Morgunblaðið - 22.07.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.07.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULÍ 1976 19 skip við Látrabjarg og varð þar nokkuð mannjón. Árið eftir var ákveðið hjá Slysavarnarfélaginu að reyna að fá þennan atburð kvikmyndaðan og varð það úr, að ég tók þetta að mér ■— Það hlýtur að hafa verið miklum erfiðleikum háð að gera kvikmynd um þennan atburð? „Já, því er ekki að neita, að það voru margir erfiðleikar, sem þurfti að glíma við og aðstaðan var ekki góð, en það tókst nú samt Þórður Jónsson á Látr- um stjórnaði þessu að mestu leyti og sá um undirbúning Sumarið sem við vorum fyrir vestan að kvikmynda skeði svo sá undarlegi atburður, að annað skip frá sama fyrirtæki strandaði þarna á svipuðum slóðum Þar var unnið mikið björgunarstarf og var ég við- staddur og gat því kvikmyndað raun- verulegar björgunaraðgerðir, en mest allt annað i myndinni er leikið — Það hafa náttúrlega orðið geysi- legar breytingar á kvikmyndagerð og Ijósmyndaækni frá þessum árum? „Það er óhætt að fullyrða það, já Það hafa orðið gifurlegar framfarir á þessu sviði sem öðrum Þegar ég var að byrja að kvikmynda voru notaðar svokallaðar mjófilmuvélar, sem eru 9’/? mm, og voru þær handsnúnar og mjög ófullkomnar á okkar tima mæfi- kvarða Seinna komu svo vélar sem voru upptrektar og endurbættar á allan hátt Það er sömu sögu að segja með Ijósmyndavélarnar. Þetta voru allt ófullkomnar kassavélar og má i raun- inni teljast merkilegt hve góðar myndir voru teknar á þessar vélar.” Eftir að Óskar hætti rekstri eigin Ijósmyndastofu hefur hann þó alla tið starfað við Ijósmynda- og kvikmynda- gerð Hann veitti m.a. forstöðu mynda- stofunni Týli á árunum 1940—45 og aftur seinna. Þá hefur hann verið i stjórn Ljósmyndarafélags íslands, en hann var einn af 1 8 stofnendum þess, og einnig hefur hann verið prófdómari í Ijósmyndaraprófum Nú seinsutu árin hefur hann starfað hjá sjónvarpinu, og spurðum við hann um starf hans þar. „Það var árið 1 966. sem ég réð mig á Ijósmyndastofu sjónvarpsins, og sá ég um hana fram að siðustu áramót- um, en þá hætti ég fyrir aldurs sakir Ég var nú svo til eingöngu á stofunni, en þó tók ég dálitið af fréttamyndum Það var nú reyndar ekki mikið þvi þarna voru menn sérstaklega til þess ráðnir '' — En hefur þú verið að bauka eitthvað eftir að þú hættir störfum hjá sjónvarpinu? „Eftir að ég hætti fékk ég loksins tima til að vinna að þessari sýningu. sem ég er nú að setja upp, og hef ég verið að vinna gamlar myndir sem verða á sýningunni '' Allt i kringum hann voru staflar af gömlum myndum og fengum við að fletta lauslega i gegnum þær og kom- umst að raun um að í þessu eru geysilega góðar og skemmtilegar heimildir um lifið i Reykjavik á þessum árum. Þarna voru m a myndir af hest- vögnum i Austurstræti, ístöku við höfnina, mynd frá opnun Tívolís og af brunanum mikla 1915, og svona mætti lengi telja. Okkur fannst þetta ákaflega áhugavekjandi svo við spurð- um Óskar nánar um sýninguna. Hann sagðist sem minnst vilja um hana tala fyrr en hún yrði opnuð, en sagði okkur að þetta yrðu allt gamlar myndir, sem hann og aðrir hefðu tekið „Sjálfur átti ég engar myndir frá aldamótunum.” sagði hann. „og fékk ég plötur hjá Þjóðminjasafninu af myndum frá þvi um og eftir aldamót eftir nokkra gamla Ijósmyndara og held ég að þessar myndir setji skemmtileg- an „sjarma” á sýninguna " — Er eitthvað sérstakt atvik úr kvik myndagerðinni, sem er þér sérstaklega minnisstætt? „Nei, ég man ekki eftir þvi Ekki nema að almennt voru alltaf mikil vandamál i kringum þetta og dettur mér þá i hug atvik, sem skeði þegar ég var