Morgunblaðið - 22.07.1976, Page 32

Morgunblaðið - 22.07.1976, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLI 1976 Siguivegarinn „Nei, það verður bláklædda stúlkan, því að hún syngur svo yndislega." „Ætli það verði ekki heldur drengur- inn, sem bjó til lagið er hún syngur?“ sagði einn af mönnunum. „Eða þá drengurinn, sem orti visuna,“ sagði annar. Þá sagði ein af hirðmeyjunum með afarmiklum ákafa: „Ég er alveg viss um, að stúlkan, sem sagði fallegu söguna af góðu stjúpunni, fær blómhringinn." „Ljóshærða telpan, sem kom fram áðan í gervi álfadrottningar, ætti vissulega skilið að fá þann heiðurskrans,“ sagði önnur. „Skyldi ekki drenghnokkinn, sem mál- aði myndina af höllinni hérna, eiga það öllu fremur skilið, að fá þann krans?“ sagði hvatskeytislegur hirðsveinn, sem kom að í þessu. Þá tók til máls roskinn maður, og hann talaði hægt: „Hræddur er ég um, að þið vaðið hér Hann er lítilsháttar kvefaður, — gefið honum á hverjum morgna7000 nefdropa. — Þá lagast þetta fljótlega. reyk, því að fallegi pilturinn, sem þarna fer, verður sigurvegarinn; — hann bjó til áðan gyðjulíkneski úr leir.“ Þannig talaði hirðfólkið og leiddi að því ýmsar getur, hver hljó'ta mundi hinn eftirsóknarverða heiðurskrans. En um kvöldið — um sólarlag — þegar börnin hættu að leika sér, þá kom kóngs- sonurinn út úr höllinni, lét raða börnun- um í fylkingar og gaf hverju þeirra dýr- mætan gimstein. Því næst tók hann lár- viðarsveig og horfði yfir fylkingar barn- anna um stund. Öll börnin héldu niðri í sér andanum. Allt fólkið hélt líka niðri í sér andanum. Og þaó var jafnvel eins og höllin og rósarunnarnir og hið frjósama sléttlendi og sjálf kvöldgolan héldu niðri í sér andanum. — Því aó hver átti að fá heið- urskransinn? Það var ekki fóthvati drengurinn, sem átti að fá hann; ekki var þaö stúlkan sem söng svo yndislega; ekki drengurinn, sem samdi lagið; né pilturinn, sem orti vís- urnar; né telpan, sem sagói söguna af góðu stjúpunni; né drenghnokkinn, sem málaði myndina af höllinni; né ljóshærða stúlkan, sem lék álfadrottninguna; og ekki heldur var það drengurinn forkunn- arfríði, sem bjó til gyðjulíkneski úr leir. — Nei, enginn þessara var sigurvegar- inn. Allt í einu gekk kóngssonurinn þangað, sem lítil og feimin stúlka stóð yst í einni fylkingunni. „Elskulega, litla stúlka,“ sagði hann blíðlega, „þú ert sigurvegar- inn og drottning þessa dags.“ — Og að því mæltu setti hann lárviðarsveiginn á höfuð henni. Allir litu nú spyrjandi augum á kóngs- soninn. Hann tók eftir því og sagði við hirðfólkið: „Undrist ekki, að þessi feimna, litla stúlka hlýtur lárviðarsveiginn. Hún hef- ur sem sé unnið til hans, og langt fram yfir það; því að þegar hin börnin voru að leika sér, þá batt hún um þeirra, sem rifu hendur sínar og andlit á þyrnum rós- anna, og hún þerraði tár þeirra, sem grétu.“ (J.M. Bjarnason, Tfmarit þjóðræknisfél. tsl., '24, bls. 33—34). vtro MORÖdKf KAFF/NU Þér þurfið ekki að segja mér neitt um mfna heilsu! Ég var heilsulaus orðin áður en þér fæddust. Eftir hverju ertu að bíða mannfjandi. Fláðu hana, skelltu henni á ponnu og veltu henni upp úr eggi og raspi. Halló. Má ég biðja um Hver skildi rakvélina eftir þar skýringar. sem ég geymi hárburstann? „Líttu á, pabbi," sagði lftil sex ára gömul stúlka við föður sinn, „ég sleit öll þessi blóm upp sjálf.“ „Nei — en hvað þú hlýtur að vera sterk," svaraði faðirinn. „Já, ég gerði það sjálf. Sko, öll jörðin togaði á móti mér f hinn endann." X „Littu á, Jón,“ sagði faðir við son sinn, „ef þú biður ekki bænirnar þínar ferðu ekki til himins." „Mig langar ekkert til þess að fara til himins, ég vil fara með ykkur mömmu.“ X Kennarinn (byrstur); Komdu hérna, Tommi, og láttu mig fá það, sem þú hefur upp í þér. Tommi: Ég vildi að ég gæti það — það er tannpína. Faðirinn: er mesti letinginn í bekknum pír.'jm, Tommi? Tommi: Ég veit það ekki, pabbi. Faðirinn: Þú ættir þó að vita það. Þegar allir eru önnum kafnir við lestur og skrift, hver er það þá, sem oftast situr aðgerðarlaus f sæti sínu og horfir á hina? Tommi: Það er kennarinn. X Einu sinni, þegar Tommi var f fyrsta bekk, spurði kennarinn hann: „Hvaða mánuður hefir 28 daga?“ Tommi hafði alveg gleymt því — en samt kom svarið eftir augnablik. „Þeir hafa það allir." Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 33 ekki grátið þó að ég ætti auðvitað að gráta. Auðvitað ætti ég Hvers vegna ætti ég að gráta yfir manni sem aldrei hefur kært sig um mig hætishót og ást . . . Hann er dáinn. Nákvæmlega eins og ég hafði áformað. Og þó er allt svo hringlandi vitlaust Það versta er að ég veit ekki hvernig allt hefur orðið svona ... Ég er eins og ég sé að leysast upp og það get ég svarið að mig langar sizt af öllu til að þurfa að svara einhverjum forvitnum lögg um. En ég verð að herða mig upp og hafa stjórn á mér Sem betur fer líður dálitil stund þangað til löggurn- ar fara að streyma að og það gæti verið mér tækist áður að . Hann er dáinn. Og ég veit ekki almennilega hvort mér þykir það leiðinlegt eða hvort ég finn til léttis. Ég veit bara að ég hefði ekki haldið þetta út ollu lengur. En ef ég á að syrgja — og þótt einkennilegt sé býst ég við að það hljóti ég að gera — verður sorgin að bíða. Nú er um svo margt annað að hugsa. Nú kem- ur lögreglan fljótlega . lógreglan með allar sinar spurningar og við verðum að reyna að svara þeim eftir beztu getu . . . Hann er dáinn. Og það var óhugn- anlegt. óhugnanlegt. Alveg hroða legt. Ég vona að Jón hafi ekki þurft að heyja slikt dauðastrið. Það vona ég sannarlega . . . hann dó að minnsta kosti ekki svona snoggt svo að það hefur varla verið sama eiturtegundin notuð . . . Og nú er þetta nú gott og blessað? Hefur allt farið eins og ég óskaði? Kannski kannski . . . Við verðum að biða og sjá 7. kafli... Þegar Christer Wijk hélt á ný innreið sfna á Hall fór þaó ekki fram með neinni leynd eins og I fyrra skiptið. Satt að segja var yfir komu hans mun meira hrauk en Andreas Hallmann hafði kært sig um. En ef Andreas Hallmann hafði sett svip sinn á umhverfi sitt f lifanda lífi, gerði hann það enn rfkar með hinum sviplega og hrvllilega dauðdaga sem hann hafði beðið. Bflar lögreglunnar þutu upp að húsinu og f kjölfar þeirra blaðamenn f löngum bun- um. Og ástæðan fyrir þvf að þyrla sem flutti blaðamenn frá stærsta Stokkhólmsblaðinu á vettvang, lenti ekki f garðinum var einvörð- ungu sú að orðið var of skuggsýnt. Christer gerði sér ma'tavel grein fyrir þeirri ábyrgð sem hann hafði gagnvart blaðamönn- um. Þegar Andreas Hallmann hafði á sfnum tíma fengið Nóbels- verðlaunin, hafði hann einn rfkt yfir forsfðum blaðanna — en enda þótt Nóbelsverðlaun séu ekki á hvers manns diski, eru þau þó hversdagskostur í samanburði við morð á Nóbelsverðlaunahafa. Christer skildi þvf fullkomlega hversu mikið ritstjórarnir kröfð- ust af hlaðamönnum sfnum og ljósm.vndurum og hann vissi Ifka að á þessari stundu hafði hann fátt að segja þeim. Engu að sfður ákvað hann að kalla blaðamennina saman til fundar úti f.vrir húsinu þar sem allt var uppljómað af kastljósum og þar hét hann þeim að gefa þeim skýrslu um gang rannsókn- arinnar eftir þvf sem hann bezt gæti. Hann bannaði þeim að vfsu að koma inn f húsið en örvaði þá til að taka myndir úti og þar sem það hafði hingað til ekki verið greiður aðgangur til mvndatöku að Hall utanfrá tóku blaðamenn- irnir þtssu tveim höndum og gerðu sér auk þess grein fyrir vinsamlegri afstöðu lögreglunnar og varð þvf gagnkvæm vinsemd og skilningur. Inni í svölum og dimmum for- salnum hristi Swennung hugsi höfuðið. — Ef við eigum að fullnægja þörfum úlfanna þarna úti áður en morgunblöðin fara í prentun verðum við vfst að vinna eins og hundrað manns. En Christer tók öllu með stó- iskri ró. Hann aðgætti vandlega að allt færi fram eins og hann hafði mælt fyrir um. Hann dvaldi lengi inni f borðstofunni ásamt réttarlækninum Ahlgren og hlýddi þolinmóður á æsingslegar upphrópanir læknisins meðan hann var að rannsaka Ifk rithöf- undarins. — Stryknin-eitrun! Það fer ekk- ert á milli mála! Þvílíkur viðbjóð- ur! Þessir andstyggðar glæpa- menn verða æ ruddalegri og ófvr- irleitnari, það verð ég að segja. Ég fer að hætta þessu, nú er ég að fá mig fullsaddan skal ég segja þér... — Og þú hefur þó séð sitt af hverju um dagana. Hvað er við stryknineitrun sem er SVONA viðbjóðslegt? — Hvað það er? Ja, það skal ég segja þér. Mörg eiturefni kalta fram a'gilegan sársauka og krampakiist, en flest þeirra virka eins og rothögg og sá veslingur sem fvrir slfkum eitrunum verð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.