Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 25

Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976 25 Páll Bragi Kristjónsson: Voru það óhlut- dræg vinnubrögð? Svolítið enn um landkynningu GREINARKORN mitt „Landkynning!” (Mbl 24. apríl s.l.) hefur vakið Dóru Haraldsdóttur Frodesen i Osló til andsvara (Mbl 30. júní s.l ). D.H.F. reynir að skilja greinarkorn mitt með tilvísun til almennrar skilgreiningar sinnar á íslendingnum erlendis, hughrifum hans gagnvart áhuga og þekkingu útlendinga á landi hans og þjóð, eða skorti á hinu sama D.H.F. telur, að mér kunni að hafa gengið gott eitt til með því að segja, hvað mér hafi fundizt um sjónvarpsþáttinn „Islands kultur", sem var tilefni þessara skrifa Ég þakka D.H.F. þetta álit hennar, en verð, því miður samtímis að afhjúpa hrapallegan misskilning hennar á eðli greinarkornsins og tilgangi þess, hvað sem öllum skilgreiningum llður. Grein min er alls ekki skrifuð í neinni vonzku eins og D.H.F. vill greinilega halda samkvæmt skilgreiningu sinni Mér endist bræði aldrei stundinni lengur, og greinarkornið er skrifað nokkrum dögum eftir, að umræddur sjónvarpsþáttur birtist Mér fannst ekkert tilefni til að gera fullnaðarúttekt á þessum þætti í Mbl., og sagði heldur alls ekkert um það, hvað mér hefði þótt um þáttinn sem heild. Hins vegar taldi ég ástæðu til að vekja athygli íslendinga á nokkrum atriðum, sem mér þótti mjög miður fara í þessum landkynningarþætti þó svo sannarlega væri ekki um neina þjóðarheill að ræða Dóru Frodesen finnst grein mín svo full af persónulegum árásum, að hún efast um, að dómgreind minni sé treystandi Hún segir ennfremur, að ég virðist hafa horft á þáttinn eins og „fjandinn les bibliuna". Svo mörg voru þau orð. Jafnframt efnistakmörkun greinarkornsins valdi ég þann kostinn að skrifa með léttum blæ, þótt svo flestu gamni fylgi nokkur alvara. Og svo dregur D.H.F. sínar ályktanir, telur þessi takmörkuðu atriði vera álit mitt á þættinum og persónulegar árásir á þá aðila, sem nafngreindir eru. Samlíkinguna um fjandann og biblíuna læt ég liggja milli hluta, svo ógeðfelld sem hún er, og ekki get ég þráttað um eigin dómgreind, né leyfi mér að leggja dóm á dómgreind D.H.F., sem ég ekki þekki. Þá heldur Dóra Frodesen þvi fram, að i' sjónvarpsþættinum virðist, af tilviljun, hafa verið safnað saman, til viðtals, þvi fólki, sem mér sé verst við á íslandi Fannst mér nú heldur betur syrta i álinn og mikið tekið uppi sig i Osló Sjálfur veit ég ekki til, að mér sé illa við nokkurn mann, hvað þá heldur, að mér sé verst við einhvern hóp þjóðkunnugs fólks Þar sem andmæli D.H.F. við mig eru að talsverðu leyti strangsiðavönd ofanígjöf, þá er ég þess fullviss, að hún verður fyrst til að viðurkenna, að sjálf rambi hún þarna hættulega á barmi siðgæðis og heiðarleika i skrifum sinum Öllu verst telur D.H.F. þó, að ég virðist „hafa tortryggt hvert skref, sem höfundar þáttarins tóku þarna heima'' Og aftur gripur hún til samlikingar, þar sem andskotanum bregður fyrir. Allt er þetta sami misskilningurinn frá Dóru hálfu, sem væntanlega má rekja til þeirrar ótrúlegu yfirsjónar hennar að koma ekki auga á efnistakmörkunina m.t.t. þáttaritis sem heildar og greinilegrar vanþóknunar hennar á grini mínu. Alkunna er, að fátt