Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976 MÉR var það ljóst, þegar ég fór aö hugsa um að rita togarasögu, að ég þyrfti að vita einhver deili á Tryggva Ófeigssyni og þess vegna hef ég haldið til haga ýmsu, sem mér hefur ver- ið sagt um hann eða rekizt á ritað um hann og á því í fórum mínum nokkrar svipmyndir af manninum, sem mér finnst ekki úr vegi að bregða upp nú þegar kempan er áttræð. Ég vil taka það fram, að per- sónuleg kynni mín af Tryggva Ófeigssyni eru nánast engin, ég met þvi manninn úr fjarlægð líkt og Vífilfellið, sem ég horfi á útum gluggann minn og þykir mikilúðlegt og gerðarlegt fjall. Það blása vindar um það fjall og það er nokkuð einmana inn- anum skapfellilegri og kollótt- •ari móbergshnúka og hraun- dyngjur. En það eru nú þessir stöku tindar, sem auka tilbreytnina í fjallasýnina og mannlífið og um þá myndast sögur. „Tryggvi Ófeigsson er einn af mestu afburðamönnum ís- lenzku þjóðarinnar á þessari öld," sagði Jón Pálmason alþingismaður um Tryggva sjötugan. Jón hafði aðstöðu til að meta Tryggva á breiðari grundvelli en ég — sem læt mér nægja að fullyrða að Tryggvi Ófeigsson verður jafn- an talinn einn af atkvæðamestu skipstjórum og útgerðarmönn- um islenzkrar togarasögu og svo sérstæður er hann að gerð, að hann er þegar orðinn þjóð- sagnapersóna. Það hljóta marg- ir að verða til þess að minnast hans á þessum afmælisdegi og lýsa honum frá ýmsum sjónar- hornum. É ætla mér ekki annan hlut en rifja upp nokkur atriði úr sjómannsferli hans. — Saga Tryggva — saga togaranna Það má segja, að æviferill Tryggva Ófeigssonar falli alveg saman við sögu íslenzkrar tog- araútgerðar. Það var ekki mal- að undir barnmargar þurrabúð- ar fjölskyldur í þennan tíma og foreldrar Tryggva stríddu við ómegð en rýra atvinnu. Hann dundar sér við það, sem dreng- hnokki tæpra 9 ára gamall að skera sundmagana úr hryggj- um sem flutu á land úr afla fyrsta íslenzka togarans, Coots, eftir nóttina frægu, sem hann nefndi sjálfur svo í blaðaviðtali síðar, en þá hafði Coot komið inn eftir eina nótt úti á veiðum með afla sem nam heilum túr og honum góðum á skútu. Það er einmitt þessi mikli afli, sem stuðlar að þvi að fjórir skútu- skipstjórar ákveða að selja hluti sina i þeim skútum, sem þeir voru með og ganga á fund Thor Jensen einmitt einn af þessur vordögum 1905 og biðja hann að hafa forgöngu um tog- arakaup. Þannig var Tryggvi Ófeigsson í raun þátttakandi án þess að vita það fyrr en síðar í frumgerð islenzkrar togaraút- gerðar og ef undan eru skilin nokkur unglings ár sem hann var á bátum, þá fellur starfs- saga hans sem fyrr segir alger- lega saman við sögu islenzku togaraútgerðarinnar til þessa dags. Tryggvi hefur sjálfur lýst sjómennsku sinni á unglings ár- unum í Vísi 1966 og því verður hér farið hratt yfir. 1910 byrjar . hann á vetrarvertíð; það er í Leirunni á árabáti. Hann er næstu ár eða þar«til veturinn 1914 ýmist á árabátum eða mótorbátum. Reri á Austfjörð- um nokkur sumur eins og eftir ÁSGEIR JAKOBSSON Söguþáttur af Tryggva margir úr verstöðvunum við Faxaflóa á þeim árum. Það er vertíðina 1914, sem togarasjómennska hans hefst með því, að hann ræðst á lítinn holienzkan togara, Ocean