Morgunblaðið - 04.08.1976, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1976
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976
25
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Gjaldfallin
umframeyðsla
rátt fyrir verulega rýrnun
kaupmáttar útflutningstekna
okkar á sl. ári, eða um allt að 30%
á 12—14 mánaða tfmabili
minnkuðu þjóðarútgjöld aðeins
um 9% á árinu 1975. Þjóðarút-
gjöld höfðu hinsvegar aukizt um
10% árið áður, 1974, þrátt fyrir að
þjóðartekjur stæðu nokkurn veg-
inn í stað á þvf ári. Eyðslu okkar
höfum við hinsvegar haldið uppi
með aukningu erlendra skulda,
sem við þurfum að sjálfsögðu að
greiða af þjóðartekjum næstu
ára. Það er þvf óhjákvæmilegt að
batnandi viðskiptaárferði, þ.e.
hækkandi verð á útflutningsaf-
urðum okkar nú, hlýtur að drjúg-
um hluta að fara til að greiða
niður erlendar skuldir þjóðarbús-
ins.
Forstjóri Áætlunardeildar
Framkvæmdastofnunar rfkisins,
Bjarni Bragi Jónsson, segir I við-
tali við Morgunblaðið fyrir
skemmstu að viðskiptahalli
þjóðarbúsins gagnvart útlöndum
hafi numið nálega 57000 m.kr. á
tfmabilinu 1974—1976. Hann seg-
ir að láta muni nærri að fimmta
hver króna af gjaldeyristekjum
okkar næstu misserin fari f
greiðslur afborgana og vaxta af
erlendum skuldum. Samhliða þvf
að halda uppi núverandi Iffskjör-
um þjóðarinnar á næstu árum
þurfum við sem sé að endur-
greiða umframeyðslu okkar frá
liðnum árum.
En þessi umframeyðsla heldur
áfram, þó verulega hafi úr henni
dregið. Þjóðareyðslan minnkaði
sem fyrr segir um 9% á sl. ári,
aðallega einkaneyzlan, en sam-
neyzlan, þ.e. útgjöld rfkis og
sveitarfélaga óx áfram, þó f mun
minna mæli væri en á tfmum
fyrri stjórnar. Horfur eru á þvf að
á þessu ári miði verulega f jafn-
vægisátt. Jón Sigurðsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, segir,
að útlit sé fyrir að viðskipta-
hallinn á þessu ári lækki úr 23 f
11 til 12 milljarða króna, eða úr
11!4% f 5—6% af þjóðarfram-
leiðslunni. Þessi lækkun næst
með samdrætti þjóðarútgjalda
um 5 til 6%, en jafnframt vegna
hækkunar útflutningsverðs um-
fram innflutningsverð Þrátt fyrir
þennan viðreisnarvott er fyrir-
sjáanlegur áframhaldandi við-
skiptahalli, sem vitaskuld þyngir
enn skuldabyrðarnar út á við.
Sú þjóðareyðsla, sem hér hefur
verið talað um, er þó ekki ein-
vörðungu fyrir munn og maga eða
óarðbær fjárfesting. Að hluta til
er hér um að ræða fjárfestingu f
atvinnutækjum, sem skila munu
sér smám saman, og f járfestingu f
orkuverum og jarðvarmaveitum,
er sparar okkur annars óhjá-
kvæmilega gjaldeyriseyðslu f
orkukaupum erlendis frá á næstu
árum. Eyðslan hefur að hluta til
farið f það að halda uppi fullri
atvinnu, sem verið hefur eitt af
meginstefnuatriðum núverandi
rfkisstjórnar, þótt hún hafi jafn-
framt, við ríkjandi aðstæður
sfðustu árin, aukið á viðskipta-
hallann og verðbólguna. En þessa
umframeyðslu liðinna ára þurf-
um við að greiða, sem þýðir að
batnandi viðskiptakjör geta ekki
komið fram f hlutfallslegum
kjarabótum fyr en jöfnuður út á
við hefur náðst á ný.
