Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976
13
Frá bindindismótinu f Galtalækjarskógi.
haft afskipti af svo fjölmennu
móti, sem fór svona vel fram og
voru langferðabílstjórar sam-
mála henni um það.
Gott veður var alla helgina í
Húsafelli en þar komu rúmlega
3.000 manns, sagði Gísli Hall-
dórsson í Borgarnesi. Ung-
mennasamband Borgarfjarðar
hélt þetta mót og fór það í alla
staði mjög vel fram sagði Gísli
og vildi hann þakka mótsgest-
um komuna og ungmennafélög-
um fyrir aðstoð. Ekki rigndi hjá
þeim nema aðeins á sunnudags-
morgun og varla sást ölvun á
nokkrum manni en í leit lög-
reglunnar var eitthvaó af víni
gert upptækt, sagði Gísli. Mótið
sóttu mikið fjölskyldur og
nokkuð af yngra fólki, sagði
Gísli Halldórsson að lokum.
Skemmtiatriðin f Galtalækjarskógi voru fyrir alla fjölskylduna.
Frönsku leiðin í
Borgarfirði eystra
Borgarfirði eystra. 30. júlí. Og enn líður tíminn allt til árs-
ÞAÐ mun hafa verið um 1860, að
frönsk fiskiskúta kom hér inn á
Borgarfjörð, sem ekki þótti til
nein tíðindi, því að í þá daga
stunduðu Frakkar mikið fiskveið-
ar á seglskútum og þá einkum við
Austurland.
En í þetta skipti var erindið að
fá leyfi til að grafa tvo skipverja,
sem látist höfðu í hafi. Leyfið var
að sjálfsögðu fengið hjá bóndan-
um í Hofsströnd austanmegin
fjarðarins, og voru líkin grafin í
svonefndri Oddsborgarmýri
skammt frá sjó.
Svo liðu nokkur ár, þá bar svo
til að aftur kom frönsk skúta inn
á fjörðinn með látinn mann, og
mun í þetta sinn ekki hafa verið
haft tal af neinum heimamanna
heldur haldið rakleiit að litla
grafreitnum og maðurinn grafinn
þar, svo að margt þykir benda til
þess að hér hafi verið um sömu
skútuna að ræða.
ins 1882. Þá kemur enn frönsk
skúta inn á fjörðinn og enn í sömu
erindum að búa félaga hinsta
hvílustað. Fylgdi þá sú saga, að
hann hefði fallið úr reiða í ofviðri
og beðið bana.
Skipsfélagar hins látna tegldu
til fjóra krossa úr rekaspýtum, en
þeir týndu tölunni og hurfu nema
einn, sem langst stóð, en er nú að
mestu horfinn líka.
Þarna hvíla þeir, fjórir nafn-
lausir framandi menn, fjarri ætt-
landi sínu, gleymdir,' og saga
þeirra hvergi á bókum. Leiðin
smáhurfu, en þó mótar greinilega
fyrir þeim ennþá.
Okkur nokkrum Borgfirðingum
hefur ekki þótt við hæfi, að þessir
„óþekktu hermenn hafsins“ ættu
algerlega að gleymast og týnast.
Þess vegna tókum við okkur til i
sumar, gerðum upp leiðin, girtum
grafreitinn og reistum fána-
ströng, svo að nú á þjóðhátíðar-
degi Frakka, 14. júlf, blakti
franski fáninn yfir þessum
óþekktu mönnum, sem svo lengi
hafa hvílt fjarri ættjörð sinni.
Þætti nú mörgum sæma, að
franska ríkið léti setja minninga-
plötu á hinsta legstað sona sinna,
sem um sollin úthöf og svöl vetr-
arveður fórnuðu lífi sinu í þágu
lands sins og þjóðar og hlutu að
launum lág kuml á strönd fram-
andi lands.
Sverrir Haraldsson.
Fyrstir á íslandi
^ (í eista verzlunarhúsnæði Reykjavíkur)
Bjóðum nú fyrsta sinni peysuboli áprentaða íslenskum myndum
í fjölmörgum litum og úrvali teikninga.
Komið og veljið peysubol með íslenskri mynd,
pressum myndina í bolinn meðan þið bíðið. T.d. tilvalin afmælisgjöf
vinsælasta sendingin til vina og vandamanna erlendis,
fyrir sólarlandafara o.fl. o.fl.
Flestar stærðir, margir litir, vandaðir íslenskir og danskir bolir.
Fyrir t.d. táninga bendum við á stjörnumerkin með íslenskum texta.
Innifalið í öllum okkar verðum er ókeypis
nafn eftir óskum. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
PEYSUHORMD í GLER OG POSTULÍN, HAFNARSTRÆTI 16 — SÍMI 24338