I, sem hafði bækistöð í Hafnarfirði. Hann fór aftur austur til róðra um sumarið og er síðan enn á árabátum og mótorbátum þar til á vertíðinni 1916, að hann ræðst á Braga með Jóni Jóhannessyni og eftir það er hann óslitið á togurum hartnær aldarfjórðung eða þar til síðla sumars 1940, að hann fór alfar- inn i land að sinna útgerðinni, en útgerðarfélagið Júpiter h.f. hafði verið stofnað 1929, Venus h.f. 1936 og Marz h.f. 1939 og átti Tryggvi aðild að þeim öll- um en útgerðarsögu hans er ekki tækifæri né tími til að rekja hér, enda margir kunn- ugrí þeirri sögu en ég, og skyld- ara að rekja hana skilmerkilega vegna hinnar almennu togara- sögu, ef hún verður einhvern timann rituð aó gagni. Á Braga var hann svo þar til hann var seldur 1917 og lenti þvi í hinni frægu herleiðingu 1916. Haustið 1917 fór Tryggvi í stýrimannaskólann og lauk það- an prófi með hæstu einkunn þá, vorið 1919. Á þessum árum var hann um tíma með Páli Matthí- assyni á Snorra goða og áfram (með Jóni Jóhannessyni?) á Vínlandinu og Ara. A vertið- inni 1921 var hann með skozkan togara fyrir Bookles i Hafnar- firði, en sú útgerð var þá að syngja sitt síðasta vers (gjald- þrota ‘22) og þvi varð ekki framhald á skipstjórn Tryggva í það sinn og hann varð áfram ýmist bátsmaður eða stýrimað- ur. Það var haustið 1922 áð hann réðst stýrimaður á Wal- pole til Jóns Otta Jónssonar, og var með honum á vertið- inni 1923. Um sumarið var hann með síldarbát og síðan aftur með Jóni Otta á vertíð. Hann var skipstjóri á togaranum Helga magra á síldveiðum, sumarið 1924, og fer þá að líða að því að sköpum skipti í sjómannsferli hans. Smásaga, sem Jón Otti sagði mér af stýrimanni sinum lýsir því að Tryggvi er farinn að búa sig undir aukin átök. Ég hef að visu sagt þessa stuttu en lýsandi sögu áður á prenti en geri það aftur nú af þvi að hún tengist máli mínu siðar. Þannig var að flestir islenzku togar- anna voru að veiðum á Selvogs- banka; — voru að toga við Hraunið. Jón Otti tekur þá eftir því að stýrimaður hans, sem var hjá honum í brúnni, horfir stöð- ugt í kíki á 3 togarana: Belg- aum en á honum var Þórarinn Olgeirsson þá skipstjóri, Skalla- grím, þar var Guðmundur Jóns- son skipstjóri, og Leif heppna en með hann var Gisli Oddsson. Jón Otti spurði Tryggva, því hann einbeindi svo athyglinni að þessum þremur skipum, og svaraði þá Tryggvi: —Af þessum mönnum get ég lært... Það reyndist svo skammt í það, að Tryggvi þyrfti á lær- dóminum að halda og þá komu einmitt þessir menn við söguna. Örlaganornin tekur að spinna þráðinn fastar Eins og kunnugt er hófu hin- ir þekktu brezku togaraútgerð- armenn, Hellyersbræður, starf- semi sína í Hafnarfirði 1923, voru með eina 5 togara á vertið- inni 1924 frá Hafnarfirði og einn af þeim var Kings Grey og var hann talinn mestur þessara togara. Hellyerábræður, Owen og Orlando voru miklir fyrir- myndarútgerðarmenn að allra dómi sem til þeirra þekktu og Tryggvi hefur gefið þeim svo- felldan vitnisburð i viðtali: „Hellyersbræður voru úrvals- menn. Vera min hjá þeim var minn háskóli. Þar fékk ég þá undirstöðuþekkingu og fjár- hagsgrundvöll, sem gerói mér fært að gerast nokkuð stór hlut- hafi í togaraútgerð og þá kunn- áttu