Morgunblaðið - 04.08.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.08.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976 Allt gengur að óskum Islenzku hestamir þátttakendur í tveimur keppnum Rætt við Gunn- ar Bjarnason, fararstjóra íslenzku sveitarinnar í hópreiðinni yfir Ameríku — ÞETTA gengur allt að ósk- um og hér eru allir við góða heilsu, bæði menn og hestar nema hvað annar hestur Walt- er Feldmanns, Björnsi, veiktist og varð að hætta keppni, þann- ig að Feldmann er nú einhesta, sagði Gunnar Bjarnason, farar- stjóri (slensku sveitarinnar, sem tekur þátt ( reiðinni miklu þvert yfir Amerfku, Great American Horse Race, er við ræddum við hann f gær ( borg- inni Laramie í Wyoming. I samtalinu við Gunnar kom fram að vegna slæms skipulags og f járhagsvandræða þeirra, sem stóðu fyrir Great Ameri- can Horse Race var á tfmabili útlit fyrir að ferðin stöðvaðist og tóku þá 14 reiðmenn sig út úr hópnum og stofnuðu til nýrrar keppni en ( henni fara reiðmennirnir eftir hinni gömlu leið Pony Express Trail. 1 hópi þessara fjórtán eru 4 úr fslensku sveitinni en tveir úr sveitinni eru enn þátttakendur f Great American Horse Race. — Borgin Laramie er í um 2000 metra hæð yfir sjávarmáli og hér er heitt og þurrt veður en hitinn á daginn milli 35 og 38°C og á næturnar milli 17 og 20° C. Þetta er í hæðardrögum Klettafjalla og landslagið er undurfagurt, klettar, dalir, þurrt graslendi og það er einna líkast þvf að maður sé staddur í Skaftártungunum. Við erum nú búin að fara um 2/3 af leið inni en til Sacramento f Kaliforníu sem er endastöðin, koma hóparnir ekki fyrr en eftir 6 til 7 vikur. Great American Horse Race eða GAHR ætti að koma þangað fyrst í september en þeir í nýju keppninni koma þangað ekki fyrr en um miðjan mánuðinn, sagði Gunnar. — Þeir úr fslensku sveitinni, sem taka enn þátt f GAHR eru Waíter Feldmann, sem kominn var í sjöunda sæti áður en hest- ur hans Björnsi frá Hólum veiktist en það var i Kansas. Hann virtist vera miður sín og eitthvað innvortis veikur. Walt- er er því einhesta það, sem eftir er leiðarinnar á Jökli frá Akur- eyri, sem ættaður er frá Eiríks- stöðum í Svartárdal. Hann er nú f tíunda sæti. Hinn úr fs- lensku sveitinni er Johannes Hoyos, sem stendur sig með mikilli prýði. Annar hestur hans, Höttur, ættaður frá Uxa- hrygg, veiktist af slæmri hrossasótt þegar við vorum í New York ríki og var Johannes einhesta í tvær vikur af þeim sökum. Hann var þá kominn niður í 38. sæti af þeim 95, sem þá voru í ferðinni en nú er hann búinn að færa sig upp í 20. sæti og hefur hann fært sig um sæti annan og þriðja hvern dag. Gunnar sagðist hafa skoðað hesta Johannesar í fyrrakvöld og sagðist hann telja að jarpi hesturinn hans, Börkur frá Álf- hóli í V-Landeyjum, hefði heil- brigðustu og sterkustu fæturna af öllum hestum og múldýrum í ferðinni. — Það var hvergi veilu að finna í fótum hans né liðamótum og hesturinn er í góðnm holdum. Þetta er röskur og sterkur brokkari og minnir einna helst á hornfirsku vinnu- hestana, þegar þeir gerðust hvað bestir á tfmum stóðhest- anna Blakks frá Árnanesi, Skugga og Nökkva, sagði Gunn- ar. Sá sem fyrstur er í reiðinni er á tveimur múldýrum en ann- að þeirra er orðið halt og að sögn Gunnars fer bilið milli hans og næsta reiðmanns stöð- ugt minnkandi. Sá sem næstur kemur er á tveimur arabfskum þolreiðhestum en annar þeirra er kominn með spatt og er búist við að dýralæknar verði að setja hann út úr keppninni. Næstu hestar eru flestir farnir að láta sig og sumir prðnir halt- ir en í 10. sæti er Walter Feld- mann, sem orðin er einhesta og ekki að vita hvað sá grái frá Eiríksstöðum dugar lengi. Þeir tíu næstu eru á nokkru hæg- gengari hestum og eins og áður sagði er Johannes Hoyos í 20. sæti á heilbrigðum og hraust- um hestum. — Jóhannes er stóra vonin mín núna og ég á von á því að hann geti orðið mjög framar- lega í ferðalokin, þó óráðlegt sé að spá nokkru um hvernig fer. Hann er