Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976
35
Bandaríkin hafa
fengið
BANDARlKIN höfðu í gærkvöldi
hlotið flesta gullpeninga á
Ólympfuleikunum í Montreal,
eða alls 8. Austur-Þýzkaland
hafði fengið 5, Sovétríkin 3 og
Vestur-Þýzkaland eitt gull.
Það eru yfirburðir tveggja
fyrstnefndu þjóðanna í sund-
greinum sem gera það að verkum
að þær standa svona framarlega í
flokki. í gærkvöldi seint og í nótt
átti að keppa til úrslita í fjórum
sundgreinum og þá var sem fyrr
gull
búizt við því að fleiri peningar
myndu falla þessum tveimur
þjóðum i skaut. Greinarnar eru
100 metra flugsund karla, 100
metra baksund kvenna, 200 metra
bringusund kvenna og 4 x 200
metra skriðsund karla.
1 undanrásum 4 x 200 metra
skriðsundsins í gær hafði banda-
ríska sveitin algera yfirburði og
setti nýtt heimsmet 7,30,33 mínút-
ur. Mikið hefur mátt út af bregða
í nótt ef sveitin hefur ekki hirt
gullið.
í undanrásum 100 metra flug-
sunds kvenna í gær náði hin 15
ára stúika frá Austur-Þýzkalandi,
Andrea Pollack, beztum tíma
1,01,43 mínútur. Kornelia Ender
á heimsmetið í greininni, 1,00,13.
Ender komst áfram í úrslitin og
má reikna með því að metið fjúki
í úrslitasundinu og einnar mínútu
múrinn verði þá rofinn í fyrsta
skipti.
I undanrásum 200 metra
bringusunds kvenna í gær náði
rússnesk stúlka, Marona
Koshevaia, beztum tíma 2,35,14
mínútum.
Hreini aö batna
Kastaði 19,70
metra á æfingu
Frá Ágústi I. Jónssyni:
HREINN Halldórsson er óðum
að lagast af meiðslunum í
handlegg, sem hafa hrjáð
hann að undanförnu. Hreinn
kastaði 19.70 metra á
æfingunni á þriðjudagskvöld
og hafði þá Iftið fundið til
meiðslanna.
Hreinn á sem kunnugt er að
keppa á föstudaginn og til þess
að komast áfram í aðai-
keppnina þarf hann að kasta
19.40 metra. Hreinn æfði ekk-
ert í gær og mun hann alveg
hvíla sig fram að átökunum á
föstudaginn.
Þórdís Gfsladóttir er einnig
sern óðast að ná sér af þeim
meiðslum, sem hafa hrjáð
hana.
Nadia vann gullið!
I GÆRKVÖLDI fór fram einstak-
lingskeppni í fimleikum kvenna
á Ólympfuleikunum í Montreal,
og sigraði þar rúmenska stúlkan
Nadia Comaneci, sem er aðeins 14
ára.
Segja má með sanni að Nadia
hafi unnið hugi og hjörtu áhorf-
enda á leikunum, og f fréttum frá
Reuter segir að eftir sigurinn f
gær yfir stöllum sfnum frá Sovét-
rfkjunurri, þeim Ludmilu Turish-
cheva, Olgu Korbut og Nelli Kim,
hafi Nadia verið krýnd drottning
Ólympíuleikanna við gffurlegan
fögnuð allra viðstaddra.
Keppt er f fjórum greinum, og
fékk Nadia hæstu einkunn, 10, f
tveimur greinum. Samtals hlaut
hún 79,275 stig af 80 mögulegum.
Önnur varð Nelli Kim og Ludmila
Turishcheva, sem hlaut gullið í
Múnchen 1972, varð f þriðja sæti.
Þórunn á
mettíma
Frá Ágústi I. Jónssyni:
ÞÖRUNN Alfreðsdóttir bætti enn
einu Islandsmeti f safnið er hún
synti 100 metra flugsund á 1,09,63
mfnútum f Ólympfusundlauginni
f dag. Eldra metið átti Þórunn
sjálf, 1,09,80 mfnútur, sett 17.
júnf s.l. Ólympíulágmarkið f
greininni var 1,09,0 mfn.
39 stúlkur luku keppni i grein-
inni og varð Þórunn númer 37 i
keppninni. Austur-þýzka stúlkan
Andra Pollack fékk bezta tímann
í undanrásunum, 1,01,43 minútur
og er það nýtt Ólympíumet.