sem þarf til að standa fyrir togaraútgerð." Hellyersbræður, voru óragir við að gefa ungum mönnum tækifæri til að spreyta sig við skipstjórn og létu þá hugboð sitt tíðum ráða valinu. Hugboð þeirra var byggt á langri og inngróinni reynslu af þeim eig- inleikum, sem góður fiskiskip- stjóri þyrfti að vera gæddur. Þeir héldu spurnum fyrir um líkleg skipstjóraefni, og segja mátti að mottó þeirra væri: P’yrst finnum við skipstjór- ann, síðan smíðum við skipið Árið 1924 áttu Hellyersbræð- ur nýtt og mikið skip í smiðum og þegar það kæmist i gagnið myndi vanta skipstjóra á Kings Grey. Nýja togarann átti að gera út frá Hafnarfirði. Geir Zoéga réð alla skipstjórana á Hellyerstogarana, sem gengu frá Hafnarfirði, og þess vegna ræddi Owen Hellyer þetta við hann á skrifstofu útgerðarinn- ar í Hafnarfirði. Það samtal og sú atburðarás, sem fylgdi í kjöl- far þess, varð ekki litill örlaga- valdur í lífi Tryggva Ófeigsson- ar. Sagan sem Geir G. Zoéga sagði mér af þessu á sinn skemmtilega hátt sýnir glöggt þá staðreynd að það sem skilur afreksmanninn frá meðalmann- inum er hvernig hann nýtir tækifæri sem honum gefast. Hann grípur þau hiklaust og ákveðið fullur sjálfstrausts og sigurvissu. Þegar Owen hafði lagt málið fyrir Geir og beðið hann að huga að liklegum skipstjóra á Kings Grey, og hafa hann til taks þegar þar aðkæmi.að hans væri þörf, svaraði Geir honum svofelldum orðum: — Viltu ekki ganga með mér hérna niður á bryggjuna? Jú, Owen hafði ekkert á móti því og þeir gengu saman niður á bryggju. Við hana lá togarinn Walpole. Þegar þeir félagaj*, Geir og Owen komu niður á bryggjuna, var ungur maður og þreklegur í blárri duggara- peysu að bjástra við það á dekk- inu á Walpole að handlanga bobbinga niður í netalestina. Þetta voru 24 tommu bobbingar en þeir eru um 120 pd á þyngd. Bobbingarnir virtust léttir í höndum mannsins sem rétti þá niður í lúguna. Þegar þeir Geir og Owen höfðu horft um stund á vinnubrögð unga mannsins, sagði Geir: — Þarna er pilturinn, sem þú átt að láta hafa Kings Grey á næstu vertíð ... Hann heitir Tryggvi Ófeigsson og er stýri- maður á Walpole og ég hef trú á þvi, að það ætti að gefa hon- um kost á að reyna sig .. . Owen Hellyer spurði þá, hvort Geir vildi ekki sjá til þess, að Tryggvi Tcæmi uppá skrifstofu og hefði tal af sér og taldi Geir það vandkvæðalaust,' sem og varð. Að lokinni vinnu sinni um borð, mætti Tryggvi uppi áskrifstofu Hellyers. Hellyer bauð honum vafningalaust Kings Grey í eitt ár til reynslu. Nú er það efa- laust að margur ungur maður hefði tekið þessu boði fagnandi og án þess að leyfa sér að setja skilyrði, en þessi ungi maóur sagði ákveðinn: — Ég vil fá hann i tvö ár ... Owen át þetta upp eftir hon- um — tvö ár — — Já, það getur verið að óheppnin elti mig fyrsta árið meðan ég er að þreifa mig áfram, en ég skal fiska ... Hann var ráðinn þarna á stundinni til tveggja ára á Kings Grey. Um haustið fór Geir Zoéga að venju út að ræða við Heilyers- bræður um útgerðina í Hafnar- firói næstu vertíð, það er vertíðina 1925. Þá var það einn dag, að Owen Hellyers biður hann að koma með sér til Beverley að líta á nýjan togara, sem hafi verið að hlaupa af stokkunum. Þetta