Það er þvf rfk ástæða til að
hlýða á viðvörunarorð forstjóra
Þjóðhagsstofnunar, efnislega á þá
leið, að þjóðin þurfi að ganga
hægt um dyr efnahagsbatans,
meðan hún þurfi f senn að halda
uppi Iffskjörum Ifðandi stundar
og rfsa undir umframeyðslu
liðinna ára f erlendum lánakostn-
aði.
Fræðsla um skað-
semi tóbaksreykinga
Skólakerfið mótar ungviði
þjóðarinnar á þeim árum
sem það er móttækilegast fyr-
ir hverskonar áhrifum. Það
er þvf mikill ábyrgðarhluti
að veita hvers konar fræðslu
og þekkingu á þann hátt
að hún auðveldi hinum verð-
andi þjóðfélagsborgara að taka
sjálfstæða afstöðu til þeirra við-
fangsefna og vandamála, er hon-
um mæta sfðar á Iffsleiðinni.
Kennari á ekki að hamra eigin
skoðun inn f nemenda, heldur
þroska hann til að taka sfnar eig-
in ákvarðanir, móta sfna eigin
afstöðu til manna og málefna.
Hinsvegar er óhjákvæmilegt,
og beinlfnis skylt, að veita nauð-
synlegar viðvaranir um margs-
konar vfti, sem á hvers manns
vegi verða. Það er til að mynda
mjög æskilegt að verja nokkrum
tfma til að kynna uppvaxandi
unglingum skapsemi tóbaksreyk-
inga. Það er ekki einvörðungu að
slfk neyzla nfkótfns skeri f sum-
um tilfellum nokkur ár aftan af
annars eðlilegri mannsæfi, held-
ur getur hún að auki gert árin
sem okkur eru gefin illbær,
heislufarslega séð, sem ella hefðu
borið f sér heilbrigða lffsnautn.
Það skiptir máske minna máli
að vinna okkar og verðmætasköp-
un verður að litlu f nókótfnglóð-
inni. Þó gæti margur maðurinn
átt áþrcifanlega gleðigjafa í dag
fyrir þá fjármuni, sem nú eru
ekki nema hósti f morgunsárið,
þcgar vel er sloppið, annars eitt-
hvað ennþá verra. Það færi betur
á því að áróðursgleðin f brjósti
sumra einstaklinga færi fremur f
vekjandi fræðslu um áþreifanleg-
ar staðreyndir en umdeilanlegar
stjórnmálakenningar eins og
stundum vill verða.
Forsetahjónin ganga úr kirkju ásamt Magnúsi Torfasyni forseta Hæstaréttar og Sigurbirni Einarssyni
biskupi.
tíma hefur eitthvað skort á virðingu af
þessu tagi, vegna áhrifa frá ævagamalli
erlendri afstöðu til þjóðhöfðingja, sem
getur verið góð þar, þótt hún eigi ekki við
hér, er mér það fagnaðarefni að jöfn
þróun hefur hér á orðið til hins betra,
enda er ég sannfærður um, og dreg það
af mörgum dæmum, að fyrirrennarar
mínir í þessu embætti hafa verið mjög
sama sinnis og ég um þetta efni. Ég held
að íslenskur forseti og maki hans geti, ef
þau sjálf sýna að þau vilji það, varðveitt
persónulegt frelsi sitt svo að vel viðunandi
sé og haldið jafnframt virðingu sinni fullri.
Ég held einnig — og það skiptir mestu
máli — að þetta spái góðu um framtíð
forsetaembættisins og bendi til þess að
von sé góðs samneytis með forseta og
þjóðinni þegar horft er til komandi tima.
Það gleður mig að geta mælt þessi orð af
fullri einlægni, og meðal annars vegna
þessa hef ég treyst mér til að bjóðast til að
gegna þessu embætti áfram, ef viðunan-
lega sterkar líkur væru til að meiri hluti
þjóðarinnar óskaði enn eftir þvi.
