Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 168. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. AGÚST 1976 Prontsmiója Morgunblaósins. Dr. Kristján Eldjárn var settur inn f embætti forseta tslands í þrirtja sinn s.l. sunnudag. Myndin sýnir hann undirrita eiðstaf forseta tslands. Þriðja kjörtímabil dr. Kristjáns Eldjárns □------------------------------□ Ræða forseta er birt f heild á bls. 16. □------------------------------□ FORSETI Islands, dr. Kristján Eldjárn, var settur inn í emb- ætti s.l. sunnudag og hóf hann þar með þriðja kjörtímabil sitt, en hann var fyrst kjörinn til forseta 1968. Athöfnin á sunnudag hófst með því að handhafar forseta- valds, biskupinn yfir tslandi, forsetaritari og skrifstofustjóri Alþingis komu saman á skrif- stofu forseta Alþingis ásamt dr. Kristjáni Eldjárn og frú Hall- dóru. Þaðan var síðan gengið yfir í Dómkirkjuna um heiðurs- vörð. I Dómkirkjunni hófst kirkju- leg athöfn kl. 15.30 að viðstödd- um boðsgestum, svo sem full- trúum erlendra ríkja, embætt- ismönnum og fulltrúum ýmissa félagasamtaka og stóð athöfnin Framhald á bls. 39 Seinasti möguleikinn á hafréttarsamningi? Vou' Vni'L' 'l áiiiul Uenler A P Now York. .'I. ájiúsl. Rcutcr. Al FULLTRÚAR þeirra 158 ríkja sem sækja hafréttarráð- stefnu Sameinuóu þjóóanna í New York voru varaðir við því viö setningu ráóstefnunnar að ef ekkert miðaði áfram á þessum fundi hennar sem stendur í sjö vikur gætu þeir misst af tækifærinu til aö ljúka gerð nýs hafréttarsamnings. Forseti ráðstefnunnar, Shirley Amerasinghe frá Sri Lanka, sagði að þessi fundur ráðstefnunnar mundi skipta sköpum. Hann kvaðst þess fullviss að fulltrúarnir mundu missa af ein- hverju bezta tækifæri sem þeir hefðu haft ef nógu mikill árangur næðist ekki á þessum fundi ráð- stefnunnar, annað hvort þannig að samkomulag ta'kist um nýjan samning eins og almennt væri bú- izt við eða þannig að aðeins þyrfti að halda einn annan fund til þess að ljúka umræðum og ná sam- komulagi. Hins vegar hófust nær strax deilur á fundinum um formsatriði Okunn dauða- veira könnuð llamshurn. Pcnsylvaníu. 3. áj>úst. AP. Routor. VlSINDAMENN reyndu í dag að bera kennsl á óþekkta veiru sem veldur sjúkdómi er líkist inflú- ensu og hefur orðið 16 manns að bana í Pennsylvanfu. Heil- brigðisyfirvöld telja ekki útilok- að að svínainflúensa hafi valdið faraldrinum. Sjúkdómurinn veld- ur að minnsta kosti skjótum dauða eins og svlnainflúensan. Þeir sem létust voru á aldrinum 39 til 82 ára og sátu þing fyrrver- andi hermanna. Auk þeirra hafa 50 manns verið fluttir í sjúkrahús og sjúkdómstilfellum og dánartil- fellum fjölgar stöðugt. Staðfest hefur verið opinber- lega að í minnsta kosti einu til- felli hafi dánarorsökin verið Níutíu særðir fluttir úr búðum Palestínumanna Beirút, 3. ágúst. Reuter. AP. RAÚÐI krossinn flutti í dag rúmlega 90 særða úr palestínsku flóttamanna- búðunum Tel Al-Zaatar og aðalfulltrúi hans, Jean Hoefliger, sagði að margir þeirra sem eftir væru í búðunum væru að dauða komnir af hungri og þorsta. Leyniskyttur og vélbyssuskytt- ur rufu vopnahlé sem var gert meðan brottflutningurinn fór fram. Siðan umsátur hægrimanna um búðirnar hófst fyrir sex vik- um hefur enginn komizt úr búð- unum fyrr en nú. Hoefliger sagði að brottflutn- ingnum yrði haldið áfram á morg- Framhald á bls. 33 lungnabólga. Aðeins ein kona hef- ur veikzt. Helztu sjúkdómseinkenni voru höfuðverkur, hár hiti og brjóst- sviði. Blóðsýnishorn hafa verið send til rannsóknarstöðva í Phila- delphia og Atlanta. Auk þess hef- ur verið ákveðið að kryfja lík nokkurra þeirra sem létust. Pennsylvanía er þriðja fjöl- mennasta riki