Þórunn var nokkuð ánægð með
timann sem hún fékk i 100 metra
flugsundinu, en hún hefur nú lok-
ið keppni hér á leikunum og sett
íslandsmet i báðum greinunum,
sem hún tók þátt i. íslenzka sund-
fólkið á eftir að keppa i þremur
sundgreinum hér i Montreal, Sig-
urður Ólafsson og Vilborg Sverr-
isdóttir keppa á fimmtudaginn
hún i 200 metra skriðsundi og
hann i 400 metra skriðsundi. Það
eru góðar greinar hjá þeim og
reiknað með tveimur islandsmet-
um. Á iaugardaginn keppir svo
Sigurður i 100 metra skriðsundi.
Dýfingar
1 FYRRAKVÖLD lauk keppni i
dýfingum kvenna af þriggja
metra háum palli. Bandaríska
stúlkan Jennifer Candlers hafði
mikla yfirburði, hlaut 506,19 stig,
næst varð Christa Höhler, Austur-
Þýzkalandi meó 469,41 stig.
Sænska stúlkan Ulrika Knabe,
sem stóð sig svo vel i Múnchen,
féll úr i undanrásum.
Keppni í dýfingum karla af 3
metra palli áttu að fara fram i
gærkvöldi.
Útiliðin unnu öll í
2. deild í gærkvöldi
BKkamir bundu enda
á vonir Víkinganna
ÞRlR leikir fóru fram f 2. deild f
gærkvöldi og unnu útiliðin í þeim
öllum. Einum leik varð að fresta
milli Vestmannaeyja og Ar-
manns, þvf ekki var hægt að
lenda f Eyjum vegna þoku. Hér
fara á eftir frásagnir af leikjun-
um þremur:
Haukar—Þór 1:2
ÞÓR frá Akureyri sigraði Hauka f
Kaplakrika f 2. deild f gærkvöldi.
Haukar sóttu meira f byrjun, en
höfðu ekki árangur sem erfiði, en
á 7. mfn. náðu Þórsarar skyndi-
sókn og skoraði Sigurður Lárus-
son með föstu skoti af 25 m færi.
Áfram sóttu Haukar og á 30. mfn.
bar sóknin árangur með marki
Ólafs Jóhannessonar eftir
skeinmtilega samvinnu Arnórs og
Lofts.
Á 32. mín. var vörn Hauka illa á
verði og komst Jón Lárusson frir
innfyrir og lék að lokum á Axel
markvörð og skoraði.
Fyrri hálfleikur var skemmti-
legur og vel leikinn oft á tfðum,
en síðari hálfleikur var ekki eins
íþróttir eru
einnig á
blaðsíöu 24
góður. Undir lokin færðist nokk-
ur harka i leikinn og var þá Aðal-
steinn Sigurgeirsson, Þór, BÖkað-
ur. Sigur Þórs var sanngjarn, en
leikurinn gat eins endað með
jafntefli ef miðað er við mark-
tækifæri.
Eftir þessi úrslit má telja víst
að Þórsarar séu öruggir um að fá
að leika við neðsta liðið i 1. deild
um lausa sætið i 1. deild, en þá
verður fjölgað um eitt lið, sem
kunnugt er.
KA-Völsungur 1:4
ÞAU óvæntu úrslit urðu f leik KA
og Völsungs f 2. deild f gærkvöldi,
að Völsungar sigruðu 4:l.'Leikið
var á Akureyri, og var staðan í
hálfleik 1:0 KA f vil. Sigur Völs-
ungs var verðskuldaður.
KA gerði fyrsta markið strax á
5. mínútu, Sigbjörn Gunnarsson
eftir fyrirgjöf Guðjóns Harðar-
sonar. Á 20. minútu s.h. jafnaði
Hermann Jónasson fyrir Völsung
eftir skyndisókn. Á 22. mínútu
skoraði Hreinn Elliðason með
skalla og á 27. minútu skoraói
Hreinn aftur með skalla eftir
hornspyrnu. Hreinn skoraði svo
sitt þriðja mark með góóu skoti af
20 metra færi einni mfnútu fyrir
leikslok.
Reynir—Selfoss 1:2
SELFOSS krækti f tvö dýrmæt
stig f fallbaráttu 2. deildar þegar
liðið sigraði Reyni 2:1 á Arskógs-
strandarvelli f gærkvöldi. Leikur-
inn var slakur og'voru heima-
menn skárri aðilinn, þótt þeir
töpuðu leiknum.