Sveinn Björnsson sagði í ræðu sinni á
Þingvöllum hinn 17. júní 1944, þegar
hann tók við embætti sem forseti í fyrsta
sinn, að hann liti á starf sitt framar öllu
sem þjónustu við heill og hag íslensku
þjóðarinnar. Ég tek undir þessi orð af
heilum huga og á ekki aðra ósk heitari en
að vinna það gagn sem ég get best á
hverri stund. Nú þegar ég lít yfir farinn
veg, fyllist hugur minn þakklæti til þeirra
mörgu sem hafa styrkt mig til þess sem
mér kann að hafa vel tekist. Þar nefni ég
fyrst konu mína, sem ber mína byrði til
jafns við mig, fjölskyldu okkar, starfsfólk
okkar, bæði á Bessastöðum og i Reykja-
vík. Ég nefni ráðherra og aðra stjórnmála-
menn og fjölmarga aðra mætti og ætti að
tilgreina, sem hafa sýnt mér tiltrú, hlýju
og vinarþel.
Nú þegar kona mín og ég leggjum á
hinn þriðja stóráfanga hittist svo á að
allmikill hluti landsmanna er í árlegu
stuttu miðsumarfríi. Eigi að síður er þetta
sá tími árs sem löngum var kallaður
hábjargræðistimi og von bráðar eru allir,
til sjós og lands, komnir til starfa sinna,
hver á sínum vettvangi, því að vér eigum
því láni að fagna að þörf störf eru til taks
handa hverri vinnufærri hendi. Hvar sem
menn eru og hvað sem þeir eru að iðja,
sendi ég þeim öllum kveðju og þakka um
leið allar góðar óskir sem okkur hafa
borist á þessum degi, frá ríkisstjórn lands-
ins, frá forseta hæstaréttar, frá biskupi og
öllum öðrum sem sýnt hafa góðan hug
sinn til okkar. Af okkar hálfu kemur það á
móti að við munum leitast við, enn sem
fyrr, að standa við þá ábyrgð sem þessu
embætti fylgir.
Það er gleðiefni að geta lokið þessu
máli með því að minnast þess að bjartara
virðist nú vera yfir þjóðlífinu en verið
hefur um sinn. Sú er sameiginleg ósk og
von vor að áfram stefni til batnandi hags
fyrir alla, að oss auðnist að búa við frið,
frelsi og farsæld í þessu laennandi um
ókomin ár.
íslenzka þjóöin hefur
tekiö tryggö viö
forsetaembættiö
Avarp dr. Kristjáns Eldjárns forseta íslands viö embættistökuna 1. ágúst
þegnar, en konungur vor var í öðru landi,
þar var hann á réttum stað, handan við
hafið. Eigi að siður voru íslendingar kon-
unghollir gegnum þykkt og þunnt, og enn
á vorum dögum ber ekki á öðru en
hérlendir menn hafi eins gaman af kónga-
fólki og hverjir aðrir.
Með stofnun lýðveldisins átti nú þjóð
sem var því langvön að vita fjarlægan
konung yfir sér að hafa nálægan innlend-
an þjóðhöfðingja með forsetanafni hjá sér
og finna honum sess í samfélagi sínu og
vitund sinni. Var nokkur furða, eftir allar
þessar aldir, þótt afstaðan og tilhugsunin
til konungsins og umgengnin við hann
færðist að verulegu leyti yfir á forsetann?
Eitthvað áþekkt hefur gerst víðar en hér
þegar lýðveldi hefur tekið við af konungs-
ríki, sumum forsetum til lítillar þægðar,
ekki af því að annað sé fortakslaust betra
eða verra en hitt, heldur af því að þetta
eru tvö form og sitt hæfir hvoru. Hér á
landi tók forsetaembættið sitthvað i arf
eftir konungdæmið sem var eðlilegt og
heilbrigt, en ekki er örgrannt um að
einnig hafi eitthvað fánýtt slæðst með,
svo sem nokkur næsta óþörf virðingar-
tákn og vottur af þeim hömlum sem
umhverfi og gamalgróið almenningsálit
leggja á þá sem konungsnafn bera. Slíkt
átti þó ekki til langframa jarðveg i is-
lensku þjóðfélagi og mátti hverfa.