að kvikmynda Siðasta bæinn i dalnum Útisenurnar i þeirri riiynd voru að mestu leyti teknar á Tanna- stöðum í Ölfusi og ég man eftir þtfi. að það kom tvisvar fyrir að við vorum lögð af stað úr bænum i bliðskaparveðri og ætluðum að koma.miklu i verk, en við urðum að snúa við á Hellisheiði vegna veðurs Og þetta var nú meira fyrirtæki en svo að það væri gaman að þurfa að snúa við meðallt hafurtaskið '' — Hver var siðasta kvikmyndin, sem þú gerðir? „Ég man það nú ekki alveg nákvæm- lega, nema að með siðustu kvikmynd- unum var Nýtt hlutverk, sem ég tók árið 1954 eftir sögu Vilhjálms Vilhjálmssonar Ég man vel eftir þeirn mynd, þvi þá var talið i fyrsta skipti tekið upp um leið og myndin, en áður hafði það alltaf verið sett inn i eftir á " — Við höfurh heyrt að nú hafir þú breytt um hlutverk og standir ekki lengur bak við kvikmyndatökuvélina. þvi verið sé að gera kvikmynd um þig Geturðu sagt okkur eitthvað frá þvi? „Já, þetta er rétt Sjónvarpið er að vinna að mynd um kvikmyndastarfið Þetta verður heimildarmynd um kvik myndagerð og sýnir vel þróunina sem orðið hefur Kvikmyndin er nú langt komin, en þó býst ég ekki við að hún verði fullgerð fyrr en i vetur Óskar flettir hér í bunka af gömlum myndum, sem eiga að fara á sýninguna. Hann heldur á mynd, sem tekin var við opnun Tívolís og nær má sjá mynd af stofnendum Ljósmyndara- félags tslands. Óskar lánaði okkur nokkrar gamlar myndir til birtingar. Þessi mynd var tekin frostaveturinn mikla 1918 og sýnir ístöku við höfnina. Óskar Gtslason heitir maður, sem mörgum er að góðu kunnur. Þekktastur er hann þó sennilega fyr- ir brautryðjendastarf sitt á sviði kvikmyndagerðar, en hann er einn þeirra manna, sem fyrstir gerðu kvikmyndir hér á landi. Við litum inn hjá Óskari einn dag fyrir skömmu og áttum við hann stutt samtal. Þegar okkur bar að garði var greinilega mikið um að vera og kom í Ijós að hann var að undirbúa Ijósmyndasýn ingu að Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður næstu daga. „Ég byrjaði að læra Ijósmyndun hjá Ólafi Magnússyni árið 1916,' sagði Óskar, „og árið 1920 fór ég síðan til Hafnar I fram aldsnám Þar lærði ég hjá Elfelt og var að fullkomna mig I Ijósmyndagerð, en Elfelt var einmitt einn af brautryðjendum i kvikmynda- gerð I Danmörku. Eftir að ég kom heim stofnsetti ég eigin Ijósmyndastofu hér i Reykjavik og rak hana i 1 5 ár.” —— ■ Hver voru tildrög þess, að þú snerir þér að kvikmyndagerð? „Ja, það má nú kannski að einhverju leyti rekja til þess, að þegar verið var að kvikmynda Borgarættina hér árið 1919, komst ég i kynni við Larsen, sern stjórnaði upptökunni. Ég var áhugasamur um þessi mál og fylgdist með upptökunni og þar kom að Larsen fékk mig til aðframkalla nokkrar prufu- filmur Eftir þetta fór ég að leika mér að því að kvikmynda, en fyrsta kvikmynd- in, sem ég gerði og sýnd var opinber- lega var kvikmyndin um lýðveldishátið- ina 1 944 " Og Óskar lét ekki þar við sitja, því næstu árin var skammt stórra högga á milli ffjá honum og tók hann fjölda kvikmynda, sem sumar hverjar hafa farið viða um heim. Má þar nefna kvikmyndir eins og Siðasti bærinn í dalnum, Reykjavikurævintýri Bakka bræðra og siðast en ekki sizt Björgun- arafrekið við Látrabjarg „Já, sú mynd er nú sennilega einna frægust,' sagði Óskar þegar við minnt- umst á þá siðastnefndu. „Hún var til upp úr þvi, að árið 1948 strandaði Rætt við Óskar Gíslason Kvik- myndir eru hans áhugamál Keypt í soðið. Myndin er tekin í miðbænum í Reykjavík. Þekkir nokkur götuna? Jú, þetta er Austurstræti í Re.vkjavík og er myndin tekin skömmu eftir aldamót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.