var Imper- ialist, stærsti togari þeirra Hellyersbræðra, 160 feta lang- ur og stærsti togari Englend- inga'þá og 8-fetum lengri en stærstu togarar okkar (Skalla- grímur — t.d.). Þar sem það átti að gera togarann út frá Hafnarfirði spurði Hellyer hvern Geir vildi vélja sem skipstjóra á þetta nýja skip. — Tryggva Ófeigsson, svar- aði Geir samstundis. — Er það nú ekki fuli-mikið í ráðizt með ungan og óreyndan mann, spurði Owen — og er ekki rétt að lofa honum að reyna sig fyrst á Kings Grey, eins og ákveðið hefur verið? — Jú, það er rétt, að hann er óreyndur og ungur maður, en það er einmitt ungur maður, sem á aö taka svona skip; maður sem ekki er orðið ^ieitt lát á. Allir okkar skipstjórar eru af léttasta skeiði og teygjan farin úr þeim. Það hentar þeim ekki að fara að berjast á nýju og dýru skipi. Það þarf orustuglaðan ungan mann ... Owen Hellyer ræddi málið ekki meira í bili, en áður en Geir fór aftur upp til Islands, bað hann Geir að taka skilaboð til Tryggva að finna sig, þegar hann kæmi út i nóvember á Walpole. Einnig bað hann Geir að nefna ekki samtal sitt og hans úti i Beverley. • Geir flutti Tryggva skila- boðin og þegar Tryggvi kom út til Hull fór hann að hitta Owen Hellyer, sem bauð honum með sér úti Beverley að líta á hihn nýja togara, Imperialist, sem var þá að heita mátti fullbúinn. Owen spurði Tryggva, hvernig honum litist á þetta skip til saltfiskveiða. Tryggvi taldi skipið myndu vera það bezta sem þekktist... — Hvað heldurðu að þurfi til að vera með svona skip? spurði Owen. — Maðurinn verður að vera hæstur með afla, sagði Tryggvi. — Það dugir ekki minna. — Treystir þú þér til þess ? spurði Owen — Já. — Þá er þetta þitt skip, sagði Owen. Þannig atvikaðist það, að Tryggvi tók aldrei Kings Grey, og þannig hófst frægðarferill Tryggva Ófeigssonar á Imperialist að sögn Geirs Zoéga, sem manna bezt má vita, hvað rétt er i því efni. Og hvað hafði svo maðurinn lært... Tryggvi fékk Imperialist í vertíðarbyrjun 1925 og hóf á honum veiðar i salt. Guð- mundur Jónsson á Skalla- grimi er óumdeilanlega frægasti aflamaður islenzkrar togarasögu en aflaskýrslur eru ónákvæmar og aflinn oft gefinn upp aðeins i lifrarfötum en fiskur mislifraður eftir árstíma og veiðislóð, skippundatala uppúr skipi sagði heldur ekki nákvæmlega til um aflamagn, fiskur var mjög misstaðinn eftir lengd túra og þannig er erfitt að meta nákvæmlega, hver hefur verið jafnmestur aflamaður á þeim tima, sem Tryggvi er með Imperialist, Guðmundur Jónsson með Skallagrím, Guðmundur Markússon með Tryggva gamla og Ráðherrann og, Þórarinn með Belgaum og siðar Júpiter. En það er víst, að þessir menn kepptu örugglega um þann titil ár eftir ár frá 1925 og fram yfir 1930 að ný kynslóð aflamanna var farin að ögra þeim hressi-„ lega. Óheppnin elti ekki Tryggva fyrstu vertiðina með Imperialist, eins og hann hafði hálft í hvoru óttast. Afli Imperialists á saltfisksveiðun- um var 5985 skpd, en Skalla- gríms 5603 skpd. Afli Imperialist var 30 skpd. á úthaldsdag en Skallagríms 28 skpd. Tryggvi gamli var með svipaðan afla og raða þessir þrír sér i efstu sætin vertiðina 1925. 1926 er Guðmundur Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.