Vera má að einhver skilji mig svo að ég
sé óbeinlínis að mæla með formleysu
kringum embætti forseta íslands. Svo er
þó ekki. Form í réttu hófi eru nauðsynleg i
mannlegum samskiptum og þá að sjálf-
sögðu að því er tekur til forsetans og hans
verkahrings. Það er svo augljóst að varla
þarf um að ræða, að fyrsta krafa þjóðar-
innar á hendur forsetanum er að honum
endist vit og smekkvisi til að koma sóma-
samlega fram við þau mörgu tækifæri þar
sem hann ýmist verður að vera fulltrúi
þjóðarinnar andspænis erlendum mönn-
um ellegar taka þátt i athöfnum og
mannamótum hennar sjálfrar. Siðareglur
um þetta efni eru góðar, en þó aðeins til
viðmiðunar en ekki til skilyrðislausrar eft-
irbreytni. Reglur eiga ekki að koma í stað
eðlilegrar mannlegrar umgengni.
Mér er eínníg mjög fjarri skapi að mæla
með eða óska eftir að forsetaembættið
lækki í virðingu meðal þjóðarinnar, þó
það nú væri, og til þess hefði ég heldur
ekkert leyfi, ekki á ég þetta embætti,
heldur þjóðin, og aðrir menn koma eftir
mig og mér er umhugað um að skemma
það ekki fyrir þeim. Tilhlýðileg virðing er
ekki nema sjálfsagður hlutur manna í
milli. Vel fer á í voru samfélagi að breytt
sé við forsetann sem fremstan meðal
jafningja, þar sem hann á samfundi með
öðrum. Hins vegar er bæði óþarft og
óíslenskt að þvinga hann með tilbúnum
síðareglum í misskildu virðingar skyni.
Sön virðing er ekki fólgin í neinu slíku.
Sönn virðing við forsetann er að mínu
áliti fógin í því að ieyfa honum að njóta
sín sem manneskju, bæði ! embættisstörf-
um sínum og utan þeirra, ákveða ekki
fyrir hann hvað skuli teljast forsetalegt og
hvað ekki, leyfa honum átölulaust að
stunda sln áhugamál og auðvelda honum
það eftir megni, og umfram allt leyfa
honum að eiga sitt einkalif og fjölskyldulíf
í friði fyrir hégómlegri hnýsni. Ef einhvern
Dr. Kristján Etdjárn forseti ávarpar viðstadda við embættistökuna
Góðir íslendíngar og erlendir fulltrúar.
íslenska lýðveldið er enn ungt og þá
um leið embætti forseta íslands. Á þrem-
ur áratugum hefur eigi að siður þegar
skapast nokkur hefð um siði og venjur
varðandi þetta embætti. í upphafi nýs
kjörtímabils vinnur forseti það dreng-
skaparheit að halda stjórnarskrá lýðveldis-
ins. Þetta er hið raunverulega innihald
þeirrar athafnar sem hér fer fram í dag,
annað ekki. Hér er hvorki staður né stund
til að fjölyrða um landsins gagn og nauð-
synjar eða ástand og horfur í þjóðfélag-
inu, enda er forseti íslands þess ekki
umkominn að flytja boðskap eða stefnu-
skrá, eins og embætti hans er stakkur
skorinn í stjórnkerfi landsins.
Að þessu sinni er í engu brugðið út af
þeim siðum, sem frá upphafi hafa tíðkast
við embættistöku forseta. Að öllu athug-
uðu hefur mér ekki þótt sérstök ástæða til
þess. Má þó vera að tiðarandi vildi nú
gera hér nokkra breyting á og færa þessa
athöfn til viðaminna forms. Þetta er álita-
mál eins og svo margt annað af svipuðu
tagi, en ekki neitt stórmál. Ég inni að þvi
einungis vegna þess að það leiðir hugann
að forsetaembættinu yfirleitt, og þó eink-
um stöðu forseta í samfélaginu, afstöð-
una milli hans og annarra manna. Þetta
er umhugsunarefni í ætt við tilefni dags-
ins. Til eru þeir menn sem velta þessu
fyrir sér, og nærri má geta að sá sem
sjálfur gegnir þessu embætti muni leitast
við að gera sér grein fyrir hver hlutur þess
er í þjóðlífinu og leggja næmar hlustir við
skoðunum og tilfinningum samborgara
sinna um það.
