Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976
13
Á heiðinni skortir ekki neitt. Þar hafa þau búsáhaldadeild,
Bíla- og varahlutadeild. . . og þannig mætti lengi telja.
Hildur, Elín og Björk virtust hressar yfir lífinu og tilverunni
Hópurinn hans Atla var að búa sig til heimferðar og settist
augnablik niður fyrir myndatöku, en stuttu seinna kútveltust
allir hver um annan í „góðlátlegum slag", eins og einhver
sagði.
önnum kafnar við vinnu sina.
,,Við skerum niður börðin,"
sögðu þær," og röðum þeim
siðan upp aftur svo þau blási
ekki meira upp ” Þeim fannst
veðrið ekki hafa verið nógu
gott í sumar og hvísluðu því að
okkur að þær hefðu nú sofnað i
matartímanum. ,,Það var svo
notalegt að sofa við suðið i
gastækinu," sögðu þær Sigur-
veig, Guðrún, Sigrún og Ásta
að lokum.
Nú bættist i hópinn þriðji
verl<stjórinn, Haukur ísfeld að
nafni. Hann sagðist hafa unnið
sem verkstjóri nokkur undan-
farin sumur, en tók fram að
þarna á heiðinni væri alveg
sérlega skemmtilegur andi, allir
væri ánægðir og mikil sam-
staða ríkti.
Nokkru lengra hittum við
þær Hildi, Elinu og Björk. Þær
sögðu okkur skemmtilega sögu
af þvi að lamb hefði ..ráðist á
þær" og siðan elt þær á rönd-
um hvert sem þær fóru. Það
elti þær m.a.s. í kaffi og fékk
að smakka á nestinu þeirra —
,,og þvi fannst kindakæfan
bezt," sagði Björk og hló við.
Þarna rétt hjá okkur voru
Guðný og Erla að vinna, en
þær eru báðar verkstjórar á
staðnum
,,Það er gott að vinna hér,"
sagði Guðný ,,og ég vona bara
að þetta starf beri árangur.
,,Það er algjör nauðsyn að
eiga alla vega vinnuföt," sögðu
þær, ,,því sama daginn getum
við skipzt á að vera i bikini,
stuttbuxum, lopapeysu og
regngalla uppúrog niðrúr."
i þeirra flokki eru aðeins
stelpur — „og þær gefa strák-
unum ekkert eftir," sögðu þær
og þá skaut Haukur þvi a§ að
þær ynnu öðru vísi „Strákarnir
hamast kannski af meiri krafti,
en stelpurnar. duga betur og
eru vandvirkari," sagði hann
Við áttum enn eftir að heim-
sækja einn flokkirfn og vorum
alveg á siðasta snúningi, þvi
klukkan var að verða 4 og
krakkarnir voru farnir að búa
sig til heimferðar. Við náðum
þó að smella einni hópmynd af
krökkunum með flokksstjóran-
um sínum, sem er Atli Eðvalds-
son knattspyrnukappi
á.rós.
Búðír opnar
að nýju
GISTI- og veitingastaðurinn að
Búðum á Snæfellsnesi, sem lokað-
ur hefur verið tvö undanfarin ár,
var opnaður aftur núna i sumar.
Hjónin Guðrún Sigurðardóttir og
Auðunn Jónsson bryti tóku hann
á leigu og starfrækja.
Gistiaðstaða er fyrir 40 — 50
manns að Búðum, en auk þess eru
þar leigð út svefnpokapláss og
tjaldstæði.
Upphaflega var hótelið að Búð-
um endurreist sem sumardvalar-
hótel af áhugamönnum úr
Snæfellingafélaginu og 10 manna
hópur vann þar um tíma s.l. sum- miðaði að því að gera alla aðstöðu
ar að endurbótum á staðnum, sem þar sem bezta.
Sumarfatnaður
á fjölskylduna
Vatteraðar nælon
mittisúlpur frá @
Stærðir: 6—16
Litir: rautt — brúnt — dökkblátt — grænt.
Verð frá kr. 3.400,-
Ermalausir rúllu-
kragabolir (einlitir)
Litir: rautt — hvftt.
Stærðir: S — M — L.
Verð kr. 954.-.
Einlitir sportbolir m/
stuttum ermum
Litir: dökkblátt — hvltt.
Stærðir: S—M—L—XL.
Verð kr. 954,-
Barnastærðir: 2—12.
Litir: grænt — blátt — rautt.
Verð kr. 792,-
Röndóttir sportbolir
Stærðir: S — M ■
Verð kr. 862,-
Fótboltaskór
Stærðir og verð:
32—34 kr. 1298,-
35—39 kr. 1382,-
40—45 kr. 1468,-
Sundfatnaður kvenna
í yfirstærðum
Munstraðir sundbolir kr. 3.815.-
Munstruð bikin m/háum buxum kr. 3.815.-
Einlitir sundbolir kr. 4.226.-
Rúllukragabolir frá
<S>
Margir litir
Verð frá kr. 1.290.-
Opið til kl. 10 á föstudögum.
Lokað á laugardögum í sumar.
IMkgn
■ ISKEIFUNNI 15llsÍMI 86566