getur verið fúlara en glens, ef tekið er með þótta. Ekki vil ég þó láta hjá liða að játa hreinskilnislega, að sumt sé e.t.v. svolitið strákslega orðað i grein minni, ef grannt er skoðað miskunnarlausum gleraugum alvörunnar. D.H.F. segir, að sér hafi fundizt þátturinn góður, en eiginlega komi það ekki málinu við „íslendingar erlendis vita, hvernig er heima ". Ekki vefengi ég þessa skoðun hennar, en hins vegar leyfi ég mér að halda því fram, að ekki séu allir á einu máli i afstöðu til þessarar vitneskju Þar komum við að kjarna málsins og aðaltilefni greinarkorns mins. Ég er nefnilega t.d. ekki þeirrrar skoðunar að tilviljun hafi ráðið þvi, hverjir voru til viðtals kallaðir i þessum þætti. Ég er-þar ekkert að tortryggja höfunda þáttarins erlenda, þeir geta varla hafa þekkt til allra aðstæðna og strauma i islenzkum menningarmálum Ég þykist þvi nokkuð viss um, að þeir hafi notið einhverrar „sérfræðilegrar adstoðar'' i þessum efnum Til að koma i veg fyrir frekari misskilning vil ég segja það nú, að mér þótti heildarmynd þáttarins góð, margt stórkostlega vel gert, en gallalaus var hann ekki að mínu mati Og þeir hnökrar, sem ég kom helzt auga á, voru i minum huga svo alvarlegir, að ástæða væri til að benda á Vissulega komu flestir fram af þjóðlegri reisn í þessum þætti, voru þjóð sinni til sóma, báru hróður hennar vel Ekki fannst mér ástæða til að taka fram, að Nóbelsskáldið hefði staðið vel fyrir sinu eða, að Thor Vilhjálmsson hefði flest sagt viturlegt og gott. Skárra væri það nú, margverðlaunaðir gáfumenn Hins vegar þótti mér ástæða til að benda á val og ummæli annarra nafngreindra aðila, á ég þar við annars vegar, Einar Braga, unga manninn og Jónas Árnason og hins vegar Matthias Johannessen Þrir pólitískir sálufélagar á móti Matthíasi einum. Og það sem verra var, Matthiaá var ekki spurður pólitískra spurningg,, aðeins hinir Það var þetta, sem roér þótti tortryggilegt við þáttinn og stór galli. Þetta voru, að minu mati, ekki óhlutdræg vinnubrögð, sem gátu gefið rétta mynd af þessum þætti menningardeilunnar á íslandi Og ég leyfi mér enn að undirstrika þá skoðun mina, að þarna hafi ekki tilvil>un ráðið Þetta er bara enn eitt dæmið um óprúttni vissra aðila og skoðanabræðra að koma boðskap sinum á framfæri, og er einskis svifist, jafnvel þótt erlendir aðilar ætli sér að gera óhlutdræga og sannverðuga heimildarmynd Nú hafa þessi ágætu íslendingar svo. sannarlega rétt á sínum skoðunum, en þeir mættu gjarnan unna öðrum þess einnig að koma sinum á framfæri. Hins vegar er það mitt mat, að margir þessara ágætu manna beri full litið traust til styrkleika islenzkrar menningar, þykir mér sá boðskapur leiður til frændþjóðanna Bryndísar þáttur Schram er og verður i minum huga óskiljanlegur, dæmalaus Hangir þar ekkert persónulegt á spýtunni Dóra Frodesen lætur fylgja i grein sinni umsögn um þáttinn og íslenzka menningu úr Aftenposten Þessi umsögn er greinilega skrifuð af fslandsvini, sem segist hafa þekkingu á íslandi og íslendingum. Sú umsögn yljar manni vissulega um hjartarætur. tendrar þjóðarstolt Hins vegar breytir hún ekki skoðun minni á göllum þáttarins, hvernig hefði umsögnin orðið, ef jafnvægis hefði verið gætt? Vissulega er þýðingarmest, hvaða hugmyndir frændur vorir hafa