Ég er hér ekki að tala um stöðu forset-
ans eins og hún er samkvæmt stjórnar-
skrá landsins, hlutverk hans í stjórnkerf-
inu. Öllum er kunnugt, sem lesið hafa
stjórnarskrána, að í fljótu bragði mætti
svo virðast sem vald forseta væri talsvert,
en í Ijós kemur að það er meira í orði en
verki, þar sem forseti felur ráðherrum að
fara með vald sitt og stjórnarathafnir hans
eru á þeirra ábyrgð Til eru önnur lýð-
veldi, og sum með stórþjóðum, þar sem
mjög áþekkt fyrirkomulag tíðkast, auk
þess sem staða konungs í konungsríkjum
þeim, sem vér höfum mest kynni af, er
mjög á sömu lund í stjórnlagakerfinu, þótt
á hinn bóginn hljóti ætíð af mörgum
ástæðum að vera djúptækur munur á
stöðu konungs og forseta meðal þjóð-
félagsþegnanna. Nú er stjórnarskrárnefnd
að starfi hér á landi. Ég geri ráð fyrir að
hún muni meðal annars taka til rannsókn-
ar hversu gefist hafa þau ákvæði sem lúta
að hlut forsetans á liðnum árum. Engu
skal um það spáð hvort lagt verður til að
gera þar einhverjar breytingar á eða hvort
slikar tillögur næðu þá fram að ganga.
Liklega mun mönnum helst finnast for-
vítnilegt hvort lagt verður til að hrófla við
þætti forsetans í myndun nýrra ríkis-
stjórna, en í því efni er honum ætlað
veigamikið hlutverk.
En umræðuefni mitt er ekki þetta,
heldur afstaðan milli forsetans og þjóðar-
innar. Mér segir svo hugur um að íslenska
þjóðin hafi tekið tryggð við forsetaem-
bættið, vilji hafa slíkan oddvita sem for-
setinn er. Ef til vill á þjóðkjör forsetans
einhvern þátt í þeirri tryggð. En hvers
telur þjóðin sig geta af forsetanum vænst,
og til hvers má hann ætlast af henni? Hér
er ekki um neitt að ræða sem ákveðið
verður í lögum og reglugerðum, heldur
sambúðarform sem með timanum hefur
skapast milli forsetans og þess fólks sem
fengið hefur honum embætti sitt. Ég get
ekkí neitað mér um að gera ofurlitla
sögulega athugun i þessu sambandi.
Þegar að því dró að islendingar losuðu
sig að fullu og öllu úr tengslum við
erlendan konung, báru ýmsir nokkurn
kviðboða fyrir þeim vanda sem við blasti í
fyrsta sinn í sögu vorri, að finna innlend-
um þjóðhöfðingja eðlilegt rúm bæði í
stjórnkerfinu og andspænis þjóðinni sem
einingartákn hennar. íslenskur konungur
kom víst ekki til greina, þvi að slíkt er
nánast ekki til í íslenskri vitund og hefur
aldrei verið Að vísu höfðu íslendingar
löngum mikið dyn á konungum, jafnvel
þegar á þjóðveldisöld, og skrifuðu um þá
meiri bækur en aðrir menn. Með því
bættu þeir sér upp konungsleysið. En
konungur á íslandi var utan við hugar-
heim þeirra. Hvergi örlará því að neinn af
höfðingjum Sturlungaaldar, sem hvorki
skorti þó metnað né valdafýsn, léti sér til
hugar koma að gera sjálfan sig að kon-
ungi, þótt slíkt hefði átt að geta verið
nærtækt þegar þjóðveldið var að liðast
sundur og valdabaráttan var sem grimmi-
legust. Hugsun þeirra snerist hinsvegar
mjög um afstöðuna til Noregskonungs.
Og svo komu hinar mörgu konungsald-
ir og æ fastar brenndi það sig inn í hug
þjóðarinnar, að víst vorum vér konungs-