Bandaríkjanna og sjúkdómstilfellin gerðu vart við sig i öllu ríkinu. Allir þeir sem tóku veikina sóttu 10 daga þing fyrrverandi hermanna sem lauk 24. júlí. Fyrstu fréttirnar um veikina bárust á mánudag í síðustu viku. Fyrsti sjúklingurinn lézt á föstu- daginn. Heilbrigðisyfirvöld urðu alvarlega uggandi þegar dauðs- föllunum fjölgaði um helgina. Rúmlega ein milljón manna víðs vegar að úr heiminum eru um þessar mundir í Philadelphia vegna tveggja alda frelsisafmælis Bandarfkjanna og í ráði er að draga úr hátiðahöldunum sem þar fara fram vegna veikinnar. Hermaður í Fort Dix í New Jersey lézt úr svínainflúensu fyrr í ár og New Jersey er næsta riki við Pennsylvaníu. Dauði hans varð til þess að ráðgert var að bóiusetja alla bandarísku þjóðina við inflúensu, en dráttur hefur orðið á þeim fyrirætlunum þar sem tryggingafyrirtæki eru treg til að tryggja fyrirtæki sem fram- leiða bóluefnið. Dr. Jay Satz, forstöðumaður veirusjúkdómadeildar heilbrigð- Franhald á bls. 33 og snerust um það hlutverk er fulltrúarnir ættu að fela forseta ráðstefnunnar og formönnum þriggja nefnda hennar. Síðan fyrsti fundur ráðstefn- unnar var haldinn í Caraeas fyrir tveimur og hálfu ári hefur sam- komulag náðst um 80 af hundraði 397 greina í fyrirhuguðum haf- réttarsamningi, en viðurkennt er að þ;er greinar samningsins sein ósamið er um séu erfiðastar. Margir fulltrúar viðurkenna í einkaviðtölum að horfur á árangri séu að niinnsta kosti óvissar. Vineent Learsson, formaður bandarísku sendinefndarinnar á ráðstefnunni, sagði að fulltrúarn- ir stæðu á krossgötum. Hann sagði að nú vantaði aðeins herzlu- muninn og með góðunt vilja mætti ná santkomulagi unt nýjan samning. Starf fulltrúanna ntun aðallega fara fram á lokuðum fundum þar sem fram fara samningaviðra'ður milli ríkjahópa sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Enginn alls- herjarfundur fyrir opnum tjöld- um hefur verið boðaður. Amerasinghe fer frá New York á fimmtudag til Colombo í Sri Lanka þar sem hann situr ráð- stefnu óháðra ríkja. Fulltrúarnir samþykktu að Jens Evensen, hafréttarráðherra Norðmanna, gegndi störfum for- seta ráðstefnunnar í fjarveru Amerasinghe. Breta í Uganda sleppt Nairohi. 3. ánúsl. Rcuicr. ANNAR tveggja Breta sem mun hafa verið handteknir í l gand Jaek Tully, hefur verið látin laus að sögn diplémata Kampala. Ekkert hefur spurzt til hit Bretans sem hefur verið handte! inn, Craham Clegg. Tully hefur ekki gefið sig frai við franska sendiráðið í Kantpal sem gætir hagsmuna Breta Uganda en hann sást á götu Kampala í dag. Sendiráðid neit; að svara spurningum um Bretani Samkvæmt áreiðanlegui heimildum var Tully handtekin Framhald á bls. 1 Sænska hjúkrunarkonan Eva Stahl flutt f sjúkrahús eftir brottflutn- inginn úr palestínsbu flóttamannafoúðunum Tal el /aat;ir. Hún misstP' annan handlegginn, fótbrotnaði og missti fóstur í umsátrinu um búðirnar. Hún var gift palestínskum skæruliða sem beið bana f bardögunum. Færeyingar færa út í 200 mílur 1. janúar LÖGMAÐUR Færeyja, Atli Dam, hefur lagt fram f Lög- þinginu frumvarp um útfærslu færeysku landhelginnar í 200 influr. Lögmaðurinn fer fram á umboð þingsins til að semja við dönsku stjórnina um að fisk- veiðilögsagan verði færð út eigi sfðar en 1. janúar 1977. Jafn- framt fer hann fram á umboð til að semja við dönsku stjórn- ina um uppsögn gildandi samn- inga Færeyinga við aðrar þjóð- ir um fiskveiðar við Færeyjar. Lögmaðurinn segir að hætta sé á auknum ágangi útlendinga á miðum Færeyinga þar sem önnur ríki séu að færa út fisk- veiðilögsögu sfnar-Hann sagði að landstjórnin teldi nauðsyn- Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.