fengið af þættinum, en ég efast um, að umsögn íslandsvinarins gefi rétta mynd af því Dóra Frodesen gerir þvi skóna í grein sinni, að e.t.v. hafi farið fram hjá mér, „að einmitt þessi spurning er ofarlega á baugi um öll Norðurlönd, já út um allar jarðir: hvort kúltúr Evrópuþjóða almennt og norrænna þjóða sérstaklega eigi sér nokkra framtíð, á þessum siðustu og verstu tímum ". Ekki ætla ég sérstaklega hér að gera grein fyrir, hvernig ég fylgist með ólgustraumum þjóðlifsins, en ég spyr: Er þetta einungis nútima fyrirbrigði? Hvaða siðustu og verstu tima á D.H.F. við, hversu langt timaskeið miðar hún við? Hafa ekki alltaf verið einhverjir siðustu og verstu timar? Hefur ekki aragrúi menningarskeiða, einmitt um allar jarðir, lifað og liðið undir lok? Þróunin verður vart stöðvuð, hvort sem okkur likar betur eða verr, svona hefur þetta Framhald á bls. 27 „Opið hús” í kvöld í Norræna húsinu „OPIÐ HÚS“ verður í Norræna hiisinu í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Þar mun Sigurður A. Magnússon spjalla um ís- lenzkar nútimabókmenntir og flytur hann mál sitt á sænsku. Síðar um kvöldið verður sýnd kvikmyndin „Þrjú andlit íslands", sem Magnús Magnússon gerði i tilefni 1100 ára afmælis ís- landsbyggðar. Með mynd- inni verður norskur texti. I bókasafninu verða til sýnis nokkrar bækur um Island á norð- urlandamálum, og ennfremur ís- lenzkar bækur, sem þýddar hafa verið á hin norðurlandamálin, svo og ýmislegt annað efni, sem varð- ar tsland. I frétt frá Norræna húsinu seg- ir, að næsta „opið hús“ verði fimmtudagskvöldið 29. júií. Þá flytur Hörður Ágústsson listmál- ari fyrirlestur um íslenzka bygg- ingarlist og sýnir skuggamyndir til skýringar máli sínu. OKI f ^ .-■k í'Mt m OKI NX-5 RATSJÁIN ER MJÖG AUÐVELD í NOTKUN OG HAGKVÆM I UPPSETNINGU. MEÐAL KOSTA HENNAR ERU: • 12” MYNDSKERMUR • 5 KW SENDIORKA • STILLANLEG FJARLÆGÐ FRÁ y2 — 11/2 SJÓMÍLU • RÉTTHYRNDUR MYNDSKERMUR GEFUR AUKNA LANGDRÆGNI FRAM OG AFTUR • HAGKVÆMT VERÐ Mælir er sýnlr nákvæma stillingu á móttökunæmni eöa spennu skipsins. Nákvæmnisstilling. Blrtustillir og „Range“- hrlngjur AF/Á Mögnun. C.uiter -F FTC SÝNUM OFANGREINDA RATSJÁ ÁSAMT FLEIRI TEGUNDUM SIGLINGA- OG FISKILEITARTÆKJA Á: SIGLUFIRÐI 22. JÚLÍ ÓLAFSFIRÐI 23. JÚLÍ DALVÍK 24. JÚLÍ AKUREYRI 25. JÚLÍ HÚSAVÍK 26. JÚLÍ SKalar 0,5 - 1,5 - 3 - 6 12 - 24 sjómllur. Fjarlægðarstillir á stysta skala 0,5 -1,5 sjómílur. Ratsjá AF - Ratsjá upphlt- un - Ratsjá Á. Straumrofi. Gráðuhringur. VEITUM ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR. FRIÐRIK A. JÓNSSON hf. Bræðraborgarstíg i Sími 14135 - 14340 Nor-Fishing — Ve ú þekkt hagsmunahópum Hin alþjóðlega fiskiðnsýning NOR- NOR-FISHING '76 verður haldin FISHING verður heimsótt af hags- 9— 1 5. ágúst í Þrándheimi. munahópum frá 50 fiskveiðiþjóð- Meðan á sýningunni stendur mun um. verða haldið námskeið, en á því Sýningin er viðurkennd, sem aðal verður aðalviðfangsefnið: Sam- alþjóða fiskiðnsýningin í heiminum keppni — hagnýting hafsins." — viðurkenning, sem skipu- leggjendur leggja sig fram við að halda. Skipuleggjandi: Norges Varemasse (Norska sýningarsambandið) P.O. Box 130, Sköyen, Oslo 2, sími (02) 55 37 90 Telex 18747 messe n. Skeyti „Varemessen"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.