutt og laggott:
„Þess þarf ekki, það er miklu
betra að pissa bak við þúfurn-
ar."
Þarna var myndarpiltur i
gulri regnkápu, sem sagðist
heita Stefán og við spurðum
hann hvernig honum likaði
þarna.
„Þetta er ágætt," sagði
hann, „maður þarf bara að vera
vel klæddur" Annars sagðist
hann ekkert vera fyrir svona
lagað og átti þá við myndatök-
una og spurningar blaða-
mannsins.
Við röltum því áfram og hitt-
um fjórar stúlkur, sem voru