Sumarliði Guðbjartsson gerði
bæði mörk Selfoss.
Reynismenn áttu nokkur góó
færi i f.h., þar af tvö dauðafæri,
Björgvin Gunnlaugsson og Björn
Friðþjófsson, en ekki var skorað.
Hins vegar tókst Sumarliða Guð-
bjartssyni að skora fyrir Selfoss á
43. mínútu og var staðan í hálfleik
1:0.
Á 25. minútu seinni hálfleiks
brá Albert Gunnlaugsson Sumar-
liða innan vitateigs, og skoraði
Sumarliði sjálfur úr vítaspyrn-
unni. Eina mark Reynis kom á 30.
mínútu s.h. og var það varnarmað-
ur Selfoss sem sendi boltann i
eigið mark.
Staðan í 1. deild
Staðan f 1. deild er þessi eftir
leikinn f gærkvöldi:
Valur 11 7 4 0 34:11 18
Fram 11 7 2 2 17:13 16
Víkingur 11 7 1 4 15:14 13
Akranes 10 5 3 2 14:12 13
Breiðab. 10 4 2 4 12:13 10
KR 11 2 5 4 17:16 9
Keflavfk 11 4 1 6 16:17 9
FH 10 1 4 5 6:17 6
Þróttur 11 0 2 9 7:25 2
Vegna þrengsla verða einkunnir
leikmanna úr tveimur sfðustu
leikjum að bfða um einn dag f
viðbót.
BLIKARNIR unnu óvæntan en
sanngjarnan sigur yfir baráttu-
lausu Vfkingsliði á heimavelli
sfnum f gærkvöldi. Vfkingar, sem
eru þekktir fyrir mikla baráttu og
gugnað, voru algjörlega máttlaus-
ir f fyrri hálfleik og kostaði það
þá bæði stigin. Blikarnir höfðu
undirtökin allan fyrri hálfleikinn
og léku oft á tíðum ágætlega.
Hinn skemmtilegi leikmaður
Blikanna, Gísli Sigurðsson,
opnaði markareikninginn á 19.
mín., er hann lék glæsilega í gegn-
um vörn Vikinga, vinstra megin
og sendi knöttinn með þrumu-
skoti i netið. Á 20. min. var Ólafur
Frióriksson kominn frir innfyrir
vörn Víkinga, en skaut beint i
fang Diðriks.
Min. síðar fékk Vignir Baldurs-
son knöttinn út til hægri. Lék
hann áleiðis að markinu og skaut
og fór knötturinn i Magnús Þor-
valdsson og breytti um stefnu,
þannig að Diðrik fékk ekki við
ráðið, þrátt fyrir góða tilraun.
Skömmu fyrir lok hálfleiksins
áttu Vikingar tvö góð tækifæri,
sem þeim tókst ekki að nýta.
Það var allt annaó Víkingslið,
sem kom inná í síðari hálfleik og
sýndu þeir baráttu, sem einkennt
hefur leik þeirra. Héldu þeir uppi
nær látlausri sókn allan hálfleik-
inn, en uppskeran var ekki nema
eitt mar, sem Stefán Halldórsson
skoraði með skalla á 56. min. eftir
góða sendingu frá hægri.
Vörn Blikanna stóð sig nokkuð
vel i síðari hálfleik og tókst eftir
þetta að bægja hættunni frá, og
stöku sinnum tókst þeim að ná
skyndisókn, an þess þó að skapa
umtalsverða hættu. Á lokaminút-
unni náðu þeir einni slíkri sókn,
sem endanði með hornspyrnu.
Diðrik missti knöttinn klaufa-
lega yfir sig og náði Ólafur Frið-
riksson að skalla fyrir markið.
Sannarlega óvænt og ódýrt mark.
í heildina tekið var þetta sæmi-
legur leikur, sem sanngjarnt var
að endaði með jafntefli.
Dómari var Grétar Norðfjörð og
dæmdi hann ágætlega.
H.dan.
Sumarbúðir U.M.F.K.
að Laugarvatni
Dagana 2.—6. ágúst verður Ungmennafélag Kefla
vikur með Sumarbúðir að Laugarvatni.
Þátttaka er öllum Suðurnesjamönnum heimil bæði
strákum og stelpum sem eru á aldrinum 9 —14 ára.
Þátttökugjöld kr. 6000.-
Innritun og nánari upplýsingar í Verzluninni Sportvík.
U.M.F.K.