rólegur reiðmaður og ekki eins keppnisfullur og Feldmann en á ferðalagi, sem þessu er ræður það ekki hvað minnstu um hvernig til tekst. Þessi ferð er algjört einsdæmi f sögunni, því jafn langt hafa menn ekki riðið á sömu tveim- ur hestunum I einum áfanga, að því er fróðir menn hér f landi telja, sagði Gunnar og tók fram að nú væru 48 reiðmenn eftir í GAHR auk þess sem 15 Frakkar hafa bæst f hópinn og rfða með til Sacramento. — Þegar við vorum á ferð um Missuri og Kansas urðu þeir, sem fyrir GAHR stóðu hrein- lega gjaldþrota og á tímabili var ailt útlit fyrir að ferðin stöðvaðist, þvf þeir gátu ekki einu sinni greitt dýralækn- um,— Síðar tóku nokkrir auðugir menn sig saman og lögðu fram fé.til keppninnar. Af þessum sökum tóku 14 reið- menn sig út úr hópnum og stofnuðu til nýrrar keppni og þar í hópi voru 4 úr íslensku sveitinni. Við vildum ekki að allir úr okkar sveit hættu í GAHR og héldu þeir Johannes og Feldmann því áfram þar, sagði Gunnar. — Leiðin, sem farin er í þess- ari nýju keppni er f fótspor hinnar frægu póstleiðar Pony Express Trail, sem rekin var f 18 mánuði árin 1860 til ’61 og er fræg úr sögu hins Villta vest- urs. Menn fóru þá með hrað- bréf frá St. Joseph í Missuri til Sacramento í Kalifornfu, rúm- lega 3000 km vegalengd á 10 dögum. Riðið var dag og nótt og nýr knapi tók við póstinum eft- ir hverja 70 km og skipt var um Hér reiða þeir fslenzka fánann Max Indermaur (t.v.), Gunnar Bjarnason, Lothar Weiland og Carl Heinz Fritz. Þegar hópurinn er á ferðalagi er lagt upp kl. 5 á morgnana og þá þarf að hafa snör handtök við að taka upp búðirnar en menn bregða þó á leik. Lothar Weiland (t.v.) leikur á flautu og Max Indermaur notar ruslatunnuna á staðnum sem hljóðfæri. Fjær stendur Gunnar Bjarnason og við sjáum í bakhlutann á Walter Feldmann. Kapparnir ( (slenzku sveitinni skrfðast búningi f fánalitunum bláum jökkum, hvftum buxum og hafa rauða klúta. Claus Becker (t.v.), Karl Heinz Fritz, Ullu Becker og Lothar Weiland. Ljósm. Guðbjörg hesta á 25 til 30 km fresti. Þessi póstleið lagðist af árið 1862, þegar lögð var sfmalina um þessar slóðir. Gunnar sagði að þessi nýja keppni hefði verað hafin I St. Joseph þann 19. júlf sl. og endaði um miðjan sept- ember í Sacramento. — tslensku hestarnir hafa staðið sig mjög vel í þessari nýju keppni og eru í 2., 3., 4. og 7. sæti af 14 keppendum en í þeirra hópi eru margir þekktir reiðmenn og reiðskjótar þeirra eru frægir langferðahestar svo- nefndir 100 mflna sigurvegar- ar. Við ríðum 100 mflurnar á 16 til 20 tímum en það er yfir fjallvegi að fara og hitinn er oft óþægilegur. Sá knapi, sem fyrstur er í þessari keppni er á tveimur arabískum hestum en annar er Lothar Weiland á Þráni frá Uxahrygg og Whisky af Dalselsstofni. Þriðji er Max Indermaur á Lokk og Hálegg og fjóðri Claus Becker á Hrappson og Sjuss frá Steinum. I sjöunda sæti kemur sfðan Ullu Becker á Hrappi 18 vetra og Tvisti frá Arnarstapa á Mýrum 10 vetra, sagði Gunnar og bætti við að það gæti ekki farið á annan veg en íslensku hestarnir kæmust á leiðarenda, ef ekkert óvænt henti en véðrið á þeim svæðum, sem eftir er að fara um er frek- ar hagstætt, þvf þó heitt sé er loftraki ekki mikill. — Einu vandkvæði, sem við höfum átt við að strfða, eru f sambandi við járningarnar. Hófar hestana hafa ekki vaxið f samræmi við járningarþörfina, þvf það dettur mjög oft undan hestunum. Fjórar til fimm fjaðrir eru hvorum megin f skeifu og hófarnir vilja því springa illa. Næst ætlum við að járna þá með sérstökum plast- skeifum, sem eru spentar á fæt- urnar og við værum illa stödd hefðum við ekki fundið þær. íslensku hestarnir standa sig vel og ég hef lagt á það áherslu að hestarnir fái nóg af gróffóðri en ekki kjarnfóður og þeir halda vel holdum. Margir ara- bísku hestanna hafa hins vegar lagt verulega af þvf þeir eru fóðraðir að mestu leyti á kjarn- fóðri og ná þvf ekki að fylla sig. Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.